Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
Starfsmenn FPI tortryggja fyrirætlanir NEOS Seafoods
Lofa varanlegum að-
gangi að fískistofnum
MIKIL andstaða er meðal starfs-
manna kanadíska sjávarútvegsris-
ans Fishery Products International
(FPI) gegn fyrirhugaðri yfírtöku
NEOS Seafood á félaginu.
Bill Barry, eigandi Ban-y Group
og einn eigenda NEOS Seafoods,
segir félagið hinsvegar geta tiyggt
verksmiðjum varanlegan aðgang
að hráefni. Yfirtaka NEOS á Fis-
hery Products International sé
þannig nauðsynleg dreifðum
byggðum á Nýfundnalandi og þar
með fiskiðnaði landsins í heild.
NEOS Seafoods, sem auk Barry
er í eigu Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna hf. og Clearwater
Fine Food, hefur eins og kunnugt
er gert tilboð í öll hlutabréf sjávar-
útvegsíyiirtækisins Fishery
Products Intemational. Að undan-
förnu hafa auglýsingar undir
merkjum NEOS Seafoods og viðtöl
við forsvarsmenn félagsins birst í
fjölmiðlum á Nýfundnalandi, auk
þess sem þeir hafa átt fundi með
bæjarstjórum þeirra byggða þar
sem FPI starfrækir fískrétta-
verksmiðjur. Bill Barry segir í
kanadíska dagblaðinu að The Tel-
egram NEOS Seafoods sé reiðu-
búið að tryggja dreifðum byggðum
varanlegan aðgang að fiskistofnun
undan ströndum Nýfundnalands til
að halda rekstri verksmiðja í við-
komandi byggðum gangandi.
I blaðihu kemur einnig fram að
margir starfsmenn FPI tortryggja
engu að síður íyrirætlanir NEOS
Seafoods og segja að yfirtakan
verði þeim ekki í hag. Starfsmenn-
irnir óttast að með aukinni tækni-
væðingu muni störfum í verksmið-
junum fækka eða rekstri þeirra
verði hreinlega hætt. Þeir segjast
ánægðir með gang mála hjá FPI og
því séu breytingar óþarfar.
Erlend skip Iandi í auknuin
mæli á Nýfundnalandi
Bill Barry segir hinsvegar að
taka verði upp nýja stefnu í fisk-
iðnaði á Nýfundnalandi. Verði það
ekki gert haldi fólksflóttinn af
landsbyggðinni áfram og fisk-
vinnsla muni leggjast af. Hann seg-
ir fyrirtækin þrjú geta lagt til nýja
stefnu sem geri fiskiðnaðinum
kleift að vaxa og dafna og þannig
verði það fýsilegur kostur fyrir fólk
að búa úti á landi. Styrkur félag-
anna þriggja opni ótal ný tækifæri,
meðal annars í framleiðslu lyfja úr
krabba- og rækjuskeljum og í veið-
um úr vannýttum karfastofnum. Þá
segir Bari'y að áhersla verði lögð á
að fá erlend skip til að landa afla
sínum í auknum mæli á Nýfundnal-
andi, meðal annars skip sem veiða á
Flæmska hattinum.
Þá er fyrirhugaður fundur tals-
manna NEOS Seafoods með verka-
lýðsfélaginu sem gætir hagsmuna
flestra starfsmanna FPI. NEOS
leggur mikla áherslu á stuðning
verkalýðsfélagsins, enda eru sam-
skipti Bills Barrys við verkalýðsfé-
lög á Nýfundnalandi sögð hafa ver-
ið fremur stirð.
Vilja breytingar á lögum um
hámarkseignaraðild
Ein helsta hindrunin í vegi fyiir
yfirtöku NEOS er sögð vera lög á
Nýfundnalandi sem kveða á um
15% hámarkseignaraðild einstakl-
inga eða félaga í fyrirtækjum þar í
landi. Lögin voru sett fyrir 12 árum
og hafa sérfræðingar hvatt yfirvöld
í Nýfundnalandi til að afnema lög-
in, enda komi það fyrirtækjum í
landinu mjög til góða. M.a. hafa
stórir hluthafar í FPI bent Brian
Tobin, forsætisráðherra landsins, á
að breytingar á lögunum yrðu fjöl-
mörgum fyrirtækjum í hag en hann
hefur áður lýst því yfir að lögunum
yrði ekki breytt nema landið í heild
nyti góðs af.
FH
RÆKJA
H3
Elías Bjarnason, sölustjóri, bendir á inngreyptu rafflöguna í kennikcrinu.
Juan Márquez Luzón, svæðissölusljóri, stendur hjá.
Kennikerið frá Borgar-
plasti byrjað að seljast
Á ÍSLENSKU sjávarútvegssýning-
unni í Smáranum í Kópavogi sem
haldin var í september s.l. sýndi
Borgarplast hf., ásamt Astra ehf.,
ker með inngreyptri rafflögu. Þetta
ker var á sýningunni kynnt undir
enska heitinu „Info-tub“, en hefur
síðan fengið íslenska nafnið kenni-
ker, sem vísar til þess að það geymir
í sér auðkenni sitt.
Möguleikinn á að lesa auðkenni
kers með rafrænum hætti opnar
ýmsa möguleika á skráningu kers
og innihalds þess, að því er segir í
fréttatílkynningu frá Borgarplasti.
Slíkar upplýsingar má síðan
hagnýta á ýmsan hátt í upplýsinga-
kerfum notenda, hvort sem um er að
ræða útgerðar- eða vinnslufyrirtæki
eða ef tilgangurinn er einfaldlega sá
að hakte utan um keraeign sem
birgðir. Áðm- hefur verið reynt að
koma rafrænum auðkennum í ker,
þ.e. strikamerki og segulrendur, en
slíkar lausnir reyndust ekki þola
hnjask og bleytu sem óhjákvæmi-
lega fylgir því umhverfi sem kerin
Fiskiðjusamlag
Húsavíkur kaupir
50 fiskiker
eni notuð í. Borgarplast fann hins
vegar heppilega lausn á að koma
rafflögunni íyrir í kerinu með svo
tryggilegum hætti að segja má að
hún sitji þar örugglega allan þann
tíma sam kerið endist.
Nýlega seldi Borgarplast hf Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur 50 fiskiker af
gerðinni 1000 með inngreyptum raf-
flögum. Þetta er fyrsta sala Borgar-
plasts á slíkum kerum eftír íslensku
sjávarútvegssýninguna í Kópavogi.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur lagði
til rafflögur til ísetningar í kerin og
fékk þær flögur frá Tæknivali hf.
Þessi búnaður er svo notaður í
tengslum við upplýsingakerfið Haf-
dísi, sem nú er í eigu TölvuMynda
hf.
Umræddar flögur geyma fast
númer og eru tvær flögur með mis-
munandi númerum í hverju keri.
Tölvukerfíð sér um að tengja þessi
tvö númer við sýnilegt númer kers-
ins. Þetta gefur því möguleika á að
sjá af hvaða hlið kersins er lesið.
Heldur utan um staðsetningu
Fiskiðjusamlagið notar kerin
fyrst og fremst til lageringar á
rækju. Sjálfvirk Marel-vog matar
rækju ofan í ker sem geymir
saltpækil og ís. Þegar tilskilinni
þyngd kers og innihalds er náð, er
kerið sjálfkrafa skráð til lageringar
og flutt í kæligeymslu. Eftir ákveð-
inn tíma (12-24 klst) er kerið tekið
úr kæligeymslu og hvolft úr því í
sérstakt innmötunarílát. Við þessa
tæmingu er kerið sjálfkrafa skráð
aftur. Með þessum skráningum get-
ur kerfið haldið utan um staðsetn-
ingu kersins á hverjum tíma og sýnt
hvort það er ónotað, í lageringu eða
hvort það hafi verið tæmt og inni-
hald þess farið í áframhaldandi
vinnslu.
Sjö flugskeyti
springa
í Islamabad
Liðsmenn bin Ladens
grunaðir um tilræðin
íslamabad. AP.
