Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Launakönnun meðal verslunarfólks utan Verslunarmannafélags Reykjavíkur
Meðallaun eru 160 þús-
und krónur á mánuði
VERSLUNARMENN á landsbyggðinni hafa að
meðaltali 136 þúsund krónur í dagvinnulaun á
mánuði, miðað við fullt starf, og 160 þúsund í
heildarlaun. Félagar í Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur hafa talsvert hærri laun en verslun-
armenn á landsbyggðinni.
Birt hefur verið könnun á launakjörum og
vinnuviðhorfum félaga í aðildarfélögum Lands-
sambands íslenskra verslunarmanna annarra en
Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Félagsvís-
indastofnun Háskóla íslands gerði könnunina í
maímánuði.
Hærri laun hjá VR
Helstu niðurstöður eru þær að þegar litið er á
svarendur sem eru í 70% starfi eða meira hafa
þeir að meðaltali 136 þúsund kr. í dagvinnulaun á
mánuði, miðað við fullt starf. Heildarlaun fólks
eru hins vegar 160 þúsund kr. á mánuði að með-
altali. Fjórðungur félagsmanna er með 117 þús-
und kr. eða lægri heildarlaun á mánuði og fjórð-
ungur hefur 187 þúsund kr. eða meira í heildar-
laun. Vinnutími þeirra þátttakenda sem eru í
fullu starfi er að jafnaði um 45 klukkustundir á
viku.
Launagreining eftir einstökum atvinnugrein-
um leiddi í ljós að hæst laun eru greidd í peninga-
stofnunum og fjármálaþjónustu, eða um 197 þús-
und kr. á mánuði að jafnaði, og því næst í fisk-
veiðum og þjónustu þeim tengdri, 192 þúsund kr.
á mánuði. Lægst eru meðallaunin í matvöruversl-
unum og stórmörkuðum, 125 þúsund kr., þótt
vinnutími starfsfólks þar sé lengstur, eða 48
klukkustundir á viku. Minnsta vinnan er í þjón-
ustu tengdri fiskveiðum, 41 klukkustund á viku
að jafnaði, þótt launin þar séu í hærri kantinum.
Ef litið er á einstakar starfsstéttir má sjá að
hærri stjómendur og sérfræðingar hafa að jafn-
aði hæstu launin, um 213 þúsund kr. á mánuði, og
þeir hafa jafnframt lengstu vinnuvikuna, 48
klukkustundir. Sérmenntað starfsfólk hefur 178
þúsund. Aftur á móti er sölu- og afgreiðslufólk
með lægstu launin, eða 126 þúsund kr. á mánuði.
Vinnutími skrifstofufólks er stystur, 41 klukku-
stund á viku.
Við samanburð á niðurstöðum könnunarinnar
við kjarakönnun meðal félaga í Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur kemur í Ijós að laun VR-fólks
eru talsvert hærri en hjá verslunarmönnum á
landsbyggðinni. Meðaltal heildarlauna er til
dæmis 23 þúsund kr. hærra hjá VR og dagvinnu-
laun 24 þúsund kr. hærri en hjá félagsmönnum í
öðrum aðildarfélögum Landssambands íslenskra
verslunarmanna.
Sarnstarfsfólk mikilvægt
Kannað var viðhorf félagsmanna LÍV, annarra
en VR, til nokkurra þátta. Kom í ljós að félags-
menn telja mikilvægast fyrir starfið að hafa
þægilegt samstarfsfólk, góð laun, sjá árangur af
starfi og að starfið sé áhugavert. Minnst er aftur
á móti lagt upp úr miklu fríi og litlu álagi.
Helmingur félagsmanna virðist tilbúinn að fara
í verkfall til að hækka lágmarkslaun upp í 100
þúsund kr. á mánuði, 50% aðspurðra reyndust
mjög eða frekar sammála spumingunni. Aðeins
27% voru mjög eða fremur ósammála. Fólk virð-
ist hins vegar ekki samþykkt því að fara í verk-
fall til að ná þremur sumarfrísdögum í viðbót,
49% voru því ósamþykk en 21% samþykkt.
