Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 55
MARTIN SCORSESE II
érznyz
feNEFNÐ .
TIL FEKNRA
i ÓSKARS-
VERÐEA^A
MYNDIN ura lcigubílstjórann sem
fer útaf sporinu var fyrsta myndin
sem Scorsese „átti“ frá upphafi til
enda og vakti heimsathygli. Alice
Doesn’t Live Here Anymore var
gerð fyrir orð Ellen Burstyn, en
tilurð Taxi Driver var á allan hátt
framkvæmd Scorsese. Fylgdi
handritsgerð Pauls Schraders
grannt eftir, hóaði í tvo gamla vini
og samstarfsmenn, Robert De Niro
og Harvey Keitel, sem fara með
veigamestu hlutverkin. Myndin
fékk misjafna dóma í upphafí, þó
hún sé í dag talin með athyglis-
verðustu myndum áttunda áratug-
arins.
Á þessum tima voru fjölmargir
ungir og efnilegir kvikmyndagerð-
armenn að kveðja sér hljóðs í
Hollywood með metnaðarfullum
myndum sem drógu upp dekkri
hlið af samfélaginu en tíðkast
hafði um árabil. Þetta voru Franc-
is Ford Coppola, John Milius, Bri-
an De Palma og Scorsese. Jafnvel
Spielberg og Lucas hófu
Hollywood-feril sinn á gagnrýnum
nótum, (a.m.k. miðað við það sem á
eftir kom) með Sugarland Express,
(‘74) og THX1138, (‘70). Til að
byrja með fór Coppola fremstur í
flokki með Guð/oður-myndirnar,
‘71 og ‘74; The Con-
versation, (‘74) og
Apocalypse Now, (79).
Allar deildu á þjóðfélagið,
einkum spillingu í skjóli
valda og auðs. Milius íjall-
aði um hnignandi ímynd
amerískrar hetjulundar á
tregafullan hátt, De Palma
vítiskvalir sálarinnar í Oh-
session, (‘76) og Carrie (‘76).
Allir féllu þeir þó smám sam-
an í skuggann af marg-
slungnum, stöðugum afrek-
um Scorsese. Hann hélt
áfram að kryfja til mergjar
ofbeldið í þjóðfélaginu, þrá-
hyggjuna og ofsóknaræðið,
sem hófst í Mean Streets, (‘73)
í fimasterkum og sjónrænum
verkum einsog New York, New
York, (‘77) Raging Bull, (‘80)
The King Of Comedy, (‘83) og
er enn að með GoodFellas, (‘90)
Casino, (‘95) og nú siðast Bring
On the Dead, (‘99) um raunir
sjúkraliða og ökumanns (Nicolas
Cage) á næturvöktum á neðri
hluta Manhattan aðframkominna
af eymd og grimmd mannskepn-
unnar. Mynd sem gerir grín að öll-
um „Bráðavöktum" kvikmynda-
sögunnar og er best lýst með einu
orði: Svartnættishelvíti. Trúarlegt,
kaþólskt uppeldið á mörkum rétt-
vísinnar í Little Italy, setur enn
sterkan svip á efnisvalið og með-
höndlunina. Hann einn hefur hald-
ið sínu striki, frábeðið sér happ-í-
endi, forðast útjaskaðar frásagnar-
aðferðir kvikmyndaborgarinnar,
haldið tryggð við líflega notkun
rokks og dægurtónlistar. Enn ekki
„fallinn fyrir Ilollywood", líkt og
fyrrnefndir kollegar hans.
New York, New York er tilfinn-
ingaheit, tileinkuð hinum gömlu
músikölum Hollywood, með De
Niro og Lizu Minelli. Full af trega
og eftirsjá en De Niro er ekki
traustvekjandi í hlutverki djass-
Scorsese ásamt Nicolas Cage við tökur á »Bringing On tlie Dead, sem verður
frumsýnd hérlendis á fyrstu mánuðum næsta árs.
