Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 48
48 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÓLAFUR HELGI
GÍSLASON
+ Ólafur Helgi
Gíslason fæddist
á Húsavík 17. októ-
ber 1957. Hann Iést
á Landspítalanum 3.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru hjónin Jóhanna
Halldórsdóttir frá
Öngulsstöðum í
Eyjafirði og Gísli
Ólafsson frá
Kraunastöðum í Að-
aldal. Foreldrar Jó-
hönnu voru hjónin
Þorgerður Siggeirs-
dóttir og Halldór
Sigurgeirsson búandi á Onguls-
stöðum. Foreldrar Gisla voru
hjónin Bergljót Jónsdóttir og
Olafur Gíslason búandi á
Kraunastöðum. Gisli og Jó-
hanna bjuggu fyrst á Kraunast-
öðum en síðan á Brúum, Aðal-
dal.
Ólafur ólst upp með foreldr-
„í rósemi og trausti skal styrkur
þinn vera.“
Þessi orð spámannsins komu
mér í hug er ég heyrði lát Ólafs á
Brúum. Enda höfðu þau oft komið í
hugann er ég hugleiddi veikinda-
stríð hans á liðnum árum. Alltaf ró-
legur og tók öllu með jafnaðargeði.
Ólafur ólst upp með foreldrum
og systkinum á Kraunastöðum og á
Brúum. Hann kenndi ungur nýrna-
bilunar og er það talið að hafi stafað
af slysi er hann varð fyrir sem bam.
Hann var samt glaður og reifur í
leik og starfi, en kannski ekki eins
þróttmikill. Vann hann öll verk sín
af natni og samviskusemi. I hópi
jafnaldra var hann ljúfur og kátur.
Eg minnist hans vel frá fermingar-
undirbúningi. Alltaf var stutt í fal-
um sínum og systk-
inum. Systkini hans
eru Þórhallur Geir,
húsasmiðameistari
í Reykjavík, kona
hans er Valgerður
Jónsdóttir. Þor-
gerður, skrifstofu-
maður á Akureyri,
og Halldór, hús-
gagna- og innrétt-
ingameistari á
Húsavík, kona hans
er Aðalheiður Lauf-
ey Aðalsteinsdóttir.
Ólafur varð búf-
ræðingur frá Hóla-
skóla vorið 1976 og starfaði síð-
an að búskap foreldra sinna um
árabil, síðan tók hann við búinu
á Brúum og bjó þar í nokkur ár
uns hann varð að hætta vegna
veikinda. _
Útför Ólafs Helga fer fram
frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
lega brosið hans, í námi, leik og
starfi. Það var gott að hafa hann
sem nemanda.
Eftir nám í Hafralækjarskóla fór
hann skömmu síðar til náms í Hóla-
skóla og brautskráðist sem búfræð-
ingur þaðan vorið 1976.
Hann hafði alltaf haft áhuga á
búskap og þótti vænt um sveitina
sína. Hann starfaði síðan við bú for-
eldra sinna. En nokkru seinna kom
í ljós alvarleg nýrnabilun, er eðli-
lega hafði mikil áhrif á getu hans til
erfiðisvinnu. Hann fór út til Kaup-
mannahafnar vorið 1983 og fékk
nýtt nýra. Nú virtist framtíðin
blasa við að nýju. Hann tók til
starfa við bústörfin að nýju og naut
þess mjög. Var fullur bjartsýni um
vöxt og viðgang búskapar á Brúum.
Og árin liðu og að því kom að hann
tók við búi foreldra sinna. En innan
skamms tóku veikindin sig upp.
Það voru nýrun sem biluðu. Hann
varð að fara í nýmavél til Reykja-
víkur því slíkt þarfatæki er ekki til
annars staðar á landinu. Ferðirnar
urðu margar og þrótturinn bilaði
svo augljóst var að ekki var um það
að ræða að stunda búskap. Ólafur
varð að vera á sjúkrahúsum meir
og lengur. Öllu þessu tók hann með
jafnaðargeði. Sjúkdómurinn ágerð-
ist og svo fór að taka varð af honum
báða fætur. Jafnvel það bugaði
hann ekki. Þegar við hjónin komum
til hans á sjúkrahúsið skömmu eftir
að þetta gerðist, hittum við hann
brosandi og í góðu jafnvægi. Við
undruðumst það, en við þekktum
hann svo vel og skynjuðum að allt
lífið hafði hann mátt reyna svo
margt sem kenndi honum að
stjórna svo skapi sínu að ekkert böl
gat haggað rósemdinni. Hann sýndi
þama svo mikla hetjulund að frá-
bært var.
