Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ^ í DAG, laugardaginn 13. nóvem- ber, verður haldinn fundur í Þjóðleikhúskjallaranum sem hefst kl. 13.30 og ber yfirskriftina „Hús- næðismál eru kjaramál". Fulltrúar nokkuð margra fé- lagasamtaka munu verða á þessum fundi, m.a. frá félögum innan ASÍ, BSRB, Eflingar- Stéttarfélag, Öryrkja- bandalagsins, Leigj- endasamtakanna, Byggingarfélags leigj- - enda og fleiri félaga- samtaka. Ennfremur verða líka 2-3 þing- menn Reykjavíkur á fundinum. Það má með sanni segja að það er mikil þörf fyrir þennan fund, því eins og flest- um ætti að vera kunn- ugt um er algjört neyðarástand í húsnæðismálum á stór-Reykjavíkursvæðinu, hvort sem um er að ræða eignaríbúðir eða leiguíbúðir. Bæði verð á húsa- leigu og verð á venjulegum eignar- íbúðum hefur hækkað um tugi prósenta á því ári sem er senn að , líða. Þetta ástand er orðið mjög al- varlegt, því verð á 3-4 herbergja leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu er orðið allt að 80-90 þús. á mánuði. Þetta er einfaldlega staðreynd, - og þeir sem hafa áhuga, geta kynnt sér það hvaða verð er á leiguíbúð- um á höfuðborgarsvæðinu. Ríkis- stjómin og borgaryfirvöld vita ,af þessu, en hafa ekkert aðhafst. Eg er ekki með þessu að segja að þetta vandamál sé ekki líka annars stað- ar á landinu. Vandinn er staðreynd Það eru til margar lausnir á þess- um vanda. En stjórnvöld verða fyrst að viðurkenna þetta vanda- mál, en ekki að koma sér undan því að gera eitthvað í málinu, eins og þau hafa því miður gert. Félags- málaráðherra Páll Pétursson neit- ar að viðurkenna neyðarástandið í húsnæðismálum á höfuðborgar- svæðinu. Þetta voru hans eigin orð í viðtali við síðdegisútvarp Rásar 2, fyrir stuttu. Hann sagðist hafa heyrt að það væru einhver vand- ræði, en þau væru tímabundin. Þetta sagði hann þrátt fyrir að við- komandi dagskrárgerðarmaður hefði kynnt sér verðið á leigumark- aðinum hjá þeim sem eru að leigja út íbúðir. Páll Pétursson er hinsvegar ekki einn um það að vilja ekki viðurkenna þetta, því borgarstjórn Reykja- víkur kemur sér einn- ig undan því að tala um þetta mál. Þó er borgarstjóm fullkun- nugt um það slæma ástand sem er hér í húsnæðismálum. Það er líka hluti af þessum vanda að það hefur verið töluverður fólks- flutningur af lands- byggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. En það er hinsvegar ekki hægt að kenna því eingöngu um það slæma ástand sem er í húsnæðismálum. Leiguhúsnæði er valkostur Að byggja upp leigumarkað á húsnæði er raunhæfur valmögu- leiki sem er fyrir hendi, en það virð- ist hinsvegar ekki vera raunhæft að mati þeirra sem valdið hafa. Það er hægt að koma hér á landi upp leigu- markaði, en til þess þarf að opna augu stjómmálamanna, ekki síst þeirra sem eru nú í ríkisstjóm. En eins og stefnan er hjá núverandi ríkisstjóm eiga allir að fara út á hinn „frjáþsa markað“og kaupa sér húsnæði. Eg held að það væri hollt fyrir þá flokka sem eru í ríkisstjóm að taka niður sólgleraugun og fara að líta á þjóðfélagið eins og það er í raun og vera. Það fólk sem er á hvað lægstu laununum, verkafólk, elli- og örorkulífeyrisþegar, geta ekki keypt sér eigin húsnæði á „frjálsum markaði“, því tekjur þessa fólks eru það lágar að það er með öllu útilokað. Leiguhúsnæði á" sanngjömu verði er valkostur sem við verðum að viðurkenna að er góður kostur og eiga stjórnvöld að taka því fagn- andi að það eru samtök sem eru að berjast fyrir því að byggja upp Þórir Karl Jónasson eru kjaramál“ leigumarkað, en ekki að leggja stein í götu þeirra eins og raunin er í dag. Leigumarkaður er valkostur í þeim löndum sem við eram alltaf að miða okkur við. Húsnæðismál eru kjaramál Kjarasamningar flestra verka- lýðsfélaga era að verða lausir og verður verkalýðshreyfingin að koma fram með þá kröfu að það verði búið til nýtt félagslegt hús- næðiskerfi, þá á ég við húsnæðis- kerfi fyrir alla. Það er skoðun mín að það nýja húsnæðiskerfi sem verði komið á fót verði val um: eign- aríbúðir, kaupleiguíbúðir og leigu- íbúðir. Það er eitt stærsta kjara- málið fyrir almenning að hafa öraggt húsnæði. Þvi eins og fyrr segir getur það húsnæðisokur sem nú ríkir ekki gengið. Ef ekkert verður gert í þessum málum munu Húsnæðiskerfi Algjört neyðarástand er í húsnæðismálum á stór-Reykjavíkur- svæðinu, segir Þórir Karl Jdnasson, hvort sem um er að ræða eignaríbúðir eða leiguíbúðir. skuldir heimilanna stóraukast frá því sem nú er, og er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að nú þeg- ar séu þau komin fram yfir hættu- mörk. Ef við tökum ekki á þessum vanda nú þegar munu fleiri lenda í vanskilum með afborganir á þeim okurvöxtum sem era í boði í hús- næðiskerfinu. Vonandi verður þessi fundur upphaf á því að opna augu þing- manna og sveitarstjórnarmanna fyrir þessum vanda. Verkalýðs- hreyfingin verður að gera kröfu um að það verði byggt upp nýtt félags- legt húsnæðiskerfi, bæði eignar- íbúðir og leiguíbúðir, það er krafa þess fólks sem er í verkalýðsfélög- um að ein meginkrafan í komandi kjarasamningum verði að komið verði á fót nýju félagslegu húsnæð- iskerfi, því ein meginforsendan fyr- ir því að fólk geti lifað mannsæm- andi lífi er að hafa öruggt húsnæði. Ég vil enn og aftur hvetja alla þá sem málið varðar að mæta á þenn- an fund, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég vil að lokum skora á Pál Pétursson félagsmálaráðherra að kynna sér þann mikla vanda sem er í húsnæðismálum almennings á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaformaður Leigjen dasain takanna. ÍSLEIVSKT MÁL BALDUR Jónsson prófessor skrifar gott bréf og elskulegt, sem honum er títt, og hefur hann leyft mér að birta það, þó að félagi minn, Guðni Kolbeins- son, eigi af því jafnríkan hlut: Gísli Jónsson og Guðni Kol- beinsson. „Sælir heiðursmenn. Nýlega hringdi hingað í mál- stöðina roskinn maður af Suð- umesjum sem sagðist hafa ver- ið sjómaður og skipstjóri alla ævi. Hann saknaði þess mjög að heyra ekki lengur heiti vindstiganna í veðurfregnum og því síður gömlu áttarheitin, landnorður, útsuður o.s.frv., eða samsvarandi nöfn á vindi, landnyrðingur, útsynningur o.s.frv. Slíkum orðum hefði hann vanist í störfum sínum á sjó. Þetta var skýrleiksmaður og honum var ljóst að þessi gömlu heiti hefðu borist hingað með landnámsmönnum og vildi hann því líta á þau sem forn- minjar og þjóðminjar sem okk- ur bæri að varðveita. Ekkert hafði ég á móti því, en giskaði á að notkun þeirra hefði e.t.v. ekki þótt alls kostar heppileg í veðurfregnum vegna þess hve misvel þau eiga við eftir lands- hlutum. Hann áttaði sig á þessu, en sagði það ekki hafa komið að sök úti á hafi, enda hefðu sjómenn notað þessi heiti hvaðan sem þeir komu af land- inu. Nú vildi hann minna á þau og mælast til þess að þeim yrði haldið fram eftir því sem fært þæþti. Ég sagðist lítið geta gert til að reka erindi hans, en benti honum á að hafa samband við annan hvorn ykkar. Það leist honum ekkert á, kvaðst ekki vera nógu vel ritfær og þar fram eftir götunum - eins og vant er. Hins vegar hafði hann ekkert á móti því að tala við AI- þingi! Það tók hann upp hjá sjálfum sér og ég latti hann síð- ur en svo til þess. Að endingu tókst honum að taka af mér loforð um það að koma þessu hjartans máli sínu á framfæri við ykkur og það er éjg nú að gera með þessu skrifi. Eg ætlast ekki tO neins af ykk- ur fyrir hönd okkar félaga ann- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1031. þáttur ars en þess að þið rennið aug- um yfir þetta lesmál og takið við góðri kveðju frá undirrituð- um sem fagnar ykkur hvenær sem þið gerið vart við ykkur í ræðu eða riti. Lifið heilir!