Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 25
VIÐSKIPTI
Frá undirritun samnings fulltrúa Félagsstofnunar stúdenta, Samvinnu-
ferða-Landsýnar og Stúdentaráðs Háskóla Islands.
Samvinnuferdir-Landsýn taka við
rekstri Ferðaskrifstofu stúdenta
Markmiðið að
auka enn við
þjónustuna
Hagnaður
Wal-Mart
eykst mikið
BANDARÍSKA verslanakeðjan
Wal-Mart skilaði 1,3 milljarða doll-
ara hagnaði á þriðja ársfjórðungi
þessa árs eða um 93 milljörðum ís-
lenskra króna. Af sama tímabili í
fyi-ra var 1,01 milljarða dollara
hagnaður.
Þessi afkoma er nokkuð betri en
sérfræðingar á fjármálamarkaði
gerðu ráð fyrir og að sögn David
Glass, forstjóri Wal-Mart, má fyrst
og fremst rekja hana til bættrar
framlegðar, hagstæðra efnahags-
skilyrða og kaupa Wal-Mart á
bresku verslanakeðjunni Asda.
Sala fyrirtækisins á þriðja árs-
fjórðungi jókst um 21%, úr 33,5 mil-
ljörðum dollara í 40,4 milljarða doll-
ara eða tæpa 2.900 milljarða
íslenskra ki'óna.
Hagnaður Wal-Mart fyrstu níu
mánuði fjárhagsársins, þ.e. frá
byrjun febrúar til loka október,
jókst um 27% og fór í 3,66 milljarða
dollara, eða um 262 milljarða ís-
lenskra króna, en var 2,87 milljarð-
ar dollara fyiir sama tímabil í fyrra.
AXEL-hugbún-
aður í Færeyjum
LOKIÐ er uppsetningu á AX-
EL-upplýsingakerfi fyrir nem-
endur, kennara og skólastjórn-
endur í Studentaskuli í Þórshöfn
í Færeyjum, en AXEL er í notk-
un í nær öllum framhaldsskólum
og nokkrum grannskólum á Isl-
andi og í skólum í Svíþjóð.
Studentaskuli er stærsti
menntaskóli í Færeyjum með
um 500 nemendur. í AXEL eru
skráðar í sama gagnagrann allar
upplýsingar um nemendur,
kennara, stofur og kennslutæki
og era þær upplýsingar sem
skráðar eru aðgengOegar öllum
notendum. I tilkynningu frá AX-
EL hugbúnaði kemur fram að
stundatöflugerð sé sérgrein AX-
EL, og jafnvel í skóla með miklu
vali, þar sem nemendur geta val-
ið sér námsgreinar, geri AXEL
stundatöflu án þess að námskeið
rekist á. Auk þess verði skóla-
dagur nemendanna samfelldari,
stofur standi ekki ónotaðar og
tími kennara nýtist betur.
Reynslan sýni að þetta dragi úr
rekstrarkostnaði og minnki
einnig stofnkostnað.
Þá hefur menntamálaráðu-
neytið í Færeyjum samið við AX-
EL hugbúnað um tölvukerfi til
að undirbúa og skipuleggja sam-
ræmd próf sem haldin eru fyrir
nemendur í öllum framhalds-
skólum á eyjunum. Upplýsing-
um frá skólunum og upplýsing-
um um prófdómara er safnað
saman í miðlægan gagnagrann í
ráðuneytinu. Út frá þessum upp-
lýsingum gerir AXEL próftöfi-
una fyrir samræmdu prófin.
Samræmdu prófin eru haldin á
sama tíma og önnur próf í skól-
unum. Eftir að hafa gert próf-
töflu fyrir samræmdu prófin ger-
ir AXEL líka próftöflu fyrir
viðkomandi skóla þannig að eng-
ir árekstrar verða milli sam-
ræmdu prófanna og annarra
prófa í skólunum.
SAMVINNUFERÐIR-Landsýn
munu taka við rekstri Ferðaskrif-
stofu stúdenta af Félagsstofnun
stúdenta frá og með 15. nóvember
nk. Samhliða samningi um yfir-
töku á rekstri munu Félagsstofn-
un stúdenta, Samvinnuferðir
Landsýn og Stúdentaráð Háskóla
Islands gera samstarfssamning
um ferðir fyrir stúdenta.
Félagsstofnun stúdenta hóf
rekstur á Ferðaskrifstofu stúd-
enta árið 1980 og verður hún því
20 ára á næsta ári. Meginmarkmið
með rekstri Ferðaskrifstofunnar
hefur frá upphafi verið að gera
námsmönnum og öðru ungu fólki
kleift að ferðast með eins hag-
kvæmum hætti og unnt er.
I fréttatilkynningu kemur fram
að Samvinnuferðir-Landsýn muni
leggja áherslu á að halda þessu
markmiði á lofti og auka enn við
þjónustuna. Kappkostað verður að
bjóða stúdentum sem besta og
hagkvæmasta þjónustu og auka
framboð á ódýrum ferðum fyrir
markhóp Ferðaskrifstofu stúd-
enta. Lögð verður áhersla á að
bjóða ungu fólki ódýrari fargjöld
og hagstæðari tilboð en tíðkast
hefur og verða allt að 5.300 sæti á
sérkjörum í boði árið 2000 fyrir
stúdenta við Háskóla Islands.
Með um 31% af
markaðshlutdeild
Samvinnuferðir-Landsýn eru
nú með um 31% markaðshlutdeild
af ferðalögum og var aukning
veltu á fyrstu 6 mánuðum ársins
10% frá sama tíma í fyrra. Starfs-
menn Samvinnuferða-Landsýnar
eru um 100 talsins en á Ferða-
skrifstofu stúdenta starfa 10
manns.
Morgunblaöið/Ásdís
Mælaborð stiórnandans
Fjölmennt var á ráðstefnunni
Mælaborð stjórnandans - Vöruhús
gagna, sem Skýrslutæknifélag ís-
lands stóð fyrir í gær en hana
sóttu alls um 190 inanns.
Fjallað var um grunnhugmynd-
ir um vöruhús gagna (Data War-
ehouse), sagðar reynslusögur ís-
lenskra og erlendra fyrirtækja og
búnaður og lausnir kynntar í 16
fyrirlestrum alls. Jafnhliða héldu
nokkur fyrirtæki sýningu á tækj-
um og búnaði sem tengjast vöru-
húsi gagna.
Uppkaup ríkisverðbréfa
með tilb o ð sfyrirkomulagi
n. nóvember 1999
Verðtiyggð spariskírteini
Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa
óverðtryggð ríkisbréf í framangreindum flokki
með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að
gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarks-
fjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir
króna að söluverði.
Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð á bilinu
3oo - 1.000 milljónirkrónaað söluvirði.
Sölutilboð þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14:00 í dag, fimmtudaginn n. nóvember.
Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru
veittar hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6,
ísíma 563 4070.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is