Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MINNINGAR
EYÞÓR
STEFÁNSSON
+ Eyþór Stefáns-
son fæddist á
Sauðárkróki 23.
janúar 1901. Hann
iést á Sjúkrahúsi
Sauðárkróks 3. nó-
vember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Stefán Sig-
urðsson, sjómaður á
Sauðárkróki, f. 27.
maí 1856, d. 14. des.
1921, og Guðrún
Jónasdóttir, hús-
freyja Sauðárkróki,
f. 9. mars 1857, d. 6.
október 1935.
Systkini hans voru Stefán Stef-
ánsson, f. 7. maí 1883, d. 16. júlí
1929, og Anna María Stefáns-
dóttir, f. 26. október 1887, d. 1.
nóvember 1956. Hann gekk í
barna- og unglingaskólann á
Sauðárkróki, en 1928 fór hann
suður í tónlistarnám hjá Emil
Thoroddsen og Páli ísólfssyni og
leiklistamám hjá Indriða Waage.
Hann var síðan við framhalds-
nám í þessum greinum í Ham-
borg 1934. Hann var aðeins 11
ára gamall er hann byrjaði að
syngja með kirkjukór Sauðár-
króks en kórinn var ekki form-
lega stofnaður fyrr en 1942 að
hans tiistuðlan sem var fyrsti
stjóraandi hans. Hafði hann þá
verið organisti og söngstjóri við
Sauðárkrókskirkju
frá árinu 1929 og
gegndi hann þeim
störfum allt tii ársins
1972.
19 ára gamall byij-
aði Eyþór að vinna að
söng- og leiklistar-
störfum fyrir Ung-
mennafélagið Tinda-
stóls, eins var hann
einn af þeim sem
endurreistu Leikfé-
iag Sauðárkróks
1941 og starfaði þar
sem leikstjóri og leik-
ari allt til ársins 1976
er hann steig siðast á svið, var
það hans 118. hlutverk. Hann
vann við verslunar- og skrifstofu-
störf á Sauðárkróki 1923-1948,
og var söngkennari við Baraa-
og gagnfræðaskóla Sauðárkróks
1948-1972. Skólastjóri Tónlistar-
skólans 1964-1974. Formaður
framkvæmdanefndar um bygg-
ingu minnisvarða Stephans G.
Stephanssonar á Arnarstapa
1953. Hann var á timabili for-
maður Kirkjukórasambands
Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í
stjóra Kirkjukórasambands Is-
lands og var sendikennari þess til
kirkjukóra á Norður-, Austur- og
Vesturlandi 1952-1961. Hann
var einn af stofnendum Rotary-
klúbbs Sauðárkróks 1948 og
Hann stendur efst á kirkjutröpp-
um Sauðárkrókskirkju beinn í baki
með stafinn og ömmu sér við hlið,
að koma úr messu og horfir yfir
Skagafjörðinn.
_ Þó að sjóninni hafi hrakað með
aldrinum þá kom það endilega ekki
að sök því hann mundi nákvæmlega
hvernig Skagafjörðurinn leit út og
hvar hver bær var. Hann þurfti því
ekki endilega að sjá hlutina, hann
mundi eftir þeim og minnið brást
honum aldrei. Þessi sýn af honum
og ömmu á kirkjutröppunum er
mörgum Skagfirðingum sem
komnir eru yfir miðjan aldur ekki
ókunn því afi var organisti í rúm 40
ár og sagt er að enginn hafi gengið
oftar um kirkjudymar en hann.
