Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 52

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 52
52 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, BERGLJÓT GUÐBJÖRG GESTSDÓTTIR (STELLA), Grundargötu 37, Grundarfirði, lést að morgni fimmtudagsins 11. nóvember á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför hennar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 11.00. Jakobína Thomsen, Níels Friðfinnsson, Gestur Jens Hallgrímsson, Bryndís Ágústa Svavarsdóttir, Gísli Hallgrímsson, Margrét Eysteinsdóttir, Bergsveinn Björn Hallgrímsson, Helga Lilja Sólmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. + Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, AXELJÓHANNESSON frá Gunnarsstöðum, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 11. nóvember. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 17. nóvember kl. 13.30. Sigurbjörg Malmquist Jóhannsdóttir, Kristín Margrét Axelsdóttir, Árni Árnason, Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, Viðar Hjartarson, Ellert Guðjónsson, Sólveig Guðbjartsdóttir og afabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NÍELSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, (ína), Réttarholtsvegi 83, lést fimmtudaginn 11. nóvember á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Elísabet Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Brynja Baldursdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hilmar Helgason, Jensína Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sambýlismaður minn, fóstri okkar og bróðir, JAKOBJÓNSSON, Faxabraut 17, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 11. nóvember. Kristín Gestsdóttir, Hilmar Bjarnason, Svavar Bjarnason, Richard D. Woodhead og systkini hins látna. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS INGVA KRISTINSSONAR vélstjóra, Hringbraut 92, Keflavík. Elísa D. Benediktsdóttir, Hilmar Þór Karlsson, Pramuran Chaophon Krang, Kristinn Rúnar Jónsson, Lára Gylfadóttir, Þórdís Guðfinna Jónsdóttir, Gunnar Rúnar Pétursson, Gunnar Bragi Jónsson, Bogey Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. 3 EYÞÓR STEFÁNSSON hennar Guðrúnar þar sem sér til hafs og fjalla. Eyþór var lifandi spilamaður og spilaði djarft. „Ljótt er engi Lárus- ar“ segir hann og leggur spilin á borðið, hallar sér afturábak, strýk- ur höndum yfir gagnaugu og aftur yfir hvítan koll og segir síðan þrjú grönd eða þaðan af meira. Vonandi eru betri engi á himnum en hjá Lárusi, hvort sem það er nú Lárus í Skarði eða sr. Lárus á Miklabæ; nú eða þá einhver enn einn Lárus. Eyþór og Sissa áttu eina dóttur, Guðrúnu, sem var augasteinn þeirra og bakhjarl í elli, fluttist frá Isafirði heim á Krók til að liðsinna þeim. Hún gaf út lög föður síns og stóð sem klettur við hlið hans og hjálpaði honum að standa fyrir heimilinu, því að Sissa var þá farin að heilsu, en Eyþór sinnti henni heima af stakri alúð. Guðrún lézt úr krabbameini 1987. Flestir hefðu bognað við slíkan hann, en Eyþór bar hann í hljóði. Hann var stoltur og vísaði erfiðleikum á bug - út á við. Góðvinir studdu hann og heim- sóttu, Ögmundur frændi hans sem fór til guðs í haust, Alla Rögg og Maggi heitinn, nágrannar hans, Auðbjörg Pálsdóttir og ýmsir fleiri. Sissa lézt 1992. Börn Guðrúnar, Eyþór, Sissa, Atli og Auðunn, hlúðu að honum, og þau sakna nú sam- verustunda. En honum fannst