Morgunblaðið - 10.11.1999, Side 16

Morgunblaðið - 10.11.1999, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt merki og nýtt útlit Flugleiða var tekið í notkun í gær. Þdrir Brynjúlfsson flugstjóri og Særós Tómasdóttir sölufulltrúi eru í nýjum einkennisklæðnaði við hlið Mariu Ólafsdóttur fatahönnuð- ar og Sigurðar Helgasonar forstjóra undir stéli Hafdisar, en á því trónir hið nýja merki Flugleiða. Sex kærur vegna vega- lagningar um Vatna- heiði SEX kærur hafa borist umhverfis- ráðuneytinu vegna úrskurðar skipu- lagsstjóra þar sem fallist er á vega- gerð yfir Vatnaheiði. Kærufrestur rann út 3. nóvember sl. Einstakling- ar standa að baki fjórum kærum, en Eyja- og Miklaholtshreppur og Náttúruvemdarsamtök Islands standa að baki hinum tveimur. Að sögn Sigríðar Auðar Amar- dóttur, deildarstjóra lögfræðideild- ar í umhverfisráðuneytinu, gat hún ekki tjáð sig um innihald kæranna þar sem ekki hafði verið farið yfir þær. Hún sagði að nú tæki við lög- bundið umsagnarferli og von væri á úrskurði umhverfisráðherra í lok desember. SKipulagsstjóri ríkisins féllst á gerð nýs vegar um Vatnaheiði eftir að hafa áður úrskurðað að nauðsyn- legt væri að ráðast í frekara mat á umhverfisáhrifum. í úrskurði skipu- lagsstjóra um frekara mat á um- hverfisáhrifum segir að báðir fram- kvæmdakostimir, þ.e. vegur yfir Vatnaheiði og endurbættur vegur yfir Kerlingarskarð, myndu hafa já- kvæð áhrif á samgöngur um norð- anvert Snæfellsnes. Vegagerðin hefm- lagt til að leiðin yfir Vatnaheiði verði valin, en það er í höndum sveitarstjóma á svæð- inu að velja annan hvom kostinn. ------*-♦-♦---- Samtökin Um- hverfísvinir stofnuð í dag I DAG verða samtökin Umhverfis- vinir formlega stofnuð og hefst dag- skrá í húsnæði samtakanna í Síðu- múla 34 klukkan 15:30. Þar verður meðal annars stofnað til undir- skriftasöfnunar þar sem þess er krafist að fyrirhuguð Fljótsdals- virkjun fari í lögformlegt umhverf- ismat. Allir em velkomnir til starfa með samtökunum. Lokaskref í mikilli uppstokkun Nýir litir á flugvélum Flugleiða og nýir einkennisbúningar starfsmanna voru kynntir í gær. Þá verða nýjar innréttingar í flugvélunum teknar í notkun á næsta ári. NÝTT heildarútlit Flugleiða var formlega tekið í notkun með viðhöfn á Keflavikurflugvelli í gær en þá var sýnd fyrsta farþegaþota félagsins í nýjum litum Flugleiða og nýr ein- kennisklæðnaður starfsfólks. Sigurð- ur Helgason forstjóri sagði að nú væri íyrirtækið komið í sparifotin og Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða, sagði að með þessu væri stigið lokaskrefið í um- fangsmikilli uppstokkun fyrirtækis- ins er hafist hefði fyrir um áratug með algjörri endumýjun flugflotans. „Flugleiðir skilgreina sig sem al- hliða farþegaþjónustufyrirtæki og breytingar í rekstrinum undanfarinn áratug hafa verið gerðar með það í huga,“ sagði Einar. Hann sagði að nýjum flugflota hefði fylgt uppstokk- un á leiðakerfi félagsins og síðan sölukerfi. Hann hélt því fram að Flugleiðir væm beinlínis nýtt fyrir- tæki hvað sókn á markaði varðaði og viðhorf starfsfólks og stjórnenda. Fyrirtækið hefði vaxið hraðar en mörg gamalgróin flugfélög og til þess að halda velli í harðri sam- keppni yrði að vera kraftmikill hreyfanleiki í starfseminni, kyrr- staða gengi ekki. Farmiðum og matseðlum breytt Auk þess að breyta útliti flugvéla og taka upp nýjan einkennisklæðnað starfsfólks, ekki bara í lofti heldur á jörðu niðri einnig, yrðu nýjar sæta- innréttingar í vélum teknar í notkun í byrjun næsta árs. Nýr matseðili yrði innleiddur um borð þar sem áhersla yrði lögð á íslensk matvæli, einkum ferskt sjávarfang. Útliti farmiða, far- miðaumslaga, farangursmiða og brottfararspjalda yrði breytt og þar fram eftir götunum. Loks yrði nýtt afþreyingar- og kynningarefni sýnt á sjónvarpsskjám í þotunum og yrði það útbúið sem um samfellda sjón- varpsdagskrá væri að ræða. Einar Sigurðsson sagði á alþjóð- legum blaðamannafundi á Keflavík- urflugvelli í gær að tilgangurinn með þessu væri að styrkja vörumerkjaí- mynd Flugleiða i síharðnandi sam- keppni á alþjóðlegum markaði. Gera félagið þekktara, skapa því góða ímynd sem félag með karakter og auka áhuga fólks á því. Markmið Flugleiða með nýrri