Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Forvitnilegar bækur Guð og Larry Ellison The Difference Between God and Larry Ellison, bók eftir Mike Wilson. 385 bls. kilja í stdru broti. Quill gefur út. Keypt í Máli og menningu á kr. 2.195. Larry Ellison, stjómarformaðuiý Oracle gagnagrunnsfyrirtækisins, er' mikið ólíkindatól og einn Iitríkasti írammámaður tölvufyrirtækis vest> an hafs. Hann hefur mjög gaman af því að gefa glannalegar yfirlýsingar og storka keppinautum sínum, ekki sist William Gates III, leiðtoga Microsoft. Getur nærri að sagan um það hvernig Oracle, eitt helsta hug- búnðarafyrirtæki heims, varð til er mikil ævintýrasaga. Höfundur bókarinnar, Mike Wil- son, fékk góðan aðgang að Larry Ellison og samstarfsmönnum hans þegar hann viðaði að sér efni í bók- ina, en þvi fer fjarri að hann taki á Ellison með einhverjum silkihönsk- um. Wilson fer þó ekki leynt með að- dáun sína á Ellison, sem hagnaðist ekki bara gríðarlega á þvi að koma Oracle á koppinn, heldur olli hann straumhvörfum í tölvuheiminum. Þrátt fyrir þá aðdáun dregur Wilson upp mynd af manni sem er nánast siðlaus í einþykkni sinni og svífst einskis til að tryggja Oracle sæti í fi-emstu röð. Framan af má segja að Ellison hafi verið að selja það sem kallast „vaporware“ á tölvumáli vets- an hafs, þ.e. hugbúnað sem ýmist var ekki til eða gat ekki gert það sem sagt var að hann gæti. Þannig komst Ellison upp með það að segja ein- hverja tækni til staðar í grunninum til að svara samkeppni frá öðrum og treysti síðan á það að tæknimenn yrðu nógu fljótir til að bæta henni við áður en allt komst upp. Að sögn Wilsons voru fyrstu útgáfur af Oracle nánast ónothæfar, þær fyrstu tvær ómögulegar með öllu, en kom ekki að sök því hugmyndin að grunn- inum var svo glæsileg að þeir sem keyptu grunninn sættu sig við það að geta ekki notað hann; þeir voru þátt- takendur í einhverju sögulegu. Framan af var varla hægt að greina á milli Ellisons og Oracle, svo mjög byggði fyrirtækið á hug- kvæmni hans og frumkvæði, og eins og Wilson rekur söguna bjargaði óbilandi trú Ellisons á sjálfan sig og Oracle fyrirtækinu oftar en einu sinni frá því að fara í hundana; þegar aðrir voru búnir að gefast upp jókst eldmóður hans um allan helming. Segir sitt að hann hafði og hefur svo mikla trú á fyrirtækinu að nærfellt allar eigur hans, sem nema hundruð- um milljarða, eru bundnar í Oracle (ólíkt til að mynda Steve Jobs, sem var ekki seinn á sér að selja hlut sinn í Apple eins og frægt várð). I bók Wilsons er dregin upp mynd af meingölluðum snillingi sem erfitt er að líka við, en auðvelt að bera virðingu fyrir. Heiti bókarinnar seg- ir sitt (allir geta vísast botnað það) og ekki nema von að bókin hefur verið mest keypta bókin af starfs- mönnum Oracle á vefsetri Amazon- netverslunarinnar. Arni Matthíasson SUPERSTJARNAN LITLI-JOI Kyntákn sjöunda áratugarins „ALLAR stærstu kvikmynda- stjörnurnar heita nöfnum sem enda á „ó-hljóði“ - Garbo, Har- low, Monroe, Brando og Dalles- andro...“ sagði leikstjórinn Paul Morrissey um manninn sem gekk manna á milli undir nafninu Litli- Jdi, nafni sem húðflúrað var á hægri upphandlegg hans eins og vörumerki. Þó má telja líklegt að fáir tengi Joe Dallesandro við kvikmyndir nútímans því flestir telja stjörnu hans hafa risið hvað hæst í kvikmyndum Andys War- hol og Pauls Morrisseys, „Flesh“, „Trash" og „Heat“. En þar endar ekki saga Dallesandros því frá þvf hann lék í sinni fyrstu mynd árið 1967 hefur hann leikið í meira en 30 kvikmyndum. Enginn syngur þó lengur lög um Litla-Jóa sem gengur hinn villta veg eins og Lou Reed gerði um árið í frægu lagi, „Walk on the Wild Side“. Vildu bara sæta strákinn í bók Fergusons er saga Joes Dallesandros rakin og fær hver mynda hans sérstaka umfjöllun. Aðdáendur Jóa geta því farið yf- ir ferilinn og séð hvað kappinn hefur verið að gera undanfarin ár. Verkefni hans eru því í aðal- hlutverki í bókinni en þó sýnir saga Dallesandros