Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 43

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 43
42 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 43 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NY FJAR- SKIPTALÖG SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur lagt fyrir AJþingi og mælt fyrir nýju frumvarpi um fjarskiptalög, sem gilda eiga um fjarskipti, fjarskiptaþjónustu og fjarskiptanet. Til- gangur frumvarpsins er að stuðla að virkri samkeppni, sem tryggi hag neytenda, atvinnulífsins og þjóðfélagsins í heild. Við samningu frumvarpsins hefur einkum verið litið til skuldbindinga íslands gagnvart Evrópska efnahagssvæð- inu og nauðsynjar þess að tryggja samtengingu neta, svo að viðskiptavinir ólíkra fjarskiptaneta geti haft samband sín í milli og að fyrirtækjum, sem eiga þjóðbrautina eða fjarskiptanetið og aðra innviði sé gert skylt að opna aðgang að Netinu og annarri aðstöðu á sanngjörnum kjörum. Það er talið nauðsynlegt að stuðla að raunverulegri sam- keppni á markaðinum með því að jafna samkeppnisstöðu fjarskiptafyrirtækja, t.d. með aðgangi að heimtaug og veita markaðsráðandi fyrirtækjum aðhald, m.a. með bókhalds- legum aðskilnaði. Væntanleg lög eiga einnig að tryggja að ávallt verði til öflug fjarskiptafyrirtæki á Islandi og að löggjöf hamli ekki þróun upplýsingatækni og komi í veg fyrir tækniframfarir. Meðal nýmæla í hinu nýja frumvarpi er númeraflutning- ur, sem gerir símnotendum unnt að halda símanúmeri sínu án tillits til þess við hvaða símafyrirtæki þeir skipta. Þetta segir í skýringum með frumvarpinu, að sé forsenda fyrir raunverulegri samkeppni í símaþjónustu, en samkvæmt reglum EES ber aðildarríkjum að hafa innleitt númera- flutning eigi síðar en 1. janúar 2000. í ræðu sinni á Alþingi, er mælt var fyrir frumvarpinu, sagði Sturla Böðvarsson, að Evrópuríkin hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að gömlu símafyrirtækin yrðu ekki brotin upp. Er það gert til þess að forðast offjárfestingu í dreifi- kerfinu, flýta fyrir samkeppni og tryggja uppbyggingu fjar- skiptakerfa þar sem saman færi ábyrgð á uppbyggingu og þjónustu. Ráðherra sagði: „Þessi niðurstaða er skynsam- leg, enda augljóst, þegar að er gáð, að ábyrgð á uppbygg- ingu og viðhaldi fjarskiptanetsins um allt land er þeim mun meiri þegar sami aðili þarf að svara kröfum viðskiptamanna um verð og gæði þjónustunnar.“ Byltingin í fjarskiptum sem er að verða um þessar mund- ir er eitt það mikilvægasta, sem er að gerast í atvinnulífi þjóða heims um þessar mundir. Þess vegna er mikilvægt að setja skynsamlegan lagaramma um þennan þátt atvinnu- lífsins, eins og stefnt er að með frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar. ÍSLENSK HÖNNUN NÝTT SENDIRÁÐ íslands í Berlín sem teiknað er af Pálmari Kristmundssyni hlaut afar góða dóma hér í blaðinu í gær. Falk Jaeger, kunnur gagnrýnandi í Þýska- landi, segir að „með sinni litlu en á sama tima stórkostlegu sendiráðsbyggingu minni ísland á tilvist sína í Berlín á áhrifaríkan hátt“. í gagnrýninni er til þess tekið að Pálmar vísi í íslenska náttúru og íslenskar byggingarhefðir við hönn- un