Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞJONUSTA/FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 49 Opið mán.-fímmtud. kl. 8.15-22. Föstud. kl. 8.15-19 og laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á sunnud. og handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615.________ LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötn 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703._________ LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnií et opií laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga.______________________ LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffístofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið- sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið- vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is_______________________ LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opiö daglega kl. 12-18 nema mánud. ________________________ LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnid er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma 553-2906._____________________________________ UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Simi 563-2530.______ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriðjud., fímmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17.__________________________ MINJASAFN AKUREYRAR, Miiýasafnið á Akureyri, Að- alstræti 68, Akureyri. S. 462-4162. Opió frá 16.9.-31.5. á sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8-16. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með mipjagripum og handverks- munum. Kaffí, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is._____________________ MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/Elliðaár. Opið á sunnudögum kl. 15-17 og eftir sam- komulagi. S. 567-9009._______________________ MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13-17. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma 422-7253.____________________________________ IDNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opiö frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum. Sími 462-3550 og 897-0206.___________________ MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 669-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tima eftir samkomulagi.___________________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.__ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16.__________________________________ NESSTOFUSAFN. Yfír vetrartímann er safnið opið sam- kvæmt samkomulagi.___________________________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14-18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555- 4321._________________________________________ RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16._________________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu- lagi. S: 565-4442, bréfs. 565-4251, netfang: aog@natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-17. S. 581-4677.__________________________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.ls: 483-1166,483-1443.________________________ SNORRASTOFA, Reykholti: SJningar alla daga kl. 10-18. Simi 436 1480._______ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suöur- götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 14-16 til 15. mai._______________________ STEINARÍKl ÍSLANDS Á AKRANESI: OpiO alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Sími 431-5566. ______ ÞJÓÐMINJASAFN fSLANDS: Opió alia daga nema mánudagakl. 11-17.____ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.______________ LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18. Lokað mánudaga. ___________________ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, Hafnarstræti. Opið alla daga frákl. 10-17. Sími 462-2983._______________________ NONNAHÚS, Aðalstræti 64. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júní -1. sept. Uppl. i síma 462 3555.___________ NORSKA HÚSIÐ f STYKKISIIÓLMI: Opið daglega í sum- arfrákl. 11-17.____________________ ORÐ DAGSINS___________________________________ Reykjavík sími 551-0000. ____________________ Aknreyri s. 462-1840.________________________ SUNDSTAÐIR __________________________________ SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-19. Laugar- dalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8-20.30. Kjalameslaug opin máa og fimmt. kl. 11-15. þri., mið. og fóstud. kl. 17-21._ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 7-22. Laugd. og sud. 8-19. Sölu hætt hálftima fyrir lokun._ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftfma fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarfjarðar: Mád.- föst. 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.________ VARMÁRLAUG f MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.30- 7,45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 918.___ SUNDLAUGIN f GRINDAVÍKiOpiö alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555._____ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18._________________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.__________ SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532.___________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI_______________________________ HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10-17. Lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjölskyldugarð- urinn er opinn sem útivistarsvæði á vetuma. Simi 5757-800. SORPA SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endurvnnnslu- stöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á stórhá- tíðum. Að auki verða Ánanaust, Garöabær og Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 620-2205. Býrð þú úti á landi? Ef þú kaupir gleraugu hjá Sjónarhól, getur þú ferðast fyrir mismuninn Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Kristbjörg Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Hans Petersen hf., og Esther Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, undir- rita samning um samstarfíð. Umhyggja fær styrk frá Hans Petersen hf. UM ÁRABIL hafa verslanir Hans Petersen hf. selt jólakort fyrir Ijósmyndir. Jafnlengi hef- ur fyrirtækið látið tiltekna fjárhæð af hverju seldu jóla- korti renna til styrktar góðu málefni. Annað árið í röð lætur Hans Petersen hf. 5 krónur af hverju seldu jólakorti renna í Styrktar- sjóð Umhyggju en sjóðnum er ætlað að styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra sem lent hafa í verulegum fjárhagserfið- leikum vegna alvarlegra og langvinnra veikinda bams. SVÞ mótmæla hækkun- um á auglýsingaverði Málþing VINNÍS um starfsum- hverfi við sí- breytilegar aðstæður VINNUVISTFRÆÐIFÉLAG ís- lands gengst fyrir málþingi í Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 11. nóv- ember nk. kl. 13-16. Efni málþings- ins er Starfsumhverfi við síbreyti- legar aðstæður en sífelldai- breyt- ingar eru sá veruleiki sem mörg fyrirtæki og starfsmenn búa við í dag. Fyrirlesarar verða sex og fjalla þeir um efnið út frá ólíku sjónar- horni. Jón Gunnar Jónsson fram- leiðslustjóri hjá SS ræðir um breyt- ingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og erfiðleika á að manna verk- smiðjustörf, Jón Ólafur Ólafsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um skrifstofuna á ferð og flugi, nýja tíma og breyttar hönnunarforsend- ur, Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari hjá ERGÓ-Vinnuvernd ræðir um hvort vinnutengd álagseinkenni séu óumflýjanleg, Asgeir Beinteinsson skólastjóri í Háteigsskóla fjallar um hvemig við getum sótt í innsta eðli okkar til að takast á við síbreytilegt umhverfi í vinnunni, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins fjallar um hátækni og vinnuskipulag og að lok- um fjallar Þórkatla Áðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðistofunni um hlutverkin í lífinu og mörkin á milli þeirra. Að erindum loknum verða pall- borðsumræður. Málþingið er öllum opið en sérstakir markhópar eru stjórnendur og fulltrúar starfs- manna í fyrirtækjum, samtök laun- þega og atvinnurekenda og fagaðil- ar sem koma að mótun vinnuum- hverfis. Aðgangseyrir er 1.000 kr. --------------- Handverk í Sjálfboðamið- stöð Rauða krossins OPIÐ hús verður í Sjálfboðamið- stöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á fimmtudögum kl. 14-17. Þar getur fólk komið saman og unnið handverk af ýmsu tagi til styrktar góðum málstað. Margs konar verkefni eru á dag- skrá en í nóvember verður fengist við jólaskreytingar, dúka, pappírs- og kortagerð. Fleiri verkefni, s.s flíkur, myndir, munir, húsgögn o.fl. bætast við smám saman. Það sem framleitt er verður ýmist selt tO fjái’öflunar eða gefið einhverjum sem á þarf að halda. Ef fólk vOl losa sig við efni þá er upplagt að taka það með sér. Allir velkomnir. ------♦-♦-♦---- Rætt um ís- lenska stilsögu FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöld 17. nóvem- ber, með Þorleifi Haukssyni. Hefst fundurinn kl. 20.30. Þorleifur mun kynna rannsóknar- verkefni sitt „íslenskur skáldsagna- stffl 1850-1968“ og fjallar þar um skáldsagnastfl frá dögum Jóns Thoroddsens til Halldórs Laxness. Hann hefur undanfarin ár unnið að rannsókn á listrænum lausamálsstíl 20. aldar og stefnir að því að ljúka bókarhandriti á næsta ári. Þorleifur er annar höfunda bókarinnar Is- lensk stflfræði sem út kom árið 1994. Eftir framsögu Þorleifs verða al- mennar umræður. Fundurinn er öll- um opinn. SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Enn á ný höggva fjölmiðlar í sama knérunninn og stórhækka verð á auglýsingum fram til ára- móta. Þessu mótmæla SVÞ - Sam- tök verslunar og þjónustu. Nokkrir fjölmiðlar hafa tilkynnt mikla hækkun á verði auglýsinga fram til áramóta og virðist ástæð- an ekki vera önnur en að nýta sér til hins ýtrasta aðstæður við- skiptavina sinna. Má minna á að fyrir jólin í fyrra var sami leikur leikinn. Ríkisútvai’pið og Islenska út- varpsfélagið hf. hafa boðað 25% hækkun auglýsingataxta til ára- móta, Morgunblaðið 15% hækkun og Fróði 9% hækkun. Ekki er ólík- VEENA Das, prófessor í mann- fræði við New School of Social Res- earch í New York og við Delhi há- skóla á Indlandi, flytur opinberan fyrirlestur föstudaginn 12. nóvem- ber á vegum Mannfræðistofnunar