SJÖ flugskeyti sprungu nálægt
sendiráði Bandaríkjanna, byggingu
Sameinuðu þjóðanna, bandarískii
menningarmiðstöð og _ opinberum
byggingum í miðborg íslamabad í
gær. Grunur lék á að Sádi-Arabinn
Osama bin Laden, sem hefur verið
sakaður um mannskæð hermdar-
verk, hafi staðið fyrir tilræðunum.
Að minnsta kosti sex manns
særðust í árásunum, sem stóðu í
tvær mínútur og ollu ekki miklu
eignatjóni. Ekkert flugskeytanna
hæfði byggingarnar og tiltölulega
fáir voru staddir þar sem þau
sprungu.
Aðstoðarlögreglustjóri Islama-
bad sagði að óþekktir menn hefðu
skotið flugskeytunum úr bílum og
komist undan.
Pakistanar varaðir við
Enginn lýsti tilræðunum á hend-
ur sér en heimildarmenn AP í inn-
anríkisráðuneytinu sagði að grunur
léki á að liðsmenn Osama bin La-
den hefðu verið að verki. Bandarísk
stjórnvöld hafa sakað bin Laden
um að hafa staðið fyrir sprengju-
árásum sem urðu 224 að bana í
sendiráðum Bandaríkjanna í
Kenýa og Tansaníu í fyrra. Bin La-
den er í Afganistan og nýtur þar
verndar Talebana, sem hafa náð
90% landsins á sitt vald.
Heimildarmenn AP sögðu að Ta-
lebanar hefðu áður varað stjórn-
völd í Bandaríkjunum og Pakistan
við því að reyna að knýja þá til að
framselja bin Laden.
„Þessum sprengingum er ætlað
að vara yfirmenn pakistanska hers-
ins við því að hefji þeir samstarf við
Bandaríkjamenn gegn Osama megi
búast við enn meira ofbeldi," sagði
einn embættismanna innanríkis-
ráðuneytisins. „Þetta er ekki að-
eins viðvörun til Bandaríkjamanna,
heldur einnig Pakistana."
Öryggiseftirlitið á flugvöllum
landsins var hert og leitað var
vandlega á öllum sem voru á leið úr
landinu.
Leiðtogi Talebana fordæmir
árásirnar
Leiðtogi Talebana, Mullah
Mohammad Omar, fordæmdi flug-
skeytaárásimar í yfirlýsingu sem
gefin var út í afgönsku borginni
Kanadhar. „Þessu hermdarverki
var ætlað að skapa misskilning milli
Afgana og annarra þjóða, einkum
til að skaða tengsl Áfganistans við
Pakistan," sagði hann. „Markmiðið
var einnig að valda enn meiri
vandamálum í samskiptum Afgan-
istans og Bandaríkjanna.“
Pakistan er eitt af þremur ríkj-
um sem hafa viðurkennt stjóm Ta-
lebana í Afganistan. Pervaiz Mus-
harraf hershöfðingi, sem tók völdin
í sínar hendur í síðasta mánuði, gaf
þó til kynna eftir að hann steypti
Nawaz Sharif forsætisráðherra af
stóli að Talebanar gætu ekki reitt
sig á fortakslausan stuðning Pak-
istans og að hann vildi að þeir
mynduðu stjórn með andstæðing-
um sínum.
Musharraf sagði eftir árásirnar í
gær að hann væri tilbúinn að ræða
við leiðtoga Talebana til að reyna
að leysa deilu þeirra við Banda-
ríkjamenn um bin Laden.
Andrawes
leyst úr haldi
PALESTÍNUKONAN Souhaila
Andrawes, sem tók þátt í ráni á
Lufthansa-þotu 1977 og var
fangelsuð 1994 í Noregi, verður
frjáls ferða sinna 30. nóvember.
Hefur hún þá afplánað um helm-
ing dómsins sem hún fékk á sín-
um tíma í Þýskalandi fyrir
hryðjuverk. Mun Andrawes fá
dvalarleyfi í Noregi en hún á þar
eiginmann og börn. Hún kom til
Noregs snemma á þessum ára-
tug og sagðist vera pólitískur
flóttamaður. Flugræningjarnir
myrtu flugstjórann en þrír
þeirra féllu þegar þýskir sér-
sveitarmenn náðu loks vélinni á
sitt vald í Sómalíu.