Hann fékk síðan gervifætur og
gat gengið. Hann gladdist yfir því.
Nokkm seinna fékk hann bfl, sérút-
búinn, og gat keyrt. En alltaf var
hann bundinn við nýrnavélina oft í
viku. A sjúkrahúsum dvaldi hann
löngum því að smám saman kom í
ljós að fleiri líffæri vom sjúk orðin.
Hann þjáðist oft mjög en í þessu
öllu sýndi hann ótrúlegt æðraleysi
og stillingu. Og nú síðast þegar í
mörgu var af honum dregið, flaug
hann norður í afmæli sitt 17. októ-
ber sl. heim í Brúa. Gleði ríkti í
huga hans og foreldra og systkina
að fá hann heim. En dvölin var
stutt, því nýmavélin kallaði. Þessir
fáu dagar glöddu alla og lifa í minn-
ingunni sem bros frá Óla.
Að morgni 3. þessa mánaðar var
hann að fara í nýrnavélina er hjart-
að gaf sig og á skammri stundu var
hann allur. Löngu og erfiðu stríði
var lokið.
En allir frændur og vinir hans
muna hann sem glaða og brosmflda
drenginn sem öllum vildi vel og
glacldi svo marga með lífi sínu.
Óli var mjög bamgóður. Það
reyndu þau börn er hann um-
gekkst, ekki síst var hann ætíð svo
elskulegur við systurson sinn,
Borgar Þórarinsson, sem ólst upp
að nokkm leyti á Brúum. Óli var
honum svo umhyggjusamur og
góður og það gleymist ekki.
Margir vom þeir sem vildu
hjálpa og létta undir með honum,
ekki síst foreldramir. En einn
stendur þar upp úr sem á miklar
þakkir skildar. Það var Þórhallur
bróðir hans, sem alla tíð lagði fram
krafta sína og tíma til að hjálpa
bróður sínum. Var alltaf tilbúinn að
gera það besta sem unnt var og þau
hjón voru alltaf tflbúin að hafa hann
á heimili sínu og sýndu ástúð mikla.
Það starf stóð í mörg ár og er
ómælt og verður ekki þakkað sem
skyldi.
Að lokum þetta. Ólafur á Brúum
skilur eftir sig bjartar minningar
um góðan dreng sem alls staðar
kom sér vel og gladdi aðra með ljúf-
leika og fyrirmyndar framkomu.
Hann lifði og starfaði í rósemi og
trausti og í því var styrkur hans.
Við hjónin og böm okkar og fjöl-
skyldur þeirra þökkum honum við-
mótið góða við okkur öll og geym-
um minninguna um hann í þökk.
Við sendum foreldmm hans og
systkinum og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að gefa þeim öllum
styrk og huggun.
Sigurður Guðmundsson.
Ólafur frændi minn er dáinn. Það
kom snöggt, hjartað brast. Og þótt
við ættum von á þessari fregn í
langan tíma hrekkur maður alltaf
við er þetta skeður. En þetta var
líkn því hann var búinn að kveljust í
mánuði og ár. Það bjargaði Ólafi
svo mikið að í vöggugjöf fékk hann
svo ljúfa lund að fátítt er. Aldrei var
kvartað. Öllu tekið með þolinmæði
og jafnaðargeði. Þótt fætumir
væm teknir bugaðist hann ekki.
Vonin um betri tíma var alltaf
sterk. Þar hjálpaði Þórhallur bróðir
hans honum svo mikið. Ef eitthvað
rofaði til var hann kominn að hjálpa
honum, keyra hann eða fara með
hann heim til sín og Vallýjar að
reyna að stytta stundimar. Guð
blessi þau fyrir alla þá hjálp.
Fjölskylda Óla hefur alltaf staðið
vel saman um að létta byrðar hans,
þótt Þórhallur hafi verið drýgstur
enda haft betri tækifæri.
Daginn sem Óli dó fóra Þorgerð-
ur og Halldór systkini hans suður.
Vildu sjá hann áður en hann væri
lagður í kistu. Er þau komu heim
aftur hringdi ég í Brúa. Þorgerður
talaði við mig. Hún sagði: „Við fór-
um beint á sjúkrahúsið og sáum
bróður okkar í rúminu sínu og hann
var svo fallegur." Hún sagði þetta
svo fallega og með hlýrri rödd. Ég
klökknaði við og gat ekkert sagt.
Minningarnar koma í hugann
margar svo hlýjar og mildar frá ár-
unum sem við systurnar vorum
nágrannakonur. Eg man eftir hlýj-
um haustdegi. Ég gekk upp í
Kraunastaði. Ólafur var þá nýlega
fæddur. Ég stóð við vögguna og
horfði á þetta fallega barn. Hann
hafði strax þennan fallega svip, sem
alltaf fylgdi honum. Enda skapið
þannig. Hann var svo ljúfur og góð-
ur. A unglingsárunum fór hann á
Hólaskóla og reyndist þar vel, gekk
námið vel og var vinsæll, enda
búinn þeim kostum sem falla vel á
þannig stöðum.
Þessi fáu orð eiga að vera þakk-
arorð til vinar og frænda og samúð-
arkveðja til fjölskyldu hans. Það
hefur alltaf verið vinátta milli
barna okkar Jóhönnu og enst vel
þótt vegir hafi lengst á mflli. Þar
hefur ekki borið skugga á.
Það era ljúfar minningar frá jóla-
boðum á báðum heimilum og margt
fleira mætti nefna.
Góður Guð styrki ykkur og blessi
minninguna um Ólaf frænda minn.
Aðalbjörg Halldórsdóttir.
+ Guðmundur Vig-
fússon var fædd-
ur á Kvoslæk í Fljóts-
hlíð 6. apríl 1923.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 24.
október sl. Foreldrar
hans voru hjónin
Ástríður Andrés-
dóttir og Vigfús
Guðmundsson. Var
Ástríður fædd á Hall-
dórsstöðum á Vatns-
leysuströnd, dóttir
Þóm Kjartansdóttur
og Andrésar Vigfús-
sonar. Vigfús faðir
Guðmundar var fæddur á Kvos-
læk, sonur Guðrúnar Sigurðar-
dóttur og Guðmundar Jónssonar
er bjuggu á Kvoslæk frá 1893.
Guðmundur var einkabam for-
eldra sinna og ólst upp í skjóli
Starfsfús hönd og hugur heill
oghjartaðgöfgifyllt
var þitt veganesti og vöggugjöf
sem veröld fékk ei spillt.
r Blómoóúðin >
öarðskom
t v/ PossvogskiFl<jugat*ð j
Sími: 554 0500
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
þeirra. Eftir bama-
próf í Fljótshlíðar-
skóla vann hann á
búi foreldra sinna
þar til faðir hans Iést
árið 1965. Eftir það
rak hann búið með
móður sinni uns hún
lést árið 1984. Bjó
Guðmundur síðan
einn á Kvoslæk uns
hann fyrir hálfu
öðm ári varð að
bregða búi sökum
heilsubrests. Dvaldi
hann siðustu misser-
in á Sjúkrahúsi Suð-
urlands á Selfossi og á hjúkmnar-
heimilinu á Kumbaravogi.
Útför Guðmundar fer fram frá
Breiðabólsstaðarkirkju í Fijóts-
hlíð í dag og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Þú vannst þín störf í trausti og trú
hins trygga bóndamanns,
sem að öllu hlúir, bætir böl
bæði fólks og lands.
(Höf.ók.)
Einn af öðmm ganga þeir nú til
feðra sinna bændurnir sem fyrr á
þessari öld lögðu gjörva hönd að
ræktun lands og lýðs og létu rætast
djarfar vonir um blómlega byggð
og betra mannlíf í sveitum landsins.
Þrátt fýrir breytt viðhorf og annar-
legt gildismat nú undir aldarlokin
verður að vona að sá grannur hafi
þegar verið lagður, sem borið geti
uppi mannlíf og menningu um
breiðar byggðir á nýrri öld.
Um Guðmund á Kvoslæk má
segja líkt og sr. Matthías orti fyrr
um annan Fljótshlíðing: „Firrtist
fordild, sá er í Fljótshlíð bjó, né
skaust frá skyldu - til skapadæg-
urs.“ Hann var heill og traustur í
orði og athöfn. Þeir sem búa á sög-
uslóðum Njálu og lifa sig frá æsku-
áram inn í persónur og atburði sem
þar er lýst, tileinka sér margir vel
þau gildi sem þar eru í hávegum
höfð. Tfl dæmis þann boðskap sem
felst í orðum Kolskeggs: „Hvártki
skal ek á þessu níðask ok á engu
öðru, því er mér er til trúat.“
Og ekki veit ég marga sem betur
hafa tileinkað sér boðorðið um að
heiðra föður og móður, heldur en
Guðmundur gerði með allri fram-
göngu sinni, umhyggju og stuðn-
ingi við foreldra sína allt frá æsku-
dögum og tfl þeirra endadægurs.
