Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 4
4 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Barnahús hefur verið starfrækt í eitt ár
Beðið um lögreglu-
rannsókn í málum
89 barna á einu ári
Fékk hönnunar
verðlaun fyrir
stólinn Jaka
BARNAVERNDARSTOFA rekur
Barnahús en auk hennar komu Rík-
issaksóknaraembættið, Ríkislög-
reglustjóraembættið, lögreglan í
Reykjavík, Landspítalinn, Félags-
málastofnun Reykjavíkur og Sam-
tök félagsmálastjóra að undirbún-
ingi stofnunar þess. Fyrirmyndin er
bandarísk, en Barnahús er fyrsta
stofnun sinnar tegundar í Evrópu.
Á því eina ári sem Barnahús hef-
ur starfað hefur Barnavemdar-
nefnd vísað málum 125 barna þang-
að til rannsóknar og eru 80% þeirra
stúlkur og 20% drengii'. 85 bam-
anna era búsett í Reykjavík og 40
era af landsbyggðinni. 22 þeirra eru
á aldrinum tveggja til fimm ára, 38
á aldrinum sex til níu ára, 25 á aldr-
inum tíu til þrettán ára og 40 á aldr-
inum fjórtán til sautján ára. Meintir
gerendur eru 119 talsins og af þeim
era 88 fullorðnir og 31 undir átján
ára aldri. Af þeim 88 meintu ger-
endum sem eru fullorðnir eru 45
innan fjölskyldu þolenda og 43 utan
hennar, en af þeim 31 meinta ger-
enda sem eru undir átján ára aldri
eru 9 innan fjölskyldu þolenda en 22
utan hennar.
Eftir rannsóknarviðtal í Bama-
húsi var beðið um lögreglurannsókn
í málum 89 þeirra 125 barna sem
þangað komu á þessu ári. Búið er að
gefa út ákærur í málum sem varða
14 bamanna og hefur dómur fallið í
undirrétti í málum fjögurra þeirra,
sakfellt var í málum þriggja og
sýknað í máli eins.
Mikilvægt að barni líði
vel í skýrslutöku
í Bamahúsi er aðstaða til
skýrslutöku og læknisskoðunar og
er allt kapp lagt á að taka sem mest
tillit til bamanna. Skýrslutaka fer
fram í þægilegu umhverfí þar sem
barnið talar við manneskju sem hef-
ur reynslu og þjálfun í viðtölum af
þessu tagi. Viðtalið er tekið upp á
myndband og sýnt í beinni útsend-
ingu í öðra herbergi í húsinu þar
sem fulltrúar lögreglu, bamavernd-
aryfírvalda, saksóknara, réttar-
gæslumaður bamsins og verjandi
þess granaða fylgjast með og geta
haft áhrif á gang viðtalsins með
spumingum, óski þeir þess. Upp-
taka af viðtalinu er svo notuð í frek-
ari meðferð málsins og í réttarhöld-
um, komi til þeirra.
Meginmarkmið
Barnahúss er að veita
börnum sem þolað hafa
kynferðislegt ofbeldi
alla þá aðstoð og þjón-
ustu sem þau þurfa
á einum stað.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Bamaverndarstofu, segir þetta fyr-
ú-komulag hafa marga mikilvæga
kosti. Skýrslutaka af þessu tagi geti
kostað mikil sálarleg átök fyrir
bamið og jafnvel orsakað svokall-
aða endurapplifun á atburðunum og
því skipti miídu máli að bamið þurfí
ekki að ganga í gegnum slíkt oftar
en einu sinni. Einnig sé mikilvægt
að sá sem ræði við barnið hafi þá
færni og reynslu sem til þurfi, viti
hvernig eigi að nálgast barnið og
hafí þekkingu á þroska þess og við-
brögðum. Til að bam eigi auðvelt
með að tjá sig skipti líka máli að það
sé í umhverfi þar sem því líði vel en
kvíði geti orðið til að rýra árangur
viðtalsins. Vigdís Erlendsdóttir, sál-
fræðingur, hjúkranarfræðingur og
forstöðumaður Barnahúss, og
Ragna Björg Guðbrandsdóttir, sér-
hæfður rannsakandi, taka viðtöl við
bömin sem þangað koma, en báðar
hafa þær mikla reynslu og þekkingu
í þessum efnum.
Vigdís segir mjög brýnt að vel sé
að viðtölum við börnin staðið.
Framburður bamsins sé oftast mik-
ilvægasta sönnunargagnið fyrh-
dómstólum, málin hvíli jafnvel á
honum, og því verði að vanda til
skýrslutökunnar eins og framast sé
unnt. Þau hjá Barnahúsi hafí mikla
trú á þeirri aðferð sem þau noti við
skýrslutökuna en rannsóknir sýni
að réttmæti frásagna bama, þar
sem henni hefur verið beitt, sé
marktækt meiri. Einnig hafa rann-
sóknii- sýnt að síendurtekin viðtöl,
við ýmsar ólíkar og jafnvel óþægi-
legar aðstæður, geti ekki einungis
haft skaðleg áhrif á barnið heldur
einnig valdið því að framburður
breytist, sérstaklega ef bamið er
spurt leiðandi spurninga. Vigdís
bendir á að það sé ekki síður mikil-
vægt fyrir hinn granaða að vel sé
staðið að skýrslutökunni því í ljós
hafi komið í tilfellum þar sem rang-
lega hefur verið sakfellt að ástæðan
hafi oft verið sú að óvarlega hafi
verið farið að við rannsókn.
Vigdís vill ítreka að hverjum sem
verður vís að því að barn sé beitt
kynferðislegu ofbeldi beri skylda
samkvæmt lögum til að tilkynna
það til barnavemdaryfirvalda og
segir hún brýnt að almenningur
sinni þeirri skyldu sinni.
RÍKISSAKSÓKNARI, Bogi Nils-
son, hefur hafnað ítrekaðri beiðni
Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lög-
manns Magnúsar Leópoldssonar,
um opinbera rannsókn á tildrögum
þess að Magnús var grunaður um
aðild að hvarfi Geirfinns Einarsson-
ar. Sakar Jón Steinar ríkissaksókn-
ara um ámælisverðan undandrátt í
málinu og mun snúa sér til dóms-
málaráðherra endurskoði ríkissak-
sóknari ekki ákvörðun sína.
Magnús Leópoldsson sætti
gæsluvarðhaldi fyrri hluta árs áiið
1976 vegna grans um aðild að hvarfi
Geirfinns, sem hvarf frá heimili sínu
í Keflavík hinn 19. nóvember árið
1974 og hefur aldrei spurst til hans
síðan.
Jón Steinar segir að upplýsingar
séu komnar fram um að Magnúsi
hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi
um langan tíma eftir að rannsak-
endum var orðið ljóst að hann væri
ekkert við hvarf Geirfinns riðinn, en
ríkissaksóknari víki ekkert að því
atriði í höfnunarbréfi sínu.
Vill Jón Steinar fá úr því skorið
hvort nafn Magnúsai- hafi tengst
málinu í gegnum hugmyndir lög-
reglunnar um að veitingahúsið
Klúbburinn, sem Magnús var fram-
kvæmdastjóri fyrir, stæði fyrir
spírásmygli á Suðumesjum, eða
DÓMNEFND Hönnunarverð-
launa húsgagna og innréttinga
hefur veitt Erlu Sólveigu
Óskarsdóttur aðalverðlaun fyr-
ir stólinn Jaka.
Verðlaun sem taka mið af
hönnun, formi og listrænni tján-
ingu voru veitt Sigurði Gústafs-
syni fyrir stólinn Tangó. Dóm-
nefnd veitti Einari Ólafssyni
sérstaka viðurkenningu fyrir
stólinn Dropa og Erlu Sólveigu
Óskarsdóttur fyrir stól, barstól
og borð undir nafninu Dreki. Þá
ákvað dómnefndin að veita fyr-
irtækjunum Á. Guðmundssyni
hf. og GKS hf. sérstakar viður-
kenningar fyrir skólahúsgögn
og Pennanum hf. og Húsgögn-
hvort hann hafi tengst málinu eftir
myndbirtingu í fjölmiðlum af leir-
styttu sem gerð var af manni sem
talinn var hafa hringt í Geirfínn
kvöldið sem hann hvarf. Kom upp
orðrómur um að Magnús væri
tengdur hvarfi Geirfinns eftir að
myndin af styttunni birtist en ríkis-
saksóknari segir að ekki verði ann-
að séð en að það hafi gerst vegna
þess að styttan líktist Magnúsi.
