Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 61

Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 61. UMRÆÐAN Hugvekja að vestan NÚ haustar að og menn fara að huga að félagsmálum. Sumar- leyfin búin og útlanda- ferðirnar minning ein. Frjálslyndi flokkurinn fer einnig að skríða úr sumarhíði sínu, og láta til sín heyra. Við þurf- um að fara að snúa okkur að því að vekja athygli á stefnuskrá flokksins og því sem hann stendur fyrir. Ég vil benda fólki í hinum dreifðu byggð- um á að lesa sjávar- útvegsstefnu okkar. Frjálslyndi flokkurinn er með skýra og vel mótaða sjávar- útvegsstefnu, og í kosningabarátt- unni var margvarað við því ástandi sem nú er að koma upp allt í kring um landið. Ef við viljum hafa allt landið í byggð, verðum við að fá að hafa sterka smábátaútgerð heima- Byggðamál s Eg sendi flokks- systkinum mínum um allt land kveðjur, segir Ásthildur Cesil Þórðardóttir, og hvet þau til að fara að láta í sér heyra og hafa hátt um flokkinn okkar. manna á hverjum stað. Þessi lífs- nauðsynlegi þáttur í daglegu lífi smábæja og þorpa um allt land er að leggjast af vegna kolrangrar sjávarútvegsstefnu. Við getum breytt þessu, ef við viljum, en þá verðum við að standa saman. Óg hvað er þá betra en að sameinast um þann flokk sem hvað afdráttar- lausast tekur á um hvernig standa skuli að útgerð á íslandi. Sama er að segja um landbúnað- armálin, þau eru í stórum hnút vegna hafta og afskipta hins opin- bera, og bændur eru neyddir tU að hrökklast frá búum sínum, vegna svipaðs kvótakerfis og í sjávarút- veginum. Við höfum líka fastmót- aða stefnu í friðunar- og umhverfís- málum. Allt eru þetta átakamál í dag. Við höfum áhuga á að snúa vörn í sókn í fíkniefnamálum, þar er mikið verk óunnið og menn eru þar algjörlega að berja hausnum við steininn. Það er málefni sem ég vil taka allt öðru- vísi á, og mun beita mér fyrir innan flokksins ef við fáum umboð þjóðarinnar til að vinna að okkar mál- um. Ef við viljum ná árangri og vekja fólk til umhugsunar, tekur það tíma. Við íslend- ingar erum orðin svo föst í gömlu fiokka- kerfi að það tekur fjögur ár að minnsta kosti að skafa utan af rótarhnausnum og koma fólki í skilning um að jörðin ferst ekki þó það kjósi ekki alltaf gamla flokkinn aftur og aftur á hverju sem gengur. Gömlu hugsjónamennirnir eru þarna ekki lengur, í þeirra stað eru komnir ungir menn sem oft hugsa bara um daginn í dag. Og peningahyggjan er að verða alls- ráðandi. Það læra menn í skólum með hagfræði og allskonar fræð- um. Gömlu gildin eru talin úrelt og nú á allt að vera hagkvæmt út frá arðsjónarmiðum. Ég er ekki sammála því. Ef mað- ur er ekki ríkur í andanum og í sátt við sjálfan sig, þá er alveg sama hve mikið af peningum maður á, vanlíðan er svarið. Sumir halda að það sé hægt að gera hvað sem er, bara ef ekki kemst upp um það, það er ekki rétt. Ef maður breytir ranglega þótt ekki komist upp um mann líður manni samt illa. Við höfum öll innbyggt í okkur lögmál- ið sem er inntakið í trúnni, og þótt djúpt sé á því sumstaðar, þá er það þar. Og þegar fer að síga á ævina, þá verða þessi gildi sterkari og hafi maður hagað sér eins og bavíani, þá er erfiðara að lifa með því en áð- ur. Þetta hefur ekki beint með kristna trú að gera heldur hvernig við erum byggð upp. Forhertustu menn reyna að leita fyrirgefningar þegar þeir nálgast endamarkið. Þá kemur hræðslan við hið óþekkta. Þetta er alþekkt staðreynd og eins gott fyrir unga athafnamenn að hafa í huga. Allt kapp er best með forsjá. Ég vil svo bara senda flokks- systkinum mínum um allt land kveðjur, og hvet þau til að fara að láta í sér heyra og hafa hátt um flokkinn okkar. Hann er ekki stór í dag, en ég hef þá trú að hann geti eflst og dafnað. En til að það gerist þá þurfum við að vera dugleg við að láta í okkur heyra. Við erum með góð stefnumál og gott fólk. Við skulum því ganga hnarreist og sig- urviss inn í veturinn, og alla leið inn í nýja öld. Höfundur er garðyrkjustjóri Isafjarðarbæjar. Ásthildur Cesil Þórðardóttir | Viðskipti í Í56 Viðskipti í 44 löndum - 264 lönd eftir - Ertu með? -1- J íslensk hönnun og framleiðsla á heimsmælikvarða. Opið i sýningar- sölum i dag frá 10.00 - 16.00 <§) SAMTÖK IÐNAÐARINS Sýning í dag á framúrskarandi hönnun og fram- leiðslu íslenskra húsgagna og inn- réttinga á eftir- töldum stöðum: Á. Guðmundsson Bæjarlind 8-10, Kópavogi Epal Skeifunni 6, Reykjavík GKS Smiðjuvegi 2, Kópavogi Penninn Hallarmúla 2, Reykjavík * 4*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.