Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Jólakort Hringsins komið út JÓLAKORT Hringsins er komið út. I ár prýðir jólakortið mynd eftir Brian Pilkington er nefnist Fyrstu jólin. Jólakortaútgáfa Hringsins hefur í tvo áratugi verið ein aðaluppistaðan í tekjuöflun félagsins til styrktar Bamaspítalasjóði Hringsins. Nú hefur verið hafist handa við bygg- ingu sérhannaðs barnaspítala á Landspítalalóð. Hringskonur hafa lofað 100 milljónum króna til bygg- ingarinnar. Brian Pilkington hefur búið hér- lendis frá 1976 og er löngu lands- • • > Aðalfundur Oryrkjabandalags Islands Sérstaða öryrkja verði viðurkennd þekktur m.a. fyrir myndskreytingar sínar á bamabókum. Auk þess hef- ur hann skrifað nokkrar bamabæk- ur sjálfur og hafa sumar þeirra ver- ið þýddar á yfir annan tug tungu- mála. Brian hefur haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum. Jólakortið er að öllu leytið unnið í Odda ehf. Útgefandi og dreifingar- aðili er Hringurinn kvenfélag, Asvallagötu 1,101 Reykjavík. Aðalfundur Öryrkjabandalags ís- lands var haldinn laugardaginn 6. nóvember síðastliðinn en áður hafði Öryrkjabandalagið staðið fyrir ráð- stefnu um atvinnumál sem nokkuð á annað hundrað manns sóttu. Sam- þykktar voru ályktanir um kjara- mál, húsnæðismál og fleira og segir meðal annars í þeim: Aðalfundur Öryrkjabandalags Is- lands haldinn laugardaginn 6. nóv. 1999 skorar á Alþingi að aflétta því neyðarástandi sem ríkir í trygg- ingamálum öi’yrkja og búa svo um hnúta að örorka verði ekki framar ávísun á efnahagslega útskúfun. Þá ítrekai’ fundurinn fyrri áskomn sína til Alþingis um að það viðurkenni hina margvíslegu sérstöðu öryrkja með því að hækka örorkulífeyri sér- staklega og mest hjá þeim sem verða fyrir varanlegri örorku snemma á starfsævinni. Ökumenn virði bflastæði fatlaðra Brýnt er að fjölga búsetuúrræð- um með mismikilli þjónustu. Ljóst er að ákveðnir hópar fólks em í þörf fyrir sérhæfða og í sumum tUfellum mikla þjónustu á heimUum sínum t.d. vegna hreyfihömlunar, geðfötl- leysir m%rgbl v, Það eru ekki alltaf „aðrir“ sem fá stóra vinninginn í Lottóinu. Einmitt þú gætir orðið fimm milljónum ríkari ef þú kaupir miða fyrir kl. 19.30 í kvöld. jóker Mundu eftlr Jókernum. - PRAUAjt/RlNN okpip i l:í I þágu íþrótta, ungmenna og öryrkja unar eða þroskahömlunar. Fyrir marga er æskUegasta úrræðið þjón- ustukjarni með aðliggjandi íbúðum. Þá skoraði aðalfundurinn á öku- menn að virða sérstök bifreiðastæði fatlaðra. Jafnframt er skorað á sveit- arfélögin í landinu að fjölga slíkum biíreiðastæðum svo fatlaðir eigi auð- veldai’a með að sinna erindum sínum. Kjörið var í framkvæmdastjórn bandalagsins. Formaður er Garðar Sverrisson, vai’aformaður Hafdís Gísladóttir, ritari Gísli Helgason, gjaldkeri EmU Thoroddsen og með- stjómandi Valgerður Ósk Auðuns- dóttir. I varastjórn voru kjörin þau: Dagfríður Halldórsdóttn-, Elísabet Á. Möller og Arnór Pétursson. Þeir Haukur Þórðai-son, fv. for- maður, og Hafliði Hjartai’son, fv. gjaldkeri, gengu úr framkvæmda- stjórn í samræmi við lög bandalags- ins og voru þeim þökkuð framúr- skarandi störf í fjölda ára fyrir bandalagið. Kynnir upp- byggingu þjónustu við einhverfa í Svíþjóð UMSJONARFELAG einhverfra heldur fræðslufund í menningar- miðstöðinni Gerðubergi mánudag- inn 15. nóvember, klukkan 20. Fyr- irlesari á fundinum verður John Dougherty, klínískur prófessor við TEACCH-deildina í Chapell Hill í Norður-Karólíonu í Bandaríkjun- um. Hann hefur undanfarið ár starfað sem gestafyrirlesari og handleiðari í Nimbusgaarden í Lundi í Svíþjóð Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Dougherty er ráðgjafi á ýmsum stofnunum þar sem böm og fullorðn- ir með einhverfu era, í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Hann hef- ur starfað í einni af TEACCH-deild- unum í Norður-Karólínu sl. 14 ára. Hann hefur tekið þátt í uppbyggingu á samfelldri þjónustu við einhverfa víða um heim. I fyiú’lestri sínum mun John Dougherty segja frá reynslu sinni í Svíþjóð hvemig hann sér þjónustuna þar og leiðir til að efla samfellda þjónustu við fólk með einhverfu á öllum aldursskeiðum. Fyrirlestur pr. John Dougherty er haldinn í tengslum við komu hans til Islands sem gestafyrirlesai’a á gmnn- og framhaldsnámsskeið á vegum Umsjónarfélags einhverfra í skipulögðum vinnubrögðum í anda TEACCH-líkansins. Umsjónarfélag einhverfra hefur reglulega staðið fyrir þessum gmnnnámskeiðum sl. 6 ár. Koma hans sem gestafyrirlesara veitir þessum námskeiðum ákveðna viðurkenningu frá TEACCH-deild- inni, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um Jobsbók á vegum Skálholtsskóla PRÓFESSOR Daníel Simundson frá Lutheran Seminary í St. Paul í Minnesota heldur námskeið dagana 17. og 18. nóvember nk. um Jobsbók og mannlega þjáningu. Fjallað verður um lykiltexta Jobsbókar og þeir skýrðir í ljósi glímu mannsins við spurninguna miklu hvers vegna þjáning og órétt- læti viðgangist í heimi sem góður og almáttugur Guð hefur skapað. Æskilegt er að þátttakendur hafi rifjað upp efni Jobsbókar. Kennsla fer fram á ensku og hefst kl. 13.30 á miðvikudaginn 17. nóv. og lýkur kl. 12 á fimmtudaginn 18. nóv. Þátt- tökugjald (fæði og gisting innifalið) 5000 kr. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður. Upplýsingar og ski’áning í Skálholtsskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.