Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Eldur kviknaði í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í Foggia
Reuters
Slökkviliðsmenn reyndu að slökkva eld er braust út í rústum fjölbýlishússins í gær.
Lítil von til að finna fólk á lífi
Lítil von þykir nú til þess að
fleiri fínnist á lífí í rústum fjöl-
býlishússins sem _ hrundi til
grunna í Foggia á Italíu snemma
á fímmtudagsmorgun, eftir að
eldur varð laus í steinbrakinu í
gær.
Björgunarmenn hafa unnið
sleitulaust við leitina síðan í
fyrradag, en síðdegis í gær hafði
aðeins tekist að bjarga 15 manns
á lífí úr rústunum og yfír 30 lík
höfðu fundist. Talið er að 70 til
90 manns hafi verið í fastasvefni
í húsinu er það hrundi, en fímm
manna fjölskyldu tókst að bjarga
sér út á síðustu stundu.
Orsök slyssins er enn ekki ljós,
en hafín hefur verið opinber
rannsókn. Rikisstjórnin gaf í gær
fyrirmæli um að ástand yfír
þriggja milljóna húsa, sem talin
eru í hættu, verði rannsakað.
Innanrikisráðherra Ítalíu, Rosa
Russo Jervolino, sagði í gær að
embættismenn hefðu fullvissað
hana um að húsið, sem var sex
hæða, hefði verið byggt á
traustri undirstöðu.
Ekki er liðið ár síðan fjölbýlis-
hús hrundi I höfuðborginni Róm,
með þeim afleiðingum að 27
manns týndu lífí.
Varað við
upplausn
Indónesíu
Banda Aceh, Jakarta. Reuters.
TALSMAÐUR stjómarhers-
ins í Indónesíu tilkynnti í gær,
að 600 hermenn yrðu fluttir
frá héraðinu Aceh en íbúar
þess hafa að undanfömu kraf-
ist aðskilnaðar frá Indónesíu
og sjálfstæðis. Einn áhrifa-
mesti stjórnmálamaður Ind-
ónesíu sagði í gær, að ríkið
væri „mjög sjúkt“ og myndi
leysast upp ef Aceh klyfi sig
fráþví.
Brottflutningur hermann-
anna er liður í tilraunum Ind-
ónesíustjómar til að lægja öld-
umar í Aceh og verða þar
aðeins hermenn, sem þaðan
em ættaðir. Þá hefur Abdur-
rahman Wahid, forseti lands-
ins, heitið Aceh-búum sjálf-
stjórn innan ríkisins og
auknum hlut í þeim arði, sem
er af miklum auðlindum í hér-
aðinu.
Wahid hefur einnig lýst yfir
stuðningi við þjóðaratkvæða-
gi'eiðslu í Aceh en herinn og
meirihluti ráðherranna er and-
vígur henni. Stjómmálaskýr-
endur telja líka víst, að Wahid
muni aldrei samþykkja slíka
atkvæðagreiðslu nema vera
viss um, að meirihluti íbúanna
sé andvígur sjálfstæði.
Amien Rais, forseti löggja-
farþingsins, sagði í gær, að
ríkið væri „mjög sjúkt“ og
fengju Aceh-búar sjálfstæði
myndi það leysast upp. Lýsti
hann þessu yfir við messu í
stærstu moskunni í Banda
Aceh, höfuðstað Aceh-héraðs,
og sagði sjúkleikann stafa af
því, að menn hefðu tekið trú á
nýjan guð, spillinguna.
Það er þó ekki aðeins í Aceh,
sem íbúamir krefjast sjálf-
stæðis, heldur líka í Irian
Jaya. Þar komu um 5.000 sam-
an í gær til að leggja áherslu á
þá kröfu.
Aceh og Irian Jaya eru tvö
auðugustu héruð Indónesíu
frá náttúrunnar hendi og segði
annaðhvort eða bæði skilið við
ríkið, myndi það hafa í för með
sér alvarlegar afleiðingar fyrir
indónesískt efnahagslíf.
N-Irland
Viðræð-
um frest-
að fram
yfír helgi
Belfast. AP, Reuters.
BANDARÍKJAMAÐUR-
INN George Mitchell, sem
gegnt hefur starfi sáttasemj-
ara í deilum kaþólskra og
sambandssinna á Norður-
Irlandi, ákvað í gær að
fresta frekari viðræðum
fram yfir helgi.
Ráðamenn helsta flokks
sambandssinna, UUP, undir
forystu Davids Trimbles,
forsætisráðherra bráðab-
irgðastjórnar héraðsins, hafa
ekki náð samkomulagi um að
sætta sig við tillögur sem
hafa verið settar fram um
tilhögun heimastjórnar.
Helsti ásteytingarsteinninn
er sem fyrr að hörðustu and-
stæðingar írska lýðveldis-
hersins, IRA, eru óánægðir
með ákvæði um afvopnun
hryðjuverkasveita hersins og
telja þau ganga of skammt.
Texti samkomulagsins er
enn leynilegur en samninga-
menn segja að ekki sé kveðið
á um fasta dagsetningu af-
vopnunar.
Mitchell er fyrrverandi
öldungadeildarþingmaður
fyrir demókrata. Stjórnir
Bretlands og írlands fengu
hann til að reyna að finna
málamiðlun í deilunum.
Hann hvatti í gær menn til
að sýna „þolinmæði og skiln-
ing“.
Gert er ráð fyrir að flokk-
ar héraðsins skipti með sér
ráðherraembættum í vænt-
anlegri heimastjórn. Fengi
þá Sinn Féin, stjórnmála-
armur IRA, tvö embætti.
Gerry Kelly, einn af samn-
ingamönnum Sinn Féin lýsti
yfir vonbrigðum með UUP.
„Við viljum og ég er sann-
færður um að það á við alla,
að sambandssinnar segi já
en við þurfum að fá svar,“
sagði Kelly.
Deilan í Bretlandi um refaveiðar
Straw seinkar veiði-
banni með rannsókn
AP
Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, og Nava Barak, forsætis-
ráðherrafrú í ísrael, standa við grátmúrinn í Jerúsalem. Fyrir aftan
þær standa dætur þeirra, Chelsea Clinton og Michal Barak.
Varar við „eldfimum“
ummælum
HILLARY Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, hefur í vikunni
heimsótt Israel, sjálfstjómarsvæði
Palestínumanna og Jórdaníu. Var-
aði hún í gær við því að „eldfím"
ummæli gætu skaðað friðarviðræð-
ur Israela og Palestínumanna.
Forsetafrúin komst / vaudræða-
lega stöðu á fimmtudag, er Suha
Arafat, eiginkona Yassers Arafats
leiðtoga Palestínumanna, sakaði
ísraela í viðurvist hennar um að
eitra vatnsból og andrúmsloft í Pa-
lestínu. Israelar mótmæltu ummæl-
um Suha harðlega og Saeb Erekat,
aðalsamningamaður Palestínu-
manna, lýsti því opinberlega yfir í
gær að Palestínumönnum „þætti
afar miður“ að hafa komið Hillary í
slík vandræði.
Hillary stefnir að því að bjóða sig
fram til öldungadeildar Banda-
ríkjaþings fyrir New York í kosn-
ingunum á næsta ári, og var líkleg-
ur mótframbjóðandi hennar,
borgarsljórinn Rudolf Guiliani,
ekki seinn á sér að notfæra sér at-
vikið í súia þágu. Gagnrýndi hann
forsetafrúna fyrir að hafa ekki
strax látið í ljós hneykslan sína á
ummælum Suha. í New York-ríki
búa margir gyðingar, og mikið
liggur við fyrir frambjóðenduma
að tryggja sér stuðning þeirra.
London. AFP, The Daily Telegraph.
BRESKA stjórnin lofaði í gær að
greiða fyrir afgreiðslu frumvarps
til laga um bann við refaveiðum
með hundum en sagði að frum-
varpið yrði ekki tekið íyrir í
þinginu fyrr en að aflokinni rann-
sókn á afleiðingum bannsins.
Rannsóknin verður mjög viða-
mikil og líklegt er að hún verði til
þess að veiðibannið verði ekki að
lögum á þessu kjörtímabili.
Jack Straw innanríkisráðherra
sagði að ef þingmenn legðu fram
frumvarp um bann við veiðunum
myndi stjórnin setja það inn á
áætlun sína um verkaskrá þings-
ins og veita þingmönnunum að-
stoð við samningu frumvarpsins.
Hann bætti hins vegar við að
fyrst yrði að ljúka rannsókn á því
hvernig hægt yrði að framfylgja
banninu og hvaða afleiðingar það
myndi hafa fyrir sveitahéruðin og
dýralífið. Sú rannsókn verður
mjög viðamikill, því m.a. á að
kanna efnahagslegar, félagslegar
og menningarlegar afleiðingar
bannsins fyrir einstök sveitahér-
uð. Ennfremur á að rannsaka
hvort bannið gæti orðið til þess
að refum fjölgaði of mikið og
hvað hægt væri að gera til að fyr-
irbyggja það.
Sérstök nefnd verður skipuð til
að annast rannsóknina og Straw
sagði að hún mætti ekki taka af-
stöðu til þess hvort það væri rétt
eða rangt að veiða refi á hestbaki
með hjálp hunda. Nefndin getur
þó fjallað um hvort þessi dráps-
íþrótt sé grimmilegri en veiðar
með byssum, eitri eða gildrum.
Nefndin á að skila skýrslu um
rannsóknina síðla vors á komandi
ári. Straw sagði að stjórnin
myndi standa við loforð sitt um
að aðstoða þingmennina og
greiða fyrir afgreiðslu frumvar-
psins um leið og skýrslan lægi
fyrir. Þingmenn Verkamanna-
flokksins yrðu þá leystir undan
flokksaga þannig að þeir réðu því
sjálfir hvernig þeir greiddu at-
kvæði.
Veiðibann ólíklegt fyrir
kosningar
Refaveiðar hafa verið mjög
umdeildar í Bretlandi og ákvörð-
un stjórnarinnar verður til þess
að deilan dregst á langinn.
Breska dagblaðið The Daily Tel-
egraph telur að með því að efna
til svo viðamikillar rannsóknar á
áhrifum banns við refaveiðunum
hafi stjórnin dregið mjög úr lík-
unum á því að frumvarpið verði
að lögum á þessu kjörtímabili.
Viðbrögð andstæðinga refa-
veiðanna voru blendin. Bresk
samtök, sem hafa efnt til mót-
mæla í sveitahéruðunum gegn
veiðibanninu, fögnuðu rannsókn-
inni en sökuðu Straw um að hafa
„sparkað boltanum" - loforði
Tonys Blairs forsætisráðherra
um að banna veiðarnar - „langt
út af vellinum".
Andstæðingar refaveiðanna
segja að þær séu grimmilegar og
ónauðsynlegar. Stuðningsmenn
veiðanna segja hins vegar að
fjölmargir íbúar sveitahéraðanna
hafi atvinnu af þeim og þær séu
nauðsynlegar til að halda refa-
stofninum niðri.