Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 23 VIÐSKIPTI Þorméður rammi - Sæberg kaupir hlut Granda í Árnesi hf. í Þorlákshöfn Framfylgja á fyrirheitum um áframhaldandi rekstur GRANDI hf. hefur selt Þormóði ramma-Sæbergi hf. 90,6% hlut sinn í Árnesi hf. í Þorlákshöfn. Fyrir- hugað er að sameina Árnes hf. Þor- móði ramma-Sæbergi hf. og halda áfram rekstrinum í Þorlákshöfn. Sölugengi hlutabréfanna var 1,51. Samhliða þessu hefur Grandi hf. keypt 15,2% af 20,2% hlut Þormóðs ramma- Sæbergs hf. í Hraðfrysti- húsinu- Gunnvör hf. á Vestfjörðum. Grandi hf. keypti meirihluta hlutabréfa í Árnesi hf. fyrr á þessu ári. Félagið var í erfíðleikum m.a. vegna aflasamdráttar í flatfiskteg- undum. Einsýnt var að félagið þurfti aukinn stuðning til að takast á við þær breytingar sem nauðsyn- legar voru til að bæta rekstrar- grundvöll þess. Þess var einnig vænst að þeir fiskstofnar, sem rekstur Árness byggðist á, næðu að styrkjast og með sölu óhentugra eigna og nýjum fjárfestingum tæk- ist með tímanum að koma rekstri félagsins í viðunandi horf. Árnes hf. hefur á síðustu mánuðum hagrætt í rekstri félagsins með sölu eigna og fjáphagslegri endurskipulagningu. I kaupsamningi er tekið fram að kaupanda séu ljós þau fyrirheit sem Grandi hf. gerði um áfram- haldandi rekstur Ái-ness hf. þegar EJS og VSÓ semja um rekstur upplysinffa- kerfis VSÓ E JS og VSÓ hafa gert samning um rekstur upplýsingakerfis VSÖ og var samningurinn, sem, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, er tímamót fyrir bæði fyrirtækin, unninn í samvinnu beggja fyrir- tækjanna. Byggist hann á því að EJS tekur að sér allan rekstur upp- lýsingakerfis VSÓ auk þess að vera ráðgefandi og fara með öll mál _sem viðkoma kerfinu íyrir hönd VSÓ. E JS kaupir allan hug- og vélbún- að sem tilheyrir upplýsirigakerfinu af VSÓ og endurnýjar hann með nýjum búnaði frá E JS á leigusamn- ingi. Með þessum samningi nær VSÓ fram verulegri lækkun á rekstrarkostnaði ásamtþví að geta endumýjað búnað með reglulegu millibili án þess að þurfa að leggja út í verulegar fjárfestingar. Þetta, ásamt því að hafa aðgang að sérf- ræðingum EJS í rekstri upplýs- ingakerfa, hefur síðan í för með sér aukið rekstraröryggi fyrir VSÓ. Sérfræðingar VSÓ geta því einbeitt sér að sínufagi meðan sérfræðingar EJS sjá um að reka upplýsinga- kerfið. Samninginn undirrituðu þeir Olgeir Kristjónsson, fyrir hönd EJS,og Bjarni H. Frímann- sson, fyrir hönd VSÓ. Þakrennur Þakrennur °9 rÖr .4á sá SiBA BLIKKÁS hf Sfmar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi félagið eignaðist meirihluta í þvi og muni af fremsta megni leitast við að framfylgja þeim. Árnes hf. hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á flatfiski og humri. I fréttatilkynn- ingu kemur fram að aflaheimildir Þormóðs ramma- Sæbergs hf. í skarkola séu tæplega 5% og muni þær styrkja rekstur Árness. Faxa- mjöl hf. dótturfélag Granda hf. keypti nýlega fiskimjölsverksmiðju í Þorlákshöfn, sem var í eigu þrota- bús Hafnarmjöls ehf., og í tilkynn- ingunni kemur fram að engin breyting hafi orðið á áformum um rekstur verksmiðjunnar. Þá er tek- ið fram áð Grandi muni halda áfram að eiga rúmlega 20% hlutafjár í Þormóði ramma-Sæbergi þf. I sex mánaða uppgjöri Ámess hf. fyrir árið 1999 kemur fram að um sl. ármót var yfirfæranlegt skatta- legt tap Árness hf. 948 milljónir króna. Efasemdir um hagkvæmni í Morgunfréttum íslandsbanka F&B í gær segii- að miðað við eign- arhlutana megi áætla að skiptin hafi farið fram nálægt pari en við fyrstu sýn reynist erfitt að sjá ástæðu fýrir skiptunum. Árnes hafi fallið þokkalega að rekstri Granda sakir möguleika á loðnufrystingu í Þorlákshöfn auk þess sem Faxa- mjöl dótturfyrirtæki Granda hafði nýverið keypt bræðslu á staðnun. Slíka samlegð sé erfitt að sjá í sam- rekstri við Þormóð ramma- Sæberg. Hins vegar séu dulin verð- mæti í Árnesi sem þó kæmu vart til innlausnar nema félaginu sé breytt. Þá segir í Morgunfréttum að Hraðfrystihúsið-Gunnvör sé mjög svipað Þormóði ramma-Sæbergi hvað uppbyggingu varði. Samstarf þeirra félaga sýndist þvi geta orðið arðbært. Hins vegar sé erfðiðara að sjá hvernig Grandi, sem reyndar er stærsti eignaraðili Þormóðs ramma-Sæbergs, geti notið góðs af samstarfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.