Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Búið er að skipta um gólf í íþróttahúsinu á Kjalarnesi eftir fimni ára notkun. Guðni Ársæll Indriðason, umsjónarmaður íþróttahússins, sagði að komið hefði gat í gólfið er spónaplata gaf sig. Úrbætur til að draga úr hraðakstri Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarfjarð- ar hefur samþykkt að vísa tillögum skipulags- og um- ferðarnefndar um úrbætur til að draga úr umferðar- hraða á Suðurgötu og Eyr- arholti til bæjarstjórnar, en fyrir nokkru sendu íbúar hverfanna bæjaryfirvöldum bréf, þar sem farið var fram á úrbætur vegna hraðakst- urs. Skipulags- og umferðar- nefnd leggur til að sett verði upphækkuð gönguleið yfir Suðurgötuna á móts við Flensborgarstíg og að gert verði ráð fyrir gangstétt austan megin við götuna, enda sé það í samræmi við fyrirliggjandi hönnun og að- gerðir annars staðar á Suð- urgötu. Nefndin leggur einnig til að hafnar verði á ný viðræð- ur við Skattstofuna um að breyta aðkomunni að henni, þannig að hún verði frá Strandgötu, en ekki Suður- götu, sem telst vera húsa- gata. Skipulags- og umferðar- nefnd leggur til að á Eyrar- holti verði sett upp hraða- hindrun á móts við stíg frá „Ljónagryfjunni" norðvest- ast í Hvaleyrarholtinu, en jafnframt að Hvaleyrarholtið verði tekið tO skoðunar í heildaráætlun bæjarins fyrir hverfi með 30 km hámarks- hraða. Skipt um gólf í 5 ára íþróttahúsi Kjalarnes ÍÞRÓTTAHÚS Kjalnesinga í íþróttamiðstöðinni Klé- bergi, sem var byggt fyrir um fimm árum, var tekið í notkun á ný í byrjun nóvem- bermánaðar eftir að skipt hafði verið um gólf, en húsið hafði staðið ónothæft í um fimm mánuði. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðs- ins við Guðna Ársæl Indriða- son, umsjónarmann Iþrótta- miðstöðvarinnai-. Samkvæmt upplýsingum frá byggingar- deild borgarverkfræðings nemur kostnaðurinn vegna endurbótanna rúmum fjór- um milljónum króna. „Það var ekki hægt að nota salinn lengur vegna þess að það var komin hola í gólfið eftir að gólfplata hafði brotnað,“ sagði Guðni Ár- sæll. „Það voru lagðar spónaplötur undir dúkinn í stað krossviðar og þær voru ekki næstum nógu sterkar." Guðni sagði að viðgerðin á húsinu hefði hafist í septem- ber og að nú væri búið að skipta um undirlag. Hann sagði að í þetta skiptið hefði verið settur krossviður, en ekki spónaplötur. Þá hefði einnig verið settur nýr dúkur og ýmislegt lagfært inni í salnum, m.a. ofnar hækkaðh- og rýmkað við hliðarlínurnar þannig að hægt væri að sitja þar og fylgjast með. „Hvort það var Kjalarnes- hreppur eða verktakinn (Trésmiðja Snorra Hjalta- sonar) sem tók ákvörðun um að nota spónaplötur sem undirlag þegar húsið var byggt veit ég ekki,“ sagði Guðni Ársæll. Töldu spónaplöturnar jafngóðar Jón Pétur Líndal var sveitarstjóri á þeim tíma sem íþróttahúsið var byggt. „Eg man eftir þessum um; ræðum,“ sagði Jón Pétur. „í upphafi var talað um að hafa krossvið sem undirlag, en síðan breyttist það og ákveð- ið var að leggja spónaplötur. Það var ekki vegna þess að það væri eitthvað ódýrara heldur taldi verktakinn að spónaplöturnar væru jafn- góðar í þetta og krossviður- inn og við fórum eftir því. Fljótlega eftir að salurinn var tekinn í notkun, eða strax eftir fyrsta veturinn, var sent bréf til verktakans þar sem kvartað var yfir gólfinu, sem þótti ekki nægilega gott, en ekkert kom út úr þeim bréfa- skriftum og málið því ekki skoðað nánar. Það er því Ijóst að gólfið hefur verið gallað frá fyrstu tíð og að mínu viti er það alfarið á ábyrgð selj- endanna, þar sem ending gól- fefnisins er ekki sem skyldi." Iþróttahúsið á Kjalarnesi er frekar lítið eða um 20x30 metrar að stærð og er það mest notað af nemendum í Klébergsskóla. Morgunblaðið/Kristinn Ný 10-11 verslun verður opnuð þar sem Hagabúðin var til húsa á Hjarðarhaga. Til stendur að bæta við annari hæð þar sem tónlistarskóli verður hugsanlega starfræktur. Baugur kaupir húsnæði Hagabúðarinnar Ný 10-11 verslun opn- uð og tónlistarskóli Nýr neyðarútbúnaður fyrir börn hjá Slökkviliðinu Getur sparað dýrmætan tíma Reykjavík SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur hefur tekið í notkun nýjan neyðarútbúnað til að sinna börnum. Hið svonefnda Broselow-kerfi byggist á tilbúnum pökkum í sjö mis- munandi litum með neyðar- útbúnaði sem er sérvalinn eftir stærð og þyngd barns- ins. Sérstakir litakvarðar eru notaðir til að velja réttu pakkana. Búnaðurinn getur sparað dýrmætan tíma í neyðartilfellum. „Þetta er vissulega við- bót við okkar búnað," segir Jón Tómasson, læknir á neyðarbfl hjá Slökkvilið- inu. Um er að ræða eins konar málmband sem borið er við barnið sem sinna á og er þá hægt að lesa af Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tveir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Reykjavíkur máta nýj- an sérhannaðan neyðarbúnað fyrir börn við unga stúlku. Á strimlinum sem slökkviliðsmaðurinn til hægri mælir við stúlkuna er litakvarði, en eftir honum og hæð bams- ins er valinn viðeigandi litur poki af borðinu. litakvarða hvaða neyðar- pakki hentar. „I hvcrjum pakka er að finna helstu neyðartæki sem henta stærð barnanna og aldurshópi. Barkarenn- ur, nálar, maskar og allur sérhæfður búnaður þarf að vera af réttri stærð. Sama gildir um lyfjaskammta. Maður sér það strax með því að bera málbandið við barnið og þarf ekki að eyða dýrmætum tíma í að tína til rétta búnaðinn," segir Jón. Vesturbær STEFNT er að því að opna nýja 10-11 verslun í húsnæði gömlu Hagabúðarinnar að Hjarðarhaga, snemma á næsta ári og að líkindum í mars. Til stendur að byggja hæð ofan á húsið og hug- myndir eru uppi um að starf- rækja þar tónlistarskóla eða útibú frá Tónlistarskóla NÝTT leigubílabiðskýli verður sett upp í miðbæ Reykjavíkur á næstu vik- um, en það mun verða staðsett við Hafnarstræti að Lækjargötu. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Jóhannes S. Kjarval, hverfisstjóra hjá Borgarskipulagi. Það er fyrirtækið AFA JCDecaux ehf. sem mun setja skýlið upp og sjá um viðhald, en reksturinn Reykjavíkur. Þessai’ hug- myndir bíða grenndarkynn- ingar og endanlegrar ákvörðunar skipulagsyfir- valda. Hagabúðin var keypt af Kaupási ehf. sem síðan seldi hana til Baugs ehf. Að sögn Þórðar Þórissonar, fram- kvæmdastjóra 10-11 búð- anna og Hraðkaupsbúðanna, voru fyrst uppi hugmyndir verður fjármagnaður með auglýsingum. Skýlið verð- ur svipað og strætisvagna- skýlin í hönnun, en mun stærra. Nú þegar er eitt Leigu- bílabiðskýli í Lækjargöt- unni við Bókhlöðustíg og sagði Hans Kaalund, fram- kvæmdastjóri AFA JCDecaux, að fyrirtækið hefði sótt um að fá að rífa það niður og setja upp nýtt skýli á sama stað, en að borgaryfirvöld væru ekki búin að samþykkja það. um að byggja hæð ofan á húsið fyrir einstaklingsíbúð- ir. „Þar sem íbúar reyndust andvígir því í grenndarkynn- ingu komu upp hugmyndir um að koma þar fyrir at- vinnustarfsemi. Nú er hins vegar komin upp hugmynd um að hafa þarna tónlistar- skóla. Þessi hugmynd hefur fengið mjög jákvæðar undir- tektir svona í fyrstu og að henni er unnið þessa dag- ana.“ Verslunin verður opnuð við fyrsta tækifæri Kurr hefur verið meðal íbúa í hverfinu vegna tafa á opnun búðarinnar. Þórir seg- ist sjálfur gjarnan vilja opna búðina sem fyrst en tafirnar séu fyrst og fremst vegna þess að ekki hafi fengist samþykkt starfsemi á hæð- inni sem til standi að byggja ofan á. „Við höfum fengið vil- yrði fyrir þeirri stækkun á búðinni sem við þurfum til þess að hún fullnægi okkar kröfum en menn hafa vílað fyrir sér að fara í þær breyt- ingar áður en vitað er hvaða starfsemi verður á nýju hæð- inni. Það er búið að teikna búðina og það er ekkert sem strandar á nema þetta.“ Nýtt leigu- bflaskýli Miöbær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.