Mestur áhugi reyndist fyrir þróun fyrirtækja-
samninga þegar fólk var spurt að því hvaða leiðir
stéttarfélagið ætti að leggja mesta áherslu á í
næstu kjarasamningum. Samflot verkalýðsfélaga
var næst í röðinni.
SCANPIX
Maria Stenroos-Fagerström og Gunda Ábonde-Wickström frá Álandseyjum tóku við umhverfis-
verðlaunum Norðurlandaráðs í gær.
U mhverfís verðlaun
til Álandseyja
Verðlauna-
hafar vekja
fólk til um-
hugsunar
Stokkhólmi. Morgunblaðiö.
„FLUGFERÐ milli Kaupmannahafnar og
Stokkhólms orsakar 50 kílóa framleiðslu af
þörungum," voru fulltrúar og gestir á þingi
Norðurlandaráðs fræddir um í gær er nor-
rænu náttúru- og umhverfisverðlaunin voru
afhent. Verðlaunin nema 350 þúsund dönsk-
um krónum og runnu í þetta skipti til
Agenda-21-skrifstofunnar á Álandseyjum,
sem beitir sér fyrir umhverfismeðvitund og
-aðgerðum á eyjunum. Það voru þær Maria
Stenroos-Fagerström og Gunda Abonde-
Wickström, sem tóku á móti verðlaununum
fyrir hönd skrifstofunnar.
Þær stöllur fluttu ræðu í sameiningu þar
sem fram kom að skrifstofan hefur reynt að
gera umhverfismál skiljanleg, meðal annars
með því að koma með upplýsingar eins og
hvaða áhrif flugferð hafi á þörungamyndun,
sem er alvarlegur umhverfisvandi í kringum
Álandseyjar eins og víðar í Eystrasalti.
Á þennan hátt er reynt að vekja fólk til
umhugsunar um að hegðun hvers og eins
hefur umhverfisáhrif og að breytt hegðun
getur bætt ástand umhverfisins. Skrifstofan
hefur meðal annars beitt sér fyrir því að fá
stjórnmálamenn til að hugleiða hegðun sína
með því að fá þá til að láta vera að nota vél-
báta í viku, en ganga eða hjóla í staðinn.
„Fjárframlög eru nauðsynleg, en það þarf
meira til svo stemma megi stigu við um-
hverfisógnunum,“ sagði Abonde-Wickström
er hún tók við verðlaununum. „Almenning-
ur og stjórnmálamenn þurfa einnig að
leggja hönd á plóginn."
peim evra
trarferðin
úfistanum
iðvikudagj
Dagskrá í tilefni af útgáfu bókar
Óiafs Gunnarssonar
Vetrarferðin
Höfundur les úr bókinni.
Vésteinn Ólason prófessor
rabbar við hann um verk hans.
FORLAGIÐ
Vill samræma öku-
hraða bifreiða
FRUMVARP um samræmingu
ökuhraða allra bifreiða verður lagt
fram á Alþingi í dag. Gísli S. Ein-
arsson alþingismaður, sem frum-
varpið flytur, segist telja samræm-
ingu ökuhraða nauðsynlega.
Gísli segir tækjabúnað vöru-
flutningabfla ekki gefa ástæðu til
annars en að ökuhraði verði sam-
ræmdur alls staðar. Nú gildir sami
hámarkshraði allra bfla í þéttbýli, á
meðan hámarkshraði vöruflutn-
ingabfla sé lægri en fólksbíla á veg-
um úti.
Mörg alvarleg slys hafa orðið
„Það hafa orðið mjög alvarleg
slys út af þessu og ég tel að þetta
sé mjög einföld samræming," segir
Gísli og kveðst oft verða vitni að
hættulegum framúrakstri fólks-
bfla.