að hlutverk kyntáknsins er hverfult og erfitt að feta sig á framabrautinni þeg- ar árin færast yfir. Hinn villti vegur Joes Dallesandros er að sumu leyti kvenlegur því mun fleiri konur hafa verið settar upp á stall sem persónulaus kyntákn og átt í erfiðleikum með að kom- ast frá þeirri ímynd, en í sögu Jóa sést karlmaður kljást við stöðu sfna sem kyntákns. Ódæll götusérfræðingur Joe Dallesandro fæddist á gamlársdag árið 1948 í Flórída en fluttist með föður sínum og yngri bróður til New York þegar móðir hans var handtekin fyrir stuld og send í fangelsi í fimm ár. Ábyrgðin á uppeldinu reyndist föðurnum þung í skauti og bræð- urnir Joe og Bobby voru sendir á fósturheimili í Brooklyn, en héldu þó ætíð sambandi við föður sinn. Joe minnist þess að erfiðleik- arnir hafi byrjað þegar hann var að komast á gelgjuskeiðið. Hann var minni en flestir strákarnir í skólanum en hann ákvað að hann skyldi sýna öllum að hann gæti verið harður nagli og ekki leið á löngu þar til það orðspor fór af honum. Hann varð snemma var við áhuga umheimsins á útliti sínu og ekki var áhugi karlmanna minni en kvenna. Þrátt fyrir að Joe hafi ætíð sagst hneigjast til kvenna ákvað hann samt að nýta sér þennan áhuga. Hann sat fyrir á nektarmyndum hjá ljósmyndar- anum Bob Mizer, myndum sem urðu mjög eftirsóttar eftir að Warhol gerði hann frægan. Einn dag árið 1967 fór hinn 18 ára Dallesandro að heimsækja vin sinn í Greenwich Village. I nær- liggjandi íbúð í húsinu var sér- kennilegt fólk að gera kvikmynd. Þar voru þeir Warhol og Paul Morrissey á ferð og þegar þeir sáu Dallesandro var ákveðið að hann yrði með. Þegar The Loves of Ondine var kynnt í listakreðs- um New York-borgar var Dalles- andro á öllum kynningarspjöldun- um. Á eftir fylgdu átta kvikmynd- ir sem Dallesandro gerði undir stjóm Warhols og Morrisseys. Eign verksmiðjunnar? Þær sögusagnir gengu að War- Joe Dallesandro á sína fímmtán mínútna frægð Andy Warhol að þakka, en Dallesandro var eitt helsta kyntákn sjöunda áratugarins í Bandaríkjunum. Ddra Ósk Halldórsdóttir skoðaði bók Michaels Fergusons um leikarann, sem þótti fagur öðrum fremur. ^lyndin ^ ^otting ®^^erið «*%££* en tnynU' inkem»rUl hol og Morrissey hefðu verið staðráðnir í því að líta á Dalles- andro sem eign Warhol-verk- smiðjunnar og þannig staðið í vegi fyrir tilboðum til Dalles- andros frá Hollywood. Morrissey segir það algjöra firm því á þess- um ámm hafi ekki verið til neitt sem kallaðist sjálfstæð kvik- myndagerð. Kvikmyndamógúl- arnir í Hollywood litu á myndir Warhols sem fáránlegar tilraunir sem ættu ekkert. sameiginlegt með draumaverksmiðjunni og því hefði enginn áhugi verið á Dallesandro á þeim vígstöðvum. Dallesandro lítur málið öðmm augum og segir að hann hafi ver- ið aðdráttaraflið í myndum þeirra félaga og að þeir hafi ljós- lega ekki viljað missa þann spón úr aski sínum. Dallesandro segir einnig að Francis Ford Coppola hafí viljað fá sig í leikpmfu fyrir hlutverk Michaels Corleones í Guðföðurnuin, en í viðtali við Time Out árið 1971 segir Warhol að Coppola hafi frekar viljað fá einhvern eins og James Caan í hlutverkið. Á þessu túnabili var Joe búiim að stofna fjölskyldu. Hann hafði kynnst Theresu, stúlku af ítölsk- um ættum, og þau áttu sarnan tvo syni. Ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók fræga mynd af Joe og yngri syni hans sem birtist á forsíðu Rolling Sto- ne, en í viðtali inni í blaðinu var áhuganum beint að þess- um unga fjölskyldufóður sem hafði lifibrauð sitt af því að leika eiturlyíjasjúklinga og menn sem stunduðu vændi. Samband hans og Theresu varð ekki langlíft en tengsl Joes við undirheimana, drykkja og eiturlyfjaneysla settu svip á líf- emi þessara ára. „I myndunum mínum eru allir ástfangnir af Joe Dallesandro." Andy Wurhol Sljarna í Suður-Evrópu Leið Joes lá næst til Evrópu þar sem hann lék í mörgum ítölskum og frönskum myndum. Þær myndir eiga það flestar sammerkt að nýta sér ímynd