ímyndarstefnu, nýju heildarútliti og nýjum þjónustu- þáttum væri að styrkja stöðu félags- ins á alþjóðamarkaði og efla jafn- framt tekjugrunn þess með því að fjölga farþegum sem skapa fyrirtæk- inu meiri tekjur. Fyrsta farþegaþota Flugleiða í nýjum litum félagsins, Hafdís, lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil í gær. Þotan, sem er af gerðinni Boeing 757-200, kom hingað til lands beint úr flugvélamálningarsmiðju í Eindhoven í Hollandi. Búkur hennar er að mestu hvítur en stélið djúp- blátt og botn hennar sömuleiðis en gullin rönd rammar hann inn. Hreyflar þotunnar eru gulir. Síðdeg- is hélt önnur þota til málunar en flugvélar Flugleiða verða ein af annarri málaðar í nýjum litum fé- lagsins á næstu mánuðum. Fyrsta áætlunarflugið til Minneapolis Að lokinni athöfninni í gær hélt Hafdís í áætlunarflug til Minneapolis undir stjórn Þóris Brynjúlfssonar flugstjóra og áhafnar hans. Við kom- una þangað hugðust Flugleiðir efna til blaðamannafundar fyrir banda- ríska fjölmiðla til að kynna þeim hið nýja heildarútlit félagsins og nýjung- ar í þjónustu. Nýtt merki Flugleiða er þróað úr gamla Flugleiðamerkinu, en hefur Flugleiðir taka í notkun nýtt heildarútlit fengið nýjan lit, meiri dýpt og hreyf- ingu. Gullnir vængir merkisins og nafn Flugleiða í nýrri og nútímalegri stafagerð hvíla á djúpbláum grunni stélsins. Að sögn Einars Sigurðsson- ar táknar gullni liturinn eldmóð starfsmanna og vísar í íslenskt sólar- lag. Blái liturinn væri hins vegar til- vísun í gæði og norrænt yfirbragð. Hinni nýi einkennisklæðnaður starfsfólks Flugleiða verður tekinn í noktun í febrúar á næsta ári, að því er fram kom í ávarpi Sigurðar Helgasonar forstjóra við athöfnina í flugskýli Flugleiða á Keflavíkurílug- velli. Heildaryfirbragð búninganna er sagt klassískt en meðal helstu nýjunga eru tvær síddir af dömu- jökkum, sérstaklega hannaðar slæð- ur, bindi og kjóll en í fyrsta sinn í sögu Flugleiða er heilsárskjóll hluti af einkennisfatnaði félagsins. Að hönnun einkennisklæðnaðarins stóðu íranska fyrirtækið Balenciaga og María Ólafsdóttir hönnuður. St- arfsmenn Flugleiða tóku virkan þátt í verkefninu en rýnihópur starfs- manna tók lokaákvörðun um hvaða hönnun og framleiðandi einkennis: klæðnaðarins yrði fyrir valinu. í hönnun einkennisfatanna má lesa til- vísanir í ferðalög og íslenska sögu. Á annarri slæðunni er bergrista af vík- ingaskipi notuð sem mynstur en á hinni verða rúnir með vísu úr Háva- málum. í hnappa búninga eru letrað- ar höfuðáttir, norður, suður, austur og vestur. Flugleiðir búa sig undir aukna sölu á Netinu Nýr Flugleiðavefur á Netinu var opnaður við athöfnina. Hörður Sig- urgestsson, stjómarformaður Flug- leiða, gangsetti vefinn en á honum eru tíu sérhæfðar vefsíður fyrir helstu markaðssvæði félagsins aust- an hafs og vestan. Einar Sigurðsson sagði að umtals- verður vöxtur hefði verið í bókunum ferða með Flugleiðum á Netinu. Um 5% sölu félagsins færu fram á Netinu og sagði hann netsöluna vaxa hröð- um skrefum. Flugleiðir hefðu varið miklu fé til að þróa nýtt vefsvæði sitt til að auka sókn sína á Netinu, sem væri viðskiptamáti framtíðarinnar. Byggist félagið við mikilli aukningu hennar í framtíðinni. Flugleiðavefur- inn, sem liggur á slóðinni http://www.icelandair.is, hefur verið endurskipulagður til að auðvelda við- skiptavinum að nálgast upplýsingar um ferðir, bóka þær og greiða. Meðal helstu nýjunga er aðgangur að punktastöðu í vildarklúbbnum og mun öflugri bókunarvél og beinteng- ing við veður og gengi. Um það bil 25 þúsund heimsóknir eru á Flugleiða- vefinn á degi hverjum. 11111 1111 111111 Hafdis Morgunblaðið/Júlíus Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, ávarpar gesti við athöfn í viðhaldsstöð fyrirtækisins í gær. BKndunartækí Vola blöndunartæki hafa veriff margverðlaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arne Jacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir framúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og í burstuðu krórai. Vola - Dönsk hönnun Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sírni: 564 1088 • Fax: 564 1089 fást i tíýggmgávonivmhtmmi m knd silt j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.