Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
58 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
Taktu þátt í kosningunni
-l -
tflöuverðiaunm eru
íslensk kvikmynda- og
sjónvarpsverðlaun sem
verða afhent við hátíðlega
athöfn í Borgarleikhúsinu
& ■
Á mbl.ÍS er að finna
allar helstu upplýsingar
um Edduverðlaunin.
Hægt er að kjósa um:
Bíómynd ársins
Leikið sjónvarpsefni ársins
Heimildamynd ársins
Sjónvarpsþátt ársins
Leikkonu ársins
Leikara ársins
FÓLK í FRÉTTUM
Hártískan sýnd á Astró
Guðjón Ólafsson var
skrautlegur.
Hárbeitt
sýning
FJÖLMARGIR hárgreiðslu-
meistarar komu saman á
skemmtistaðnum Astró á
föstudagskvöldið og héldu
veglega hárgreiðslusýningu.
Greiðslurnar voru unnar út
frá íjórum þemum sem voru
móðir náttúra, götutíska,
næturlíf og avantgarde.
Nemar úr Förðunarskóla
No Name sáu um að farða
sýningarfólkið sem var allt
hið litskrúðugasta svona
rétt í aldarlok.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Vinkonumar Stefánía Guð-
brandsdóttir og Sigríður
Selma Magnúsdóttir vom vel
greiddar á Astró.
Karen Þórhallsdóttir og
Arnþór Rúnarsson vom
eins og kvikmyndastjömur.
Stefán Guðjónsson hampar verðlaununum eftir að hafa sigrað í Ruin-
art-keppninni. Ásamt Stefáni em á myndinni þau Andrés Páll Júlíus-
son frá Rex, Ómar Nilsen, Hótel Holti og Michéle Chantðme-Áström,
fulltrúi franska kampavínsfyrirtækisins Ruinart.
Veldu úr tilnefningunum þá sem þér þykja bestir.
Þrír heppnir verða dregnir út og fá miða á hátíðina
sem gildir fyrir tvo.
vg'mbl.is
__/KL.L.~Mf= 6/7T//W4Ö WI^TT
Stefán sigraði í
Ruinart-keppninni
STEFÁN Guðjónsson, yfirþjónn á
Argentínu steikhúsi, sigraði í Ruin-
art-vínþjónakeppninni, sem haldin
var í Hótel- og matvælaskólanum í
Kópavogi á dögunum. Þetta er í
annað skipti sem þessi keppni er
haldin hér á landi en hún er skipu-
lögð í samvinnu við kampavíns-
framleiðandann Ruinart. Stefán
mun á næsta ári halda til Frakk-
lands og taka þar þátt í hinni al-
þjóðlegu Ruinart-vínþjónakeppni,
sem er eins konar heimsmeistara-
mótvínþjóna.
Sex þjónar frá veitingastöðunum
Perlunni, Argentínu, Rex og Hótel
Holti tóku þátt í keppninni að þessu
sinni og vora það þeir Sævar Már
Sveinsson á Rex, Þorleifur Svein-
bjömsson frá Perlunni og Stefán
sem komust í úrslit að lokinni for-
keppni.
I úrslitunum sýndu keppendur
leikni sína við að bera fram kampa-
vín, umhella rauðvíni og bera fram,
auk þess sem þeir urðu að sýna
þekkingu sína á því að setja saman
vín við matseðil og leiðrétta villur á
vínseðli.
Þegar úrslit vora kynnt kom í
ljós að Stefán hafði reynst hlut-
skarpastur. Stefán hefur áður
keppt i vínþjónakeppnum hérlendis
með góðum árangri sem og nor-
rænni Elsasskeppni og tekið virkan
þátt í starfi íslenskra vínþjóna.