. loldð, Kundun,
Leitinm er iokiö, {undinn t W***
bú'SSSr*»<«*,“d"",T ;
hljómlistarmanns og myndin lítið
eftirminnileg fyrir ani. vl en að
vera á gjörólíkum nów.ii fyrri
mynda hans. f Raging Bull kafar
Scorsese aftur undir yfirborð of-
beldisins sem gegnsýrir banda-
rískt þjóðlíf, nærskoðun hans á
„hetjunni", hnefaleikameistaran-
um og rustamenninu Jake La
Motta, er margverðlaunuð skoðun
á uppsprettu valdniðslu og yfir-
gangs. í The King Of Comedy,
(‘83) er umQöllunarefnið af allt
öðrum toga. Mislukkaður spaugari
(De Niro) sem grípur til örþrifa-
ráða til að koma sér á framfæri,
þannig að þessi háðska gaman-
mynd fjallar á sinn hátt um dekkri
hliðar borgarlífsins.
The Color OfMoney, (‘86) er síð-
Martin Scorsese í dag:
Virtur, fijáls og fremstur.
búið framhald The Hustler,
(‘61) mun betri myndar um
spillt líf og sjúskað umhverfi
ballskákarmanna. Varð þó
til þess að Paul Newman
fékk loksins Óskarsverð-
launin, þó hann hafi oft
verið betri, ekki síst í fyrri
myndinni. Þá var komið
að umdeildustu mynd leikstjór-
ans frá upphafi, The Last Tempta-
tion Of Christ, (‘88) sem fylgir ná-
kvæmlega sagnfræðilegri skáld-
sögu Nikosar Kazantzakis og lýsir
Jesúm sem viðkvæmum og tilfinn-
ingaríkum manni, þjáðum af innri
átökum og efaserndum. Rimman
náði inn í umræðuna og fjölmiðl-
ana hérlendis og dæmi hver fyrir
sig um ágæti þessarar umdeilan-
legu ímyndar af Frelsara vorum.
/ GoodFellas, (‘90) og síðar, í
Casino, (‘95) er Scorsese aftur
kominn á slóðir ofbeldis og skipu-
lagðrar glæpastarfsemi og fylgi-
kvilla þessara meinsemda þjóðfé-
lagsins. Víghöfði - Cape Fear,
(‘91) er hins vegar endurgerð
myndar um fyrrverandi fanga (De
Niro) sem hugsar lögfræðingnum
sem kom honum bak við lás og slá
(Nick Nolte) þegjandi þörfina.
Markaðsvænasta mynd leikstjór-
ans og sú vinsælasta, þéttur, góður
þriller, en fjarri hans bestu verk-
um. ‘93 kúvendir Scorsese enn og
velur til meðferðar aðra endur-
gerð, skáldsöguna The Age Of
Innocence (e. Edith Wharton,
1862-1937) um bældar tilfinningar
í stéttskiptu borgarþjóðfélagi New
York á ofanverðri síðustu öld.
Óaðfinnaleg fyrir augað, Scorsese
sannar sig sem fær leikstjóri bún-
ingamynda en ristir ekki djúpt.
Enn rær Scorses á ný mið í Kund-
un, (‘97) um stormasaman uppvöxt
núverandi leiðtoga Búddatrúar-
manna, Dalai Lama liins 14. Á
næsta ári er von á sjálfsævisögu-
legri mynd um Dean Martin; Dino,
og Gangs Of New York, titillinn
segir allt sem segja þarf. Spurst
hefur út að framleiðandinn, gamla
fjölskyldumyndafyrirtækið Disney,
hafi þótt nóg um og látið gera
hana undir nafni Miramax og fái
annað fyrirtæki til liðs við sig við
heimsdreifinguna.
Ekki verður Scorsese yfirgefinn
öðruvísi en að minnst sé á trausta
og hæfa samstarfsmeim hans til
fjölda ára. Allir þekkja nána sam-
vinnu hans, De Niros og Harvey
Keitels, færri er kunnugt um sam-
starf hans við klipparann Thelmu
Schoonmaker. Hún var skólasystir
leikstjórans við NYU, og hefur ráð-
ið miklu um útlit velflestra mynda
Scorsese frá ‘68. Fékk m.a.
