Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Samtök foreldrafélaga og foreldraráða
í grunnskólum Kópavogs endurreist
Foreldrastarf
gert markvissara
Þrír starfsmenn Staðlaráðs hjóla í vinnuna
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Anna María Geirsdóttir, Þorgeir Sigurðsson og Salbjörg Óskarsdóttir eru ánægð með far-
arskjóta sína, en þau nota hjólin í vinnuna allt árið um kring.
Ódýr og heilsu-
samlegur kostur
Kópavogur
SAMKÓP, Samtök foreldrafé-
laga og foreldraráða í grunn-
skólum Kópavogs, voru end-
uireist í síðasta mánuði, en
þau voru lögð niður fyi-ir um
sex árum. Rúnar Þórisson,
formaður Samkóp, sagði að
með því að endurreisa sam-
tökin væri meiningin að gera
allt foreldrastarf markvissara
en áður og skapa formlega
tengsl á milli þeirra sem
starfa á þessum vettvangi í
Kópavogi.
„Samkóp á að vera það bak-
land, þar sem mál er brenna á
foreldrum eru kynnt,“ sagði
Rúnar. „Vænta má að með
Samkóp geti foreldrar enn-
frekar nýtt sér þau tækifæri,
sem þeir hafa til að láta rödd
sína heyrast og ná þannig
fram markmiðum sínum.“
Helstu markmið Samkóp
eru:
► Að standa vörð um réttindi
bama til menntunar og
þroska.
► Að beita sér fyrir auknum
áhrifum foreldra á skóla-
starf.
► Að stuðla að skipuiegu
samstarfí aðildarfélaganna.
► Að vera sameiginlegur
Göngubrú
tilbúin
næsta
sumar
Miklabraut
VERIÐ er að steypa undir-
stöður fyrir göngubrú yfir
Miklubraut, en brúin kem-
ur til með að liggja frá
Grundargerði og yfir í
Skeifu. Að sögn Haralds B.
Alfreðssonar, verkfræð-
ings hjá gatnamálastjóra,
verður brúin tekin í notk-
un næsta sumar og nemur
heildarkostnaður við gerð
hennar um 60 milljónum
króna.
Nýja göngubrúin mun
annars vegar tengjast
málsvari foreldra gagnvart
stjórnvöldum.
Rúnar, sem einnig situr í
skólanefnd Kópavogsbæjar,
sagði að hugmyndin að endur-
reisn Samkóp hefði komið
fram síðasta vetur á óform-
legum fundum foreldraráða
og stjórna foreldrafélaga
grunnskólanna í Kópavogi. A
einum fundinum var tilnefnd-
ur starfshópur, sem hafði það
hlutverk að undirbúa endur-
reisn samtakanna. Vinnu
starfshópsins lauk hinn 6.
október, er samtökin voru
formlega endurreist á fyrsta
aðalfundi sínum f 6 ár.
Þátttaka mætti
vera meiri
Aðalfundurinn var haldinn í
Kópavogsskóla og sagði Rún-
ar að allir foreldrar barna í
grunnskólum Kópavogs hefðu
verið boðaðir, sem og skóla-
nefnd Kópavogs, fræðslu-
stjóri, formaður Heimilis og
skóla og formaður Samfok
(Samtök foreldi’afélaga og
foreldraráða við grunnskóla
Reykjavíkur). Að sögn Rún-
ars var aðsókn foreldra á
fundinn viðundandi, en hann
tók það hins vegar fram að
svona almennt séð mætti
göngustígnum sem Iiggur
á milli Miklubrautar og
Sogavegar, en hins vegar
göngustíg, sem eftir á að
ganga frá, en mun liggja
frá Skeifunni að Álfheim-
um.
Harald sagði að jarð-
þátttaka foreldra í skólastarfí
vera meiri.
Sótt um styrki til
bæjaryfirvalda
A aðalfundinum var m.a.
kjörinn fimm manna stjórn og
tveir varamenn og var fyrsti
fundur stjórnarinnar haldinn
16. október. Fyi-sta verkefni
Samkóp verður að halda nám-
skeið fyrir stjórnir foreldrafé-
laga og foreldraráða og sagði
Rúnar að samtökin fengju
styrk frá bæjaryfirvöldum
vegna námskeiðahaldsins.
Hann sagði að Samkóp hefðu
einnig sent erindi til bæjaryf-
irvalda, þar sem tilkynnt hefði
verið um endurreisn samtak-
anna og beðið hefði verið um
styrk og eða aðstöðu fyrir
þau, en að því hefði verið
hafnað að svo komnu máli.
Rúnar sagði að Samkóp og
Samfok myndu starfa náið
saman á ákveðnum sviðum og
nefndi hann sérstaklega svo-
kallað foreldrarölt, þ.e. þegar
foreldrar taka sig saman og
rölta um bæinn á kvöldin til að
hafa auga með unglingum, en
bæði samtökin fengu styi'ki úr
Forvamarsjóði, að upphæð
100 þúsund krónur, vegna for-
eldraröltsins.
vinnu og gerð undirstaðna
myndi Ijúka fyrir áramót,
en þá tæki við brúargerðin
sjálf. Brúin, sem verður 60
metra löng og 3 metra
breið, verður mjög svipuð
göngubrúnni við Rauða-
gerði.
Holtagaróar
ÞRÍR starfsmanna Staðla-
ráðs Islands í Holtagörðum
mæta í vinnuna allt árið um
kring hjólandi og telja reið-
hjólið fyrirtaks samgöngu-
tæki á höfuðborgarsvæðinu.
Þau Anna María Geirsdóttir,
Salbjörg Oskarsdóttir og Þor-
geir Sigurðsson segjast nokk-
uð ánægð með framkvæmdir í
stígagerð í Reykjavík, en telja
að nokkuð skorti upp á teng-
ingar á milli sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Þá
brenni það við að gangandi
vegfarendur og hjólreiða-
menn taki ekki nægjanlegt tO-
lit hver til annars á stígunum.
Öll eru þau sammála um að
reiðhjólin séu ódýr og góður
kostur í samgöngumálum og
að betra sé að brenna frekar
spiki en bensíni.
Anna María segist m.a.
leggja sitt af mörkum til að
draga úr mengun og umferð
með því að hjóla. Hún hjólar
á hverjum vinnudegi frá Arn-
arnesi í Holtagarða og segist
vera um 30-40 mínútur á
leiðinni, eftir því hvernig
viðrar. Samtengingar stíga-
kerfa milli bæjarfélaga eru
að hennar mati ekki nægi-
lega góðai’ og bendir á að
enginn virðist t.d. sjá um að
leggja stíga frá Hafnarfírði
til Reykjavíkur. Hún hefur
sjálf fundið sér leið heiman
frá í Holtagai’ða eftir vegum,
göngustígum og torfærum.
Þorgeir segir að hann hafí
fyrst byrjað að hjóla í vinn-
una í sumar og tók þar upp
fordæmi þeirra Önnu Maríu
og Salbjargar. Hann býr í
Kópavogi við Fossvogsdal og
segist hafa orðið hissa á því
hversu miklar framfarh- hafí
orðið í stígagerð í Fossvogs-
dalnum og víðar, en hann
vandist hjólreiðum þegar
hann bjó í Danmörku. „Mér
þykir skemmtilegt að sjá
hvernig þetta hefur þróast.
Hjóla- og göngustígamir eru
að verða gott samgöngukerfí,
eins og t.d. í Fossvogsdalnum
og meðfram ströndinni. Ég
er bara að uppgötva allt aðra
borg en ég þekkti.“
Hægt að nota
hjólin allt árið
Hann segir að tilkoma
fjallahjólanna hafí breytt
möguleikum hjólreiðamanna
á Islandi til að nota hjólin allt
árið. I snjó og hálku er t.d.
hægt að skella nagladekki
undh’ hjólin að framan,
þannig að í flestum tilfellum
skiptir færð ekki máli. Þor-
geir telur að vakning sé í
gangi varðandi notkun hjóla
og að fleiri eigi eftir að nýta
sér reiðhjólin sem samgöngu-
tæki í framtíðinni. Þess
vegna sé það mikilvægt í dag
að huga vel að skipulagningu
stíga á höfuðborgarsvæðinu.
