Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 77
Veruleiki
sýndarinnar
Tilvera
(eXistenZ)
Vísindaskáldsaga
★★★
Framleiðandi: David Cronenberg,
Andras Hamori, Robert Lantos.
Leikstjóri: David Cronenberg.
Handritshöfundur: David Cronen-
berg. Kvikmyndataka: Peter
Suschitzky. Tónlist: Howard Shore.
Aðalhlutverk: Jennifer Jason
Leigh, Jude Law, Ian Ilolm, Don
McKellar, Sarah Polley, Callum
Keith Rennie, Willem Dafoe. (97
mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999.
Myndin er bönnuð innan 16 ára.
HVAÐ er raunveruleiki og hvað
ekki er spurningin sem nýjasta
mynd kanadíska
leikstjórans David
Cronenberg spyr
sig. Allegra Geller
(Jennifer Jason
Leigh) helsti
leikjahönnuður
heimsins, er að
prufukeyra nýj-
asta sýndarveru-
leikaleikinn sinn,
eXistenZ, með hópi fólks. Þegar
þau eru að byrja ræðst á hana mað-
ur með undarlega lífræna byssu.
Geller nær að flýja með aðstoð Ted
Pikul sem verður allt í einu að
hennar persónulega lífverði. Þar
sem leikjavélin hennar hafði bilað í
árásinni biður Geller Pikul um að
spila með sér einn leik.Cronenberg
er einn líkamlegasti kvikmynda-
gerðarmaður sem uppi hefur verið.
Myndir hans fjalla flestar á einn
eða annan hátt um afmyndun
mannslíkamans af vísindunum eða
poppmenningu („Brood“, „Dead
Ringers", „Fly“ svo fá dæmi séu
tekin). Hér er það tölvuspilið sem
afmyndar líkamann en það þarf að
tengja það í mænuna til þess að það
virki. Myndin dregur áhorfandann
strax inn í heim tölvuleikjarins þar
sem mjög óljós skil eru á milli sýnd-
ar og veruleika. Glæsileg frammist-
aða Leigh, Dafoe, Law og Holm er
mikill plús fyrir myndina, sem hef-
ur að geyma margar góðar hug-
myndir og bráðsniðugar fléttur.
Þessi mynd sýnir það að Cronen-
berg hefur engu gleymt, frekar hef-
ur hann lært meira og notar það til
þess að hrella undirmeðvitund
áhorfandans.
Ottó Geir Borg
Doði Og
dapurleiki
(No Looking Back)
Ekki aftur snúið__________
Drama
★
Leikstjóri: Edward Burns. Hand-
ritshöfundur: Edward Burns. Aðal-
hlutverk: Edward Burns, Jon Bon
Jovi og Lauren Holly. (93 mín.)
Bandarísk. Skífan, október 1999.
ÖHum leyfð.
MYNDIN gerist í sjávarbæ í
New York-fylki og einkennist af
grámyglulegum doða sem loðir við
atburðarásina
frá upphafí til
enda. Þegar
Charlie (Edward
Bums) snýr aft-
ur til heimabæj-
arins hittir hann
gömlu kærust-
una, Claudiu
(Lauren Holly)
sem nú hefur hafíð sambúð með
gömlum vini Charlies, honum Mike
(Jon Bon Jovi). Ástarþríhyraingur-
inn sem þar með skapast þarf ekki
að koma nokkurri sál á óvart og
úrvinnslan ekki heldur. Bums, leik-
stjóri, handritshöfundur og aðal-
leikari myndarinnar, drekkir verk-
inu í klisjum og sá eini sem reynir
að halda sér á floti er Jon Bon Jovi
sem kemur nokkuð á óvart í hlut-
verld sínu.
Heiða Jóhannsdóttir
FÓLKí FRÉTTUM
Þreföld Janis Joplin
ÞœgUegir og vandaðir
sjónvarpssófdr
SVO virðist sem
aðdáendur Janis
Joplin muni hafa
úr nógu að velja í
kvikmyndahús-
um á næstunni
því í það minnsta
þrjár myndir eru
í bígerð sem
byggðar eru á
ævi söngkonunn-
ar.
Variety grein-
ir frá því að
þriðja myndin sé
úr óháða geiran-
um, komi til með
að kosta um 350
milljónir króna og að söng- og leik-
konan Laura Theodore verði í að-
alhlutverki. Leikarinn Roy Schei-
der verður í hlutverki
umboðsmanns hennar, Alberts
Grossmans. Myndin er hugverk
Joels L. Freedmans sem byggði
handritið á viðtölum við samstarfs-
fólk Joplin og hefur hann tryggt
sér réttinn á nokkrum lítt þekktum
lögum Joplin, og einnig lögum sem
hún tók upp en samdi ekki.
Áður hafði verið ráðgert að
Marc Rocco myndi leikstýra Mel-
issu Etheridge í
annarri mynd sem
nefndist „Piece Of
My Heart" en Var-
iety hermir að bæði
stjaman og leik-
stjórinn hafí hætt
við verkefnið. Gary
Fleder átti einnig
að leikstýra Britt-
any Murphy úr
„Clueless" í aðal-
hlutverkinu, en
ekkert varð úr fjár-
mögnun og er verk-
efnið í lausu lofti.
Fyrirtækið eyddi
70 milljónum króna
í að tryggja réttinn á laginu „Piece
Of My Heart". Sú mynd sem virð-
ist helst lofa góðu byggist á sam-
vinnu leikstjórans Nancy Savoca
og leikkonunnar Lili Taylor. Áætl-
að er að myndin kosti 1,5 milljarða
króna og er stefnt að því að þær
hefjist á næsta ári. Myndin er unn-
in í samvinnu við bróður og systur
Joplin og hafa framleiðendurnir
tryggt sér réttinn á helstu lögum
Joplin, þar á meðal „Mercedes
Benz" og „Me And Bobby McGee".
M.10:00-16:00
V
lltt PUUMAN
BRIDGET FONDA
OLIVER RLATT
í 'á i -■ '
*»* |gfe
WHAT
VOU
SYND I HASKOLABIOI
H4SKOL4BIO