“ Frá umsjónarmanni: Áttatáknanir fluttu norskir landnámsmenn með sér til Is- lands. I Noregi þýddi út=vest- ur (yfir hafið), en land=austur (yfir meginlandið). Auðvitað átti þetta misvel við hér eftir staðháttum. En gamla kerfið var í stórum, einfóldum drátt- um þannig: Landnorður=- norðaustur og landnyrðingur- =norðaustanvindur; útnorður- =norðvestur og útnyrðing- ur=norðvestapvindur, sbr. t.d. bæjarnafnið Utnyrðingsstaðir; landsunnan=suðaustan og landsynningur þá suðaustan- vindur, og útsunnan=suðvest- an og útsynningur=suðvestan- vindur. Sagnfræði Okkur langar oft í þetta óskeða, hvor sem okkur er nýsprottin rós eða þyrnarogþistlar, og það segja pistlar að Páll elskaði Halldóru óséða. (SigríðuráSandnesi.) ■k Prófessor dr. med. skrifar mér svo: „Kæri Gísli: Eftirfarandi tveir punktar hrutu mér úr penna um daginn og ég freistast til þess að senda þér þá í viskuhólfið norður á Akureyri. 1. Ég heyrði í útvarpinu í ágúst í sumar, að kona ein, sem greinilega taldi sig ekki vera af verra endanum, hafði farið norður á Akureyri til þess að kynna sér þá hátíð ykkar þar nyrðra, er nefnist „Halló Akur- eyri“. Éórust konunni svo orð, að hún hefði „labbað“ í bæinn til þess að kanna, hvað væri „í gangi“. Mér varð dálítið hugsað um þetta orðafar og fannst þetta „labb“ eitthvað stinga í stúf við mína málkennd. Á liðnum vik- um hefur mér hins vegar smám saman orðið ljóst, að sögnin „að ganga“, um það að hreyfa fæt- urna, er á hraðri undanleið og ég get þannig sjálfur ekki neit- að að hafa fengið svolítið „labbsmit". Sögnin að ganga virðist hins vegar haldast vel í öðrum merkingum og vera þar „í góðum gangi“. Þetta „labbsmit“ minnir mig á þá staðreynd, að jafnvel góð- bændur era óðum að hætta að gefa ánum sínum á garða, en „fleygja“ þess í stað í „rollurn- ar“. Era þetta ekki dæmi um hráskinnsgervingu málsins meðal okkar? 2. Nú nýverið heyrði ég stjórnanda í þætti í sjónvarp- inu tala um „nammi“ sem full- orðinsmál væri. Ég hélt að þetta væri barnamál minnugur þess, að stundum var sagt við mig og mína jafnaldra unga, að eitthvað væri „namm, namm“ og einkum, þegar troða átti í okkur einhverju sérlega hollu, en ekki jafnbragðgóðu, í nafni afa eða ömmu eða annars ágætisfólks. Ég hef nú lagt við eyran og þykist heyra, að „nammi“ er í munni margra fullorðinna í ræðu við aðra full- orðna. Þegar ég var strákur að alast upp hér í Skuggahverfinu var stundum farið til Jóns kaup- manns í Lindinni að kaupa „gott“, en það á sér hliðstæðu í Norðurlandamálum og hefur vafalaust fyrirmynd í „bonum“ úr máli nemenda úr Lærða- skólanum forðum. „Gottið“ var ekki sjaldan kókoskúlur eða tveggjaaura karmellur frá Nóa hvunndags, en fímmaura lysti- lega góðar súkkulaðikarmellur frá Blöndahl til hátíðabrigða. Okkur hefði aldrei komið til hugar að biðja Jón kaupmann um að selja okkur „nammi“ - nei „gott“ hét það! Má ekki reyna að festa „gottið“ í málinu aftur og svo náttúrlega „sæl- gæti“ í formlegu máli og texta? Lifðu heill.“ Umsjónannaður þakkar bréf Þorkels og önnur fyrri. Honum þykir sögnin að labba óvirðu- legt, t.d. þegar forsetinn og aðrir heldri menn era sagðir „labba milli húsa eða um Þing- velli. En hvort sælgæti skuli kallast gæluorðunum gottið, nammið eða jafnvel mæran, þá veit hann varla hvað segja skal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.