Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR '■ nnrf— Sp*" IW.'A \ 1 ■ V- *rr**«9 1 ■ «• »* Morgunblaðið/Ásdfs Katrín Júlíusdóttir, eigandi barnafataverslunarinnar Lipurtáar. Opnuð hefur verið ný verslun með sama nafni á Netinu með barnaföt. Barnafataverslunin Lipurtá opnuð á Netinu Aukin þjónusta við landsbyggðina „ÞETTA er spennandi verk- efni,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, eigandi barnafataverslunarinn- ar Lipurtáar, sem opnað hefur nýja verslun á Netinu með barnaföt. „Við erum að taka þátt í almennri uppbyggingu á verslun á Netinu og ætlum að kynna þetta vel og erum mjög spennt fyrir þeim möguleikum sem eru á Netinu.“ Sagði hún að hugmyndin hefði kviknað vegna fjölda fyrirspuma um vörar af landsbyggðinni. „Markaðurinn er óráðin stærð en samt sem áður hefur maður heyrt frá þeim, sem hafa verið að skoða þetta að verslun á Netinu er að aukast mikið og að hún eigi eftir að aukast enn meira,“ sagði Katrín „Til þess að ná til sem flestra reyni ég að hafa vöru sem er áhættuminnst. Bamafatnaður getur verið erf- iður á Netinu og þess vegna leggjum við mikla áherslu á nærfatnað og annan slíkan fatn- að, sem ekki þarf að máta.“ Aðgengilegt ogeinfalt Katrín sagði að síða verslun- arinnar á Netinu yrði mjög að- gengileg og einföíd. Boðið yrði upp á fjóra vöruflokka og tólf vörutegundir undir hverjum flokki með skýrum mvndum af öllu sem í boði væri. A tveggja vikna fresti yrði skipt út vörum og nýjar settar inn í staðinn. „Þannig verður einfalt að hlaða síðuna inn og við munum leggja mikla áherslu á að varan sjáist mjög vel,“ sagði hún. „Eins og er verður varan seld á sama verði og í búðinni en við sjáum spennandi möguleika í framtíð- inni ef netverslun fer að aukast. Kostnaður við hana er minni og þá get ég séð fyrir að vörur á Netinu verði ódýrari en það verður ekki strax. Þetta er eitt af því sem gerir netverslun spennandi að umhverfið er miklu ódýrara." „Upphaflega fékk ég þessa hugmynd vegna þess að það eru svo margir sem hringja utan af landi og biðja okkur um að senda vörur gegn póstkröfu,“ sagði Katrín. „Við lýsum þá vör- unni í gegnum síma og við- skiptavinurinn tekur hálfpartinn áhættu með þá vöra sem við sendum honum því það getur verið erfitt að lýsa því sem beðið er um. Þess vegna ákvað ég að fara út í þetta að bjóða við- skiptavininum að skoða skýra mynd af vörunni. Við ætlum einnig að bjóða upp á þá þjón- ustu að senda með tölvupósti myndir af vörum sem ekki eru í boði á siðunni sé þess óskað.“ Varan er send til viðskipta- vina með pósti en greiða má fyr- ir hana með kreditkorti eða póstkröfu. Vefslóðin er www.lipurta.is. Fjármálaráðherrar Norðurlanda Mikilvægt að viðhalda lágri verðbólgu F JÁRMÁL ARÁÐHE RRAR Norðurlandanna eru sammála um mikilvægi þess að viðhalda traustri stöðu ríkisfjármála og lágri verð- bólgu. Með slíkri efnahagsstefnu telja þeir unnt að tryggja áfram- haldandi stöðugleika og aukna at- vinnusköpun. Ennfremur er íylgt aðhaldssamri efnahagsstefnu í mörgum ríkjanna til þess að halda aftur af innlendri eftirspum. Fjármálaráðherrar Norðurlanda komu saman til fundar í Stokk- hólmi í tengslum við þing Norður- landaráðs. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra stýrði fundinum. Hann flutti einnig ræðu á þingi Norðurlandaráðs um almenna stöðu efnahagsmála, einkum á Norðurlöndum, auk þess sem hann gerði grein fyrir þeim málum sem hafa verið ofarlega á baugi í for- mennskutíð íslands. Mikill hagvöxtur Á fundi fjármálaráðherranna var rætt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norðurlöndum, meðal annars á grundvelli nor- rænnar skýrslu um efnahagsmál sem fyrir lá á fundinum. I frétt frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að ráðherrarnir bentu á að al- mennt ríkir gott ástand í þeim málum á Norðurlöndum. Hagvöxt- ur hefur verið mikill, atvinna fer vaxandi og verðbólgan hefur verið lítil. Jafnframt hefur staða ríkis- fjármála haldið áfram að styrkjast og skuldir lækkað jafnt og þétt. Að þessu leyti er staðan betri en í öðrum OECD-ríkjum. Efnahags- horfur eru einnig taldar góðar til lengri tíma litið. A fundinum var fjallað um mál- efni Evrópusambandsins og Evr- ópska efnahagssvæðisins. Ráð- herrarnir ræddu um reynsluna af Efnahags- og myntbandalaginu og áhrif þess á eftiahagslíf Norður- landa. Ljóst er að tilkoma mynt- bandalagsins þrengir svigrúm til hagstjórnar á sviði peningamála og því er enn mildlvægara en áður að stefnan í ríkisfjármálum sé traust, segir í frétt ráðuneytisins. Á fundinum gerði Geir H. Haar- de grein fyrir stöðu nokkurra verk- efna sem unnið er að á vegum ráð- herranna, meðal annars um aukið samstarf norrænna kauphalla og frekari samræmingu skráningar- reglna milli landanna og viðamikla athugun á stöðu og horfum í lífeyr- ismálum á Norðurlöndunum, en ís- land hafði frumkvæði að athugun- inni. Loks var rætt um málefni Norræna fjárfestingarbankans. Náttúruverndarsamtök fslands Fullyrðingar Lands- virkjunar standast ekki LANDSVIRKJUN og iðnaðar- ráðuneytið vilja forðast faglega og gagnsæja umfjöllun um Fljótsdals- virkjun, líkt og lög um mat á um- hverfisáhrifum kveða á um, að því er segir í frétt írá Náttúruverndar- samtökum íslands. Þar segir enn fremur: „Lands- virkjun stillir stjórnmálamönnum upp við vegg þegar fullyrt er að þeim beri að meta hvort vegi þyngra „náttúrusjónarmið" eða „hagsmunir atvinnulífs“.“ Rök- studdar ábendingar hafi komið fram um að Fljótsdalsvirkun standist ekki arðsemismat. Náttúruverndarsamtökin segja fullyrðingu forstjóra Landsvirkj- unar um að virkjun fallvatna geti orðið framlag íslands í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum ekki standast faglega skoðun. Samtökin hafi áður bent á að stjórnvöld hafi ekki getað tilgreint hvaða mælan- legu jákvæðu áhrif staðsetning ál- vera á íslandi hafi á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heimin- um. Ekki sé því hægt að réttlæta eyðileggingu íslenskra náttúru- verðmæta með skírskotun til hnattræns ávinnings. Jón Steinar Gunnlaugsson um dóm Hæstaréttar í kynferðisbrotamáli Sýkna óhjákvæmileg í hinum vestræna heimi JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og verjandi karl- manns, sem sýknaður var í Hæsta- rétti hinn 28. október sl. af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, segir alveg ljóst, að hvar sem er í hinum vestræna heimi hefði verið óhjákvæmilegt að sýkna ákærða miðað við það hvernig málið lá fyrir og miðað við þær kröfur sem réttarríki gera til sönnunar- færslu í kynferðisbrotamálum. Hann segir í tilefni ummæla Rúnu Jónsdóttur, talsmanns Stígamóta, í Morgunblaðinu í gær þess efnis, að sönnunarkrafan í málinu hafi verið of ströng, að slakað hafi verið veru- lega á sönnunarkröfum í