Auk flutnings frumvarpsins mun
Gísli einnig gera grein fyrir hug-
myndum sínum um breytingar á
refsiákvæðum vegna ökuhraða.
Þannig skuli greiða 1.000 króna
sekt fyrir hvem kflómetra umfram
löglegan ökuhraða. Sá sem er
stöðvaður á 120 km hraða greiðir
þannig 30.000 króna sekt.
Orugglega kraftmesta hugmyndin
„Þetta er örugglega kraftmesta
hugmyndin til þess að ná árangri
varðandi hraðabrot í umferðinni,"
segir Gísli, en að hans sögn líst
þeim aðilum sem hann hefur rætt
við hjá lögreglu og Umferðarráði
vel á hugmyndina.
Dómi í kynferðis-
brotamáli mótmælt
Um þúsund
tölvuskeyti
hafa borist
Hæstarétti
UM eitt þúsund tölvuskeyti
höfðu borist til Hæstaréttar í
gær, þar sem sýknudómi yfir
manni sem ákærður var fyrir
kynferðisbrot er mótmælt.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hæstarétti byrjuðu bréfin að
berast um hádegi á föstudag og
voru enn að berast í gær, en þó
hægði eitthvað á streymi þeirra
þegar líða tók á daginn. Skeytin
eru af ýmsu tagi, nokkrar út-
gáfur af mótmælabréfi ganga
manna á milli á Netinu og eru
send til Hæstaréttar, en einnig
er nokkuð um að fólk skrifi per-
sónuleg mótmælabréf.
Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem svo mikið af tölvuskeytum
berst af svona tilefni til Hæsta-
réttar, en bent er á að stutt er
síðan Hæstiréttur tók í notkun
netfang sitt.
Keyrt á merk-
ingar við nýja
akrein
NOKKUR umferðaróhöpp hafa
orðið þar sem verið er að
breikka Fífuhvammsveg og lag-
færa Reykjanesbraut, en þar
var tekin ný akrein í notkun á
föstudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Kópavogi varð
fyrsta óhappið á laugardags-
morgun. Þá var myrkur og öku-
maður fólksbfls virðist ekki
hafa séð merkingarnar, keilur
og steypubita, sem bentu á nýju
akreinina og keyrði á þessar
hindranir. Annar bfll lenti aftan
á fyrri bílnum, en hvorki urðu
slys á fólki né miklar skemmdir
á bflunum.
Lögreglan segir merkingarn-
ar við nýju akreinina hafa verið
lýstar með blikkljósum en eftir
óhappið bættu verktakar enn-
frekar úr merkingum og settu
upp endurskinsmerki. Þó urðu
nokkur smávægileg óhöpp til
viðbótar um helgina og á mánu-
dag. í gærmorgun valt svo bif-
reið þarna, en farþegar sluppu
með smávægileg meiðsl. í gær
var svæðið merkt mjög ræki-
lega og telur lögregla að það
ætti að vera orðið öruggt.
Það er mat lögreglunnar að
betur hefði mátt undirbúa opn-
un nýju akreinarinnar. Ennþá
er verið að vinna þarna og eru
merkingar færðar til dag frá
degi. Þó bendir lögreglan á að
ábyrgðin sé líka ökumannanna
og þeim beri að vera vakandi
við aksturinn.
Hugmyndir um
nýjan fram-
haldsskóla
HUGMYNDIR eru uppi um að
auka við framhaldsskólapláss í
Kópavogi annaðhvort með því
að byggja við og stækka
Menntaskólann í Kópavogi eða
með því að byggja annan fram-
haldsskóla fyrir austurhluta
Kópavogs.
Samkvæmt upplýsingum frá
menntamálaráðuneytinu hafa
þessar hugmyndir verið ræddar
innan ráðuneytisins en þó eru
þær stutt á veg komnar og eng-
ar ákvarðanir liggja fyrir.
I