Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 28
I 28 MIÐVTKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ h ERLENT Kosningaréttur i kvenna í Kúveit [ Þingið | frestar i umræðu Kúvcitborg. AFP. ÞINGMENN á þingi Kúveit írest- uðu í gær umræðum um tilskipun emírsins, Sheikh Jaber al-Ahmad al-Sabah, fi-á því fyrr á þessu ári t sem boðaði kosningarétt kvenna í , landinu. Þess í stað ákváðu þing- f mennimir 50 og 14 ráðherrar að 1 ræða um þingsetningarræðu emírs- ins þar sem hann hvatti þingið og ! ríkisstjómina til að bæta samvinnu sín á milli. ' Emírinn hefiir ákveðið að leggja til að konum verði veittur kosninga- réttur í landinu frá því í febrúar á > næsta ári og öðlist kj örgengi í næstu þingkosningum sem fram fara í > landinu árið 2003. Þingið og ríkis- stjómin, sem ekki er kosin heldur útnefnd af emímurn, þurfa að sam- þykkja breytinguna til að hún nái fram að ganga. Miklar deilur hafa staðið um hvort konur skuli fá kosningarétt í 1 Kúveit en ef til þess kæmi yrði land- ið það fyrsta við Persaflóa til að leiða slíkar umbætur í lög. Leiðtogar kvenréttindahreyfinga í Kúveit hafa , meðal annars sagt að ýmsir hópar í kúveitsku samfélagi hafi reynt að nota íslömsk trúarbrögð til að rétt- læta að konum skuli meinuð þátt- taka í stjómmálum. Ymsar konur óttast einnig að þingið sé að reyna að drepa málinu á dreif með því að fresta umfjöllun um það. Andstæðingar tilskipunarinnar hafa haldið því fram að hún brjóti í bága við stjómarskrá landsins. Einn þingmanna, Ahmad al-Baqer, hefur einnig lýst áhyggjum af því að ef konur fari út til að kjósa í almennum kosningum verði enginn heima til að gæta bús og bama nema þjónustu- fólk af erlendu bergi brotið. ---♦ ♦ ♦.. Drengur myrðir kennara Mcissen. Reuters. FIMMTÁN ára þýskur skólastrák- ur stakk kennslukonu til bana í skólastofu í bænum Meissen í aust- urhluta Þýskalands í gær. Drengurinn var með grímu fyrir andlitinu þegar hann réðst inn í skólastofuna í gærmorgun og stakk kennslukonuna í bringuna með tveimur hnífum. Hann flúði úr skól- anum en lögreglan fann hann og handsamaði hann. Talsmaður lögreglunnar vildi ekkert segja um hvers vegna drengurinn framdi morðið. Nemendur við skólann sögðu að drengurinn hefði áður sagst ætla að myrða kennslukonuna sem hafði getið sér orð fyrir að vera ströng. Vinur hans kvaðst hafa rætt við hann kvöldið áður og reynt að fá hann af því að fremja morðið. Hann bætti við að drengurinn hefði ekki verið mjög vinsæll í skólanum en náð miklum árangri í íþróttum og sett nokkur skólamet. Nemendur við skólann fengu á- fallahjálp í íþróttasal skólans eftir morðið. Oviss framtíð Vestur-Evrópusambandsins Ný stoð eða gamlar leifar? FRAMTÍÐ Vestur-Evrópusam- bandsins,VES, er nú mjög til um- ræðu í tengslum við hugmyndir um sjálfstætt framlag Evrópu til varnarsamstarfsins í Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Einnig hefur oft skotið upp kollinum umræða um að sambandið gæti orðið grundvöllur væntanlegs varnar- samstarfs Evrópusambandsins, ESB, þegar það efldi samvinnu sína í vamar- og öryggismálum. Yrði þá VES lagt niður sem slíkt en við tæki ný stofnun innan ramma Evrópusamstarfsins. Hængurinn er sá að sum aðild- arríki ESB hafa um árabil og jafn- vel aldir rekið stranga hlutleysis- stefnu í varnarmálum og nokkur aðildarríki VES eru ekki í ESB. Þannig höfnuðu Svíar og Finnar á fundi í Bremen í maí hugmyndum Þjóðverja þess efnis að VES yrði innlimað í ESB. Aðrir voru á því að á fundinum hefði verið hringt útfararklukkum yfir VES. Þáverandi varnarmála- ráðherra Þýskalands, Rudolf Scharping, sagði þó að sambandið myndi geta gagnast fram undir árslok 2000 sem eins konar brú fyrir NATO-ríki sem vilja ganga í ESB en einnig fyrir „lönd sem ekki tilheyra NATO en vilja gjarnan eiga gott samstarf við það“. Minni líkur eru nú taldar á því að VES verði slíkur grundvöllur, að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph. Fullyrðir blaðið að Tony Blair forsætisráðheiTa, sem hefur eins og aðrir breskir ráða- menn lagt áherslu á að böndin yfir Atlantshafið rofni ekki, sé nú búinn að gefa upp á bátinn vonir um að VES geti orðið vettvangur öflugra vamarhlutverks Evrópu- landanna en innan ramma NATO. Vegna sögulegra og „sérstakra tengsla" Breta við frændþjóðina í vestri hafa þeir fremur viljað að VES fengi slíkt hlutverk í varnar- samstarfi Evrópuþjóðanna í von um að þá verði hægt að halda áfram samvinnunni við Bandarík- in. f skugga NATO Þjóðverjar og þó einkum Frakk- ar hafa verið hrifnari af því að auka sjálfstæði VES. VES var stofnað 1954 en átti sér rætur í svonefndum Brussel- samningi frá 1948 þar sem kveðið var á um vamarskuldbindingar nokkurra öflugustu þjóða Vestur- Evrópu. Þótt VES hafi þannig upphaflega átt að gegna hemaðar- legu hlutverki hefur það einkum beitt sér á sviði mannúðaraðstoð- ar. Á síðari áram hafa þar einnig verið lögð drög að stefnu sem fylgja beri gagnvart friðargæslu og átökum utan ríkja sambands- ins. VES var lengi hálfgerð horn- reka, yfirburðir Bandaríkjanna í NATO voru ótvíræðir og vegna kalda stríðsins vildu menn yfirleitt ekki hrófla við skipulagi sem hafði reynst vel. Hættulegt gat verið að dreifa kröftunum með samkeppni milli NATO og VES, eining gagn- vart óvininum í austri var mikil- vægari en valddreifing innan NA- TO. Frakkar reyndu þó að hamla gegn bandarískum áhrifum og drógu sig út úr hernaðarsamvinnu Hermenn í evrópsku fjölþjóðaliði á leið til Sarajevo. NATO á sjöunda áratugnum en voru í þessum efnum einir á báti. Aðildarríki VES eru 10. Alls tengjast samt 28 ríki VES með ýmsum hætti, þau geta haft fulla aðild, aukaaðild eða áheyrnaraðild eða þau hafa gert samstarfssamn- ing við sambandið. Samskiptin era flókin, meðal annars vegna þess að fimm aðilda- rríki ESB standa utan við VES, þ.á m. Danmörk, en eru áheyrna- raðilar. ísland, Noregur og Tyrkl- and eru öll í NATO og jafnframt aukaaðilar að VES, tvö fyrst- nefndu ríkin tengjast einnig ESB í gegnum Evrópska efnahagssvæð- ið. Island hefur málfrelsi og til- lögurétt í VES og á þess kost að taka þátt í sameiginlegum aðgerð- um þegar til slíkra kemur. Aukaaðildin hefur einkum verið notuð nú síðustu árin af hálfu Is- lendinga til að leggja áherslu á að ekki verði reynt að rjúfa náin sam- skipti Evrópuríkjanna og Banda- ríkjanna í varnarmálum. Reykjavíkurfundurinn 1986 Sagt hefur verið að fundur þeirra Ronalds Reagans og Míkha- íls Gorbatsjovs í Reykjavík 1986 hafi vakið VES af löngum svefni. Tillögur sem Reagan var næstum því búinn að samþykkja um algera kjarnorkuafvopnun ollu skelfingu hjá ráðamönnum eins og Margaret Thatcher sem var þó mikill stuðn- ingsmaður Reagans og Bandaríkj- anna. En fundurinn sýndi að Evrópuríkin réðu í reynd engu um mikilvægasta þátt varnanna; kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna. Vanmáttur Evrópuríkjanna til að bregðast við átökunum á Balkanskaga varð líka til að hleypa lífi í hugmyndir um sérstakt sam- starf Evrópuþjóðanna í NATO. Sem fyrr fara menn samt varlega í áformum um sjálfstætt framlag Evrópu, „evrópsku stoðina" af ótta við klofning milli Bandaríkjanna og Evrópu. Auk þess er oft bent á að forðast verði tvíverknað sem kosti mikið fé vegna þess hve há- tæknibúnaður nútímaherja sé dýr. Best sé að hafa áfram víðtækt samstarf yfir hafið. En í Evrópu vilja margir móta stefnu varðandi hugsanlegar að- gerðir utan varnarsvæðis NATO. Þótt Bandaríkjamenn hafi lagt fram mikilvægasta skerfinn í loft- árásunum á Serbíu voru þeir treg- ir til að leggja fram landher og vegna vaxandi einangrunarhyggju vestra telja sumir ráðamenn Evrópuþjóðanna að hraða beri áætlunum um „evrópsku stoðina". Oft séu hagsmunir Bandaríkja- manna ólíkir hagsmunum Evróp- uríkjanna í öðrum heimshlutum. Eignum skipt? Fullyrt var í International Her- ald Tribune í sumar að í aðalstöðv- Reuters um NATO væra menn þegar byrj- aðir að velta fyrir sér hvernig skipta bæri mannvirkjum og her- gögnum eins og flugvélum og skriðdrekum milli NATO og VES ef bandalaginu yrði í reynd skipt í tvo hluta, evrópskan og norður- amerískan. Sérfræðingar telja að viðfangsefnið sé illviðráðanlegt vegna þess að á fimmtíu ára ferli NATO hafi mannvirki á borð við t.d. Aviano-flugstöðina á Italíu oft notið fjárstyrkja NATO og því um fjölþjóðlega eign alls bandalagsins að ræða. fmtírin ..... .naMid Att m Euœrin húðin hugsar um þig, hugsar þú ui Kynning á nýrri Eucerin andlitslínu í dag og á morgun frá kl. 14-18. 20% kynningarafsláttur Cb LYFJA Lágmúla 5, sími 533 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55787
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.10.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 256. tölublað (10.11.1999)
https://timarit.is/issue/132282

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

256. tölublað (10.11.1999)

Aðgerðir: