Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 55 Við áttum okkar sameiginlegan draum um að setja grindur í fjár- húsin svo kindunum okkar liði bet- ur. Orðin voru mörg og samræður margar um þetta, en lítið varð úr verki. En nú er draumurinn okkar að rætast og ég var að vona að þeg- ar grindurnar væru komnar upp og ærnar komnar inn gætir þú komið og séð drauminn okkar, en tíminn leyfði það ekki að þú gætir komið og sagt mér hvernig þér litist á. En ég trúi því samt að þú sért búinn að koma og skoða þetta og sért ánægður. Þegar við hittumst aftur klárum við að ræða um drauminn okkar og lögum það sem betur mátti fara. Nú síðastliðin ár höfum við Bjössi og þið amma átt góðar stundir saman héma á Björk. Þið hafið verið svo góð og hjálpleg við okkur og ég vildi að ég hefði getað hjálpað ykkur meira. Það var því tómlegt að vera hérna eftir að þið fluttust á Selfoss fyrir um ári, en það er ekki svo langt á milli Bjark- ar og Selfoss að það væri nein fyrir- staða til að hittast og spjalla. Meira að segja höfðuð þið Bjössi sama smekk fyrir bröndurum og gátuð oft hlegið dátt. A sjötugsafmælinu þínu í fyrra gáfum við barnabörnin þér mynd af vinunum þremur, þér, Væng og Ka- ró. Eg hef svo oft tárast þegar ég horfi á þessa mynd því þessi mynd er svo lifandi. Hesturinn og hund- urinn lifna við og þú verður heill heilsu. Nú þegar ég horfi á mynd- ina og þið allir eruð fallnir frá og búnir að hittast á ný, sakna ég enn meira þeirra stunda sem við öll átt- um saman og ég hlakka til að hitta ykkur á ný, hvenær sem það verð- ur. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku afi minn, og bið guð um að varðveita þig. Þegar sorgar titra tárin trega mistur byrgir sýn. Huggar, græðir hjartasárin hlý og fógur minning þín. (F.S.) Þín . Inga. Sólbrúnn, í lopapeysu, glottandi með hógværð og í lopavettlingum með aukaþumli blaktandi í sumar- vindi. Þetta var afi sem mætti okk- ur á traktor í heyskap. Þetta átti við hann og þarna kunnum við bezt við hann. Afi var okkar allra og allir voru hans, hann gerði hvergi upp á milli. Flestar okkar æskuminningar eru tengdar honum á einhvern hátt hvort sem við vorum í bónda- beygju, úti á túni eða að reyna að labba í takt. Við héldumst í hendur á leið í fjárhúsin og var leikurinn alltaf sá að reyna að taka jafn stór skref og afi og labba í takt við hann, þetta var nokkuð erfitt fyrir fætur sem þá voru litlir, en alltaf jafn gaman. Við urðum aldrei of gamlar til að labba í takt. Afi kall- aði okkur vinnumennina sína og það var ekki að ástæðulausu, við vorum mestmegnis með honum þann tíma sem við komum í sveit- ina, að vinna útistörfin með honum og öllu því sem hann unni svo vel. Við lærðum sitt hvað í leiðinni hvort sem það var að halda á hamri 9g negla nagla, þylja lengsta orð á Islandi eða prjóna, hekla og spila vist, já hann leyndi á sér. Oft vorum við hjá afa og ömmu á vorin í sauðburði. Mesta sportið var að fara með afa um túnin á Land- Rovernum, seinni árin á Lödunni, og í flestum ferðunum sem hann fór var hann alltaf með fullan bíl af fólki, og við fengum a.m.k. að reka eina kind heim eftir rúntinn. Þegar við systurnar vorum með afa úti að vinna og vorum á leiðinni heim tal- aði hann alltaf um að við værum eins og Gísli, Eiríkur og Helgi. Þeg- ar það var rólegt þá sat afi oft í stólnum sínum í stofunni að reyna við krossgátur eða slappaði af og hraut hástöfum og heyrðist það næstum því um allt hús. Afi kenndi okkur mörg spil, þar á meðal vist og voru nú mörg spilin sem spiluð voru við stofuborðið. Þegar maturinn var settur á borðið var kapphlaup um hver fengi sætið við hliðina á afa sem sat alltaf í hægra horninu, það var alltaf besti staðurinn. Við erum hér nú með orðin tóm til að kveðja þig, fyrr en við vonuð- um, en þinn tími var kominn og þetta var frelsi fyrir þig þar sem þú ert kominn á stað sem þér líður loksins vel. Ljúfasti og bezt verð- skuldaði maður til að lifa varst þú, afi. Við sjáumst seinna, kát að vanda og löbbum í