Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 32

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 32
32 LAUGARDAGUR Y3.' NÖVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖNNUN Hönnunardagur húsgagna og innréttinga 1999 SAMTÖK iðnaðarins efndu í gær til Hönnunardags húsgagna og innréttinga. Þetta er í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en markmiðið með honum er að vekja athygli á helstu nýj- ungum í hönnun og framleiðslu hús- gagna og innréttinga hérlendis og veita viðurkenningar fyrir þær áhugaverð- ustu. Yfir tuttugu ný verk tólf hönnuða, arkitekta og iðnhönnuða voru tilnefnd til Hönnunarverðlauna 1999 og kynnt á hönnunardeginum. Hér á síðunni má sjá sýnishorn af verkunum, en þau verða til sýnis í dag kl. 10 - 16 hjá fyrirtækjunum Á. Guð- mundssyni, Bæjarlind 8-10 í Kópavogi, Epal, Skeifunni 6 í Reykjavík, GKS, Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, og Pennanum, Hallarmúla 2 í Reykjavík. Þokki, stóll eftir Sigríði Heimisdóttur, til sýnis í GKS. Stóllinn varð til vegna óska tveggja aðila, GKS, sem vildi hressa upp á útlit hins klassíska eldhússtóls, og Kaffileikhússins, sem óskaði eftir léttum, nettum en umfram allt sterkum kaffistól. Eftir Sigríði eru einnig til sýnis skólahúsgögnin Askur. Wing, stóll Daggar Guðmundsdóttur, til sýnis í Epal. Stóllinn er gerður úr formbeygðum krossviði og má snúa og sitja í á ýmsa vegu. Skutla, sófi Björgvins Snæbjömssonar, til sýnis í GKS. Markmið Björgvins með hönnuninni var að gera einfaldan og hagkvæman sófa sem byði upp á marga möguleika hvað varðaði samsetningu. Morgunblaðið/Ásdís Saga Klassik ’99, hluti af nýrri skrifstofuhúsgagna- Iínu Guðmundar Einarssonar, til sýnis í GKS. Við hönnunina tók Guðmundur mið af íslenskri sögu og menningu, jafnframt tækniþörfum nýrrar aldar. Línan samanstendur af mismunandi vinnustöðvum; skrifborðum, móttökuborðum, vinnuborðum, vinnuskápum, fundarborðum, skápum, hillum og kaffibar. Einnig er til sýnis eftir Guðmund funda- og gestastóllinn Opus og K-kynningarkerfið. GM-sófi Gunnars Magnússonar, til sýnis í GKS. Sófinn er hluti af nýrri línu sem Gunnar er með á teikniborðinu. Sófinn er ætlaður fyr- irtækjum og stofnunum og sófunum má raða saman í 90 gráðu horn. Flétta 2000 skilrúmsveggir og set/standborð með rafdrifinni hækkun, eftir Valdimar Harðarson, til sýnis í Pennanum. Skil- rúmsveggirnir eru hljóðeinangraðir og þá má fá með leiðslu- stokk fyrir síma-, tölvu- og raflagnir. Fylgihluti, svo sem hillur, skápa, bakka, handritahaldara, símastatíf og minnistöflur má festa upp á skilrúmið. I línunni Flétta 2000 eru einnig til sýnis skrifborð og skápar fyrir stjórnendur, borðaskilrúm og síma- þjónustuborð. ars í húsgagnahönnun og þannig til kominn að hans eigin sögn að hann vantaði stól heima. Stóllinn skyldi vera einfaldur og stílhreinn - og jafnvel þægilegur. Hægt, er að stilia setuna svo auðveldara sé að standa upp úr stólnum - og hugsaði Einar þar sérstaklega til aldr- aðrar ömmu sinnar. Dfmon, sófi Erlu Sólveigar Ósk- arsdóttur, til sýnis f Epal. Dúnon er fyrsti sófi Erlu, sem er kunn fyrir stóla sína, svo sem Jaka og Dreka, sem einnig má sjá í Epal. Innstac stólar og fellifætur Péturs B. Lúthersson- ar, til sýnis í GKS. Innstac er auðstaflanlegur fjöl- notastóll ætlaður í móttökuherbergi eða fyrir við- skiptavini við afgreiðsluborð eða skrifborð. Fellifætur borðsins gera það að verkum að borð- fætumir misleggjast ekki undir lítilli borðplötu. Einnig em til sýnis eftir Pétur stólamir Lúdó og Jói, ásamt bogadregnum T-borðfótum. 001, sófaborð eftir Ólöfu Jakobínu Þrá- insdóttur, til sýnis f Epal. í borðinu er hirsla, sem hægt er að opna beggja vegna frá. Borðið er spónlagt með vengi og undir því em álprófflar. Seria ergo, ný skrifstofuhús- gagnalína Sturlu Más Jónssonar, til sýnis hjá Á. Guðmundssyni. Skrifborðin em í þremur út- færslum; í fastri hæð, hand- stillanlegri hæð og með rafdrif- inni hæðarstillingu. Fætur borðanna em úr sérhönnuðum álprófíl. Einnig era til sýnis skóla- húsgögn eftir Sturlu. Tangó, stóll Sigurðar Gúst- afssonar, til sýnis í Epal. Að sögn arkitektsins táknar stálið konuna en viðurinn dansherr- ann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.