Morgunblaðið - 13.11.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 59.
UMRÆÐAN
Sykursýki - ímynd
við aldamót
A MORGUN, 14.
nóvember 1999, er síð-
asti alþjóðadagur syk-
ursjúkra á þessari öld
og u.þ.b. 80 ár liðin frá
því hormónið insúlín
var fyrst einangrað.
Fyrir þann tíma var
þeim sem fengu teg-
und 1 af sykursýki
bráður bani búinn.
Gjörbylting hefur orð-
ið í umönnun sykur-
sjúkra á þessari öld og
því ekki úr vegi að
hugleiða hvar við
stöndum.
Sykursýki greinist í
tvær megintegundir.
Annars vegar er það tegund 1, þar
sem verður hratt vaxandi briskir-
tilsbilun og nær algjör skortur á
hormóninu insúlíni. Hins vegar er
það tegund 2 (oft kölluð fullorðins-
sykursýki), en þar er til að byrja
með einungis um að ræða hlutfalls-
legan skort á insúlíni. HoiTnónið
insúlín er mikilvægasta hormónið í
flókinni homónafléttu sem sér um
fmstillingu á magni glúkósa (blóð-
sykurs) í blóðinu. Um þessar mund-
ir er algengi beggja tegunda syk-
ursýki að aukast víðast hvar í
heiminum og eru sumar ástæður
þess þekktar. Ef til vill má rekja
hluta til vaxandi offitu og nútíma
lifnaðarhátta vesturlandabúa.
Þannig er það reyndar sérstaklega
tíðni tegundar 2 sem er að aukast en
almennt má segja að sú tegund
hrjái a.m.k. 8 af hverjum 10 ein-
staklingum með sykursýki.
Sykursýki er langvinnur (krón-
ískur) sjúkdómur sem enn er ekki
hægt að lækna, en hægt er að halda
fólki einkennalitlu með ýmsum ráð-
um. Það er reyndar svo að tegund 2
af sykursýki byrjar oft á tíðum
mjög rólega og með litlum einkenn-
um öðrum en vægri þreytu, sleni, og
e.t.v. þorsta og auknum þvaglátum.
Rafn
Benediktsson
Þetta þýðir í reynd að
fjöldi manna á fullorð-
insárum hefur syk-
ursýki án þess að vita
af því. Reyndar eru
margir sem vita af
vægri hækkun á blóð-
sykri en skeyta lítt eða
ekki um það. En skipt-
ir það máli? Jú, það vill
svo til að erlendar
rannsóknir hafa sýnt
að allt að fjórðungur
nýgreindra einstakl-
inga með tegund 2
hafa fylgikvilla sjúk-
dómsins þegar við
greiningu. Þessir fylg-
ikvillar eru fyrst og
fremst æðasjúkdómar sem leggjast
á hjarta, augu, nýru, taugar, útlimi
o.fl.
Með uppgötvun insúlíns varð
mögulegt að lengja líf einstaklinga
með tegund 1 sykursýki en fljótlega
varð þess vart að þessum einstakl-
ingum hætti til að fá fylgikvillana
sem nefndir eru hér að ofan. Mikið
hefur þó áunnist og ljóst að nú eru
horfur m.t.t. fylgikvilla allt aðrar og
miklu betri en fyrir 50 árum. Þó að í
upphafi skorti sannanir, trúðu
margir því að góð blóðsykurstjórn
skipti þama höfuðmáli. Það var þó
ekki fyrr en 1993 að fyrstu óhrekj-
anlegu sannanimar komu fram. Þá
birtist bandarísk rannsókn sem tók
einungis til einstaklinga með teg-
und 1 af sykursýki, en 1998 birtist
síðan viðamikil bresk rannsókn sem
staðið hafði í 20 ár, en þar kom fram
hið sama fyrir tegund 2 af syk-
ursýki. Það kom reyndar heldur á
óvart í bresku rannsókninni að góð
blóðþrýstingsstjóm reyndist ekki
síður mikilvæg til að koma í veg fyr-
ir og hægja á framgangi fylgikvilla
sykursýki. Meðferð sykursýki snýst
því alls ekki bara um sykur!
Bjöminn var auðvitað ekki unn-
inn þegar tókst að einangra insúlín
Börn með
klumbufætur
MESTUR hluti
klumbufóta er afleið-
ing vanþróunar á
vöðvum, beinum og
sinum í fótlegg fyrir
neðan hné. Þessi
röskun á þróuninni
verður á fyrstu vikum
fósturskeiðsins.
Klumbufætur getur
verið misstífir og
röskunin mismikil.
Meðferð við klumbu-
fótum hefst venjulega
hér á landi fljótlega
eftir fæðingu. Fyrsta
stigið er gifsmeðferð,
svo spelkumeðferð og
stundum aðgerð ef
Sigurlaug
Vilbergsdóttir
þess er þörf. Tilgangur meðferðar-
innar er að ná fótunum eins eðli-
legum og mögulegt er. Allt er það
Samtök
Á sunnudag, segir
Sigurlaug Vilbergs-
dóttir, verður haldinn
stofnfundur samtaka
foreldra barna
með klumbufót.
háð stífleika fótanna. Framvindan
ræðst af því hversu mikill gallinn
er því engir klumbufætur eru eins.
Erlendar rannsóknir sýna að
u.þ.b. eitt af hverjum
750 börnum fæðist
með klumbufætur.
Einn eða báðir fætur
geta reynst með þenn-
an galla. Klumbufæt-
ur eru algengari hjá
drengjum en stúlkum.
í dag er farið að
greina klumbufætur í
ómskoðun og gefur
það foreldrum aukið
tækifæri á að afla sér
upplýsinga um
klumbufætur og með-
ferð þeirra.
Sunnudaginn 14.
nóvember nk. kl.
17:00 verður haldinn
stofnfundur samtaka foreldra
barna með klumbufætur í sal Um-
hyggju á Laugavegi 7. Tilgangur
félagsins verður að gæta hags-
muna barna með klumbufætur,
miðla reynslu og stuðla að aukinni
fræðslu. Leitast verður við að að-
stoða þá foreldra sem litlar upp-
lýsingar hafa um klumbufætur og
meðferð þeim tengda. Það hefur
sýnt sig að þörfin fyrir samtök sem
þessi er fyrir hendi. Það er von
okkar sem stöndum að stofnun
þessara samtaka að þeir sem
tengjast þessu málefni á einhvern
hátt taki þátt í að mynda öflugt og
gott félag sem starfar markvisst að
hinum ýmsu málefnum barna með
klumbufætur.
Höfundur er þroskaþjálfi.
Sykursýki
Sykursýki er langvinnur
(krónískur) sjúkdómur
sem enn er ekki hægt að
lækna, segir Rafn Bene-
diktsson, en hægt er að
halda fólki einkennalitlu
með ýmsum ráðum.
og enn í dag, að nær öld liðinni, er
ekki hægt að líkja nákvæmlega eftir
mynstri seytingar insúlíns eins og
hún er hjá heilbrigðum einstakling-
um. Til að bæta þetta upp, fólst
meðferðin í árdaga því í mjög
ströngu mataræði sem fyrst og
fremst einkenndist af höftum og
takmörkunum á kolvetnaneyslu.
Vægi nákvæmrar talningar á kol-
vetnum eingöngu hefur þó minnkað
með tilkomu handhægra tækja til
nákvæmra og fljótlegra mælinga á
blóðsykri auk betri og hentugri að-
ferða við insúlíngjöf. Þannig hafa
ýmis næringarkerfi sem byggjast á
tiltölulega einföldum þumalfingurs-
reglum sýnt sig að vera eins góð til
ái-angurs og hin eldri. Það er einnig
orðið ljóst að það er ekki síður mik-
ilvægt að líta til annarra hluta fæð-
unnar eins og mettaðrar fitu.
Þó kolvetnaskerðing geti í vissum
tilfellum verið nauðsynleg og stuðl-
að að bættri blóðsykurstjóm er hér
eins og alltaf - meðalhófið er best.
Það mætti snúa dæminu við og
segja að sérstakt fæði fyrir sykurs-
júka sé tímaskekkja og skyns-
amlegast sé fyrir alla íslendinga að
temja sér neysluvenjur þær sem nú
er mælt með fyrir sykursjúka. Það
gæti a.m.k. stuðlað að bættri ímynd
sykursýki en haftastefnan er ein-
mitt til þess fallin að sykursjúkir
skeri sig úr hópnum. Þetta er mikil-
vægt þegar haft er í huga að um er
að ræða sjúkdóm sem einstakling-
urinn getur þurft að búa við í hálfa
öld.
Ef við veltum þá aðeins fyrir okk-
ur umgengnisvenjum okkar um
sælgæti, þá mætti halda að sælgæti
væri ein tegund vítamína. Eða hvað
eiga bömin að halda þegar til em
sérstakir nammidagar sérstaklega
ætlaðir til að úða í sig gottinu. Það
er augljóst að þetta getur gefið til-
efni til eineltis og er aftur til þess
fallið að gera sykursjúka „öðmvísi".