takt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.S.) Þínar Helga og Þóra Steinunn. Sártervinarað sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, iiflr þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma gefursyrgjendumfró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Það var fyrir nær 20 árum að leiðir okkar Tryggva lágu fyrst saman, þegar bömin okkar stofn- uðu heimili, síðan kom okkar fyrsta sameiginlega bamabarn, hún Inga Bima, og þá leiddi hver ánægju- stundin aðra eftir því sem bömun- um fjölgaði, næst Tryggvi og síðast Guðbjörg. Óg eftir því sem árin liðu fjölgaði stundunum í gleði og góðu atlæti með þeim hjónum Imbu og Tryggva. Tryggvi minn, við þökkum þér allar þær góðu stundir sem við átt- um með þér og hefðum svo gjarnan viljað hafa þær fleírí, en enginn ræður sínum næturstað. Við vitum að þín verður sárt saknað úr þinni heimasveit, Mýva- tnssveit, en þangað vora árvissar ferðir ykkar fjölskyldunnar, þar sem þið áttuð góðar stundir. Frænku þinni Veigu í Neslöndum viljum við senda innilegar samúð- arkveðjur, svo og Reyni bróður þín- um í Eyvík og fjölskyldu hans. Kæri Tryggvi Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótL Þó svíði sorg mitt hjarta þásælter aðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverðlderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir ogiýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Elsku Imba mín, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til þín, barna ykkar, tengdabarna og bama- barna, og biðjum við algóðan guð að vera með ykkur um alla framtíð. Guðbjörg, Björn og fjölskylda. Elsku Ti’yggvi minn. Nú þegar ég fékk fréttina um að þú værir farinn yfir móðuna miklu, sem skil- ur á milli okkar jarðneska heims og Guðs heima, þá leitar hugurinn til baka er við vorum börn. Þangað sem þú varst fæddur og uppalinn til fullorðinsára, að Syðri-Neslönd- um í Mývatnssveit. Þessi fallega sveit, hvort heldur var að vetrar- lagi, er vatnið var ísilagt, og tungls- ljósið speglar sig í ísnum, og norð- urljósin tindra og liðast um himinhvolfið með sínum glitrandi stjörnum. Og sumrin með sinn græna feld, sem klæðir hólma og eyjar, vítt um vatnið og fallegar hraunborgir og drangar skera sig úr við ströndina. Þar má sjá marg- ar kynjamyndir frá ólíku sjónar- horni ef augað er glöggt. Svo er þá haustið með öll sín litbrigði, allt frá gulum til dökkbrúns litar, ásamt lyngi og kjarri upp til heiða, með fjölskrúðugu litavali frá ljósasta rauðu til dumbrauðs. Þér þótti allt- af vænt um sveitina þína Tryggvi minn, þar sem bemskusporin lágu. Ég fékk að deila þessu með þér sem lítil stelpa sem alin var upp hjá foreldrum þínum nokkur ár, svo ég leit á þig sem stóra bróður sem allt gast og kunnir. Við gerðum margt til samans. Það var gaman er við fórum að leggja silungsnetin og vitja um þau daginn eftir. Oft var góð veiði, en allra skemmtilegast var þegar við fóram á bátnum út á vatnið með spón að veiða. Það var mikil eftirvænting hvort nú biti á krókinn. Það var svo gaman að koma heim með bröndu í soðið. I Syðri-Neslöndum var tvíbýli og því mannmargt og börn á báðum býl- um. Það var glatt á hjalla hjá okkur börnunum og nóg við að vera. Þú varst alltaf tilbúinn að dragast með mig og hjálpa mér elsku Tryggvi minn þótt ég væri óþæg og stríðin. Þú varst alltaf glaður og hjálpsam- ur við alla, sama hver það var. Þú varst léttur í lund og stutt var í brosið. Síðan skildi leiðir og þú fluttist með foreldram þínum og konuefni suður að Björk í Gríms- nesi og þið bjugguð þar öll þar til síðar að þú tókst við jörðinni ásamt Ingibjörgu konu þinni og börnum ykkar þremur. Én oft var farið norður á æskuslóðir ásamt fjöl- skyldum barna ykkar í gegnum ár- in. En á Björk er líka mikið og fal- legt útsýni, þar festuð þið hjónin rætur. Og aíltaf var gott að koma til ykkar að Björk og allir velkomnir, enda oft gestkvæmt hjá ykkur. Mínar leiðir lágu í aðra átt og um árabil bjó ég utanlands, en aldrei slitnuðu böndin milli okkar og fjöl- skyldu þinnar elsku Tryggvi