Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 39
UMRÆÐAN
Ögnvekjandi
skilaboð
frá Hæstarétti
KYNFERÐISBROT gegn böm-
um er í augum þjóðarinnar einn al-
varlegasti glæpur sem framinn er,
enda ljóst að sá glæpur getur eyði-
lagt líf þolenda um alla framtíð.
Fólk er nú furðu lostið vegna
sýknudóms Hæstaréttar yfir
ákærðum föður sem dóttir hafði
kært fyrir grófa kynferðislega mis-
Lengi hefur verið kveðið á um
eins árs lágmarks refsingu við
nauðgunarbrotum. Sérkennilegt er
að ákvæðið um lágmarksrefsingu á
ekki við um kynferðisafbrot gagn-
vart bömum. í yfirliti um refsi-
dóma sem birt var á Alþingi komu
fram fimm dómar vegna kynferðis-
brota gagnvart börnum þar sem
refsing var ákveðin 2-30 mánaða
fangelsi. Aftur á móti leiddi ákvæði
laga um lágmarksrefsingu fyrir
nauðgun til þess að í 10 dómum sem
gengu í nauðgunarmálum var refs-
ing ákveðin 12-48 mánaða fangelsi.
Sú spurning er vissulega áleitin af
hverju refsingar iyrir kynferðis-
brot gagnvart börnum eigi að vera
minni en refsingar vegna nauðgun-
ar, en fyrir tveim árum flutti undir-
rituð á Alþingi fmmvarp um að
lágmarksrefsing vegna kynferðis-
brota gagnvart bömum yrði 1 ár.
Alvarleg brotalöm
Pað sem ekki má liggja eftir í
ljósi þessa nýgengna Hæstaréttar-
dóms - er að ekkert verði að gert.
Skilaboðin út í þjóðfélagið verða að
vera þessi; - það er alvarleg brota-
löm í allri meðferð á málum sem
Kynferðisbrot
Alvarleg brotalöm er í
allri meðferð á málum,
segir Jóhanna Sigurð-
ardóttir, sem tengjast
kynferðislegri misnotk-
un á börnum.
tengjast kynferðislegri misnotkun
á bömum. Þegar í stað verði gripið
til ráðstafana af hálfu löggjafar- og
framkvæmdavalds. Þær eiga að
snúa annars vegar að íyrirbyggj-
andi aðgerðum til að koma í veg
fyrir kynferðislega misnotkun á
börnum og hinsvegar þarf að yfir-
fara hvaða úrbætur þurfa að koma
til í gegnum allan ferilinn frá því
kæra berst og þar til úrskurður
dómstóla liggur fyrir. Sérstaklega
þarf að skoða aðgerðir sem varða
stöðu brotaþola kynferðisofbeldis í
réttarkerfinu og hvort og þá hvem-
ig herða þurfi refsiúrræði. Einnig
er brýn þörf á því að að bæta þann
stuðning og meðferðarúrræði sem
fómarlömbum kynferðisbrota
stendur til boða. Þeirri spurningu
þarf líka að svara hvaða leiðir eru
færar til að hvetja þá sem beittir
em kynferðislegu ofbeldi til að
kæra glæpinn. Fyrsta skrefið til úr-
bóta er að taka málið upp á Alþingi
og það verður gert.
Höfundur er alþingismaður.
notkun. Héraðsdómur hafði dæmt
manninn í þriggja og hálfs árs fang-
elsi. Reiðin er mikil og spurt er;
hvers vegna sýknudómur í Hæsta-
rétti - og fátt er um svör. Þó liggur
fyrir játning mannsins í Héraðs-
dómi um afbrigðilega hegðun og að
hann hafi áreitt dóttur sína kyn-
ferðislega. Hvaða skilaboð eru
þetta út í þjóðfélagið? Hvaða skila-
boð era þetta til barna og unglinga
sem hafa orðið íyrir kynferðislegri
misnotkun og eru að safna kjarki til
að segja frá verknaðinum eða að
kæra hann? Margar spurningar
vakna vegna þessa dóms, og hefur
undirrituð þegar á Alþingi lagt fyr-
ir dómsmálaráðherra fyrirspumir
þar að lútandi.
Aðeins 10% kynferðis-
brota opinber
Vegna þessa rnáls er rétt að rifja
upp svar sem ég fékk á Alþingi fyr-
ir örfáum áram og snerti kynferðis-
lega misnotkun á bömum. Þar kom
fram að á áranum 1990-1995 fengu
barnaverndamefndir 465 mál til
meðferðar vegna meintrar kyn-
ferðislegrar misnotkunar á börnum
og áttu þar hlut að máli 560 böm
yngri en 16 ára. Athyglisvert var í
svarinu að aðeins var birt ákæra í
45 af 465 málum, eða um 10% af
þeim málum sem barnaverndar:
nefndir hafa fengið til meðferðar. I
enn færri málum er sakfellt, eða
um 35 þeirra. Staða þessara mála
er því mjög alvarleg, þegar á um-
ræddum árum árlega hafa komið til
kasta bamavemdarnefnda ná-
lægtlOO mál þar sem 112 böm
komu við sögu.
Þessar tölur eru líka alvarlegar í
ljósi þess að allar erlendar rann-
sóknir sýna að einungis lítill hluti
þessara mála eða um 10% þeirra,
koma fram í opinberam gögnum og
engin ástæða er til að ætla að stað-
an sé önnur hér á landi.
BURNHAM INTERNATIONAL
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI
SÍMI 510 1600
Láttu okkur um snúningana. fáðu pakkann með Póstinum
hratt og örugglega.
POSTURIN N
- með kvebju/í