Það er auðvitað rétt að sykursjúkir
þurfa að umgangast sætindi með
varúð, en það gildir líka fyrir aðra
og í ljós hefur komið að sé fylgt ein-
fóldum reglum, þá þarf alls ekki að
útiloka allan sykur eða sætindi úr
fæðu sykursjúkra. Enn væri hér
hollast öllum íslendingum að fylgja
þeim ráðleggingum sem sykursjúk-
um em gefnar.
En hvað þá með sérvöra fyrir
sykursjúka? Er til súkkulaði eða
kökur sem sykursjúkir geta borðað
án þess að hafa samviskubit? Hafta-
stefnan veldur jú því miður oft sam-
viskubiti vegna þess að margir geta
ekki farið eftir þeim ráðleggingum
sem verið var að gefa (er samvisku-
bit í 50 ár gott fyrir sálina?). Haft-
astefnan opnaði fyrir þann mögu-
leika að markaðsetja sérvöm fyrir
sykursjúka sem hefur ekki einungis
alið á neikvæðri ímynd, heldur einn-
ig til þess að ýmsir hafa gert sér
sykursjúka að féþúfu. Þetta skýiást
af því að verð vörannar er yfirleitt
a.m.k. tvöfalt verð sambærilegrar
vöra ætluð „eðlilegu" fólki. Þannig
hefur sprottið upp mýgrútur vör-
umerkja og í verstu tilfellunum er
látið að því liggja að neyslan geti
bætt blóðsykurstjóm og jafnvel að
sykursjúkir geti borðað ótakmark-
að af þessum vöram. Því miður era
þetta rangfærslur sem eiga sér
enga stoð. Oft er notaður ávaxta-
sykur (frúktósa) sem sætuefni í
þessum vörum en ljóst er að þessi
sykrungur hefur engin bætandi
áhrif og getur e.t.v. gert blóðsyk-
urstjóm verri sé hans neytt í miklu
magni. Ennfremur innihalda þessar
vörar oftast mun meiri fitu en sam-
svarandi vörar fyrir „venjulegt“
fólk, en það stríðir gegn því megin-
markmiði nútíma næringai’fræði að
minnka neyslu fitu hjá öllum al-
menningi. Þetta er sérstaklega mik-
ilvægt hjá þeim sem era í veralega
aukinni áhættu á að fá hjarta- og
æðasjúkdóma eins og gildir um syk-
ursjúka.
Reyndar vannst stór sigur fyrr á
þessu ári er breska lyfjaverslunar-
keðjan Boots ákvað að hætta að
framleiða, markaðssetja og selja
sérvöra fyrir sykursjúka. Boots
heldur áfram að hafa á boðstólum
sykurskertar og fituminni vörar
sem henta öllum, jafnt sykursjúk-
um sem og öðram. Þetta ætti enn að
leiða til bættrar ímyndar sykursýki
en þessi sigur vannst eftir 20 ára
baráttu bresku sykursýkisamtak-
anna. Eg held að Islendingai-
mættu taka sér þetta til fyrirmynd-
ar.
Hvar stöndum við þá? í fyrsta
lagi er rétt að muna að ófáir hafa
sykursýki án þess að hafa hugmynd
um það. f öðra lagi að nú er til ár-
angursrík og sífellt betri meðferð
við öllum tegundum sykursýki. í
þriðja lagi að koma má í veg fyrir
fylgikvilla með góðrþblóðsykur- og
blóðþrýstingsstjóm. í fjórða lagi að
það er ekki jafnaðarmerki miUi þess
að greinast með sykursýki og að
þurfa að sætta sig við fábreytUeika
og leiðinlegt líf.
Höfundur er dósent við læknadeild
Háskóla íslands og starfar einnig á
lyflækningadeild Sjúkrahúss
Reykjavikur og er sórfræðingur í
lyflækningum, innkirtla- og efna-
skiptalækningum.
Sturtuhorn úr
öryggisgleri
með segullæs-
ingu, 4ra eða 6
mm þykkt.
Verí frá
kr. 29.750,- stgr.
VERSLUN FYRIR ALLA I
ESLDSÖI
ERSLUNI
Vib Fellsmúla
Sími 588 7332
www.heildsoluverslunin.is
SlUSiffl
SIIGHIPP'
- á góðu verði ■
Komum og gerum verðtilboð
ÓDÝRIMARKAÐURINN
KNARRARVOGI4 • S: 568 1190
ÁLFABORGARHÚSINU
Eucerin
i <■
1