Háskóla Islands. í fyrirlestri sín- um, sem hún nefnir „Public Goods and Private Terrors: Biomedicine, Poverty and the Globalization of Health." Erindi Das fjallar um tvenns konar skilning á heflbrigðismálum og spennuna þar á milli; annars vegar er litið á heilsugæslu sem hnattræn gæði almenningi tfl handa og hins vegar sem einstak- lingsbundið verkefni. Hún leiðir rök að því, með áherslu á reynslu Indverja, að hafa beri þennan tví- þætta skilning í huga þegar rætt er um siðferðileg álitamál tengd líf- tækni og læknavísindum, segir í fréttatilkynningu. Veena Das er heimskunn fyrir rannsóknir sínar og ritstörf. Meðal fjölmargi’a verka hennar eru Remaking a World: Violence, Soci- legt að fleiri fjölmiðlar fylgi í kjöl- farið. Borið er við mikilli eftirspurn eftir auglýsingum þegar leitað er eftir skýringum. Þetta eru að sjálf- sögðu hláleg rök og vafalaust þætti sömu fjölmiðlum það fréttaefni ef verslunin hækkaði í verði bækur, plötur og aðrar vörur fyrir jólin með þessum hætti og bæri við auk- inni eftirspurn. Sama gilti auðvitað um þjónustu dekkjaverkstæða við fyrstu snjóa o.s.fi-v. Þetta eru auð- vitað engin rök. SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, mótmæla sterklega þess- um fráleitu hækkunum á auglýs- ingaverði umræddra fjölmiðla og skora á þá að draga þær til baka án tafar. Það hlýtur að teljast eðlilegt réttlætismál og sanngirni við aug- lýsendur.“ al Suffering, and Recovery (meðritstjóri, University of Cali- fornia Press) og Critical Events: An Anthropological Perspective on Contemporary India (Oxford Uni- versity Press). Das hefur gegnt margvíslegum ábyrgðarstörfum, m.a. hefur hún setið í alþjóðlegri nefnd um málefni fórnarlamba Bhopal slyssins og í siðanefnd UNESCO um líftækni. Hún er um þessar mundir gistifræðimaður við The Swedish Collegium for Ad- vanced Study in the Social Sci- ences í Uppsölum. Opinber fyrirlestur prófessors Das er hluti af fyrirlestraröð Mannfræðistofnunar Háskóla ís- lands um „Markalínur náttúru og samfélags". Fyrirlesarar eru þekktir á alþjóðlegum vettvangi fyrir mikilsvert framlag og nýstár- leg viðhorf á mörkum mannvísinda og náttúrufræða. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst hann kl. 12. Hann verður á ensku. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Beinþynning og megrunarkúrar FRÆÐSLUFUNDUR verður hald- inn á Hótel Selfossi á vegum Bein- verndar á Suðurlandi fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20. Fundurinn er öllum opinn. Ólafur G. Sæmundsson næringar- fræðingur flytur erindi um áhrif mataræðis á beinin. Ólafur gaf ný- lega út bókina: Lífsþróttur - nær- ingarfræði almennings. Á fundinum verður einnig kynnt nýtt upplýs- ingarit Beinverndar og Islensks mjólkuriðnaðar Félagið Beinvernd á Suðurlandi var stofnað í Heilsustofnun NLFÍ 1997 og eru félagar tæplega 100. ------♦-♦-♦--- Erindi um grunnvatn á varnarsvæðinu EFTIRLIT með grunnvatni á varn- arsvæðinu við Keflavíkurflugvöll er efni erindis sem Erlingur E. Jónas- son, umdæmisverkfræðingur hjá umhverfisdeild Varnarliðsins, flytur í dag kl. 17 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskólans í Reykjavík. Erlingur mun í fyrirlestri sínum lýsa grunnvatnskerfinu við flugvall- arsvæðið, eftirliti með því fyrr og nú og framtíðaráformum. Fundurinn er á vegum Jarðtæknifélags íslands. ------♦-♦-♦--- Flughafnar- hringurinn genginn HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld, umhverfis Reykja- víkurflugvöll. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20, upp Grófina, með Tjöminni, um Hljómskálagarð- inn og Vatnsmýrina, suður í Öskju- hlíð. Síðan eftir strandstígnum vest- ur í Sundskálavík og um Háskóla- hverfið til baka að Hafnarhúsinu. ------♦♦♦----- Framtíðin gefur út jólamerki KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Merkið gerði Þor- valdur Þorsteinsson, myndlistar- maður. Jólamerkið er tekjuöflun fyrir fé- lagið en tekjum sínum verja Fram- tíðarkonur til líknarmála, sérstak- lega til styrktar öldruðum. Merkið er til sölu hjá íslandspósti á Akureyri, í Frímerkjahúsinu og Frímerkjamiðstöðinni í Reykjavík. Auk þess sjá félagskonur um sölu á Akureyri. ------♦-♦“♦--- ■ AÐALFUNDUR HoIIvinafélags námsbrautar í sjúkraþjálfun verður haldinn 11. nóvember og hefst kl. 17. Fundurinn verður haldinn í húsnæði námsbrautarinnar í Skógarhl/ð 10. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf. Vill félagið hvetja þá sem eiga eftir að skrá sig í félagið til að koma og skrá sig eða hafa samband við skrifstofu Hollvinasamtaka Háskóla íslands. Núverandi stjórn Hollvina- félags námsbrautar í sjúkraþjálfun er þannig skipuð: Formaður er Guð- rún Signrjónsdóttir, varafonnaður er Karl Guðmundsson, ritari Ólöf Ragna Ániundadóttir, gjaldkeri Gunnhildur Ottósdóttir og með- stjórnandi Jóhanna Konráðsdóttir. ------♦ ♦ ♦--- Leiðrétt íslenskur fuglavísir í FRÉTT í Bókablaðinu í gær mis- ritaðist heiti bókarinnar Islenskur fuglavísir sem gefin er út hjá Iðunni. Beðist er velvirðingar á misritun- inni. Opinber fyrirlestur um mannréttindi, heilsu- gæslu og mannfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.