Salbjörg býr í Vesturbæn-
um og hjólar á hverjum degi
með lítið barn sitt í leikskól-
ann og í vinnuna. Hún á ekki
bíl en segh- gott að nota hjól-
ið í flestar ferðir. Það kalli
auðvitað á skipulagningu og
að ekki sé hægt að vera í
daglegum bæjarferðum.
Henni þykir nokkuð skorta
upp á að þeir sem nota
göngu- og hjólreiðastígana
taki tillit hver til annars. I
umferðarlögum er hjólreiða-
fólki beint á gangstíga frekar
en akbrautir, en á gangstíg-
unum hefur gleymst að gera
ráð fyrir hjólandi umferð,
sem veldur stundum ákveðn-
um árekstrum.
Salbjörg segir að þannig sé
nokkuð um að menn séu með
hunda lausa og að henni
standi ekki á sama þegar hún
mæti hundum sem ekki eru í
bandi. Hún hefur lent í því að
hundur hefur stokkið á hana
og einnig að hundur í langi’i
ól hljóp fyrir hjólið, sem
flæktist í bandinu með þeim
afleiðingum að hún féll af
hjólinu. „Það þurfa allir að
taka tillit tO hinna og vera vel
merktir. Það þýðir ekki bara
að gagnrýna að hjólin séu illa
merkt, gangandi vegfarendur
sjást oft dla. Það er ekki nóg
fyrir þá að sjá hjólin, hjól-
reiðamenn verða líka að sjá
þá sem eru gangandi.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Verið er að steypa undirstöður fyrir göngubrú yfir Miklu-
braut um þessar mundir.
MÖL & SANDUR HF
V/Súluveg - Akureyri - sími 460 2200 - fax 460 2201
ATVINNA
Óskum eftir að ráða:
Verkstjóra til starfa í hellu- og röradeild fyrirtækisins.
Nauðsynlegt er að viðkomandi sé vanur verkstjóri, þekking á
vélum og tækjum æskileg (vélvirki - járniðnaðarmaður).
Framtíðarstarf.
Múrara til starfa í einingaverksmiðju og helludeild fyrir-
tækisins. Framtíðarstarf.
Nýjar og fullkomnar helluvélar verða teknar í notkun í vetur.
Möl og sandur hf. var stofnað 1946. Fyrirtækið rekur
steypustöð, er með umfangsmikla röra- og helluframleiðslu,
vinnuvélaleigu, sölu malarefna og annast jarðvegsskipti.
Heildarstarfsmannafjöldi er 30-50 manns, eftir árstíðum.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu fyrir-
tækisins.
Boð og bönn í umferðinni
Reykjavík
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja-
vík hefur tdkynnt um ný boð og
bönn í umferðinni í Reykjavík. Sam-
kvæmt tillögu borgarráðs hefur
verið ákveðið að banna bflstjórum
að taka u-beygju á mótum Sæbraut-
ar og Héðinsgötu, á mótum Lækj-
ai’götu og Skólabrúar og á mótum
Gullinbrúar og Fjallkonuvegar.
Sett hefur verið stöðvunarskylda
á Draghálsi og Krókhálsi gagnvart
umferð um Hálsabraut, ásamt
stöðvunarskyldu á Starhaga gagn-
vart umferð um Suðurgötu. Þá hef-
ur verið ákveðið að biðskylda verði
á Blómvallagötu gagnvart umferð
um Sólvallagötu og á Brekkustíg
gagnvart umferð um Öldugötu.
Einnig verður biðskylda í Skipholti
og Einholti gagnvart umferð um
Stórholt.
Lögreglustjóri hefur einnig til-
kynnt að einstefna verði á Týsgötu
milli Skólavörðustígs og Þórsgötu
frá Skólavörðustíg til suðurs og á
Óðinsgötu verður einstefna milli
Þórsgötu og Skólavörðustígs frá
Þórsgötu til norðurs.
í Seljahverfi hefur verið ákveð-
ið að setja á 30 km hámarkshraða
á Seljabraut milli Jaðarsels og
Engjasels og hefur sú ákvörðun
þegar öðlast gildi. Þann 1. desem-
ber nk. mun einnig verða 30 km
hámarkshraði á eftirtöldum göt-
um í Seljahverfi: Flúðaseli,
Engjaseli, Bakkaseli, Brekkuseli,
Dalseli, Fífuseli, Fljótaseli og
Fjarðaseli.