Dal- Iesandros sem kyntákns og minna fer fyrir dramatískum ein- ræðum en kynþokkafullum augnatillitum og vel sköpuðum líkama leikarans, sem sést í hverri hasarsenunni á fætur annarri. Árið 1975 leikur Dallesandro í mynd franska leikstjórans Louis Malle, „Black Moon“, myndinni sem kom á undan frægustu mynd leikstjórans, „Pretty Ba- by“. Onnur mynd frá þessu tíma- bili er franska myndin „Je t’aime moi non plus“ eftir leik- stjórann Serge Gainsbourg þar sem spilað er grimmt á tvíræðn- ina sem umlykur kyntáknsímynd Joes. Fleiri myndir fylgdu í kjöl- farið en við upphaf ni'unda ára- tugarins ákvað Joe að snúa við blaðinu. Hann hætti að drekkja og fluttist aftur til Bandaríkjanna. Hann fékk sér vinnu sem bíl- stjóri í Los Angeles og árið 1984 fékk hann Iítið hlutverk í mynd- inni „The Cotton Club“. Ekki varð það hlutverk til að koma honum í hóp stóru stjarnanna en þó fylgdu hlutverk í sjónvarpi og smærri myndum í kjölfarið. Það má sjá hann í litlum hlut- verkum í myndum eins og „Guncrazy" (þar sem hann leik- ur á móti Drew Barrymore) og mynd Johns Waters „Cry-baby“, þar sem Johnny Depp leikur að- alhlutverkið, svo einhverjar séu nefndar. Það má þó telja alveg ljóst að Dallesandros verður seint minnst fyrir þessi síðari hlutverk. Það er sæti strákurinn hans Andys Warhols sem mun lifa í minningum margra. Strák- urinn með húðflúrið sem gekk hinn villta veg og hlutgerði kyn- ferði karlmannsins á hvíta tjald- inu sem og á ljós- myndum sjö- unda ára- tugar- Forvitnilegar bækur Hvað varð um guð? „AFTER God - The Future of Religion", Don Cupitt. 143 bls. Anchor, Phoenix, London, 1998. Ey- mundsson, 1.535 krónur. NÚ fáum við næringu í æð! Hér er á ferð reglulega frelsandi lesn- ing. Ekki þó frelsandi í trúarlegum skilningi, heldur sem frelsun frá oki trúarinnar. Frelsi frá þeirri hugsun, að kannski fáum við öll að kenna á því að lokum - að dóms- daginn geti enginn flúið. Því er laumað að okkur, að tími sé kom- inn til að endurskoða viðhorf okkar til trúarinnar, að heimur okkar sé svo ólíkur því sem áður var, að trú- arbrögð okkar séu orðin svolítið gamaldags. Höfundurinn gengur ekki ein- ungis út frá kristindómnum. Hann segir svipaða hluti eiga sér stað um allan heim - að núlifandi trúar- brögð standi höllum fæti og séu smám saman að gefa upp öndina. Hann veltir svo fyrir sér hvaða þýðingu þetta hefur. Til að spara tíma tekur höfundurinn skýrt fram í byrjun að hann ætli ekki að fara út í vangaveltur um tilvist guðs - hann heldur því óhikað fram, að nú sé guð í raun dáinn. Er þetta þá argasta guðlast? - Kannski, en höfundurinn sannfærir lesandann um að guðlast sé heldur ekki til. Hér er tekið undurvarlega á við- kvæmu máli, en höfundurinn fer þó ekkert í felur með skoðanir sín- ar. Hann er hreint ekki smeykur við að einhverjir kunni að móðgast. Hann lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandinu í heiminum í dag - allt stefni í óefni. Segir okkur hvorki hafa trúna lengur til að styðjast við, né eitthvað til að koma henn- ar í stað. Hann vill að við hefj- umst strax handa við að taka upp nýjan hugsunarhátt. Hugar- farið verði að breytast og ábyrgðin liggi hjá hverjum og einum. Nú er ekki víst að aumur les- andinn geti verið sammála öllu því sem hér er haldið fram. En því verður ekki neitað að bókin er at- hyglisverð og holl lesning. Sá sem les fær nóg til að hugsa um og gæti jafnvel tekið | næsta skref, eins | og lagt er til - og smíðað sín einka-trúar- brögð, allt eftir eigin hentug- leika. Skiln- ingsríkur J höfundur- * inn bendir svo á, að við getum enn elsk- að guð, þótt hann sé dáinn. Silja Björk Baldurs- dóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55787
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.10.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 256. tölublað (10.11.1999)
https://timarit.is/issue/132282

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

256. tölublað (10.11.1999)

Aðgerðir: