Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ f]J Tfl LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 39
E I
Þrællyndisgata.
Landbrotalaug í jaðri Eldborgarhrauns (u.þ.b. 30°C).
afnið hefur komið síðar og hef-
ur reyndar verið að breiðast
út allt fram á þessa öld. Má
þar nefna Botna-Skyrtunnu og
Litlu-Skyrtunnu. Þá kemur fjallið
Hestur (854 m) og fer ekki milli
mála hvar það er, því hestlögunin á
fjallinu leynir sér ekki.
I norðaustri sér inn á Hnappadal
með mörgum hraunum og fögrum
eldgígum. Þar eru tvö hraunstífluð
vötn, Oddastaðavatn og Hlíðarvatn,
eins konar uppistöðulón, sem gætu
verið hinir fornu hnappar (knapp^
ar), sem dalurinn dregur nafn af. I
eldra máli var talað um að hneppa
(kneppa) rennsli ár, sem var það
sama og að stífla hana. Það styrkir
þessa tilgátu, að í Stíflu í Fljótum í
Skagafirði er bær við uppistöðulón-
ið þar, sem heitir Rnappstaðir. Við
Hlíðarvatn innanvert var líka áður
fyrr bær sem hét Knappstaðir og
var stundum nefndur Knappekkju-
staðir, sem líklega hefur haft svip-
aða merkingu og Vatnshom í dag.
Miðað við það, sem hér hefur verið
sagt, er ekkert eðlilegra en fjallið
milli þessara tveggja áðumefndu
vatna, sem nú heitir Hlíðarmúli,
hafi upphaflega heitið Knappafell.
Er þar með fengin skýring á því
hvers vegna heiðin norðaustur af
þessu fjalli er í Bjamar sögu Hít-
dælakappa nefnd Knappafellsheiði.
Þessi heiði heitir í dag Fossavegur.
S
Aþessum slóðum og reyndar á
Snæfellsnesi öllu er gnótt
eldgíga, þótt Eldborg hafi
þar notið mestrar frægðar allt frá
landnámstíð. Fjölbreytni í nöfnum
þessara gíga er með því mesta sem
þekkist. Gullborg heitir gígur í
Hnappadal töluvert minni en Eld-
borg en álíka fagur eins og nafnið
bendir til. Þá em þar gígarnir
Rauðhálsar í samnefndu hrauni og
Rauðamelskúlur tvær, sem upphaf-
lega hafa líklega heitið Rauðumel-
ir, en í Landnámu er talað um
rauðu sandmelina tvo á leið Sel-
Þóris landnámsmanns, en hann tók
sér bólstað undir þeim ytri. Undir
Jökli heita eldgígarnir hólar, en
kúlur á norðanverðu Snæfellsnesi.
Hjá Búðum í Staðarsveit er eldgíg-
urinn Búðaklettur, sem ekkert á
skylt við klett í nútímamerkingu
þess orðs.
í austri frá Eldborg séð rís Kol-
beinsstaðafjall hátt og mikið með
Tröllakirkju á hæsta toppi og nokk-
ur steintröll á leið til messu.
Lengra til suðurs er Fagraskóga-
fjall með merkilega sléttum kolli,
sem minnir á Kolbeinshaus, sem
áður var við Skúlagötu í Reykjavík,
en er nú horfinn undir fyllingu. Er
þar ef til vill kominn hinn upphaf-
legi „kollbeinn", sem landnámsbær-
inn Kolbeinsstaðir dregur nafn af,
enda bjuggu afkomendur Kolbeins
Miklaholt.
klakkhöfða landnámsmanns í
Fögruskógum undir þessu fjalli.
Má því ætla, að landnámsbærinn
hafi upphaflega staðið þarna „undir
kollbeini“ og verið fluttur síðar sak-
ir betri landkosta en nafnið haldist.
Þegar gengið er á Eldborg er
best að aka heim í hlað á bænum
Snorrastöðum yfir brúna á Kaldá
og ganga þaðan veltroðna og
auðrataða slóð yfir hraunið bein-
ustu leið að borginni og þarf þá
ekki að fara yfir neina bleytu.
Um Eldborgarhraun lágu
forðum reiðgötur milli bæja
ofan og neðan hrauns, sum-
ar nokkuð hnökróttar, en menn
fóru þær til að stytta sér leið. Frá
Görðum lá Borgargata (Eldborgar-
gata) þvert yfir hraunið norðan við
borgina niður að Stóra-Hrauni. Er
ennþá auðvelt að rekja þá götu neð-
an frá upp á móts við borgina, en
þar hverfur hún að mestu í birki-
skóginum, sem vaxið hefur mikið í
seinni tíð. Holtnagata lá frá Snorra-
stöðum norður með hraunjaðrinum
og svo út í hraunið og mætti þar
Skjólhvammsgötu, sem lá frá Kol-
beinsstöðum og Haukatungu yfir
hraunið norðanvert út að Há-
brekknavaði á Haffjarðará, sem er
beint á móti bænum Akurholti.
Fjórða gatan og sú þeirra sem best
er varðveitt nefnist Þrællyndisgata
(eða Þrælyndisgata) milli Snorra-
staða og Litla-Hrauns. Hún var
notuð sem þrautaleið, þegar flóð
var á Löngufjörum, en þ_ar var
fyrrum besti reiðvegur á íslandi.
Þegar þessi gata er farin frá
Snorrastöðum, er best að fara niður
með Kaldá og vestur fjöruna að
hraunjaðrinum og er gatan þá auð-
fundin, enda mun hún ennþá nokk-
uð farin af hestamönnum. Hún er
vel greiðfær og víða upphlaðin yfir
hraungjótur og sprungur og endar
heima í túni á Litla-Hrauni. Sá bær
hefur verið í eyði í meira en hálfa
öld frá því síðasti bóndinn, Sigurð-
ur Benjamín, reisti þar lítið stein-
hús, sem enn stendur. Þarna eru
æskustöðvar Ástu Sigurðardóttur
(1930-1971) skáldkonu, sem ung að
árum braust til mennta í Reykjavík
fátæk kotbóndadóttir og skrifaði
djarfar sögur í víðlesið tímarit, „Líf
og list“, sem hneyksluðu marga,
enda hafði slík djörfung ekki
þekkst áður. Rúmlega tvítug var
þessi fluggáfaða sveitastúlka á
hvers manns vörum sem „Ásta í Líf
og list“, ýmist lofuð fyrir stílsnilld
og frumleg efnistök, en þó meira
löstuð sem hættulegt kvendi öllu
borgaralegu siðferði.
S
AStóra-Hrauni bjó á fyrri
hluta þessarar aldar sá
ágæti klerkur séra Árni Þór-
arinsson, sem meistari Þórbergur
Þórðarson skrifaði eftir hina merku
og fjöllesnu ævisögu í sex bindum
og nefnist eitt bindið „Hjá vondu
fólki“. Rétt vestan við túnið á
Stóra-Hrauni rennur Haffjarðará
til sjávar, vatnsmesta og besta lax-
veiðiá á Snæfellsnesi. Þar gerðust
þau undur að kvöldi annars jóla-
dags árið 1911, að séra Árni gekk
þurrum fótum yfir ána nánast því á
inniskónum án þess að vökna nema
rétt undir annarri ilinni í polli í ár-
farveginum. Svo gjörsamlega var
áin horfin. Þá var hann á heimleið
fótgangandi örþreyttur og rauna-
mæddur eftir að hafa messað í
Miklaholtskirkju yfir sóknarböm-
um, sem ekki voru hótinu betri en
við erum svona upp og ofan. Þá
hafði hann heyrt enn eina ósanna
kjaftasögu um sjálfan sig, sem olli
honum hugarangri. Hann kveið því
mest svona illa fyrir kallaður að
þurfa í vetrarkuldanum að vaða ís-
kalda ána í mitti, en þá tók almætt-
ið til sinna ráða og hughreysti þjón
sinn með áðurgreindum hætti. Svo
vel vildi til, að í fylgd með presti
var að þessu sinni Guðmundur í
Kolviðamesi, sannorðasti maður
prestakallsins, og gat vitnað um
sannleiksgildi sögunnar. í þetta
sinn gat því fólkið ekki sagt eins og
venjulega: „Þessu hefur séra Ámi
logið.“
Vitað er um jarðhita á tveimur
stöðum í Eldborgarhrauni og tals-
verður jarðhiti er á vestari bakka
Haffjarðarár þar sem nú er Lauga-
gerðisskóli. Sjávarmegin við borg-
ina er hitauppstreymi í hraungjótu
og er þar allur gróður hávaxnari og
fjölskrúðugri en annars staðar í
hrauninu, sem er þó víða vaxið
þroskamiklum birkiskógi. Spotta-
korn þar frá er Þjófshellir og hafa
þar íúndist mannvistarleifar og
herma munnmæli, að þar hafi úti-
leguþjófar hafst við í skamman
tíma. Skammt frá eyðibýlinu Land-
brotum er heit laug eða öllu heldur
heitur pottur á víðavangi þakinn
kísil að inna og hreinlegur til baða.
S
Arnardrangi í hrauninu áttu
emir sér hreiður í eina tíð og
var sagt, að annað árið yrpu
þeir í Eskigrasey í Kaldárósi en
hitt árið í Arnardrangi. Enn má
stundum sjá þarna örn á flugi, ef
heppnin er með.