Það eru viss forréttindi að hafa
þekkt afa sinn í nær 40 ár og geta
rætt nánast hvað sem er við hann
allt fram á síðasta dag. A mínum
yngri árurn var heilmikið ferðalag
‘ að fara frá Isafirði til Sauðárkróks,
var það því alltaf jafn spennandi að
fara til afa og ömmu og fá að vera
þar mest allt sumarið. Hann kunni
fullt af sögum, þurfti ekki bækur
heldur mundi hann þær allar og
mörg kvöld sat hann inn í herbergi
hjá mér og sagði sögur. Það var líka
regla hjá honum á kvöldin að hlusta
á klassíska tónlist og sat hann þá
venjulega einn inni í stofu og hlust-
aði, en hann var ekki einn, því miðl-
ar sem heimsóttu hann í gegnum
árin sögðust sjá annað fólk í stof-
unni sem fylgdi honum.
Ég fór oft með honum í göngu-
ferðir um bæinn og var þá komið
við á hinum og þessum stöðum t.d.
pósthúsinu og bankanum. Við vor-
um oft lengi í þessum ferðum að
mér fannst því það þurfti að spjalla
við svo marga og þolinmæði mín á
þessum árum fyrir svoleiðis kjafta-
gangi ekki alltof mikil. Eitt af því
mörgu sem afi starfaði við um æf-
ina sem ég vissi lengi ekkert um var
að hann var sjómaður og átti á
tímabili bát og stóð í útgerð. Hann
sagði mér seinna að hann hefði haft
mjög gaman af því að vera á sjó. Afi
fór líka í Drangey ásamt fleirum til
eggjatöku í nokkur ár og mundi
i, hann vel eftir þessum ferðum þegar
ég var að spyrja hann um þær þó
rúmlega 60 ár væru liðin. Á píanó-
inu mínu eru tvær myndir af okkm-
saman við píanóið hans teknar fyrir
mjög mörgum árum og munu þær
alla tíð minna mig á hver það var
sem sá til þess að ég lærði á píanó
sem hefur veitt mikla ánægju í
‘i gegnum árin. Núna veit ég að hon-
um líður vel því hann er kominn til
ömmu, mömmu og allra hinna ætt-
ingja og vina sem farnir eru á und-
an honum og við hin sem eftir eru
getum verið þakklát fyrir að hafa
hann hjá okkur svona lengi, lengst
af við góða heilsu.
Eyþór.
í dag verður kvaddur frá Sauðái--
krókskirkju góður vinur, kennari
og samstarfsmaður til margra ára,
Eyþór Stefánsson, tónskáld.
Tónlistarhæfileikar Eyþórs
komu snemma í ljós, sem barn þótti
hann hafa óvenju fagra söngrödd
og aðeins 11 ára að aldri var hann
tekinn í kirkjukór Sauðárkróks og
söng þar til ársins 1929, er hann tók
við af Pétri Sigurðssyni tónskáldi
sem orgelleikari og kórstjóri
kirkjunnar. Eyþór gegndi því starfi
óslitið til ársins 1972.
í áratugi var Eyþór helsti for-
ystumaður Skagfirðinga í tónlistar-
málum og leikstarfsemi. Fágaður
smekkur og lifandi áhugi á félags-
málum ásamt listrænum hæfileik-
um gerðu það að verkum að allt
sem Eyþór tók sér fyrir hendur var
unnið af einlægri undirgefni og
lotningu hins sanna listamanns.
Sökum fátæktar og annarra að-
stæðna átti Eyþór engan kost á að
afla sér menntunar fyrr en vetur-
inn 1928 er hann fór til Reykjavíkur
og stundaði tónlistarnáni hjá Emil
Thoroddsen og dr. Páli ísólfssyni,
jafnframt því sem hann lagði stund
á leiklist hjá Indriða Waage. Sjál-
fnám hóf Eyþór 18 ára gamall, en
þá hafði hann eignast sitt fyrsta
hljóðfæri, lítil stofuorgel. „Jú, það
var það, en ég gafst ekki upp, því
áhuginn var svo mikill, en það sem
bjargaði mér var að ég kom nótna-
læs út úr barnaskóla," sagði Eyþór
mér þegar ég innti hann einu sinni
eftir því hvort ekki hefði verið erfitt
að vera án kennara. Árið 1934 fór
Eyþór námsför til Hamborgar.