Óskarsverðlaunin lyrir sinn þátt í
Raging Bull, (‘80) og hlaut tilnefn-
ingu fyrir GoodFellas, (‘90). Hún á
ekki lítinn þátt í geigvænlegri
ásýnd Bringing On the Dead. Sama
máli gegnir um kvikmyndatöku-
sfjórana Michael Chapman og Mich-
ael Ballhaus og handritshöfúndinn
Paul Schrader. Tónskáldin Bemard
Herrmann, Robbie Robertson (fyrr-
verandi aðalsprauta The Band) og
Elmer Bemstein. Allir hafa þessir
ágætu listamenn lagt honum lið.
Sígild myndbönd
THE KING OF COMEDY (‘83)
irkirk
Leikstjórinn tekur þráhyggjuna
fyrir í svartri gamanmynd um
Rupert Pupkin (De Niro) hæfileika-
lítinn, treggáfaðan en sjálfumglaðan
grínara sem vill ólmur komast í
sjónvarpsþáttinn hjá goðinu sínu og
fyrirmynd (Jerry Lewis). Áhuginn
er hins vegar ekki gagnkvæmur svo
Pupkin grípur til örþrifaráða; rænir
goðinu og kúgar til samstarfs. Nýt-
ur fulltingis gufuruglaðrar leikkonu
(Sandra Bemhard) í svipaðri tilvist-
arkreppu og Pupkin. Efnið er á
mörkunum, kolbikasvart háð um
frægðardrauma og skemmtanaiðn-
aðinn. Handrit Pauls D.
Zimmermans (fyrrverandi kvik-
myndagagnrýnanda Newsweek)
gengur óvenjulangt í skefjalausu
spotti sem þau De Niro, og ekki síð-
ur hin sjaldséða Bernhard, flytja
með glæsibrag. Lewis er ekki sem
verstur heldur, í eina nokkumveg-
inn eðlilega hlutverki myndarinnar.
GOODFELLAS (‘90)
irkk'h.
FyiTverandi mafíósi (Ray Liotta)
rifjar upp síðustu þrjá áratugi ævi
sinnar - eftir að hann er kominn
undir vemdarvæng Ali-íkislögregl-
unnar. Lýsir því hvemig hann sem
lítiil drengur vill ganga í augun á
goðunum sínum, mafíumönnunum
(Roebert De Niro, Joe Pesci, Paul
Sorvino).
Hvemig hann síðan potai’ sér upp
metorðastigann, ávinnur sér traust
yfirboðaranna. Harðsoðin lýsing á
andhverfu Ameríska draumsins,
þar sem lífið er martröð vilji menn
njóta hans. Hann étur sig inn í
einkalíf nýliðans, spillir öllu sem
gott er í kringum hann og skilur eft-
ir sem útbmnnið flak. Miskunnar-
laus mynd sem býr yfir einhverjum
hrikalegustu atriðum kvikmynda-
sögunnar, sem tæpast hefur verið
slegið við, nema ef vera skyldi í
Casino, sem Scorsese gerði ‘95.
Einkar óþægileg, þar sem leikstjór-
inn notar ofbeldi umbúðalaust til að
ófegra þá sem beita því í hagnaðar-
skyni. Ekki fyrir viðkvæma.
KUNDUN (‘97)
■kkk'k
Scorsese sýnir á sér enn eina hlið
í dulúðugri sögu og litríkri, bæði
myndrænt og efnislega, af Dalai
Lama 14., þeim sem enn er leiðtogi
búddatrúarmanna. Hefst á því er tí-
betskir munkar finna hann, lítinn
stúf, eftir leit meðal almúgans. Taka
sveininn með sér til höfuðborgar-
innar, Lhasa, þar sem hann er bú-
inn undir sitt veigamikla ævistarf.