Gamlaeyri heitir mikið sandrif
utan við Kaldárós, rekafjara þar
sem brimið svarrar ár og síð og
strandstaður Fransmanna á fyrri
öld og enn má þar sjá flök af tveim-
ur skútum, sem strönduðu árið
1870. Þetta ömefni, Gamlaeyri,
hljómar dálítið öðmvísi en öll hin
og er líklega síðari alda afbökun
eða alþýðuskýring. Slík nafngift er
ekki ætlandi landnámsmönnum,
sem völdu kennileitum nöfn af
smekkvísi og rökfestu eins og
dæmin sanna. Austan við Ólafsvík á
Snæfellsnesi er Gamlavík, en norð-
ur við Eyjafjörð er Gálmarströnd
(Galmaströnd samkvæmt Land-
námu) og þar stóð áður bærinn
Gálmarstaðir við endann á löngu
sandrifi, sem lokar sjávarlóni, niður
og suður undan bænum Fa-
graskógi. Til var orðið gálmur eða
gálmi, sem merkti snurða eða fyrir-
staða. Spunakonur sögðu, að band-
ið gálmaði, þegar snurða hljóp á
þráðinn. Á öllum þessum þremur
stöðum, sem nefndir voru, eru að-
stæður mjög svipaðar, sandrif utan
við sjávarlón, sem mynda fyrir-
stöðu og vama því, að úthafsaldan
nái inn í lónið. Líklega hafa sandrif
þessi til forna verið nefnd gálmar,
en orð þetta týnist úr málinu í ald-
anna rás eins og oft gerðist. Orð
gátu stundum lifað í einum lands-
hluta þótt þau gleymdust í öðrum.
Slíkar hugleiðingar um ömefni,
sem birtast í grein þessari, leita
stundum á ferðalanga, þegar þeir
hlýða á mál landsins og skyggnast
um í sögu aldanna. Þeir sem fóm
hér um í árdaga byggðar og litu
fyrstir augum okkar fagra land
gáfu nöfn, sem hljómuðu saman við
tign og áhrif landslagsins. Skoðun
lands og náttúm varð þeim hvati að
nýjum og lifandi hugmyndum. Feg-
urð lands leiddi af sér fegurð í máli
tungunnar. Ekki er þó minnsta
ástæða til að fara að raska gamal-
grónum örnefnum út frá svona
þenkingum, en segja má, að nöfnin
verði manni meira virði og fegurri
Ijómi stafi af þeim við að skoða þau
í nýju og óvæntu Ijósi.
Höfundur er (jármiílastjóri hji
Vegagerðinni.
semi né hræðslu, en hugsa hvers konar lífi
hann lifi þegar hann fer. Næst er ég með hon-
um og hann ætlar að sýna mér hvað hann geri
þegar hann hverfur á nóttunni. Við ferðumst
hratt og eram stödd á götu í Lundúnum að
næturlagi. TVær konur og þrír karlar stíga út
úr sendibíl að sinna einhverju verkefni, ég er
með en veit ekki hvert verkefnið er og þau
verða mín ekki vör. Þau era eldri en ég,
þroskuð og vel gerð, stór og sterkbyggð. Eg
er aftur í húsinu með manninum, við föðm-
umst og gagnkvæmt traust hefur aukist.
Ráðning
1. Fyrsti draumurinn lýsir þér sem baldinni
og sérlundaðri (háhyrningurinn) manneskju
sem á erfitt með að aðlagast umhverfinu (hval-
urinn komst ekki inn og þurfti sér meðferð) og
öðrum einstaklingum.
2. í næsta draumi speglar þú þig í sjálfinu
og hefur lúmskt gamana af að vera svona öðra-
vísi, en ert um leið hrædd um að sonur þinn
verði eins og þú. Þarna sýnir þú með þrem há-
hyrningum að þrisvar hafi eitthvað veralegt
gerst í lífi þínu sem valdið hafi umbrotum og
kostað bresti (augað í háhyrningnum) í sálu
þinni sem þú vilt ógjarna að hann lendi í. Lok
draumsins og yfirlýsing háhyrningsins bendir
til að á þessum tíma hafir þú gengið í gegnum
sjálfa þig og sért að undirbúa hreinsun á fyrr-
nefndum brestum og orsökum þeirra.
3. Þriðji draumurinn snýst svo um að finna
(vörahúsið) orsökina (krabbameinið) svo að
fyrmefnd hreinsun geti hafist og þú byrjar
með fyrrverandi sambýlismanni. Svæðin þar
sem krabbameinið greinist hjá þér og honum
gefa í skyn að þar liggi orsökin í báðum tilfell-
um eða hún sé þeim tengd.
4. Síðasti draumurinn er svo um nýja hólm-
göngu þina inn í eigið sjálf (ókunna húsið) þar
hittir þú Animus (ímynd góðra eiginleika og
hjálparhella) þinn (maðurinn). Þríburarnir
standa fyrir þína bestu eiginleika sem þú virð-
ist ekki hafa ræktað sem skyldi, hvolparnir og
háhyrningurinn benda til að í þér leynist mikil
leikgleði sem þurfi að rækta. Ferðir mannsins
sýna vinnu þína í sjálfinu sem er þér enn á
vissan hátt framandi (London). Lokin marka
upphaf að nýrri vegferð sem þú ert nú að
leggja í (verkefnið sem þú vissir ekki um).
•Þeír iesendur sem vilja fi drauma sína birta
og riðna sendi þi með fullu nafni, fæðingar-
degi og iri isamt heimilisfangi og dulnefni tii
birtingar til:
Draumstafir
Mynd/Kristján Kristjánsson Morgunblaðið
Krmglunm 1
Umbrot og orkustreymi einkennir marga drauma kvenna. 103 Iteykjavík