Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 51 BREF TIL BLAÐSINS Er unglingadrykkja ekki stærra vandamál en „sjálfsögð þægindi“ hinna fullorðnu? Frá þremur stúlkum á unglingaheimilinu Varpholti viðAkm-eyri: MEÐAN vímuefnavandinn hér á landi eykst dag frá degi og menn eru alveg ráðþrota, eru sumir kaupmenn að dútla við þá hug- mynd, að fá að selja alkóhól í mat- vöruverslunum, til að auka þægindi þorrans. Hingað til hefur fólki ekki fundist það tiltökumál að fara í sér- verslanir til ýmissa innkaupa, s.s. vegna áfengis eða fatainnkaupa og fl. Okkur finnst þetta ekki vera spurning um það hvort Nýkaup fái að selja áfengi, heldur hvort við séum tilbúin að leyfa smáverslun- um og sjoppum í hverfum okkar að selja áfengi, því þær munu krefjast þess, á því leikur enginn vafi og engar forsendur fyrir að neita sjoppunum, ef Nýkaup fær leyfi. Því látum við ekki okkur nægja reynslu nágrannaþjóða okkar? Til dæmis eru Svíar með svipað kerfi og við í þessum málefnum. Þeir eru með séráfengisverslanir og skoðan- ir sýna fram á að meðaltalsdrykkja hvers Svía er um það bil 6 lítrar af hreinum vínanda á ári hverju, en til samanburðar má nefna Danmörku þar sem áfengi er selt í matvöru- verslunum. Þar er meðaltals- di-ykkja hvers manns um það bil 10-12 lítrar af hreinum vínanda sem er allt að tvöfalt meira en í Sví- þjóð. Heilbrigðis- og félagsmálayfir- völd þurfa að gera sér grein fyrir því að ef sala áfengis yrði færð í matvöruverslanir og sjoppur í hverfunum kynni heildarneysla áfengis að aukast, jafnvel í versta falli allt að tvöfaldast hér á landi eins og í Danmörku og á Grænlandi og búa sig undir afleiðingar þess. í dag er staðan orðin verulega slæm í meðferðarmálum unglinga. Það getur tekið 15 ára ungling allt að eitt ár að komast í meðferð og Guð má vita hvað getur gerst á 12 mán- uðum íyrir ungling með áfengis- vandamál. Hvernig myndu þessi mál líta út ef neyslan tvöfaldaðist? Þeii' tala um stranga gæslu, en við spyrjum; 1. Eru ekki unglingar undir 18 ára aldri að vinna í matvöruversl- unum? 2. Hvernig er eftirliti tóbakssölu háttað í dag? Við vitum dæmi þess Digranesvegur - Kóp. - Sérliæð Vorum að fá í sölu glæsilega 124 fm sérhæð á jarðhæð í ný- legu þríbýli. Frábær staðsetning - stutt í alla þjónustu. Þrjú stór herbergi, parket á öllum gólfum, glæsilegt baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Timbursólpallur, frábært suðurútsýni. Ákveðin sala. Áhv. 4,9 m. Verð 12,7 millj. Fasteignasalan ^ KJÖRBÝLI NYBYLAVEGI 14, KÓPAVOGI, •S 564 1400. Group Teka AG 7CKO KÚCHENTECHNIK — Heimilistæki á heildsöluverði Gufugleypir Tub 60 • 3ja hraða með Ijósi • sog 375 m2 á klst. Innbyggður ofn HT410 • undir- og yfirhiti • 4 eldunaraðgerðír • grill • mótordrifinn grillteinn 38.700,- Helluborð E60,1 • 4 steyptar hellur með áfðstu takkaborði • litur stál, hvítt eða dökkt Gufugleypir Tub 60 • 3ja hraða með Ijósi • sog 375 m2 á klst. Innbyggður ofn HT610 • fjölvirkur blástursofn • 3 hitaelement • 8 eldunaraðgerðir • sjálfhreinsibúnaður • mótordrifinn grillteinn • forritanleg klukka 72.400,- Keramikhelluborð VTC-M • 4 High Light hraðhellur með áföstu takkaborði INNRETTINGAR & TÆKI OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 www.heildsoluverslunin.is ILDSÓI iRSLUNI lúrííverBil - tryggmfíiS^ Vi& Fellsmúia Sími 588 7332 að allt að 10 ára börn eru að kaupa tóbak fyrirhafnarlaust. Telja menn að unglingar sem starfa í Nýkaupsverslunum séu hæfir til að hafa stjórn á að jafnvel jafnaldrar þeirra fái ekki þá