Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 23 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Kristinn Við undirritun sainningsins. NIB lánar Landsvirkjun 1,4 milljarða UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Norræna fjárfest- ingarbankans, NIB, og Landsvirkj- unar um lán að upphæð 20 milljónir Bandaríkjadala, eða sem samsvar- ar 1,4 milljörðum íslenskra króna. Lánið er til 15 ára og verður það nýtt til þess að fjármagna hluta af fjárþörf fyrirtækisins vegna fram- kvæmda við Vatnsfell. NIB hefur tekið þátt í að fjár- magna flestar af stærstu virkjun- um Landsvirkjunar. Fyrsta lán bankans til Landsvirkjunar var veitt árið 1978 vegna framkvæmda við Hrauneyjafossvirkjun en auk þess veitti bankinn lán í tengslum við framkvæmdir við Blönduvirkj- un og Sultartangavirkjun. Lands- virkjun er nú stærsti lánþegi NIB á íslandi. Guðmundur K. Magnússon, stjórnarmaður í NIB, Þór Sigfús- son, svæðisstjóri NIB, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, skrifuðu undir samninginn en fyrir aftan þá standa Stefán Pét- ursson, deildarstjóri hjá Lands- virkjun, og Örn Marinósson, fram- kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Er viðhorf samfélagsins til jafnréttis- mála ekkert að breytast? - aukinn launamunur kynjanna á jafnréttisöld Miðvikudaginn 24. nóvember boðar Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga til hádegisverð- arfundar frá kl. 12.00-13.30 á Radisson-SAS Hótel Sögu, Skála, 2. hæð. Framsögumenn verða: Hafsteinn Már Einarsson, formaður kjaranefndar FVH, Helga Guðrún Jónasdóttir, þingmaður, Eyþór Eðvarðsson, vinnusálfræðingur og ráðgjafi hjá Gallup og Ingólfur Gíslason, starfsmað- ur jafnréttisráðs. Hafsteinn Már mun fjalla um: Áhugaverðar niðurstöður úr nýútkominni kjarakönnun FVH. Helga Guðrún mun fjalla um: Eru konur annars flokks vinnuafl? Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort launamunur kynjanna sé goðsögn eða veruleiki og hvaða öfl móti launaveruleika kvenna á vinnumarkaði. Jafnframt verður fjallað um það hagnýta gildi sem jafnréttisstarf á vinnustað felur í sér fyrir atvinnurekendur. Eyþór mun fjalla um: Fráskilnaði, metnað, einka-vinnu-líf og ofþreytu. Stéttarskiptingu, lyklabörn, þekkingafyrirtæki, email stjórnunarstíl, 200% vinnuframlag og sjálfsskoðun. Ingólfur mun fjalla um: Viðhorf til hlutverka kynjanna meðal almennings, stjórnvalda og atvinnurekenda. Tengslin milli stöðu karla og kvenna gagnvart börnum og kynbundins launamunar. Verð með hádegisverði kr. 1.700 fyrir félagsmenn og kr. 2.200 fyrir aðra. Skráning þátttöku í síma 568 2370 eða með tölvupósti fvh@fvh.is aunávöxtun Séreignarsjóður Kaupþings fer vel af stað. Hann var stofnaður í árslok 1998 og ávaxtar viðbótarlífeyrissparnað. Árangur sjóðsins talar sínu máli: 31,28% raunávöxtun fyrstu sex mánuðina. Séreignarsjóður Kaupþings fjárfestir að stórum hluta í innlendum og ertendum hlutabréfum. Fjárfestingarstefnan tekur mið af því að lífeyrissparnaður er í eðli sínu langtímasparnaður; til lengri tíma ötið hafa sveiflur í ávöxtun lítil áhrif. Þú ferð líka vel af stað ef þú greiðir viðbótarsparnaðinn í Séreignarsjóð Kaupþings. Hann stefnir hátt. Framsækin fjárfestingarstefna Ertend hlutabréf 47% Innlend skuldabréf 23% Innlend hlutabréf 25% ■ Virk eignastýring ■ 10% mótframlag frá launagreiðanda ■ Enginn fjármagnstekjuskattur ■ Enginn eignaskattur m KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.