kynferðis- brotamálum. Um það væiu greini- legar vísbendingar í kynferðisbrota- málum frá síðustu árum, sem dóm- stólar hafa fjallað um. „Það eru minni kröfur gerðar til sönnunarfærslu í málum sem snerta kynferðisbrot heldur en í öðrum málum,“ segir Jón Steinar og segir ástæðuna eflaust vera þá opinskáu baráttu sem háð hefur verið á liðn- um árum fyrir því að slaka á sönn- unarkröfum í slíkum málum. Hann segir um sönnunarfærsluna í hinu margumrædda máli, að engin vitni hafi verið að hinum meintu brotum og aukinheldur hafi engin vissa verið fyrir því að nokkur brot hefðu verið framin. Þá hefðu engin sérstök brot verið nefnd til sögunn- ar, heldur hafi verið um að ræða al- menna atvikalýsingu á löngu tíma- bili. „Stúlkan bar sakir á föður sinn og hann neitaði og þá var sú leið farin að kalla til sérfræðinga, sem fengu það verkefni að meta trúverðug- leika framburðar stúlkunnar," segir Jón Steinar. „í fyrsta lagi verður að spyrja að því hvort það geti ein- hvem tíma orðið fullnægjandi sönn- unarfærsla í opinberu máli, þar sem framburðir tveggja aðila stangast á, að kalla inn sérfræðinga til að kanna hugarheima þeirra, svo hægt sé á grundvelli slílcra álita að gera upp á milli framburðanna. Öllum hlýtur að vera ljóst að sá háttur í sönnunarfærslu fær ekki staðist, því þá mætti viðhafa hann í öllum mál- um og í stað þess að sanna mál með vettvangsathugunum og öðrum rannsóknaraðferðum, mætti kalla til sérfræðinga til að meta hver segði satt og hver ekki.“ Framburðir sérfræðinga einkenndust af hlutdrægni gegn ákærða Jón Steinar segir að við meðferð málsins á lægra dómsstigi, hafi komið fram að framburðir sérfræð- inganna hafi einkennst af mikilli samúð með stúlkunni og hlutdrægni gegn ákærða. „Við ítarlegar yfir- heyrslur vora svör þeirra á þann veg, að það skipti í raun engu máli hvaða rannsóknaniðurstöður þeir fengu út úr einstökum rannsóknum, því allt var túlkað henni í hag. Af þessu tilefni aflaði ég sérfræðilegra álita, sem lögð vora fram í Hæsta- rétti og fjölluðu um álit sérfræðing- anna í héraðsdómi. Þar kom fram með fræðilegum hætti að miklar og stórar veilur vora í aUri rökfærslu sérfræðinga í héraði. I hinum nýju umsögnum kom einnig fram að nið- urstöður athugana sérfræðinganna í héraði leiddu í ljós að stúlkan væri mjög ólíkleg til að hafa orðið fyrir eins miklu ofbeldi og hún átti að hafa þolað öll sín uppvaxtarár. Hún var í góðu andlegu ástandi og eðli- leg stúlka að mörgu leyti og hafði engin einkenni áfallastreitu, sem Uklegt er að hún hefði haft ef hún hefði mátt þola allar þær hörmung- ar sem faðir hennar átti að hafa leitt yfir hana.“ Jón Steinar segir að talað hafi verið um að framburður stúlkunnar hafi alla tíð verið staðfastur, en seg- ir það rangt. „Framburður hennar breyttist eftir því sem á leið, á þann hátt að þegar hún stóð frammi fyrir erfið- leikum, sem fyrri framburður hafði valdið henni, þá breyttist framburð- ur hennar." Segir Jón Steinar þá að ýmis at- riði í framburði stúlkunnar hafi gert frásögn hennar ósennilega t.a.m. það, að hún hafi sakað föður sinn um alvarlegt ofbeldi, „sem átti að hafa átt sér stað oft í viku inni í lít- illi íbúð þar sem móðirin var sofandi í næsta herbergi með dyr opnar á milli án þess að hún yrði nokkurn tíma vör við neitt, á átta til níu ára skeiði“, segir Jón Steinar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.