I skóla reyndist Guðmundur frá-
bær námsmaður og mun hafa hlotið
hæstu einkunnir sem hægt var að
gefa, og var þar jafnvígur í öllum
greinum. Var á orði haft að honum
nægði að fara yfir námsefnið að-
eins einu sinni til þess að geta skil-
að því frá sér til fulls, svo
skarpnæmur var hann og minnið
trútt.
Ekki er vafi á að við aðrar að-
stæður hefðu honum staðið opnar
leiðir til náms og frama á sviði vís-
inda eða annarra mennta. Vora
slíkar ytri takmarkanir á náms-
kostum síður en svo einsdæmi á
fyrri hluta aldarinnar. En aldrei
heyrðist Guðmundur barma sér,
hvorki af þessum sökum né öðram.
Hann gekk sinn markaða veg, hóg-
vær og af hjarta lítillátur. Hann tók
þátt í félagslífi og samhjálp sveit-
unganna, þar sem hver var búinn til
að vinna hjá öðrum á grandvelli
samvinnu, án reiknaðs endur-
gjalds. Þannig urðu átökin aflmeiri
tfl þess að byggja og rækta og
raunar líka við bústörfin þegar þau
kröfðust aukins mannafla. Guð-
mundur var einnig um áratuga
skeið traustur fjallmaður og góður
félagi í haustleitum á Grænafjalli.
Reyndist hann í því sem öðra gæt-
inn og góður liðsmaður.
Þegar litið er til þess þáttar sem
Guðmundur á Kvoslæk átti í
munstri mannlífs í sveitinni sinni,
koma í hug orð postulans er hann
segir: „Verið hver yðar öðram fyrri
til að sýna hinum virðing.“ Hann
var þrátt fyrir sína skammvinnu
skólagöngu góð sönnun þess sem
skáldbóndinn Stephan G. Steph-
ansson heldur fram: „Þitt er
menntað afl og önd, eigirðu fram að
bjóða: hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.“
Guðmundur var um árabil hús-
vörður við félagsheimilið Goðaland
og gegndi því starfi af mikilli trúm-
ennsku og samviskusemi. A sumrin
voru oft börn og unglingar á Kvos-
læk, bæði til fósturs og til hjálpar
við heyskapinn. Og eftir að Astríð-
ur móðir Guðmundar féll frá hafði
hann ráðskonur um sumartímann
til að sjá um heimilisverkin. Milli
Guðmundar og þessa sumardvalar-
fólks skapaðist einatt vinátta og
tryggð sem hélst í gegnum árin.
Nágrannar hans og fleiri vinir
sýndu honum tryggð og dýrmæta
hjálpsemi þegar aldur og vanheilsa
tóku að gera honum erfitt fyrir. Á
það reyndi mjög hin síðustu árin,
enda var honum ekki ljúft að þurfa
að yfirgefa sín föðurtún og sveitina
kæru.
Þótt Guðmundur væri hógvær og
tillitssamur í allri umgengni var
hann nógu skapríkur tfl að bregð-
ast við rangsleitni og ósanngirni, ef
honum þótti úr hófi keyra. Hann
mun líka undir niðri hafa illa þolað
höft og stífar reglugerðir sem
bændum og búskap þeirra voru
settar á seinni áram. Var hann
enda, eins og aðrir bændur, áður
vanur sjálfræði og ábyrgð á sínum
athöfnum og búskaparlagi. Eins og
áður sagði átti Guðmundur við al-
varleg veikindi að stríða nokkur
síðustu árin. Voru þau honum erfið
og varð engin bót á ráðin. Hinsta
kallið færði því að þessu sinni með
sér lausn og líkn.
Vinir og sveitungar kveðja góðan
dreng, þakka samfylgdina og fela
hann Guði og gæsku hans.
Sváfnir Sveinbjarnarson.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn
blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup-
vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn-
ar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) - vinsa-
mlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir
að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
GUÐMUNDUR
VIGFÚSSON