Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vegaframkvæmdir í Höfn - Unnið er nú að endurbót- um og lagningu á nýjum þjóð- vegi í Suðursveit. Með þessum nýja vegarkafla styttist um rúm- an helming malarkaflinn sem eftir var á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði, og verða um 4 km eftir þegar þessum framkvæmdum lýkur. Nýi kaflinn er rúmlega 6 km Iangur og nær frá Staðará að Hestgerði. Sá kafli hefur verið leiðinlegur yfírferðar og mikið um blindbeygjur og blindhæðir á stuttum kafla. Vegastæðið verður að mestu endumýjað og vegurinn gerður beinni og greiðfærari. Morgunblaðið/Eiríkur P. Suðursveit Að sögn Stefáns Gunnarsson- ar hjá verktakanum S.G. vélar á Djúpavogi miðar framkvæmdum vel. Áætluð verklok eru í júlí næsta sumar, en þá verður nýi vegarkaflinn tilbúinn með bundnu slitlagi. Framkvæmdir kosta 53 millj- ónir. Frá afhjúpun merkisins, Finnur Malmquist höfundur merkisins, Krist- ján Einarsson forseti bæjarstjórnar og Samúel Smári Hreggviðsson formaður undirbúningsnefndar um byggðarmerki. Nýtt byggðarmerki fyrir sveitarfélagið Arborg Selfossi - Nýtt byggðarmerki fyrir sveitarfélagið Árborg var kynnt fyr- ir nokkru. Merldð, sem er eftir Finn Malmquist, var valið eftir auglýsta samkeppni um gerð merkisins. Alls bárust 48 tillögur í sam- keppninni frá 42 höfundum og birt- ust þar margar og fjölbreytilegar hugmyndir að merki. Nýja merkið er blátt að lit og hef- ur sterka skírskotun til höfuðein- kenna sveitarfélagsins, sem eru Ölf- usá og byggðakjarnamir þrír, Sel- foss, Eyrarbakki og Stokkseyri, ásamt sléttum Flóans. I umsögn um merkið er sagt að styrkur þess sé einfaldleikinn og það hafi nútíma- legan og ferskan blæ. Nýja merkið er til sýnis næsta hálfa mánuðinn í Hótel Selfoss ásamt þeim tillögum sem dómnefnd Morgunblaðið/Sig. Jóns. Hið nýja byggðarmerki Árborgar. bárust í samkeppninni. Nýja merk- inu var skilað á tölvutæku formi og var það strax tekið í notkun á eyðu- blöðum sem notuð voru á fundi at- vinnumálanefndar Árborgar um ferðamál síðdegis á föstudag. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Betri er ein rjúpa í hendi en tvær á fjalli Vaðbrekku, Jökuldal - Betri er ein rjúpa í hendi en tvær á fjalli. Þórarinn Smári hefur þetta heil- ræði í hávegum þar sem hann er á rölti með byssu og hund á Há- urð við Hrafnkelsdal. Það er sem best hægt að slá tvær flug- ur í einu höggi á ijúpnaveiðun- um, fá sér hressandi heilsubót- argöngu í leiðinni. HAGKAUP Jijr/dU OPIÐ: Virka daga til kl. 20:00 Laugardaga til kl. 18:00 Sunnudaga til kl. 18:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.