Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ IIR VERINll Karfakvóti á Reykjaneshrygg ræddur á ársfundi NEAFC Gert ráð fyrir mikl- um niðurskurði Ársfundur NEAFC í London hófst í gær. Á myndinni eru Albert Jóns- son og Kristján Ragnarsson, sem sitja í íslensku sendinefndinni, ás- amt Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Líkan af grjótvamargarði, sem Siglingamálastofnun hefur hannað og verður byggður í Noregi. Siglingastofimn hannar brimvarnar- garð í Noregi ÁRSFUNDUR Norðaustur-Atl- antshafsfískveiðinefndarinnar (NEAFC) hófst í London í gær. Á fundindum verður tekin ákvörðun um leyfilegan karfaafla á Reykjan- eshrygg á næsta ári en lagt hefur verið til að karfaafli á svæðinu verði skorinn verulega niður Ami M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segir að leita verði allra leiða til að koma veiðistjórnun á Reykjaneshrygg í skynsamlegt horf. Akvörðun um leyfilegan heildarafla og skiptingu veiðiheim- ilda á milli aðildarþjóða NEAFC verður að öllum líkindum tekin á fundi nefndarinnar á miðvikudag eða fimmtudag. Alþjóða hafrann- sóknaráðið (ICES) lagði til í maí að úthafskarfakvótinn á Reykjanes- hrygg yrði færður úr 153.000 tonn- um á yfirstandandi ári í 85.000 tonn á næsta ári.Verði þetta end- anleg niðurstaða skerðist kvóti ís- lendinga verulega, en hlutur ís- lands á síðasta ári var um 53.000 tonn af um 120.000 tonna afla. Á þessu ári er leyfilegur heildarafli 153.000 tonn og er hlutur íslend- inga 45.000 tonn. Fastlega er gert ráð fyrir að farið verði að tillögum ICES en hinsvegar eigi eftir að takast á um skiptingu milli aðildar- þjóða. Á fundinum verður einnig farið yfir ráðleggingar varðandi aðra fiskistofna innan NEAFC- svæðisins, s.s. kolmunna, makríls og síldar. Veiðistjómun á Reykjaneshrygg hefm’ legið undir töluverðri gagn- rýni hérlendis að undanförnu. Telja menn að á svæðinu sé veitt úr tveimur karfastofnum, djúpk- arfastofni undir 500 metra dýpi en úthafskarfastofni ofan 500 metra dýpis en veiðum á djúpkarfa sé hinsvegar algerlega stjómað á grundvelli bergmálsmælinga á út- hafskarfa. Vill viðurkenningu á tveimur karfastofhum Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segir aðildarþjóðir NEAFC ekki hafa viljað viður- kenna að á Reykjaneshrygg sé um tvo karfastofna að ræða, þrátt fyrir að íslenskir vísindamenn hafi fært fyrir því sterk rök. „Við höfum talsverðra hagsmuna að gæta hvað þetta varðar því við emm líka með djúpkarfa innan okkar landhelgi sem gæti verið af sama stofni og djúpkarfinn sem er fyrir utan land- helgina. Þar að auki hefur stór hluti af okkar veiði úr úthafskarfa- kvótanum verið djúpkarfi sem veiddur er á landhelgismörkunum. Ef samningsaðilar okkar vilja ekki viðurkenna vísindalegar nið- urstöður verðum við að leita leiða til að stjóma þessum veiðum úr þessum stofnum á skynsamlegan hátt. Það er ótækt að verið sé að mæla annan stofninn en veiða svo úr hinum,“ segir Árni. Akvörðun heildaraflans verður að sögn Árna eitt af helstu verk- efnum fundarins. Þar verði sjónar- miðum íslendinga haldið fram. SIGLINGASTOFNUN hefur teldð að sér hönnun og ölduhæðarrann- sóknir á nýjum brimvamargarði á suðvesturströnd Noregs. Garður- inn er með hæstu ölduáraun af öll- um grjótgörðum í Noregi. Um er að ræða svokallaðan bermigarð en þeir era byggðir úr þykkari grjót- vöm en hefðbundnir grjótgarðar, þannig að grjótvömin gleypir öld- una sem inn í hana gengur. Yfir 20 slíkir brimvarnargarðar hafa verið hannaðir og byggðir hér á landi frá árinu 1983 eða um helm- ingur bermigarða sem byggðir hafa verið í veröldinni, að því er fram kemur í fréttabréfi Siglingastofn- unar, Til sjávar. í ferúar sl. var gerður rammasamningur milli Sigl- ingastofnunar og Kystverket í Nor- egi um að Siglingastofnun tæki að I sér hönnun brimvamargarðs sem verður fyrir utan lítið fiskiþorp, Sirevág, sem er sunnan við Stavan- ger á suðvesturströnd Noregs en þar er höfnin mjög opin fyrir vest- Íægum vindum og öldu úr Norður- sjónum. Aðrir aðilar sem koma að verkefninu era Háskólinn í Þránd- heimi, SINTEF sem annaðist lík- anatilraunir af höfninni í Sirevág, ráðgjafafyrirtækið Norconsult sem sá um útboðsgögn og Jarðfræðist- ofan Stapi sem vann að grjót- námsrannsóknum. Þrisvar sinnum stærri en í Bolungarvík Við hönnun garðsins er leitast við að hafa hann eins stöðugan og kostur er en það er gert með því að hafa stærsta grjótið þar sem áraunin er mest. I garðinn fara um 640.000 rúmmetrar af sprengdu efni, þar af helmingur stórgrýti yfir 1 tonn. Til samanburðar fóm > 200.000 rúmmetrar í brimvarnar- garðinn í Bolungarvík. Garðurinn verður 500 metra langur og verður að hluta til byggður á klöpp með breytilegu dýpi, 3 til 22 metra, en garðendinn á sandbotni með 18 metra dýpi. Tilboð í verkið vom opnuð 22. september sl. og þauð fyrirtækið E. Phil & Spn/ístak lægst eða 678 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í des- ember nk. og ljúki í desember árið j 2001. ------------------ Meiri afli við Perú VEIÐAR á ansjósu við Perú hafa glæðzt verulega að undanfömu og vikulegur afli er nú á bilinu 250.000 til 300.000 tonn. Leyfilegur kvóti er aðeins tvær milljónir tonna og því er búizt við frekari veiðitakmörk- unum á næstunni. Viðskipti með fiskimjöl em lítil um þessar mundir og veiði til bræðslu nánast alls stað- ar lítil svo sem hér við landið. Svip- aða sögu er að segja af viðskiptum með jurtamjöl af ýmsu tagi. Mikil deyfð virðist vera yfir markaðnum. Perú selur nú mest af sínu fiski- mjöli til Kína og fyrstu níu mánuði ársins nam sá útflutningur um 290.000 tonnum. Á sama tíma fyrir tveimur ámm seldu Perúmenn Kínverjum 750.000 tonn af mjöli. VICTD A D V EIKAK Ný vegtenging við Hnoðraholt í Garðabæ * Idagverður meðopnun Vetrarbrautar tekin ínotkun nýtenging við Hnoðraholt íGarðabæ. Vetrarbraut liggur frá Vífilsstaðavegi á móts við Vífilsstaðaspítala yfir Vetrarmýri vestan golfvallar að Hnoðraholtsbraut Um leið verður lokað beinni tengingu hverfisins við Reykjanesbraut, sem var einungis til bráðabirgða. Auk hinnar nýju tengingar verður áfram tenging fyrir litla bíla (lægri en 2.25 m) um undirgöng undir Reykjanesbrautfrá Bæjargili. Með breytingum þessum ervænstaukins umferðaröryggis og aukinnar afkastagetu Reykjanesbrautar sem kemur Garðbæingum ekki sísttil góða. GARÐABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.