hússins. Islenskt líparít er notað í klæðningu hússins og undir hraunhellum af Reykjanesi logar rautt ljós sem minnir á eldinn í iðrum landsins og tilfærslur jarðskorpunnar. í steinsteyptum útvegg má svo fínna tilvitnun í bárujárnið sem Islendingar hafa notað meira en aðrar þjóðir til að klæða hús sín. Þessi dómur er ánægjulegur. Hann segir okkur ekki að- eins að vel hafí tekist til við hönnun þessa tiltekna húss í Berlín heldur einnig að íslensk hönnun er sérstök, hefur ein- kenni sem mönnum þykir skera sig úr. Eins og í öllum list- greinum er það hið einstaka sem gefur hönnun gildi. íslend- ingar eiga ekki langa sögu í hönnun eða arkitektúr en á und- anförnum árum og áratugum hefur þjóðin meir og meir verið að vakna til vitundar um mikilvægi þessarar listgreinar, bæði fyrir menningu og viðskiptalíf. I þeim efnum getum við lært af nágrannaþjóðum okkar sem hafa lagt mikla áherslu á hönnun, ekki síst Finnar sem hafa til dæmis unnið markvisst að samþættingu tækniiðnaðar og hönnunar með góðum árangri. Er fjarskiptafyrirtækið Nokia eitt besta dæmi þess. Hönnunardagurínn var haldinn í sjöunda sinn hér á landi í gær. Með honum er réttilega minnt á mikilvægi þessarar listgreinar. Takist okkur að rækta hið einstaka í íslenskri hönnun leikur enginn vafí á að hún verður ekki aðeins gildur þáttur í íslenskri menningu heldur og til eflingar íslensku viðskipta- og atvinnulífí. Þörf á endurskoðun fjarskiptalaga vegna tæknibróunar og EES Gagnaflutningsþj ónusta skilgreind sem alþjónusta Þróun á fjarskiptasviði er geysiör og til marks um það hefur samgönguráðherra lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til fjarskipta- laga einungis þremur árum eftir að Alþingi samþykkti lög í þessum efnum. Nýja frum- varpið, sem vísað var til samgöngunefndar í gær eftir fyrstu umræðu, felur í sér víðtækar breytingar á þessu sviði. REYTINGAR á tækni, þjón- ustu og alþjóðlegu lagaum- hverfi fjarskipta ásamt auknum umsvifum fjar- skipta- og upplýsingatækni og nýjum skuldbindingum samkvæmt samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæð- ið hafa gert endurskoðun fjarskipta- laga nauðsynlega, þó ekki séu nema þrjú ár frá því gildandi fjarskiptalög nr. 143/1996 voru sett, að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpi til fjarskiptalaga, sem samgönguráð- herra hefur lagt fram á Alþingi. I athugasemdum með frumvarpinu segir að það hvíli á tveimur megin- stoðum. Annars vegar sé í því að finna ákvæði sem eigi að stuðla að aukinni samkeppni og tryggja aðgang allra iandsmanna að ákveðinni lágmarks- þjónustu, svokallaðri alþjónustu, en í frumvarpinu er í fýrsta skipti lagt til að gagnaflutningsþjónusta verði skil- greind sem alþjónusta. Hér séu mark- vert nýmæli á ferð sem geti haft mikla þýðingu fyrir búsetu, atvinnuupp- byggingu og lífskjör í landinu. Hins vegar sé með frumvarpinu verið að laga íslenska löggjöf að þeim tilskip- unum sem gilda á Evrópska efnahags- svæðinu um fjarskiptamál. „Mikil umskipti hafa orðið í fjar- skiptamálum í heiminum á undanföm- um árum, bæði í tækni, þjónustu og lagasetningu. Segja má að þróun síð- ustu ára hafi gerbreytt hefðbundnum fjarskiptum, þráðlaus samskipti setja mark sitt á talsamband, gjald fyrir millilandasamtöl fer lækkandi og sam- runi fjarsldpta, fjölmiðlunar og einka- tölva hefur byltingarkennd áhrif. Sam- skipti framtíðarinnar munu að miklu leyti byggjast á gagnaflutningum, svo sem fjarvinnslu, fjarmenntun, fjar- lækningum, heimabönkum og gagn- vh-ku sjónvarpi,“ segir meðal annars. Þá kemur fram að miklir möguleik- ar opnist í almenna fjarskiptanetinu með nýrri tækni, þar á meðal xDSL, gagnaflutningstækni, eða með gagna- flutningsstaðli eins og IP-staðlinum (Internet Protocol). Nýtt almennt farsímakerfi (UMTS) muni margfalda gagnaflutningsgetu far- síma sem aftur leiði til þess að þá megi nota til margmiðlunar. Meginat- riði í lagaumhverfi hinna nýju farsímakerfa liggi nú þegar fyrir í Evrópu. „Fjarskipta- og upplýsingamál skipta íslendinga höfuðmáli. Mark- miðið er því að Island verði í fremstu röð tæknivæddra ríkja með ódýra og góða fjarskiptaþjónustu. Alþingi og stjórnvöld bera ábyrgð á því að tryggja réttlátar leikreglur í fjar- skiptamálum, leikreglur sem stuðlað geta að aukinni velferð og hagsæld í þjóðfélaginu. Leikreglur fjarskipt- anna eru um margt frábrugðnar leik- reglum annarrar atvinnustarfsemi vegna þeirrar sérstöðu fjarskipta í Evrópu að þau voru fyrst fyrir fáum árum leyst undan einkaréttarvernd og því er ekki talið tímabært að fella ákveðna þætti fjarskiptaþjónustu, svo sem samtengingu, reglur um opinn að- gang að netum og alþjónustu undir al- menna samkeppnislöggjöf. Má nefna tvö dæmi því til sönnunar. Mikilvægi þess að notendur geti auðveldlega haft samskipti á milli fjarskiptaneta hefur haft áhrif við setningu reglna sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu hér að lútandi. Annað sérkenni fjar- skipta er að ríkisreknar símastjómir áttu og ráku eina fullkomna fjar- skiptanetið sem til var þar til einka- réttur var afnuminn með lögum. Hin- ar sérstöku reglur sem um fjarskipti gilda í Evrópu eiga að stuðla að auk- inni samkeppni með því að gera nýjum fyrirtækjum kleift að hefja starfsemi á markaðnum," segir síðan. Frumvarpinu er ætlað að örva sam- keppni á þessu sviði og jafnframt að tryggja aðgang allra landsmanna að gagnaflutningsþjónustu, auk talsíma- þjónustu, sem kveðið er á um í gild- andi lögum. Notendur geta haldið símanúmeri sínu Meðal breytinga sem kveðið er á um í frumvarpinu má nefna númera- flutning, en hann gerir notendum kleift að halda símanúmeri sínu án til- lits til þess hjá hvaða símafyrirtæki viðskiptin eru og á hvaða númerasvæði þeir búa. Al- mennt er þetta talin for- senda íyrir raunverulegri samkeppni í súnaþjónustu, að því er fram kemur í at- hugasemdum með frum- varpinu, en samkvæmt tilskipun EES ber aðUdarríkjum að hafa innleitt númeraflutning ekki síðar en 1. janúai- árið 2000. Það gUdir um almenna fasta fjarskiptanetið og skal Póst- og fjar- skiptastofnun setja nánari reglur um númeraflutninginn, þ.á.m. hvenær númeraflutningur mUli númerasvæða og utan fasta fjarskiptanetsins skuli innleiddur. HeimUt er fjarskiptafyrir- tæki að innheimta hjá notanda, sem var skráður hjá honum kostnað við umskráningu með eingreiðslu, að því er fram kemur í 33. gr. frumvarpsins. I athugasemd með greininni segir að kostnaður af umskráningu verði að miðast við tUkostnað og eigi ekki að hafa á neinn hátt þau áhrif að hindra notendur í að skipta um þjónustuaðUa. „Símanúmer geta skipt einstaklinga og fyrirtæki miklu máli, enda kann að fylgja því mikUl kostnaður og röskun að skipta um símanúmer, t.d. auglýs- ingar. Af þeirri ástæðu er meginregla um númeraflutning mjög æsldleg fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eins og sakir standa er ekki gert ráð fyrir möguleika á númeraflutningi á mUli númerasvæða, en Póst- og fjarskipta- stofnun er ætlað að ákveða hvenær sá möguleiki stendur opinn fyrir notend- ur. Sömu sögu er að segja af númera- flutningi utan fasta fjarskiptanetsins, svo sem mUli farsíma og fastanets. Póst- og fjarskiptastofnun ber að tryggja númeraflutning utan almenna fasta fjarskiptanetsins eins fljótt og auðið er,“ segir ennfremur. Þá er að finna í frumvarpinu ákvæði um innlenda reikisamninga en þeir þýða að innlend farsímafyrirtæki eiga aðgang að farsímanetum annarra fyrirtækja þegar uppbygging eigin aðstöðu er talin óraunhæf. Segir að með slíkum samningum sé því unnt að koma á virkri samkeppni i farsíma- þjónustu á öllu landinu. „Innlendir reikisamningar eru ekki orðnir hluti af löggjöf EES en njóta vaxandi fylg- is, m.a. vegna umhverfis- og byggðasjónarmiða, auk þess sem það kann að vera þjóðhagslega hagkvæmt að lágmarka tUkostnað við þjónustu við notendur. Einstök ríki, svo sem Bandaríkin, Kanada, Danmörk og Noregur, hafa þegar lögbundið skyldu fjarskiptafyrirtækja í farsíma- þjónustu tU að gera með sér innlenda reikisamninga," segir einnig. Réttur til aðgangs að heimataugum Einnig er í frumvarpinu kveðið á um lögvarinn rétt fjarskiptafyrirtækis til að leigja aðgang að heimataug til notanda af markaðsráðandi fjar- skiptafyrirtæki. Segir að vegna ára- tuga einkaréttar símastjóma í Evr- ópu á fjarskiptum sé almennt aðeins eitt fjarskiptanet sem nái til allra not- enda. Því þurfi ný fjarskiptafyrirtæki að fjárfesta verulega í eigin netum ætli þau að ná tU notenda almennt og aðgangur að heimataug sé því mikU- vægur til þess að örva samkeppni. Aðgangur að heimataug sé ekki orð- inn hluti af fjarskiptareglum EES en ýmis aðildarríki hafi þegar lögbundið slíkan aðgang, þ.á m. Danmörk, Finnland, Holland, Austum'ki og Þýskaland og fleiri muni bætast í þann hóp. Þá hafi aðilar eins og OECD og Alþjóðabankinn lagt mikla áherslu á að ríki setji ákvæði þessa efnis inn í löggjöf sína vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem það hafi á við- gang upplýsingaþjóðfélagsins og hag- vöxt. Fastagjald vegna heimtaugar muni hins vegar hækka þar sem það sé nú lægra en tilkostnaður við hana, en á móti komi að samkeppni um þjónustuna ætti að leiða tU lægra verðs til lengri tíma litið. Þá eru í frumvarpinu ákvæði sem draga úr afskiptum ríkisins af fjar- skiptafyrirtækjum og einstaklingum og fyrirtækjum er auðvelduð leið inn á markaðinn. Meginreglan sé sú að ekki þurfi leyfi tU rekstrar fjarskipta- fyrirtækis, en þó muni áfram þurfa rekstrarleyfi til starfrækslu talsíma- þjónustu, farsímaþjónustu og fjar- skiptanets. Þá er mælt fyrir um opinn aðgang að fjarskiptanetum, auk sam- tengingar og réttar og skyldu fjar- skiptafyrirtækja. Samhliða þessu frumvarpi er flutt frumvarp að nýjum lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, þar sem stofn- uninni eru tryggð aukin úrræði til að rækja það stóra hlutverk sem henni er ætlað í fjarskiptalögum. Um alþjónustu er fjallað í IV. kafla laganna. Þar segir að Póstr og fjar- skiptastofnun geti mælt íyrir að rekstrarleyfishafar skuli veita alþjón- ustu á starfssvæði sínu, en til alþjón- ustu teljist meðal annars talsímaþjón- usta, gagnaflutningsþjónusta og þjón- usta við fatlaða eða notendur með sér- stakar þjóðfélagsþarfir. Getur stofnunin ákveðið há- marksverð og lágmarks- gæði alþjónustu. Telji rekstrarleyfishafinn að þjónustan sem honum sé gert skylt að veita sé óarð- bær getur hann krafist þess að honum verði með fjárframlögum tryggt eðli- legt endurgjald fyrir þá starfsemi sem um ræðir. Til að standa straum af þeim skal innheimta jöfnunargjald sem rennur til Póst- og fjarskiptastofnunar. Skal jöfnunargjaldið lagt á fjarskipta- fyrirtæki sem veita þá þjónustu sem fellur undir alþjónustu í hlutfalli við bókfærða veltu á viðkomandi þjónustu- sviði. Skal ákveða jöfnunargjaldið ár- lega með lögum. Eru þessi ákvæði samhljóða ákvæðum í gildandi lögum. T Lögvarinn réttur til að' gangs að heimataug Ákvæði sem heimila innheimtu jöfnunargjalds Tilraunaverkefni um þjónustumiðstöð í Grafarvogi staðið yfir í tvö ár Markmiðið að færa grunnþj ónustu samfé- lagsins nær íbúunum íbúar Grafarvogs í Reykjavík hafa í rúm tvö ár getað sótt alla sína félagslegu þjón- ustu og meira til í miðstöð eina í Langarima sem hlotið hefur nafnið Miðgarður. Arna Schram gerir hér grein fyrir starfseminni og ræðir við framkvæmdastióra Miðgarðs, --------- —------7---------------------- Regínu Asvaldsdóttur. MIÐGARÐI eða fjölskyldu- þjónustunni í Grafarvogi eins og hún er gjarnan köll- uð var komið á fót hinn 13. september árið 1997 og er stofnun hennar hluti af tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar á grundvelli laga um reynslusveitarfélög sem gildi tóku vorið 1994. Tilgangur laganna er í stuttu máli að gera einstökum sveitar- félögum kleift að gera tilraunir til að auka sjálfsstjórn þeirra, laga stjórn- sýslu þeirra betur að staðbundnum aðstæðum, nýta betur fjármagn hins opinbera og bæta þjónustu við íbúana. Með þetta að leiðarljósi hóf Miðgarð- ur starfsemi fyrir rúmum tveimur ár- um og geta íbúar Grafarvogs nú sótt þangað alla þá félagslegu þjónustu sem í öðrum hverfum heyrh' beint undir stofnanir Reykjavíkurborgar á borð við Félagsþjónustuna, Barna- verndamefnd Reykjavíkur, Leikskóla Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. I Miðgarði er til að mynda hægt að sækja um fjárhagsaðstoð, fá heima- þjónustu við heimili aldraðra, sjúk- linga og öryrkja og sækja um dag- gæslu í heimahúsum. Þá er þar tekið á móti umsóknum um leikskólapláss og húsaleigubætur svo fleiri dæmi séu nefnd og leik- og grunnskólar hafa þar aðgang að sálfræðiþjónustu. „Að auki starfar í Miðgarði sérstakur for- varnarfulltrúi lögreglunnar en hann er eini lögreglumaðurinn á landinu sem ekki hefur aðsetur á lögreglu- stöð,“ útskýrir Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs. Hlut- verk forvarnarfulltrúans er m.a. að halda utan um yfirheyrslur vegna bama og unglinga í hverfinu, auk þess sem hann sinnir ýmsum sérverkefn- um sem tengjast forvamarmálum, eins og starfsheiti hans gefur reyndai- til kynna. Sennilega yrði of langt mál að rekja hér alla þá starfsemi sem fram fer í Miðgarði en auk þeirrar starfsemi sem þegar héfur verið tilgreind mætti nefna hópstarf fyrir börn og unglinga í samvinnu við félagsmiðstöðina Gufu- nesbæ og verkefni íþrótta- og tóm- stundaráðgjafa Miðgarðs, svo dæmi séu tekin. Markmið hópstarfsins er m.a. að ná til félagslegra einangraðra barna í hverfinu, á aldrinum 13 til 15 ára, með það í huga að þau læri að starfa saman í hópi, rækta með sér vináttu og efla sjálfsmat sitt og traust og íþrótta- og tómstundaráðgjafi hef- ur m.a. gegnt því hlutverki að byggja upp félagsstarf í Engjaskóla og vera í forsvari fyrir ákveðin forvamarverk- efni. Til að mynda var farið í sérstakt átak í Rimahverfi á sínum tíma, segir Regína, en í hverfinu hafði átt sér stað mikil hópamyndun unglinga sem hafði neikvæð áhrif á ímynd hverfis- ins. „I dag er Rimahverfi hins vegar eitt af þeim hverfum í Reykjavíkur- borg þar sem afbrotatíðni er hvað lægst,“ segir Regína. Markmiðið að gera þjónustuna skilvirkari og ódýrari Eins og dæmin hér á undan sýna er starfsemi Miðgarðs fjölbreytt og hef- ur umfang hennar vaxið jafnt og þétt þau ár sem Miðgarður hefur verið starfandi. Átta starfsmenn unnu á skrifstofu Miðgarðs í ársbyrjun 1998 í sjö stöðugildum en í lok ársins vom starfsmennimir orðnir 16 í 14,9 stöðu- gildum. Nú em þeir hins vegar orðnir 25 í átján og hálfu stöðugildi, að sögn Regínu. Einnig starfa þar að jafnaði um 40 manns við heimaþjónustu og liðveislu við fatlaða. Regína segir að starfsmönnunum fjölgi í takt við fjölgun íbúa hverfisins og aukningu þem-a verkefna sem mið- stöðin tekur að sér. „Um 1.500 manns flytjast til Grafarvogs að jafnaði á ári hverju og er það eina hverfið í Reykjavík þar sem íbúum fjölgar. í öðmm hverfum stendur íbúatalan í er líka mikilvægt að flokka ekki þá sem njóta þjónustunnar eftir vanda- málum heldur eftir óskum og þörfum hvers og eins.“ Regína neitar því aðspurð að hverf- isþjónusta á borð við Miðgarð kosti samfélagið meira og bendir í því sam- bandi á að í raun sé verið að færa fjár- magn frá einni borgarstofnun til ann- arrar. Auk þess bendir hún á að yfir- stjórn þjónustumiðstöðvar á borð við Miðgarð sé ekki íburðarmikil, eins og nánar verður vikið að síðar. „Óslóar- borg hefur tíu ára reynslu af kerfi sem þessu og er það einróma niður- staða þeirra sem þar starfa að kerfið leiði til spamaðar og hagræðingar." Rekstrarkostnaður Miðgarðs nam á síðasta ári tæpum 122 milljónum króna og var tæpum fímm milljónum króna minni en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Stærsti hlutinn eða um 45% er útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar. Rúmlega 37% af kostnaðinum kemur tO vegna rekstrar skrifstofunnar og tæplega tíu prósent eru kostnaður vegna heimaþjónustu. Engir millisijórnendur Hverfisnefnd fer með stjóm Mið- garðs í Grafarvogi og er hún skipuð 48% Hversu góða eða slæma Mjög þjónustu hefur þú eða góða einhver sem þú þekkir fengið í Miðgarði, þegar á heildina er litið? Frekar góða o :; o o i ■V Hvorki né / í meðallagi 2% Mjög slæma Æl @ * TtH nWI stað eða minnkar," segh- hún. Þegar Regína er spurð að því hvort íbúar Grafarvogs fái fyrir vikið meiri og betri félagslega þjónustu en íbúar annarra hverfa í Reykjavík segir hún að þeir fái í það minnsta heUdstæðari þjónustu. „Eg myndi segja að þeir fengju fjölbreyttari þjónustu en aðrir og hana geta þeir sótt á einn og sama staðinn," segir hún. Regína bendir á að þarna séum við einmitt komin að kjarna þeirrar hug- myndafræði sem stendur að baki til- raunaverkefninu með Miðgarði. Kjarninn er fyrst og fremst sá að færa grunnþjónustu samfélagsins nær íbúunum. Þannig megi auka þjónustuna, gera hana skilvirkari og ódýrari þegar til lengri tíma er litið. Sem dæmi segir Regína að sífellt meira fé sé varið í aukna velferðar- þjónustu samfélagsins. Hættan sé hins vegar sú að þjónustukerfið verði svifaseint og að margir aðilar komi til að mynda að málefnum einu og sömu fjölskyldunnar í hinum ýmsu stofnunum borgarinnar. „Þetta vandamál er þó ekki ein- göngu bundið við ísland heldur hef- ur þróunin verið svipuð á hinum Norðurlöndunum. Margar borgir eins og Ósló, Stokkhólmur, Kaup- mannahöfn, Þrándheimur og Gauta- borg hafa því brugðið á það ráð að færa þjónustuna meira út í hverfin, enda er fyrirmynd okkar verkefnis m.a. sótt til þeirra borga.“ Regína segir ennfremur það vera tilhneig- ingu fagstétta að auka sérhæfingu sína en bendir jafnframt á að þeir sem eigi að njóta þjónustunnar hafi ekki endilega sérhæfðar þarfir. „Það fimm mönnum. Þar af eru þrír kosnir hlutfallskosningu af borgarstjórn og tveir eru tilnefndir af Ibúasamtökum Grafarvogs. Hverfisnefndin fer með ákveðin verkefni í umboði borgar- stjómar í þeim málaflokkum sem hverfismiðstöðin er ábyrg fyrir. Má þar nefha verkefni fræðsluráðs, verk- efni íþrótta- og tómstundaráðs, verk- efni félagsmálaráðs og verkefni stjómar leikskólaráðs. Regína leggur áherslu á að hverfisnefndin hafi ekki völd til þess að taka ákvarðanir í ofan- nefndum málaflokkum en mikilvægi hennar felist m.a. í því að ýta á eftir ýmsum hagsmunamálum Grafarvogs- búa innan borgarkerfisins. „Þó að hverfisnefndin hafi takmörkuð völd er hún alltjent fyrsta tækið sem Grafar- vogsbúar hafa til þess að þróa lýðræð- isleg vinnubrögð í stjómsýslunni. Þetta er með öðmm orðum fyrsta skrefið í þá átt að íbúar geti haft meiri áhrif á umhverfi sitt. Hverfisnefndin er þannig ákveðinn vettvangur þar sem fólk getur komið skoðunum sín- um á framfæri,“ segir Regína. ,A-uð- vitað hafa allh’ Reykvíkingar aðgang að borgarfulltrúum en til þeirra er yf- irleitt leitað vegna persónulegra mál- efna. Mál sem hverfisnefndin tekur hins vegar upp fær formlega af- greiðslu og eftir því er ýtt innan borg- arkerfisins," bætir hún við. Regína skýrir frá því að hugmyndin um lýðræðisleg vinnubrögð nái einnig inn í starfsemi Miðgarðs