minn. Þakka þér fyrir það og öll liðnu ár- in. Þegar ég kom til þín nú á síðustu dögum þínum þá varstu mjög þreyttur og veikur, en þú varst glaður að sjá mig og þótt þú gætir ekki talað við mig þá spjallaði ég við þig og rifjaði upp liðna tíma er við voram bþrn í sveitinni þinni fyrir norðan. Ég sá það á brosinu þínu að þú fylgdist með og varst ánægður með mitt raus. Jæja vinurinn minn, nú era þrautir þínar yfir og þér líð- ur vel, því góður Guð er með þér og linar allt. Ég mun ætíð muna þig, þú varst sem bróðir. Við mætumst öll síðar handan móðunnar miklu. Elsku Ingibjörg mín, Guðrún, Tómas og Páll, fjölskyldum ykkar sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Stella Þorvalds. Það var sumarið 1953 að ég var svo lánsöm sem unglingur að kom- ast í sveit til ungu hjónanna á Björk í Grímsnesi, Tryggva og Imbu. Ég var þar alls í þrjú sumur auk þess sem ég í mörg ár kom þangað í jóla- leyfum. Tryggvi hafði tveimur ár- um áður ásamt bróður sínum og foreldram flutt frá Syðri-Neslönd- um í Mývatnssveit. Þar var orðið of þröngt um fjölskylduna, Tryggvi hafði þá kynnst konu sinni, Ingi- björgu Pálsdóttur frá Steinsmýri í Meðallandi. Imba og Tryggvi vora full bjartsýni og hófu þegar að rækta og stækka túnin. Þrátt fyrir ná- lægðina við Sogsvirkjun var raf- magn ekki enn komið en ýmsar nýj- ungar í landbúnaðarvélum vora að líta dagsins ljós. Kýr vora að sjálf- sögðu handmjólkaðar og farið var með mjólkurbrúsana daglega á hestakerra um klukkustundar leið. Fyrstu árin var farið á engjar en með stækkun túna lagðist engja- sláttur brátt af. Vel var slegið og vel rakað enda höfðu Mývetningar, sem bjuggu þröngt, tamið sér mikla nýtni. Skepnumar, sem vora undir- staða búsins, vora vinir manns og aðbúnaður þeirra skipti miklu máli. Tryggvi hafði ákaflega gaman af hestum og naut þess að eiga góða EDITH MARIA MEADOWS + Edith Maria Meadows var fædd í Keflavík 13.6. 1944, hún lést í Jacksonville, Flór- ída 18. október síð- astliðinn. Móðir hennar er Dórótliea Friðriksdóttir, f. 15.12. 1921, fóstur- faðir var Páll Árna- son, f. 31.5. 1924, d. 4.5. 1999. Edith var tvígift, fyrri eigin- maður hennar var Edward Lee Hopk- ins, böm þeirra era Leeann Marie May, f. 18.9. 1966, gift Sheridan May. Þau eiga 2 dætur, Charles Hopkins, f. 6.9. 1967, kvæntur Rebekku Hopk- Þessar sorgarfréttir era búnar að vera í undirbúningi lengi, lengi. Og með hrærðum huga kveð ég vin- konu mína Edith. Ég veit að kvalir og vonbrigði, við þessa erfiðu bar- áttu, sem hún háði svo ötullega, hef- ur verið líkn að lokum. Eftir aUa glaðværð gærdaganna sem við átt- um bæði einar og í margmenni, þá er það svo greinilegt, hvað hennar verður sárt saknað af okkur öUum. Það er langt mUli borganna Pan- ama City og Jacksonwill svo það var alltaf með undirbúningi og tilhlökk- un að hittast. Og aUtaf vora heim- sóknirnar allt of fljótar að líða, þótt við létum sólarhringinn hafa miklu fleiri vökustundir en svefnstundir. Oft vora þessar heimsóknir í tengsl- um við mannamót þar sem við vor- um þá líka með öllum Islendingun- um og þá með hátíðarskap í huga. Gærdagamir verða því ekki fleiri, en í þeim gátum við glaðst aft- ur og aftur, einnig eftir á. Við nut- um þess Uka mjög mikið að deila með okkur sögum um gærdaga sem við höfðum upplifað áður en okkar leiðir lágu saman, það voru nefni- lega mjög margar hliðstæður í öll- ins. Þau eiga tvær dætur. Páll Ray Hopkins, f. 14.3. 1973. Fyrir átti Edith dótturina Dórótheu Jónsdótt- ur, f. 18.10. 1961, gifta Pétri Hauks- syni. Þau eiga þijú börn. Dóróthea var uppalin hjá móður Edithar og fóstur- föður. Eftirlifandi eiginmaður Edithar er Gerald B. Mea- dows, f. 26.1.1940. Bálför hennar hef- ur farið fram í JacksonviIIe Flórída, en minningarathöfn verður í Keflavíkurkirkju í dag og hefst hún klukkan 11. um þeim gærdögum, því til dæmis vorum við báðar bammargar, lát- laust voram við í upprifjun um upp- eldisstörf, og nú mátti hlæja hátt og dátt að því sem okkur hafði fundist hláturslaust meðan á þeim gærdög- um stóð. Minningamar allar era mér sönn gersemi. Hvíldu í friði. Með söknuði kveð Alda Óladóttir Bredehorst. Elsku mamma, kveðjustundin er rannin upp alltof fljótt, þótt við sem voram í kringum þig vissum að hverju stefndi þá eram við aldrei undirbúin þegar á reynir. Þú varst búin að berjast hetjulega og ótrú- legt hvað þú varst jákvæð og kjörk- uð allan tímann, það var verst hversu langt var á milli okkar, þú í Ameríku en ég á íslandi. Ég heim- sótti þig tvisvar á þessu ári og svo var ég á leiðinni til þín aftur, því þú varst svo veik en ég náði ekki að koma nógu fljótt, þú lést daginn sem ég lagði af stað. Þegar fósturfaðir þinn, pabbi minn, lést í maí gast þú ekki komið hesta. Hann og Imba gripu gjarnan þau tækifæri sem gáfust til útreiða. Það var sérlega létt yfir heimilislíf- inu enda átti Tryggvi mjög auðvelt með að sjá það spaugilega í tilver- unni. Hann var einkar notalegur og þægilegur í viðmóti. Þau hjón höfðu lag á því að láta unglingum og börn- um líða vel, hvetja þau og taka eftir þegar vel var gert. Það var gæfa hvers ungmennis fyrr á árum að komast á gott sveitaheimili og finna að framlag þeirra skipti máli, þama skynjaði maður nálægð náttúra, meðal annars mikilvægi þess að ná inn heyjum þegar til þess viðraði, hvort sem var á nóttu eða degi, helgan dag eða virkan. Störfin vora margbreytileg og heillandi. Á þess- um árum fæddust tvö elstu bömin, Guðrún og Tómas, og umhyggja og stolt Tryggva leyndi sér ekki. Með Tryggva og Imbu bjuggu foreldrar Tryggva sem þau hjón reyndust einstaklega vel. Þótt Tryggva félli vel á nýjum stað bar náttúrafegurð Mývatnssveitar oft á góma. Oft var gestkvæmt á Björk og sumir gestir dvöldu í lengri tíma. Ég minnist þess er ég seinna bað um að fá að koma með einn árgang úr skólan- um í heimsókn að sjá nýfædd lömb, að ekkert var sjálfagðara og allur hópurinn fékk mjólk og nýbakaðar kleinur. Snemma bar á því að Tryggvi þoldi illa heyryk og síðustu ár barð- ist hann meðal annars við heymæði og lungnaþembu. Hann tók erfiðum veikindum sínum af æðraleysi og alltaf var jafn notalegt að hitta hann, sem reyndar var allt of sjald- an. Að leiðarlokum vil ég þakka tryggð og vináttu en sér í lagi vera mína á Björk sem ég geymi í huga mér sem dýrmæta perlu. Elsku Imba, böm og barnabörn, megi Guð vera með ykkur á erfið- um tíma. Stella Guðmundsdóttir. því þá varst þú svo veik, ég veit að það vai' erfitt hjá þér að geta ekki komið og verið við útför hans, og ef- ast ég ekki um að hann hefur tekið vel á móti þér þegar þú yfirgafst þennan heim. Við eigum margar góðar minningar og þær gleymast ekki. Við systkinin vorum að fara í gegnum allar myndirnar hjá þér og þar vora myndir frá því þú varst lít- il, og við þegar við voram lítil og all- ir merkir og daglegir atburðir sem spanna allan þennan tima. Það var margt sem rifjaðist upp við þessa myndaskoðun og þökkum við fyrir að þú áttir svona stórt og myndar- legt myndasafn því það er það sem tengir okkur öll saman, að hittast, skoða myndir og rifja upp atburði, og minnast allra samverastundanna sem við áttum saman. Ég veit þú heldur áfram að vaka yfir okkur eins og þú hefur ávallt gert þótt langt hafi oft verið á milli okkar. Þú varst kona sem lést þér ekki allt fyrir brjósti brenna, hafðir ákveðnar skoðanir á hlutunum og varst ekki lengi að redda því sem þurfti að redda, því er nú stórt skarð í fjölskylduhópnum okkar enda var hann ekki stór fyrir. Þú varst einkadóttir móður þinnar og fósturfoður, þú áttir mig sem var síðan alin upp hjá móður þinni og fósturfóður, þú eignaðist síðan aðra dóttur og tvo syni í Ameríku. Það er sem betur fer mikið samband á milli okkar systkinanna. Þótt ég hafi ver- ið alin upp hjá þínum foreldram þá kallaði ég þig alltaf mömmu, ég var rík því ég átti tvær mömmur, eina í Ameríku og aðra hér heima. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Kveðja, þín dóttir Dóra. r Blómabúðii-v > öa^ðsKom t v/ PossvogsUiulcjugapð j Síini: 554 0500
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.