þjón- ustu sem verslunin vill svo gjarnan bjóða upp á? Það er sannfæring okkar að sala áfengis í matvöruverslunum myndi leiða af sér stóraukna neyslu. Við teljum íslenskt þjóðfélag ekki geta mætt vandanum sem fylgir neysl- unni nægjanlega vel í dag og skelf- umst því tilhugsunina um að Ný- kaupsmenn kæmu hugmyndum sínum í framkvæmd. Þeir vilja kannski fá að selja skotvopn, felst ekki frelsi í því? Ættu það ekki að vera „sjálfsögð þægindi"? GÍGJA SKÚLADÓTTIR, 15 ára, SIF VILHJÁLMSDÓTTIR, 16 ára ARNFRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR, 13 ára, allar í langtímameðferð á unglingaheimilinu Varpholti við Akureyri. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Komdu Líka í Islandica Árangursmat í fyrirtækjum - EVA™ (Economic Value Added) Þriðjudagur 16. nóvember kl.9:00-12:00 Hótel Loftleiðir, þingsalur 1 Aðferðir árangurstengdrar stjórnunar eru nú vel viðurkenndar. Mörg fyrirtæki hafa þegar innleitt slíkar aðferðir — eða eru f startholunum. Árangurstenging launa stjórnenda er einnig að verða mjög algeng. Ætla má að auðvelt sé að meta árangur fyrirtækja: • hagur eigenda kemur ávallt fyrst • vel skilgreindar mælistikur ýta undir réttar ákvarðanir stjórnenda • ávinningur stjórnenda þarf að vera í jafnvægi við þátttöku í áhættu • mælistikur eiga að mæla raunverulegan árangur — ekki heppni • o.s.frv. í raun getur verið erfitt að innfæra árangurstengda stjórnun á þann hátt að hún leiði til varanlegra breytinga innan fyirrtækisins. Hvernig má gera EVA að sameiginlegu tungumáli innan þess? Hvernig getur EVA breytt rekstri fyrirtækisins? Hvernig má gera EVA að varanlegu stjórntæki — ekki skammtíma tískubólu? Hvernig nýtist EVA tii að gera stjórnendur enn öflugri í umhverfi vaxandi samkeppni? Stjórnunarfélag íslands hefur fengið þrjá virta sérfræðingar til að fjalla um þessar sþurningar og aðrar tengdar árangursmati í fyrirtækjum. Patrick Finegan, Managing Director, Finegan & Company Finegan er frumkvöðull f notkun EVA greiningar við árangursmat í fyrirtækjum. Finegan mun fjalla um þróun aðferðafræðinnar og notkunarmöguleika hennar fyrir stjórnendur og hluthafa. Einnig mun hann fjalla um aðrar tengdar aðferðir sem nýtast sérstaklega við mat á verðmæti fyrirtækja. Pat Finegan er framkvæmdastjóri Finegan og company og fyrrverandi meðeigandi í Stern Stewart og co. þar sem hann stjórnaði fyrirtækja og markaðsþjónustu ásamt því að leiða rannsóknir þeirra á sviði EVA greiningar. Finegan hefur skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit m.a. The journal of applied corporate finance, Institutional investor, Small Business Controller og mörg fleiri tímarit. Finegan hefur BA gráðu frá Northwester University og MBA próf og JD frá University í Chicago. Svanbjörn Thoroddsen, tramkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FBA. FBA er líklega fyrsta íslenska fyrirtækið til þess að tileinka sér aðferðir EVA greiningar. Svanbjörn mun fjalla um EVA greiningu sem mælikvarða á árangur og stjórntæki (rekstri fyrirtækja. Jafnframt fjallar hann um það hvernig EVA greining nýtist sem grunnur að árangurs- tengdu launakerfi og reynslu FBA af slíku kerfi." Jóhannes Ingi Kolbeinsson, rekstrarráðgjafi hjá Price WaterhouseCoopers Jóhannes Ingi mun fjalla um notkunarmöguleika EVA greiningar í íslensku atvinnulífi, kosti og galla aðferðarinnar, hlutverk ráðgjafans og fram- tíðarþróun aðferðarfræðinnar. Jk Stjórpunarfélag Islands Skráning og nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.