Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Danir taka við formennsku í Norðurlandasamstarfínu Dönsk áhersla á norðurheim- skautið Stokkhólmi. Morg’unblaðid. DANIR hyggjast leggja áherslu á norðurheimskautssamstarfið á því ári, sem í hönd fer í Norðurlanda- samstarfmu, þar sem þeir taka við formennskunni af Islendingum. Pessu lýsti Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, yfir í stefnu- ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær. I ræðu sinni lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra yfir ánægju með áframhaldandi áherslu á norður- svæðin og vestur-norræna svæðið, um leið og hann rakti þau mál, sem þokast höfðu áfram undir íslensku formennskunni. Forsætisráðherr- arnir hafa meðal annars ákveðið að setja á fót fimm manna nefnd vísra manna undir forystu Jóns Sigurðs- sonar, bankastjóra Norræna fjár- festingabankans. í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson að Islendingum hefðu tekist ákveðnir hlutir á for- mennskutímabilinu. Þar væri eink- um að nefna að áhersla á norðvest- lægu svæðin hefði skilað sér. Athygl- in hefði í vaxandi mæli beinst að haf- inu, auðlindum þess og umhverfi norðursins. í öðru lagi hefði verið haldið áfram að draga úr hindrunum á vegi þeirra, sem flytjast milli Norðurlandanna og í þriðja lagi hefði verið komið á fót nefnd vísra manna til að koma með frekari hugmyndir um þróun norræns samstarfs. Nefndin, sem Jón Sigurðsson stýinr, hefur að sögn Davíðs fengið frjálsar hendur til að koma með flæðishugmyndir um norrænt sam- starf. I almennu umræðunum í gær varð nefndin umræðuefni, þar sem meðal annars Sighvatur Björgvins- son þingmaður spurði Davíð hvort nefndarskipunin nú væri íyrsta skrefið í átt að frekari uppstokkun í norrænu samstarfi, líkt og átt hefði sér stað fyrir fimm árum, þegar tek- in var upp nýskipan í Norðurlanda- ráði, meðal annars í kjölfar hug- mynda frá nefnd, sem Matthías A. Mathiesen, fyrrum ráðheira, stýrði. Davíð sagði engin slík áform á prjónunum. Ætlunin væri aðeins að leita eftir frekari hugmyndum um norrænt samstarf og ómögulegt væri að segja til um hvort þær ættu eftir að gefa tilefni til frekari breytinga. Það er orðinn fastur liður eins og venjulega á Norðurlandaráðsþing- um að rætt sé um hvort Norður- löndin eigi að beita sér saman innan ESB og þá hversu mikið. Meðan Finnland, Noregur og Svíþjóð voru enn utan ESB, en stefndu á aðild, voru það tíð rök fyrir aðild að á þann hátt gætu þessi þrjú lönd og Danmörk náð betri árangri innan ESB. Eftir að Finnland og Svíþjóð gerð- ust aðilar hafa ráðherrar landanna yfirleitt heldur færst undan því að láta líta svo út að löndin standi sam- an að málum innan ESB. Þessi efni koma stöðugt til umræðu á Norður- landaráðsþingum og þá eins nú, en í þetta skiptið voru forsætisráðherrar ESB-landanna þriggja óvenju ósam- stiga um norrænar áherslur. Göran Persson forsætisráðherra aftók í umræðunum í gær að löndin gætu beitt sér frekar í sameiningu en þegar væri. Þeim hefði tekist að koma mikilvægum norrænum áherslum að í Amsterdam-sáttmál- anum, einkum baráttunni gegn at- vinnuleysi, án þess að standa saman að tillögum um þau mál. í ávarpi sínu sagði Paavo Lipponen, forsætis- ráðherra Finna, að samstarf nor- rænu ESB-landanna væri þegar mikið og gott. „Náið samstarf er sjálfsagt, en löndin verða að beita sér fyrir því evrópska," sagði Lipponen. Poul Nyrup Rasmussen tók annan pól í hæðina er hann sagði að nauð- syn væri á að koma norrænu sam- starfi í ESB í fastari skprður og gera það metnaðarfyllra. í samtali við Morgunblaðið nefndi hann einnig mikilvægi þess að auka nor- rænt samstarf innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem Norðurlöndin væru til dæmis þau lönd, er hlut- fallslega létu mest af hendi rakna til þróunarsamstarfs. A norrænum vettvangi fá Islend- ingar og Norðmenn gjarnan þá spurningu hvort þeir finni ekki til einangrunar utan ESB. Þegar Kimmo Kiljunen spurði Davíð Odds- son í þessa veruna í gær sagði Davíð að hann fyndi ekki til neinnar hörmulegrar einangrunar þótt ís- lendingar og Noregur væru ekki í ESB, eins og Kiljunen lét liggja að. Án þess að vanmeta þann mikla ár- angur, sem náðst hefði í ESB minnti hann á að bæði ísland og Noregur uppfylltu öll skilyrði um ESB-aðild og aðildin að evrópska efnahags- svæðinu tryggði þeim öll mikilvæg- ustu atriðin í ESB. Tilboð vikunnar ÆVISAGA EINARS BENEÐIKTSSONAR II. bindi ævisögu þessa merka skálds, athafna- og lífslistamanns eftir Guðjón Friðriksson. The Conran Octopus Decorating Book kr. Verð áður 4.980 kr. Making faces Gildir til miðvikud. 17. nóv 1999 Nýjar bækur daglega V í.vTriundsson FRETTIR SCANPIX Þing Norðurlandaráðs er haldið í Stokkhólmi og láta íslendingar af formennsku í Norðurlandasamstarfinu. Kio Briggs krefst 27 milljóna króna í skaðabætur Greinargerð vænt- anleg innan viku HÆSTARÉTTARLÖGMENNIRNIR Jón Steinar Gunnlaugsson og Jakob Mpller segja að jafnvel þótt Bretinn Kio Briggs yrði sakfelldur í Danmörku hefði það engin áhrif á skaðabótamál hans gegn íslenska ríkinu. Briggs, sem var sýknaður í Hæstarétti í sumar af ákæru um innflutning á rúmlega 2.000 e-töflum til íslands, var handtekinn sl. sunnudag í Sönderborg á Jótlandi vegna tæplega 800 e-taflna. ís- lensk stúlka var einnig handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald. „Þetta hefur engin áhrif á mál Briggs hér á landi,“ segir Jón Stein- ar Gunnlaugsson. „Ég get ekki sagt neitt til um hvort skaðabótakrafan sé líkleg eða ólíkleg til þess að ná fram að ganga en atvikið í Dan- mörku á ekki að hafa minnstu áhrif á það. Liti atvikið afstöðu manna til málsins er það vísbending um það að þeir eru ekki að tala um skylda hluti. Málið er það að hvert brot skoðast sem sjálfstæður atburður. Það hefur heldur engin áhrif á kröfu sem hann kann að vera með uppi hér um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds að ósekju,“ segir Jón Steinar. Jón Steinar segir að allir menn eigi að njóta sambærilegrar réttarvemd- ar. I réttarkerfinu sé ekki farið út í karakterdóma. Það kunni að vera að erlendis sé lagt meira upp úr karakt- erþáttum sakborninga en hérlendis séu lagareglur sem eigi jafnt við alla. Stóra fíkniefnamálið Beðið um áframhald- andi gæslu- varðhald BEÐIÐ verður um áframhald- andi gæsluvarðhald yfir fjórum einstaklingum sem handteknir voru vegna stóra fikniefnamáls- ins og úrskurðaðir í gæsluvarð- hald 11. september sl., að sögn Kolbrúnar -Sævarsdóttur, lög- fræðings hjá lögreglunni í Reykjavík. Samtals era ellefu manns í haldi vegna málsins, þar af tíu að kröfu fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík og einn að kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustj óra. Gæsluvarðhaldsúrskurður fjórmenninganna fjögurra rennur út í dag; einn á að óbreyttu að losna úr haldi á fimmtudag og annar á föstudag, einn 22. nóvember næstkom- andi, einn 24. nóvember, tveir 1. desember og einn 8. desember næstkomandi. 19 tilboð í Borgarfjarð- arbraut TILBOÐ vegna Borgarfjarðar- brautar voru opnuð í fyrradag. Tilboð bárust frá 16 fyrirtækj- um, þar af þrjú frá Héraðsverki ehf. á Egilsstöðum. Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 219.966.907 og voru flest tilboðanna sem bárust lægri en sú upphæð, þrjú tilboð vora þó hærri en kostnaðará- ætlun. Lægsta tilboðið barst frá Ingileifi Jónssyni ehf. Svína- vatni upp á 134.494.000 krónur. Þá gerðu Vöruflutningar LG í Borgarnesi tilboð upp á 153.827.000 krónur. Að sögn Vegagerðarinnar má búast við að val á verktaka liggi fyrir um næstu mánaðamót. Ný ákvæði í skaðabótalögum „Maðurinn hefur ekki verið sak- felldur í Danmörku. Hann var ákærður í refsimáli hér og sýknaður þar sem ekki hafði komið fram full- nægjandi sönnun um það að hann hafi vitað að hann var með e-töflur í farangri sínum,“ segir Jakob Moller, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Islands. Jakob bendir á að lögum um skaðabætur hafi verið breytt nýlega. I lögum segir að bætur megi taka til greina ef rannsókn hefur verið hætt eða sakborningur verið dæmdur sýkn. „Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir ki'öfu sína á,“ segir í lögunum. Jakob segir að það sé á grundvelli þessarar greinar sem Briggs fari í skaðabótamál við ís- lenska ríkið. Meta verði það mál sjálfstætt og óháð sakamálinu og það tengist ekki atburðunum ytra. „Hins vegar kynnu að menn að telja sig hafa ástæðu til að halda, ef hann verður sakfelldur í Danmörku, að hann hafi í raun og veru líka flutt e-töflur vitandi vits til íslands. Það sem skiptir máli þar er að dómstól- arnir komust að þeirri niðurstöðu að fyrir því væri ekki fullnægjandi sönnun. Ákæruvaldinu tókst ekki að sanna það að hann hefði gert það vit- andi vits. Síðara refsimál í Dan- mörku, jafnvel þótt hann yrði sak- felldur þar, breytir engu um þá nið- urstöðu sem er komin í málinu sem var rekið hér,“ segir Jakob. Kio Briggs kom til íslands með leiguflugi frá Benidorm síðsurnars 1998 og starfaði hann sem dyravörð- ur á diskóteki. Hann var handtekinn við komuna til landsins 1. september. Fundust í fórum hans rúmlega 2.000 e-töflur, sem er mesta magn e-taflna sem lagt hefur verið hald á í einni sendingu. íslendingui' búsettur í Benidorm, Guðmundm- Ingi Þórodds- son, sagði til Briggs og kvaðst hann fyrir dómi hafa gert samninga við lögregluna þess efnis að segja til Bretans gegn vilyrði um að hans eigin sakamál fengju vægari meðferð. Þessu hefur lögreglan vísað á bug. Briggs hélt ávallt fram sakleysi sínu og sagði að pakka með e-töflunum hefði verið laumað í tösku sína. Fram- burði Guðmundar Inga var vikið til hliðar í Héraðsdómi. 11. mars síðastliðinn var Briggs dæmdm' í 7 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þótti dóminum sem telja yrði að Briggs hefði vísvitandi og í ágóðaskyni flutt eiturlyftn inn í landið til þess að þeim yrði dreift hér- lendis. Dómi Héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti þann dóm og vísaði heim í hérað til löglegr- ar meðferðar. Að mati Hæstaréttar laut framburður Guðmundar Inga að atvikum sem máli hefðu getað skipt um skýringu á atferli Briggs og þeim verknaði sem honum var gefinn að sök. Héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika ,og þýðingu framburðarins og taka rökstudda af- stöðu til hans eftir því mati. Sýknaður í Hæstarétti Briggs var úrskurðaður í farbann á meðan dómur gengi í máli hans fyrir Héraðsdómi. 30. júní sL sýknaði Hér- aðsdómur Reykjavíkur Briggs af ákæru um stórfelldan innflutning á fíkniefnum. Fulltrai ríkissaksóknara áfrýjaði strax málinu til Hæstaréttar og lagði fram kröfu um farbann uns dómur félli í Hæstai'étti. Héraðsdóm- ur samþykkti farbannskröfuna og staðfesti Hæstiréttur hana 2. júlí sl. Hæstiréttur dómtók málið 14. júlí. 17. júlí staðfesti Hæstiréttur sýknu- dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni. Tveir dómarar af fimm, þeir Arnljót- ur Bjömsson og Hrafn Bragason, töldu að sekt Briggs væri sönnuð þannig að hún væri hafin yfir alian vafa. Meirihlutinn, Pétur Kr. Haf- stein, Haraldur Henrysson og Hjört- ur Torfason, taldi hins vegar að sýkna bæri Briggs með tilliti til sönnunaraðstæðna. 19. júlí síðastlið- inn staðfesti Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Briggs, að gerð yrði skaðabótakrafa á hendur ríkissjóði en Briggs sat í gæsluvarðhaldi og var í farbanni í níu mánuði meðan á rannsókn máls- ins stóð. Krefst hann 27 milljóna króna í skaðabætur frá ríkissjóði. Rekstur skaðabótamálsins er hafinn og mun ríkislögmaður skila greinar- gerð um málið 16. nóvember nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.