og bendir á að þar séu ekki neinar deildir eða millistjómendur heldur séu allir starfsmenn verkefnisstjómar hver með sitt ábyrgðarsvið. „Almennt er tilhneiging tH þess í kerfinu að byggja Morgunblaðið/Jim Smart Regína Ásvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjölskylduþjónust- unnar í Grafarvogi, sem hlotið hef- ur góðar móttökur Grafarvogsbúa. upp stjórnunarpýramída þar sem erfitt hefur verið að fá fólk neðst í pýramídann. Með þessu kerfi okkar höfum við á hinn bóginn haft meiri möguleika á því að laða að hæft fólk til að vinna beint með þeim sem nýta sér þjónustuna. Starfsmenn Miðgarðs hafa fjölbreytta menntun og bak- grunn og höfum við líka náð þeim ár- angri að auka jafnræði kynjanna á vinnustaðnum. Karlmönnum fjölgar jafnt og þétt á skrifstofunni ólíkt því sem oft gerist á sambærilegum stofn- unum. Hins vegar eigum við við starfsmannaeklu að stríða í heima- þjónustu og öðrum málaflokkum eins og aðrar borgarstofnanir," segir hún. Hefur hlotið góðar viðtökur I tOefni þess að nú eru rúmlega tvö ár síðan Miðgarður hóf starfsemi hafa verið gerðar viðhorfs- og/eða þjón- ustukannanh’ á starfseminni. í við- horfskönnun sem náði til fjórða hvers heimOis í Grafarvogi (úrtakið var 1000 manns) kemur m.a. fram að ríflega 75% aðspurðra á aldrinum 17 til 75 ára hafi heyrt um Miðgarð og að tæp- lega 75% þeirra sem hafa heyrt um Miðgarð séu jákvæðh’ gagnvart hon- um. „Langflestir þeiiTa sem tóku af- stöðu og þekktu til þjónustunnar í Grafarvogi fyrir daga Miðgarðs telja þjónustu Miðgarðs betri en þá þjón- ustu sem fékkst áður en Miðgarður var stofnaður,“ segir ennfremur í nið- urstöðunum. Þá kom í ljós að 59% að- spurðra höfðu heyrt um hverfisnefnd Grafarvogs og að tæplega 75% þeirra töldu að hún hefði skipt máli um aukið aðgengi íbúa Grafarvogs að borgar- kerfinu. Einnig kemur fram í niður- stöðum þjónustukönnunar Miðgarðs, sem gerð var á þessu ári, að ríflega 85% voru ánægð með þjónustuna sem þau höfðu fengið hjá Miðgarði en rúmlega 7% væru óánægð. Um framhald starfseminnar segir Regína að fyi-ir Alþingi liggi frumvarp tO laga um breytingu á lögum um reynslusveitarfélög þar sem lagt er tO að gildistími laganna um reynslusveit- arfélög verði framlengdur um tvö ár eða tO 1. janúar árið 2002. „Helgast sú tOlaga m.a. af því að sum þeirra tO- raunaverkefna sem nú standa yfir hófust seinna en ráð var fyrir gert og er fyrirsjáanlegt að ekki verði fengin af þeim nægileg reynsla áður en gOd- istíminn rennur út.“ Regína segir að vilji sé tO þess innan Reykjavíkur- borgar að halda áfram starfsemi Mið- garðs tO að minnsta kosti næstu þriggja ára, enda hafi verkefnið hlotið góðar undirtektir. Hún segir að ósk- andi væri að hverfismiðstöðin færi í enn meira samstarf við ýmsar ríkis- stofnanir, þar sem ákveðnir þættir, svo sem einfaldar afgreiðslur, yrðu færðir út í hverfin. Þá segir hún að æskOegt væri að slíkar miðstöðvar risu einnig í öðrum hverfum borgar- innar. „Eg myndi telja það mikOvægt vegna þess að með miðstöð sem þess- ari höfum við góða yfirsýn yfir hverfið og þau viðfangsefni sem þar er við að glíma.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.