Hernám Kínverja um miðja öld-
ina raskar framtíðaráætlunum,
myndin endar á flótta hins unga
helga manns til Indlands. Aldrei
þessu vant ríkir friður og ró yfir
vötnunum, Scorsese tekst mun bet-
ur að setja áhorfandann inn í undar-
lega veröld hálfguðsins en Ber-
tolucci, sem gerði mynd um sama
efni um svipað leyti. Það sem gerir
gæfumuninn er að myndin er laus
við allt Hollywood-prjál, leikaramir
„ósviknir“, enda óþekktir og frá-
sagnarmátinn einfaldur án útúr-
dúra. Það er greinilegt að Scorsese
er ekkert viðfangsefni ofviða.
Sæbjörn Valdimarsson
MYNPBÖNP
Tveir
heimar
Dóttir hermanns grætur ei
(A Soldier’s Daughter Never Cries)
Drama
★★★
Framleiðandi: Ishmael Mfrcliant.
Leikstjóri: James Ivory. Handrit:
James Ivory og Ruth Prawer
Jhabvala. Kvikmyndataka: Jean-Marc
Fabre. Aðalhlutverk: Kris Kristoffer- **
son, Barbara Hershey, Leelee
Sobieski og Jesse Bradford. (124
mfn.) Bandaríkin. Háskólabió,
október 1999. ÖUum leyfð.
KVIKMYNDATEYMIÐ Mersc-
hanf/Ivory (Ishmael Merchant og
James Ivory) á að baki vel heppn-
aðar tíðaranda-
myndir á borð við
„Howard’s End“
og „Remains of
the Day“. Dóttir
hermanns grætur
ei sver sig í ætt
við þær en hefur
þó nútímalegri
umgjörð. Þar er
sagt frá uppvaxt-
arárum Channe (Leelee Sobieski)
með bóhemískum foreldrum sínum
í París á sjötta áratugnum. Þegar
fjölskyldan svo flytur til Banda-
ríkjanna við upphaf þess sjöunda
reynist henni aðlögunin erfið.
Myndin er byggð á sjálfsævisögu-
legri bók Kaylie Jones, en hún er
dóttir James Jones (sem skrifaði
m.a. The Thin Red Line). Leikarar
standa sig vel í túlkun litríkra per-
sóna þessarar margslungnu sögu r
sem spannar tvo áratugi. Áherslan
sem lögð er á að draga fram menn-
ingarlegan mismun tveggja þjóð-
landa, Frakklands og Bandaríkj-
anna, gefur myndinni aukið gildi
og óhætt er að mæla með henni
fyrir þá sem vilja tilbrigði við hið
hefðbundna stef fjölskyldumynda.
Heiða Jóhannsdóttir
-------------
Tarantino-
eftirherma
Fimmtudagur ^
(Thursday)____________
Spennumjnd
k'/á
Framlciðandi: Alan Poul. Leikstjóri
og handritshöfundur: Skip Woods.
Kvikmyndataka: Denis Lenoir. Aðal-
hlutverk: Thomas Jane, Aaron Eck-
hart og Paulina Porizkova. (83 mín.)
Bandarísk. Háskólabíó, október 1999.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
FIMMTUDAGUR skipar sívax-
andi flokk Tarantino-eftirhermu-
mynda þar sem reynt er að skjóta
ofbeldið sniðug-
heitum og kald-
hæðni. Myndin
segir frá afdrifa- *■"
ríkum degi í lífi
Casey Wells
(Thomas Jane)
þegar fortíðin
sem hann flúði
mörgum árum
fyrr birtist í dyra-
gættinni í líki gamals félaga. Við
tekur blóðug atburðarás þar sem
hlé er reglulega tekið fyrir skondn-
ar samræður, eins og tíðkast hjá
Quentin. Persónusköpun myndar-
innar á títtnefndum ungleikstjóra
allt að þakka en kaldhæðin kímni- 4L
gáfa hans skilar sér hingað í formi
mannfyrirlitningar og asnalegrar
samsömunar milli ofbeldis og karl-
mennsku. Hér er ekkert nýtt á ferð
og ráðlegg ég Tarantino-aðdáend-
um að bíða eftir næstu mynd hans
frekar en að eyða tíma og pening-
um í svona fölar eftirlíkingar. ^ _
Heiða Jóhannsdóttir