Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 27 ERLENT Jóhannes Páll páfí í Georgíu Urgur innan rétttrúnaðar- kirkjunnar Tbilisi. Reuters. JÓHANNES Páll páfi II messaði í gær í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, en þótt hann hafi hvatt til nánari tengsla milli kaþólsku kirkjunnar og georgísku rétttrúnaðarkirkj- unnar var enginn fulltrú i þeirrar síðarnefndu viðstaddur. Ilya II, patríarki georgísku rétt- trúnaðarkirkjunnar, tók á móti páfa við komuna til Tbilisi en eina sameiginlega yfirlýsing þeirra var áskorun um, að bundinn yrði end- ir á hemaðinn í Tsjetsjníu og fundin yrði lausn á deilu Azera og Armena um Nagomo-Karabakh og deilunni um Abkasíu í Georgíu. Georgíska rétttrúnaðarkirkjan fer ekki í launkofa með, að hún er lítt hrifin af heimsókn páfa enda gmnar hana, að megintilgangur hennar sé kaþólskt trúboð. Þess vegna var enginn fulltrúi hennar við páfamessuna í gær. Þar var hins vegar Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu og fyrrverandi ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna. Shevardnadze segir, að hann líti á páfaheimsóknina sem staðfest- ingu á því, að Georgía tilheyri hinni kristnu menningu Evrópu. Réttarhöld í máli svissneska drengsins Veriandi krefst frá- vísunar málsins Golden. AP. DÓMARI í máli svissnesk-banda- ríska drengsins, sem sakaður er um sifjaspell og kynferðislega ár- ás á systur sína, frestaði í gær að taka afstöðu til þeirrar kröfu verjandans, að málinu yrði vísað frá. Drengurinn, Raoul Wuthrich, er aðeins 11 ára gamall en ná- grannakona hans og fjölskyldu hans í Denver í Colorado segist hafa séð til hans í maí sl. þar sem hann snerti systur sína, fimm ára gamla, með kynferðislegum hætti. Sjálfur lýsti hann yfir sak- leysi sínu við réttarhöldin í gær og kvaðst aðeins hafa verið að hjálpa henni að pissa. Handjárnaður og færður burt Raoul var handtekinn að kvöldi dags 30. ágúst sl., handjárnaður og fluttur á upptökuheimili þar sem hann var hafður í gæslu. For- eldrar hans flýðu hins vegar til Sviss er þeim var sagt, að hugsan- lega yrðu öll börnin tekin af þeim. Verjandi Raouls krafðist þess í gær, að málinu yrði vísað frá vegna þess, að réttur hans til skjótrar málsmeðferðar hefði ekki verið virtur. Sagði hann, að neitaði dómarinn að verða við því, myndi hann vísa kröfunni til hæstaréttar Colorado. Hneykslan í Evrópu Þetta mál hefur vakið mikla hneykslan í Evrópu, ekki síst í Sviss og Þýskalandi, og þar segj- ast menn ekki skilja réttarfar af þessu tagi, hvað þá, að barn sé leitt í burt af heimili sínu í hand- járnum og síðan yfirheyrt eins og forhertur glæpamaður. ° Hamas- leiðtogi handtekinn í Jórdaníu Ainman. AP. LÖGREGLAN í Jórdaníu handtók í gær Izzat al-Rushoq, einn leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar, en hann er sakaður um ólöglega stjórnmála- starfsemi. Hafa þá alls 22 félagar í róttækum samtökum múslima ver- ið handteknir frá því í ágúst. Al-Rushoq, sem hefur verið í fel- um í fimm vikur, var handtekinn í bænum Zarqa, sem er 27 km norð- austur af höfuðborginni, Amman. Er hann sakaður um samstarf við samtök utan Jórdaníu og að hafa reynt að komast hjá handtöku. A hann yfir höfði sér þriggja ára fangelsi. Jórdaníustjórn hefur að undan- förnu beitt sér mjög gegn Hamas- hreyfingunni en hún er andvíg frið- arsamningum við Israela. Jórd- anska dagblaðið Ad-Dustour sagði hins vegar frá því í gær, að verið væri að semja um lausn allra Ham- as-mannanna gegn því, að þeir færu með starfsemi sína úr landi, líklega til Sýrlands. RÁNARGATA 6, 6A og 8 Höfum fengið í sölu þrjú steinsteypt þriggja hæða parhús auk kjallara á þessum eftirsótta stað. Húsin þarfnast standsetningar að innan. Um er að ræða hentugt tækifæri jafnt fyrir laghenta og þá sem vilja reka gistiheimili svo og fyrir fjölskyldur. Eignirnar seljast saman eða hver í sínu lagi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Eignamiðlunarinnar. (9138). • r f/ó/yÁeóv'Æy/r • qc/ ra/nuHjfmarrutr í/ruAia ú/hhiu BnfsWír, öruggír, m A þrifalegir og ódýrir í rekstri. Enginn skorsleínn? Ekkert vondamól! Sjón er sögu ríkari. Komdu inn í hlýjuna og yíjoóu þér við orínekbin. MOGNUÐ NÝJUNG I ViiKJAi’jJiOFiBiD BlOflex segulmeðferð hefur slegið í gegn í Danmörku og er nú fáanleg á íslandi. Um er að ræða segulþynnur í 5 stærðum sem festar eru á líkamann með húðvænum plástri. ApStekið Kynninqar þessa viku frá kl. 1 s SCANOINAVIA Dæmi þar sem BlOflex segulþvnnan hefur sýnt frabær áhrif * Höfuðverkur * Hnakki « Axlir « Tennisolnbogi * Bakverkir « Liðaverkir f Þursabit * Hné 4 Æðahnútar * Ökklar 11 Ap'tekið Firði, Hafnarfirði S. 565 5550 I Ap' tekið Sponqinni, ■Grafarvög^^msÓÖ MSSESBESl Ap'tekið Smiðjuvegi, Kópavogi - S. 577 3600 Glæsilegt gölfefnaörval á frábæru verði. Jölatilboð og góð greiðslukjör ” ...og að sjálfsögðu leppííúrvali. Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55787
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.10.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 256. tölublað (10.11.1999)
https://timarit.is/issue/132282

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

256. tölublað (10.11.1999)

Aðgerðir: