Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 72
3 72 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar vörtir
PelsjaRkar
Kápur
Úlpur
Ullarjakkar
- stórar stærðir
Hattar og hú£ur
N#HH5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
Ný sending
af samkvæmis-
drögtum og
síðum kjólum.
Ennfremur
buxna- og pils-
dragtir við öll
tækifæri.
Opið laugardag
10-14.
mniarion
Reykjavíkurvegi 64,
sími 565 1147.
í DAG
MMKMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Strætisvagna-
stöð við Hvamm
MIG langar að spyrja for-
svarsmenn Almennings-
vagna hvenær við eigum
von á strætisvagnastöð
við Hvamm, við heilsu-
gæslustöðina i Smáran-
um? Á sama svæði eru
bæði Sparisjóðurinn, sem
er nýfluttur þangað, og
sjúkraþjálfunin Táp. Það
ganga engir vagna þarna
og það er þó nokkur
gangur fyrir fólk að
ganga frá Smáranum
þarna uppeftir. Það er
eins og þetta sé ekki
hannað nema fyrir þá sem
eru á bílum. Það væri
betra fyrir okkur að hafa
lækni inni í Mjódd heldur
en í Hvamminum vegna
strætisvagnaferðanna,
sem eru hagstæðari inn í
Mjódd.
Emilía.
Styrkjum
fjölskylduna
LAUFEY hafði samband
við Velvakanda og vildi
hún koma á framfæri
upplýsingum til þeirra
sem styrkja vildu fjöl-
skyldu litla drengsins
sem var sendur til
Skotlands til lækningar
vegna lungnasjúkdóms.
Laufey segir að þeir sem
vilji styrkja þau geti lagt
inn á reikning í Búnaðar-
bankanum, Grundarfirði,
reikningur nr. 0321-26-
222999.
Tapað/fundið
Gullarmband í óskilum
GULLARMBAND fannst
á Seltjarnarnesi 2. nóvem-
ber. Eigandi vinsamlega
hafí samband í síma
551 6413.
Giftingarhringur
og gullnæla týndust
GIFTINGARHRINGUR,
stór og útskorinn, týndist
sl. þriðjudagskvöld.
Hringurinn er með áletr-
uninni „Siggi“. Einnig
týndist E-gullnæla sl.
miðvikudagskvöld. Skilvís
fínnandi hafi samband í
síma 553 7383 eða
588 1657.
Morgunblaðið/Ásdís
Þessir duglegu krakkar
söfnuðu 11.000 kr. til styrkt-
ar Rauða krossi Islands.
Krakkarnir söfnuðu með
sölu á gömlum munum. Þau
eru í Melaskóla í Reykjavík
og heita: Heiðdís Guðbjörg
Gunnarsdóttir, Magnús Már
Hauksson, Hafþór Sævars-
son, Sigurþór Sævarsson og
Sigursteinn J. Gunnarsson.
Þú hittir guð og rwenn (IColaportin
LiríÆteAjÆfcrJ'T:1
Antikmarkaðurinn er opinn laugardaga og sunnudaga kl. 11-17.
Þar er að finna mlkið úrval af antlkvöru s,s„ gömul matar- og kaffistell,
húsgögn, gamlar bœkur, notuð helmilistœkl, postulín og margt flelra.
Kolaportsmessa verður í Kaffi Porti á morgun
sunnudag kl. 14:00. Prestar verða Jakob Ágúst
Hjálmarsson, Bjarni Karlsson ogjóna Hrönn Bolla
dóttir. Anna Sigríður Helgadóttir mun syngja við
undirleik Árna Heiðars Karlssonar á píanó.
KOLAPORTIÐ
Kolaportið er opið föstudaga kl. 12-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 11-3 7
Víkverji skrifar...
SPAKUR maður sagði eitt sinn
að það væru rónarnir sem
kæmu óorði á brennivínið. Þetta
má líklega til sanns vegar færa og í
ljósi þess finnst Víkverja það orka
tvímælis af Nýkaupsmönnum að
nota Spaugstofurónana, Boga og
Örvar, í auglýsingu til styrktar
baráttunni fyrir afnámi einkaréttar
ÁTVR á sölu áfengra drykkja. Þeir
félagar Bogi og Orvar virðast að
vísu vera bestu skinn, en sjálfsagt
er það lítið tilhlökkunarefni fyrir
matvörukaupmenn og viðskiptavini
þeirra, ef fólk sem á við alvarleg
áfengisvandamál að stríða fer að
venja komur sínar í matvöruversl-
anir, eða hanga þar fyrir utan eins
og oft vill verða við áfengisverslan-
ir ríkisins.
Víkverji vill að það komi skýrt
fram, að hér er ekki verið að gera
lítið úr því ógæfusama fólki sem
hefur orðið Bakkusi að bráð.
Áfengissýki er of alvarlegur sjúk-
dómur til að hafa hann í flimting-
um. í þessum efnum ber að rétta
þeim hjálparhönd sem eiga við
þetta vandamál að stríða, fremur
en að gera grín að þeim. Það er því
álitamál hversu langt eigi að ganga
í gamanmálum um þetta fólk, þótt
grínið sé góðlátlegt, eins og hug-
myndin á bak við persónur Boga
og Örvars sjálfsagt er.
XXX
INNUFÉLAGAR Víkverja
voru nú í vikunni að ræða hlý-
indin undanfarna daga og rifjuðust
þá upp frásagnir af veðurfari hér á
landi haustið 1917. Einn félaganna
minntist þess að gamall maður
hafði sagt honum að svo hlýtt hefði
verið á Þorláksmessu þetta ár, að
hann hefði gengið um utandyra á
skyrtunni. Svo sem kunnugt er
skall „frostaveturinn mikli“ á í jan-
úar árið 1918. Menn skyldu því fara
varlega í að fagna óeðlilega miklum
hlýindum á þessum árstíma.
Af þessu tilefni skal hér rifjuð
upp veðurlýsing frá þessum tíma.
Haustið 1917 var óvenju hlýtt eins
og áður segir, jafnvel svo að elstu
menn mundu ekki annað eins. Hinn
5. janúar 1918 skall hins vegar á
norðanveður með fannkomu og
frosthörkum um allt land. Hafís
dreif að landi norðaustan-, norðan-
og norðvestanlands og víða lagði
víkur, voga og jafnvel stóra firði.
Gátu menn þá farið fótgangandi eða
ríðandi langar leiðir á ísnum, sem
engin sambærileg dæmi voru um í
manna minnum. Frosthörkumar
voru mestar í janúar og undir lok
mánaðarins var mjög farið að di’aga
af fólki enda jók það á nauðimar að
víðast hvar var eldsneyti af skom-
um skamti. Mest mældist frostið á
Grímsstöðum á Fjöllum, mínus 36
gráður, á Akureyri mínus 33,5 gráð-
ur og í Reykjavík mínus 25 gráður.
Með þessari upprifjun er ekki
ætlunin að hræða fólk, heldur er
hún sett fram fyrst og fremst til
fróðleiks og skemmtunar. Rétt er
að benda á að allur aðbúnaður fólks
nú til dags, húsakostur, upphitun
og klæðnaður, er auðvitað gjörólík-
ur því sem fólk þurfti að búa við ár-
ið 1918 og þjóðin er ólíkt betur í
stakk búin til að mæta kuldakasti
eins og því sem þá varð. Þó fer nú
hálfgerður hrollur um mann við til-
hugsunina um að eiga kannski eftir
að upplifa frosthörkur upp á mínus
25 til 30 gráður nú í vetur.
Við þetta má svo bæta, einnig til
gamans, að Katla gaus árið 1918,
og gamlir menn, sem telja sig vita
lengra en nef þeirra nær, túlka
gjarnan mikil hlýindi að hausti sem
undanfara mikilla hamfara svo sem
eldgosa og jarðskjálfta. Á ensku
heitir þetta „Indian summer“, og
er túlkað á svipaðan hátt af mörg-
um þjóðflokkum.