Hann dvaldi á heimili heiðurshjón-
anna Hermínu og Bjöms Kri-
stjánssonar. Hann minntist oft á
það við mig hversu þakklátur hann
var þeim hjónum fyrir alla þá að-
stoð sem þau veittu honum. Dvölin í
Hamborg varð honum mjög heilla-
dijúg.
Samhliða fjölþættum tónlistar-
störfum vann Eyþór að leiklistar-
málum á Sauðárkróki í röska hálfa
öld, enda frábær leikari og leik-
stjóri. Hann stóð fyrst á leiksviði
1917, en síðast lék hann í Islan-
dsklukku Halldórs Laxness 1976
og var það 118. hlutverk hans.
fræðslustúkunnar Mælifells, inn-
an frímúrarareglunnar á íslandi
1970. Hann var heiðursfélagi í
mörgutn félögum, þar á meðal:
Kirlyukór Sauðárkróks, Leikfé-
lagi Sauðárkróks, Ungmennafé-
laginu Tindastól, Rotaryklúbbi
Sauðárkróks, Tónskáldafélag-
inu, var sæmdur heiðursmerki úr
silfri frá Karlakórasambandinu
Heklu á Akureyri, gullmerki frá
Félagi íslenskra leikara og var
heiðursborgari Sauðárkróks frá
árinu 1971.
Eins var hann sæmdur stór-
riddarakrossi hinnar islensku
fálkaorðu fyrir störf sín að
menningarmálum á Sauðár-
króki.
Eyþór kvæntist 13. desember
1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur
frá Skógum í Þelamörk, f. 29.
september 1905, d. 20. júní 1992.
Sigríður tók virkan þátt í störf-
um Eyþórs bæði í leiklist og tón-
list. Þau eignuðust eina dóttur,
Guðrúnu Eyþórsdóttur, f. 24. júlí
1939, d. 17. apríl 1987. Maki Ein-
ar Valur Kristjánsson, f. 16.
ágúst 1934, d. 7. september 1996.
Börn þeirra: 1) Eyþór Kristján,
búsettur á Sauðárkróki, maki Ás-
gerður Gísladóttir, og eiga þau
tvö börn. 2) Sigríður, búsett á
Akranesi, maki ÓIi Páll Engil-
bertsson og eiga þau tvö börn. 3)
Atli Stefán, búsettur í Hafnar-
fírði, maki Ingunn Helgadóttir
og eiga þau tvö böra. 4) Auðunn,
búsettur á fsafirði.
títför Eyþórs fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Árið 1964 gekkst Eyþór, ásamt
öðrum áhugamönnum, fyrir stofn-
un Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Starfsemin hófst 1965 og var Eyþór
skólastjóri til 1974. Aðeins tveir
kennarar voru við skólann fyrstu
árin, - Eyþór sá um tónfræðina og
tónlistarsögukennslu _ og ég um
hljóðfærakennsluna. Árið 1980 á 15
ára afmæli Tónlistarskólans færði
Eyþór skólanum peningagjöf - eina
milljón króna - og í gjafabréfi segir
hann: „Ég ætlast til að þessari fjár-
hæð verði varið til sjóðsstofnunar,
er þjóni því markmiði að styrkja þá
nemendur skólans, er hyggja á
framhaldsnám 1 hljóðfæraleik eða
söng, eftir að hafa lokið tilskildum
prófum við skólann. Það skal verða
þeim lykill að leið, sem mér var lok-
uð fyrir eina tíð.“ Það gladdi hann
mjög að nemendur mínir, sem hlot-
ið hafa styrk úr sjóðnum, eru nú
starfandi tónlistarkennarar. Eyþór
bar þannig hag Tónlistarskólans
fyrir brjósti alla tíð og vildi hann
sem mestan og spurði mig ætíð
frétta úr skólanum er ég heimsótti
hann.
Við systkinin nutum góðs af vin-
áttu, sem var milli foreldra okkar
og Éyþórs og Sigríðar konu hans
og fengum að læra á orgel hjá Ey-
þóri. Atta ára hóf ég nám hjá hon-
um og fljótlega kom að Snæbjörgu
systur. Við fetuðum þar í fótspor
systra okkar, Ólafar og Gígju, sem
höfðu þá lært hjá honum í nokkur
ár og voru farnar að syngja í
kirkjukómum. Síðar hvatti Eyþór
okkur Snæbjörgu til framhalds-
náms. Hann var fyrstur til að gefa
okkur innsýn í dýrðarheima tónlist-
arinnar og það verður aldrei full-
þakkað. Eftir að Snæbjörg varð
söngvari og söngkennari í Reykja-
vík, sendi Eyþór henni oft yndisleg
lög sín, sem hún frumflutti. Eyþór
Stefánsson er landsþekkt tónskáld,
sem gaf þjóðinni nokkrar dýrmæt-
ar perlur sem helstu söngvarar
okkar hafa sungið mikið bæði hér
heima og erlendis. Fremstur í þeim
flokki er æskuvinur Eyþórs og
frændi, Stefán íslandi, sem meðal
annars frumflutti Lindina er samin
var 1936 svo og Bikarinn sem Ey-
þór tileinkaði honum.
Eyþóri var sýndur margháttaður
sómi um ævina. Hann var heiðurs-
félagi Leikfélags Sauðárkróks,
Ungmennafélagsins Tindastóls,
Rotarý-klúbbs Sauðárkróks, Tón-
skáldafélags íslands og Kirkjukórs
Sauðárkróks. Árið 1971 var hann
gerður að heiðursborgara Sauðár-
króks.
Eyþór var kvæntur mætri sóma-
konu, Sigríði Stefánsdóttur. Sissa
eins og hún var ætíð kölluð, studdi
eiginmann sinn í starfi á margvís-
legan hátt, enda áttu þau sameigin-
leg áhugamál í tónlist og leiklist.
Sissa lagði mikla rækt við fjöl-
skyldulífið sem einkenndist af
hlýju, glaðværð, reglusemi og
snyrtimennsku. Sissa sýndi mér
mikið traust er ég var níu ára, er
hún bað mig að passa Guðrúnu,
einkadóttur þeirra hjóna. Það gerði
ég í mörg sumur og var það upphaf
áralangrar óslitinnar vináttu okk-
ar. Guðrún hlaut í arf ýmsa bestu
eðlisþætti foreldra sinna. Það var
gott að vera í návist hennar.
Öþvinguð glaðværð var henni eðlis-
læg. Lát Guðrúnar árið 1987 var
því öllum harmdauði.
Það eru forréttindi að hafa átt
langa samleið og vináttu Eyþórs,
Sissu og Guðrúnar. Ég þakka allar
ljúfu samverustundimar. Bömum
Guðrúnar og Einars V. Kristjáns-
sonar; Eyþóri, Sigríði, Atla Stefáni
og Auðunni og öðrum ættingjum
Eyþórs sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Eva Snæbjamardóttir.
í dag er til moldar borinn heið-
ursborgari Sauðárkróks, Eyþór
Stefánsson tónskáld. Eyþór fædd-
ist á Sauðárkróki í upphafi aldar og
kveður nú þegar öldin er öU. Hann
átti því samfylgd með íbúum Sauð-
árkróks og Skagafjarðar alls í nær
heila öld. Sú samfylgd varð gæfur-
ík. Eyþór átti manna stærstan þátt
í hverskonar menningarstarfi á
Sauðárkróki og í Skagafirði á meg-
inhluta tuttugustu aldarinnar.
Hann var í fararbroddi og miðlaði
samferðamönnum óspart af þeim
hæfileikum sem hann var gæddur í
svo ríkum mæli.
Trúlega munu tónsmíðar Eyþórs
halda minningu hans lengst á lofti
enda lög hans mörg hver gullfalleg.
Fyrir samferðamenn hans á Sauð-
árkróki skipti þó ekki síður máli
hversu virkur hann var í menning-
arlífinu um áratugaskeið. Hann var
burðarás í starfi Leikfélags Sauð-
árkróks og öllu tónlistarlífi. Þá er
ómetanlegt starf hans að því að
kenna tónmennt í skólum bæjarins
og utan þeirra líka.
Eyþór Stefánsson var höfðingi.
Hin hægláta ljúfmennska sem
einkenndi hann virkaði þannig á
samferðamenn að þeir hlutu að
sýna honum tilhlýðHega virðingu.
Virðuleik sínum og andlegri reisn
hélt Eyþór til síðasta dags.
Eyþór Stefánsson var kjörinn
heiðursborgari Sauðárkróks á al-
darafmæli byggðar á Sauðárkróki
árið 1971. Með því vildu bæjarbúar
sýna í verki hversu mjög þeir mátu
margháttuð störf Eyþórs í þágu
bæjarfélagsins.
Nú að leiðarlokum færir sveitar-
stjóm Skagafjarðar Eyþóri Ste-
fánssyni dýpstu þakkir fyrir öll
hans störf í þágu Sauðkrækinga og
Skagfírðinga.
Megi hann hvíla í friði þar sem
útsýni yfir Skagafjörð er jafnvel
enn fegurra en úr gluggunum í
Fögruhlíð.
Snorri Bjöm Sigurðsson
sveitarstjóri.
Eyþór Stefánsson, vinur minn og
samstarfsmaður til margra ára, er
látinn. Aðstæður í núverandi starfi
mínu leyfa ekki, að ég fylgi honum
hinsta spölinn, þá leið sem við
gengum æði oft saman á árum áð-
ur, frá Sauðárkrókskirkju og upp í
kirkjugarðinn á Nöfunum. Því hlýt
ég að skrifa hér fáein kveðjuorð.
Við Eyþór sáumst fyrst fyrir 40
árum, á aðventu 1959. Sauðárkrók-
sprestakall hafði þá verið auglýst
laust til umsóknar, og ég fór norður
til að kynna mér aðstæður. Presta-
kallið var án þjónustu, og ég var
beðinn að messa. Messan varð að
ýmsu leyti söguleg, en það sem
skipti mig mestu máli voru kynnin
af Eyþóri og kirkjukómum. Ég
skynjaði, hve mikils virði það var
fyrir hið kirkjulega starf að hafa
svo vel menntaðan mann sem Ey-
þór í starfi organista og söngstjóra,
rnann sem þar að auki var þjóð-
þekkt tónskáld. Það var líka auð-
fundið, að tengsl kórsins og Eyþórs
einkenndust bæði af gagnkvæmri
virðingu og kærleika. Ég fann, að
með þessu fólki yrði gott að starfa.
Ég var svo lánsamur að hljóta
kosningu og tók til starfa í Sælu-
viku Skagfirðinga 1960. Þar sá ég
nýja hlið á Eyþóri. Ég sá hann þá
sem söngstjóra á konsert, en einnig
sem leikarann og leikstjórann á
fjölunum í Bifröst. Dymbilvika og
páskahátíð vora þarna skammt
undan. Þeir dagar, frá pálma-
sunnudegi til annars páskadags,
bjóða upp á alla breiddina í íslensku
helgihaldi. Þetta voru dýrlegir dag-
ar fyrir mig. I fyrsta skipti í prests-
skap mínum fékk ég tækifæri til að
tóna hátíðasöngva sr. Bjama Þor-
steinssonar, yndislegasta tónlag
sem ég þekki. Eyþór og kórinn
komu vel á móti, af listrænni reisn.
Þess vegna urðu þetta raunvera-
legar hátíðir trúarlegrar upplifun-
ar, sem lyfti andanum í hæðir hrifn-
ingar, og fagnaðarerindið kom
beint í æð.
Ég kom til starfa á Sauðárkróki
eftir einhverjar hörðustu prest-
skosningar, sem um getur. Éyþór
kaus mig ekki. en það var ég aldrei
látinn finna. Ég var strax orðinn
presturinn hans. Þegar á leið fyrsta
árið var ég tekinn inn í Rotary-
klúbb Sauðárkróks, þar sem Eyþór
var fyrir. Þá varð það að lítt frávíkj-
anlegri venju, að Eyþór kom heim
með mér eftir Rotaryfundi á
fimmtudögum til þess að semja
með mér sálmaskrá fyrir messu
næsta sunnudags. Sjón hans fór
mjög hrakandi síðari árin, og þá
varð að takmarka sálmavalið við
það, sem hann þekkti vel. En hann
lét aldrei af þeirri venju sinni að af-
henda mér fyrir messu nánast
skrautritaðan miða með aðalatrið-
um guðsþjónustunnar.
Við urðum afar nánir samstarfs-
menn. Milli okkar urðu til æ sterk-
ari strengir náinnar vináttu. Við
þurftum ekki ætíð að segja hlutina.
Við vissum báðir nokkuð, hvernig
hinum leið.
Hólar í Hjaltadal voru okkur
helgur staður. Við vildum reisn
hins foma helgiseturs sem mesta
og studdum, sem við gátum, að
endurreisn þess. Eyþór stjómaði
gjarnan söng á Hólahátíðum og var
einkar kær minning Jóns helga Ög-
mundssonar, hins mikla söng-
manns. Á 850 ára afmæli Hólastóls
varð Eyþór þar fyrir andlegri
reynslu, sem hafði djúp áhrif á
hann. Éftir prédikun Sigurgeirs
biskups átti kórinn að syngja sálm
Skagfirðingsins Kolbeins Tuma-
sonar Heyr himnasmiður við lag
Sigvalda Kaldalóns. Þetta hafði
verið vel æft á Sauðárkróki dagana
á undan. Þegar Eyþór ætlaði að
grípa til nótnanna, meðan biskup
var að prédika, þá fann hann þær
ekki og gekk alveg úr skugga um,
að hann hefði ekki tekið þær með.
Þetta var honum áfall, því hann gat
ekki leikið þetta nótnalaust. Hann
sat því og hugleiddi, hvað hann
gæti tekið í staðinn. En, þegar hann
ætlaði að setja þær nótur á orgelið,
þá sá hann, að nótumar að hinu lag-
inu vora óvænt komnar þar. Hann
hélt því, að einhver kórfélaginn
hefði óvart verið með lagið með sér
og lék nú glaður hinn forna skag-
firska trúaróð. Þegar sálminum
lauk leit hann eitt augnablik af or-
gelinu til þess að nálgast messu-
söngsbókina, en er hann lét hana á
orgelið, þá vora nótumar umræddu
horfnar. Nótur Eyþórs fundust þá
fyrst, er komið var þangað heim,
sem síðasta kóræfingin hafði verið.
Þar höfðu þær gleymst. Hinar
komu, að hans dómi, öragglega úr
öðram heimi, og Eyþór þakkaði það
heilögum Jóni. Síðar, þegar ég stóð
eitt sinn sem oftar fyrir Hólahátíð,
þá bað ég Eyþór með löngum fyrir-
vara að semja tónverk til dýrðar
Jóni Ögmundssyni og skyldi það
flutt á hátíðinni. Hann tók lítt undir
það, en svo kom andinn yfir hann,
og þá varð tii hið fagra verk Dona
nobis pacem - Gef oss frið.
Eyþór var einlægur trúmaður og
leit á skáldlegan innblástur sem
ávöxt heilags anda, himneska gjöf.
í samræmi við þetta málaði hann
eitt sinn olíumynd. Þar sér inn í