Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 53
í DAG
BRIDS
llnisjón Guðmundur
l'áll Arnarson
ALLIR sem á annað borð
lesa þennan þátt kunna að
svína. Hvert er þá vanda-
málið?
Norður
A KD10
¥ 932
♦ G104
♦ ÁDGIO
Suður
♦ ÁG9
¥ KDGIO
♦ ÁD98
♦ K6
Vestur Norðui’ Austur Suður
- - - 2 grond
Pass 6grönd Allirpass
Vestur spilar út smáu
laufi og það blasir við eftir
stutta athugun að sagnhafi
verður að svína fyrir tígul-
kóng. Vörnin heldur á
hjartaás, svo flestir myndu
því meta vinningshorfur
suðurs sem 50%, klippt og
skorið. En ekki allir. Hvað
getur suður gert til að auka
vinningslíkur sínar?
Málið snýst um þá stöðu
þegar vestur á tígulkóng en
ekki hjartaás. Ef sagnhafi
I nær að læðast tvisvar fram-
hjá hjartaás austurs, dugir
það í tólf slagi með þremur
á tígul.
Norður A KD10 ¥ 932 ♦ G104 AÁDG10
Vestur Austur
A 7632 A 854
V86 ¥ Á754
♦ K85 ♦ 632
+ 9875 + 432
Suður AÁG9 ¥ KDG10 ♦ ÁD98 AK6
Fyrsti slagurinn er tek-
inn í borði og hjarta spilað á
drottningu. Síðan er farið
inn í borð á lauf og hjarta
aftur spilað. Austur gæti vel
dúkkað. Frá hans bæjar-
dyrum gæti suður átt KD10
í hjarta og þurft að giska á
réttu íferðina. Takist þetta,
er aftur farið inn á blindan
og tígli svínað. Vestur á
ekki hjarta til, svo austur
brennur inni með hjartaás-
inn.
Þessi lúmska spila-
mennska gengur auðvitað
því aðeins upp að vestur sé
með tvílit í hjarta. En þó
gæti hann farið villur vegar
með þriðja hjartað, ef suður
tekur síðari hjartaslaginn
með gosa - eins og hann hafi
þá byrjað með ÁDG og hafi
verið að svína fyrir kóng
austurs. Það er aldrei að
vita og sakar a.m.k. ekki að
reyna.
Árnað heilla
n f\ÁUA afmæli. í dag,
I Umiðvikudaginn 10.
nóvember, verður sjötugur
Baldur Signrðsson, Aðal-
stræti 62, Akureyri. Af því
tilefni ætla hann og eigin-
kona hans, Stefanía Ár-
mannsdóttir, að taka á móti
ættingjum og vinum í kaffi-
stofu Umhverfisdeildar
v/Krókeyri, laugardaginn
13. nóvember kl. 15-18.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 19. júní sl. í Kópa-
vogskirkju af sr. Arna Berg
Sigurbjörnssyni María S.
Viggósdöttir og Ríkharður
Oddsson. Heimili þeirra er
að Bröttutungu 6,200 Kópa-
vogi.
Ljósm. st. Mynd Hafnarfirði.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 31. júlí sl. í Illuga-
staðakirkju af sr. Arnaldi
Bárðarsyni Elín María Ing-
ólfsdóttir og Guðmundur
Breiðdal. Með þeim á
myndinni eru dætur þeirra
María Lovísa og Ragnheið-
ur Rún. Heimili þeirra er í
Kópavogi.
Barna- og fjölskylduljósmyndir.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 17. júlí sl. í Lága-
fellskirkju af sr. Jóni Þor-
steinssyni Guðrún Helga
Aðalsteinsdóttir og Gunn-
laugur R. Magnússon.
Heimili þeirra er í Króka-
byggð 6, Mosfellsbæ.
COSPER
Ertu ennþá sannfærður um að þetta sé rétta
leiðin til Hornafjarðar?
Með morgunkaffinu
Heldur þú að ég borgi þér
250 þúsund krónur á mán-
uði fyrir að koma með hug-
myndir sem eru betri en
mínar?
Við hvað
starfarðu?
LJOÐABROT
AÐ MORGNI DAGS
Morgungyðjan gnípur fjalla
geislafingrum rauðum strýkur,
en um lægstu hlíðahjalla
hvítgrá þokumóða rýkur.
Bráðum sér í ljósið lyftir
landið allt úr nætur djúpi.
Burtu morgunsólin sviptir
svölum dalaþoku hjúpi.
Andar vorblær yndislegur,
óðum tekur nótt að halla.
Fagurrauðan dregil dregur
dagur yfir brúnir fjalla.
Páll J. Árdal.
STJÖRNUSPA
eftir Franees Drake
SPORÐDREKI
Þú ert þúsundþjalasmiður
og þolinmæði þinni eru
engin takmörk sett sértu
að fást við það sem þú
hefur áhuga á.
Hrútur ~
(21. mars -19. apríl)
Það er alltaf upplyfting í því
að breyta svolítið til hvort
heldur er að prófa nýja mat-
aruppskrift eða gera eitt-
hvað sem þú hefur aldrei
gert fyrr.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur ótrúlegt lag á vinna
fólk á þitt band og verður að
gera þér grein fyrir þeirri
ábyrgð sem því fylgir að fara
fyrir hópnum.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní) nA
Taktu engu í lífinu sem sjálf-
sögðum hlut og gefðu þér
tíma til að rækta það sam-
band sem skiptir þig máli því
annars visnar það og deyr.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það má ýmislegt gera til að
gleðja sjálfan sig og aðra án
þess að kosta miklu til. Þeg-
ar upp er staðið er það sam-
veran við aðra sem gefur
mest.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú skalt ekki búast við öðru
en að fólk forðist þig ef þú
hefur öll spjót úti gagnvart
því. Tileinkaðu þér því aðrar
og árangursríkari aðferðir.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (Sn.
Ef erfið staða kemur upp í
fjölskyldunni skaltuekki fara
með þjósti heldur gefa öllum
þann tíma sem þeir þurfa til
að aðlagast aðstæðum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
m
Eitt er að vita hvað maður
vill og annað að biðja um
það. Vertu óhræddur því þú
ert það vel máli farinn og
kurteis að erfitt er að neita
þér.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sumt er of gott til að vera
satt og það er því miður
stundum svo. Láttu því ekk-
ert byrgja þér sýn svo þú
verðir ekki fyrir vonbrigðum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) nÉ f
Þú áttir kannski frekar von á
dauða þínum en óvæntum
glaðningi svo þú átt eftir að
verða hissa. Njóttu þess því
þú átt það skilið.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4mP
Mundu það að ef þú ert nógu
ákveðinn tekst þér allt sem
þú vilt að þér takist. Hvemig
væri að setja markið hátt og
ryðja nýjar brautir?
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) CSnl
Líttu á samræður við aðra
ekki eingöngu sem tækifæri
til að koma þínum skoðunum
á framfæri. Þú gætir mikið
lært af því að heyra álit ann-
arra.
Fiskar
flkl
(19. febrúar - 20. mars) >W>
Eins og málum er nú háttað
á vinnustað skaltu hafa hægt
um þig því það er eins og að
kasta olíu á eld að ræða við-
kvæm mál. Þinn tími kemur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MATHYS^
Vatnsvörn
EVOSTIK B
SPRAY-KONTAKT LIM
Glæsilegt
úrval af
ullarkápum
og jökkum.
Verd frá
kr. 8.990
BABVLCN
.... WlÉWI^Illi
Sími 561 3 377 - Laugavegi 55
Fermingarmyndatökur.
Vertu ekki of sein að panta
fermingarmyndatökiina í vor.
Nokkrir dagar þegar
upppantaðir.
Ljósmyndastofan Mynd stai: 565 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ
FILLC0AT
i
11 1* M
W& ~ j
* ■ ¥ lllíð
lllCOöt
t? I
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
SJALFSDALEIÐSLA
EINKATIMAR/NAMSKEIÐ
Sími 694 5494
Namskeiðið hefst 18. nóvember
Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Hverju viltu
breyta?
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
r