Hugsanleg þýðingarmikil gögn í
ferðatösku ófundin
Á grundvellí breytinga á lögum
um meðferð opinberra mála frá því í
vor var farið fram á rannsóknina og
m.a. farið fram á að ríkissaksóknari
fyndi gögn í Geirfinnsmálinu, sem
afhent voru hinn 5. janúar árið 1976
á skrifstofu ríkissaksóknai'a. Telur
Jón Steinar að í þessum gögnum
kunni að leynast þýðingarmiklar
upplýsingar um málið og segir í
bréfi sínu til ríkissaksóknara að
finnist gögnin ekki í skjalageymslu
embættis ríkissaksóknara ætti það
eitt að duga til opinberrar rann-
sóknar á afdrifum þeirra.
Valtýr Sigurðsson, dómari við
Héraðsdóm Reykjavíkur, sem
gegndi stöðu fulltrúa bæjarfógeta í
Keflavík árið 1974 og bar stjórnun-
arlega ábyrgð á upphafsrannsókn
urn og innréttingum hf. viður-
kenningu fyrir Fléttu 2000-
skrifstofuhúsgögn og -skilrúm.
Finnur Ingólfsson iðnaðar-
ráðherra afhenti verðlaunin á
Kjarvalsstöðum í gærkvöldi og
hér er hann ásamt Haraldi
Sumarliðasyni, formanni Sam-
taka iðnaðarins, og verðlauna-
höfum, f.v.: Guðmundur Ás-
geirsson frá Á. Guðmundssyni,
Guðni Jónsson frá Pennanum,
Haraidur Sumarliðason, Erla
Sólveig Óskarsdóttir, Eyjólfur
Pálsson sem tók við verðlaun-
um Sigurðar Gústafssonar og
Rafn Rafnsson frá GKS.
■ Athygli vakin/32
Geirfinnsmálsins, afhenti umrædd
gögn í ferðatösku, en þar var um að
ræða allar skýrslur og ýmis rann-
sóknargögn varðandi málið. Segir
hann í grein í Morgunblaðinu hinn
31. október 1998 að hann hafi ekki
séð neitt af þessum gögnum síðan.
Ríkissaksóknari segh' í bréfi sínu
til Jóns Steinars, hinn 25. okóber sl.
að ekki liggi fyrir önnur gögn um
framrannsókn málsins en gagna-
hefti sem merkt sé „Geirfinnsmál
Kefiavíkurrannsókn" en hvorki
verði líkum að því leitt að til séu
frekari gögn úr frumrannsókninni í
Keflavík né hvar þeirra sé að leita
ef til séu. Segir ríkissaksóknari þ°
að meginþungi rannsóknar á Geir-
finnsmálinu hafi hvílt á herðum
starfsmanna Sakadóms Reykjavík-
ur og mættí ætlá að þar hefði öllum
gögnum málsins verið haldið til
haga.
Jón Steinar segist munu snúa sér
til dómsmálaráðherra og óska eftii'
því að ráðherra beiti heimild í lög-
um um meðferð opinberra mála til
að leggja tO við forseta Islands að
ákvörðun ríkissaksóknara verði
felld úr gildi og að settur verði sér-
stakur saksóknari til að fara með
málið ef ríkissaksóknari endurskoði
ekki ákvörðun sína fyrir 20. nóvem-
ber.
„Ótrúlega vel
skrifuð bók"
★ ★ ★ ★! |
„Mjög skemmtileg og hefur aila
kosti góðrar skáldsögu.
Gerð af þessari ótrúlega fallegu
og Ijóðrænu snilld sem er ísaki
eiginleg. Virkilega mannbætandi
bók og mikil nautn að lesa hana."
Súsanna Svavarsdóttir,
Bylgjan/Stöó 2
{)
FORLAGIÐ
wwwjjnalogmenningj^^
Laugavegl 18 • Simi 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500
Beiðni um rannsókn á þáttum Geirfínnsmálsins hafnað
Lögmaður hyggst vísa
málinu til ráðherra