vist- in orðin löng undir Nöfum, og vís- ast er Eyþór nú farinn að semja lög hjá guði. Hann fæddist á fyrsta ári 20. aldar og fór þegar hillir undir nýja öld, nýjar tölur í öllum sætum. Minna hefur nú orðið skáldum að yrkisefni! Eftir að ég komst til vits og ára fór ég síðla aðfangadagskvölds upp í Fögruhlíð með jólagjafir að heim- an til Eyþórs og Sissu. Þessar heimsóknir eru ofarlega í huga þeg- ar minnzt er jóla, því að æskujól eru og verða sérstök hátíð í huga manna. Þau sátu innst í stofunni, bærinn fyrir neðan, upplýstur og hljóður, og ég kom gjaman þegar Sissa var að lesa jólakort og kveðj- ur. Stundum að spila jólasálma. Og þarna söng ég sálma á stúdentsár- um mínum, gjörsamlega laglaus maðurinn, alveg feimnislaust. Ey- þór við píanóið, Sissa hélt lagi og hafði augun lokuð, líklega til að heyra minna í mér. Gamalt fólk gleymist oft, einkum þeir sem verða svo gamlir að þeir lifa alla hina. Nú er eiginlega bara hún Stína frænka eftir af þeirri kynslóð sem fæddist og ólst upp á Króknum eftir aldamótin, fædd 1905. Hún söng hjá Eyþóri, lék undir hans stjórn og bjó undir sama þaki og hann á sjúkrahúsinu und- anfarin ár. Stína fór ár hvert á af- mælisdaginn hennar Sissu upp til gamla mannsins, eins og hún segir, og þau spjölluðu um liðna daga og hlógu saman. Nú er hann farinn. Hann bognaði aldrei, ekki fremur en grenitréð hans Stephans G., hann brast í bylnum stóra eins og við gerum öll. Við systkinin Herdís, Sigurlaug, fjölskyldur okkar og ekki sízt hún Stína Sölva þökkum áratuga sam- fýlgd. Það er gott þegar gamlir kveðja sáttir og eigi hann góða heimkomu. Sölvi Sveinsson. Fyrir ungmenni er það eftir- sóknarvert að njóta áhrifa og við- kynningar göfugra manna á mótun- arárunum, en það er háttur örlaganna að börn og unglingar skuli hljóta afar misjafnlega eftir- sóknai-verða úthlutun í þessu dæmi. Sá sem hér er kvaddur, Ey- þór Stefánsson, var einn þeirra manna sem höfðu mikil áhrif á um- hverfi sitt. I þúsund manna byggð, eins og Sauðárkrókur var um miðja öldina, virkaði hann fyrir utanað- komandi nemanda í Gagnfræða- skóla Sauðárkróks eins og einhvers konar goðvera. Hann var fulltrúi listarinnar, hann var listin holdi klædd. Hann var tónskáld, kór- stjóri, organleikari og svo var hann einnig leikstjóri og leikari. Hann bar í sér fágun sem hlaut að smita út frá sér. Það var sem framkoma hans væri útfærð af mikilli ná- kvæmni. Hreyfíngar hans virtust hnitmiðaðar. Einnig mál hans. Eg var svo heppinn að njóta leiðsagnar hans sem nemandi í þessum skóla og hann hafði vissulega lag á því að mennta nemendur sína. Hann kenndi þeim tónlist. Og hann kenndi framsögn. Og hann tók leikrit og lét nemendur læra hlut- verkin og setti þetta síðan upp á svið svo að allur almenningur mætti nú skoða það, hvernig til hefði tekist. Það varð hlutskipti mitt að fara með hlutverk í einu svona leikverki, „Happinu" eftir Pál Árdal. Eyþór hafði úthlutað mér hlutverki hreppstjórans og mér er þetta minnisstæðara en ella vegna þess að einn leikarinn, sem lék á móti mér, átti að fara út af sviðinu eftir samtal við hreppstjór- ann, en ruglaðist eitthvað í textan- um og ætlaýi að hlaupa yfir kafla í leikritinu. I stað þess að fara út, sagði hún við mig: „Heyrðu Hallur, ég þarf að tala um svolítið við þig.“ Eg mundi að þetta átti að koma síð- ar í leikritinu og tók mér nokkrar sekúndur til að hugsa málið en sagði svo við vinnukonuna: „Eg má ekkert vera að þessu,“ um leið og ég stikaði út af sviðinu. Eg man að það var mjög ánægður leikstjóri sem tók á móti mér baksviðs en jafnframt fannst mér að þetta væri nokkuð sem hann hefði ætlast til af mér og ég skyldi ekki vera að eyða tíma í að hugsa frekar um þetta enda var nú leikritinu ekki lokið. Mig minnir að sýningarnar hafi verið fimm og ég man að mér þóttu þær mátulega margar og ættu ekki að vera fleiri. Mér var víst ekki ætl- uð framtíð í hreppstjóraembætti. Eyþór kenndi einnig söng og aðra tónmennt. Hann valdi nokkur atriði úr forðabúri tónlistarinnar og bar þetta á borð fyrir okkur. Stund- um gat það verið áhrifamest hvern- ig og með hvaða blæbrigðum hann sagði hlutina. Þegar kom að Beet- hoven íklæddist rödd hans sérstök- um blæ. Af því mátti skynja að ekki bæri að líta á Beethoven sem ein- hvern ofur venjulegan mann. Ey- þór kenndi okkur einnig að syngja í kór, syngja raddaðan söng, og hann hafði mikið dálæti á sönglaginu „Hver á sér fegra föðurland", en þetta er, eins og alkunna er, ætt- jarðarljóð sem var ort í tilefni af þeim merka atburði, að þjóðin gat látið gamlan draum rætast og stofnaði lýðveldi á þingvöllum 1944. Þetta lag lét hann okkur syngja mörgum sinnum. „Island ögrum skorið“ var sömuleiðis í miklum metum hjá Eyþóri en ég minnist þess ekki að hann hafi kennt okkur þau fallegu lög sem hann hafði sam- ið sjálfur. Hógværð var einn þeirra þátta sem persónuleiki hans var spunninn úr. Megi sál hans hvíla í friði. Hans mun verða minnst fyrir það að hafa auðgað skagfirskt lista- og menningarlíf með starfi sínu á liðnum áratugum. Hans mun verða minnst sem eins besta sonar Skagafjarðar. Jón Kristvin Margeirsson. JON KJARTANSSON + Jón Kjartansson fæddist 24. apríl 1945. Hann iést af slysförum 26. októ- ber síðastliðinn. Ut- för Jóns fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. nóv- ember sl. Látinn er vinur minn og vinnufélagi Jón Kjartansson langt fyrir aldur fram. Jóni kynntist ég 1968 þeg- ar ég byrjaði vinnu í einum af loftlínuflokk- um hjá Símanum og vorum við Jón ökumenn hvor á sínum línubílnum. A sumrin vorum við í tjöldum og síðan í vinnuskúrum fram á vetur og ferð- uðumst um allt land. Jón var þá hjá föður sínum Kjartani Sveinssyni símaverk- stjóra. Það má segja að Jón og hans systk- ini séu alin upp að hluta í símaflokk, því að Kjartan faðir þeirra var öll þau ár síma- verkstjóri og móðir þeirra Þórhildur sem nú er látin var ráðskona á sumrin. Jón var glæsilegur maður, hann hann var einstaklega laginn öku- maður og t.d. var með ólíkindum hvað hann komst í ófærð, svo eftir var tekið. Mér er líka minnisstætt þegar við fórum hvor á sínum trukknum að gera við símalínur á Skeiðarár- sandi og í Öræfum vorið 1970 en þá var ekki búið að brúa árnar á Skeið- arársandi og urðum við því að aka yfir ár og vötn undir traustri og ör- uggri stjórn Kjartans Sveinssonar, þeir feðgar voru mjög reyndir í vatnaakstri enda Skaftafellssýslur þeirra upprunasvæði. Árið 1972 varð hann svo síma- verkstjóri með sinn eigin vinnu- flokk í Þingeyjarsýslum, síðar fluttu þau hjónin Jón og Bertha norður og settust að á Húsavík og fann ég að þeim leið þar mjög vel innan um góða vini og vinnufélaga. Það er mjög sorglegt að horfa á eftir svo góðum félögum sem fórust á svo hörmulegan hátt en minning-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.