Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 31

Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 31 Að steypa sér í fossinn MYNDLIST Gallerf ÁhaldahúsiO, Vestmannacyjiiiii INNSETNING RÚRÍAR Sýningin er opin helgina 27. og 28. nóvember frá ki. 14 til 18. SAGA náttúruvemdar á íslandi er stutt, enda hefur þjóðin lengst af verið upptekin við að reyna að temja óblíð náttúruöflin og verjast þeim svo að engum heilvita manni hefur dottið í hug að náttúran þyrfti vemdar við - að varðveita þyrfti hin hrikalegu öræfi landsins, ófærar mýramar og mannskæð fallvötnin. Þessi gömlu viðhorf virð- ast reyndar enn furðu útbreidd og þegar þau tengjast voninni um skjótfenginn gróða er stundum eins og ekkert sé metið til jafns við möguleikann á því að eignast enn eitt álverið, enn eina virkunina, enn eina háspennulínuna strengda eins og glitrandi vef yfir hraunbreiður og sanda landsins. Þetta vandamál og þverstæðumar í afstöðu íslend- inga til náttúmnnar er viðfangsefni Rúríar á sýningunni sem hún hefur nú sett upp í gamla áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum, en sýningin er að hluta til skrásetning á miklum gjörningi sem Rúrí stóð að á svæð- inu við Eyjabakka, sem nú virðist eiga að sökkva til að mynda megi uppistöðulón fyrir nýja virkjun. Fjöldi fólks tók þátt í þessum gjörningi og lagði á jörðina stuðla- bergssteina sem í em grafin orðin úr texta Matthíasar Jochumssonar við þjóðsöng Islendinga. A sýning- unni má sjá ljósmyndir af þessum steinum og grjót, hoggið úr sama bergi. En jafnframt því sem Rúrí ýfir upp helsta deilumál samtímans rifjar hún upp eitt fyrsta dæmið um andóf Islendings við virkjanafram- kvæmdum og þeirri náttúraröskun sem þær gjarnan hafa í för með sér. Það er sagan af Sigríði Tómasdótt- ur frá Brattholti sem á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar barðist gegn því að Gullfoss yrði virkjaður, en erlendir aðilar höfðu þá tryggt sér virkjanaleyfi þar. Sigríður fór manna á milli og reyndi að fá það tryggt að fossinum yrði bjargað en fékk að því er virðist lítil viðbrögð við málaleitan sinni. Það var ekki fyrr en þeir útlendu misstu áhug- ann að útséð varð um framkvæmd- ina og líklega em fáir íslendingar sem nú gætu hugsað sér að hróflað yrði við fossinum. A sýningunni má sjá myndir af Sigríði frá Brattholti og myndir af Rúrí á sýningu sinni í Vestmannaeyjum. Gullfossi frá þeim tíma þegar hún talaði fyrir daufum eyram um nauðsyn þess að friða hann. Þá hef- ur Rúrí virkjað sýningarrýmið með þeim tækjum og tólum sem helst standa fyrir framkvæmdir í náttúr- unni. Þar má sjá stikur og kíki landmælingamannsins, kort og mál. Heildaryfirbragð sýningarinnar er afar hreint og skarpt svo minnir næstum frekar á uppstillingu í minjasafni en listsýningu. Það er eðlilegt því hér er Rúrí ekki bara í hlutverki listamannsins heldur er hún að skrásetja og undirstrika við- burði og málefni sem varða okkur öll og tengjast sögulega frá Sigríði Tómasdóttur til allra þeirra sem nú láta raddir sínar heyrast í umræð- unni um framkvæmdir á hálendinu. Það er hins vegar álitamál hvort nokkur þeirra sem nú talar býr yfir saman hugsjónahita og Sigríður, en yfirskrift sýningarinnar eru orðin sem hún lét einhvem tíma falla um það ef Gullfoss yi'ði virkjaður: „Þann dag mun ég steypa mér í fossinn.“ Hvort margir mundu nú vilja færa slíka fórn er óvíst en Rúrí hefur nú gengið fram fyrir skjöldu eins og Sigiáður forðum og um skoðanir hennar er ekki að villast. Akóges, Veslmanna- eýjuin MÁLVERK,SKÚLPTÚR OG ÚTSKURÐUR BJARNIGUÐJÓNSSON Sýningin stóð 19. til 21. nóvember. BJARNI Guðjónsson (1906- 1986) þótti með efnilegri mynd- listarmönnum þegar hann fékk al- þingisstyrk ungur til að að sækja nám í Kaupmannahöfn. Bjami hafði lært í Reykjavík hjá Ríkharði Jónssyni og Agústi Sigmundssyni en við Listaakademíuna í Kaup- Verk Bjaraa Guðjónssonar í Akógeshúsinu í Vestmannaeyj- um. mannahöfn dvaldist hann aðeins nokkra mánuði. Bjarni bjó í Vest- mannaeyjum og skar þar út og mál- aði, en fluttist árið 1967 til Reykja- víkur og sýndi þar í nokkur skipti. Smíðisgripir Bjarna eru mikil listaverk og sameina þá virðingu fyrir hefðinni sem einkenndi út- skurð Ríkharðs og frjálsari sköpun sem leiðir Bjarna nær samtíma sín- um. A sýningunni í Akóges mátti líka sjá brjóstmyndir sem bera ót- vírætt vitni um hæfileika Bjama, en uppistaðan í sýningunni vom þó málverk hans. Þar kenndi ýmissa grasa og mátti sjá formræna stúdíu í anda hreinflatalistarinnar og frjálsari afstraksjónir ásamt mannamyndum með dulrænum blæ. I mörgum þessara mynda er Bjarni greinilega að prófa sig áfram með það sem hæst reis í mál- aralistinni þegar hann var að vinna, en nokkrar myndir em greinilega málaðar beint frá hjartanu og í þeim rís Bjarni hæst. Þar er um að ræða litsterkar afstraksjónir þar sem frjáls og körftug túlkun talast á við sterka og örugga myndbygg- ingu. Mikið mun vera til af verkum eftir Bjarna og er ástæða til að halda áfram sýningahaldi á því besta sem eftir hann liggur. Jón Proppé Pétur Östlund kemur sérstaklega hingað til lands til að leika með Stórsveit Reykjavíkur. Pétur Östlund stýrir stórsveitinni STÓRSVEIT Reykjavíkur boðar til tónleika f Ráðhúsi Reykja- víkur annað kvöld, miðvikudag- skvöld, kl. 20. Pétur Öslund mun stýra sveitinni auk þess að leika á trommur. Pétur er búsettur í Svíþjóð en kemur nú hingað til lands að halda þessa tónleika. Dagskráin samanstendur af fjöibreyttu efni, sem Pétur hef- ur sjálfur valið af þessu tilefni. Aðgangseyrir er enginn. Viö óskum Matthíasí Johannessen tíl hamingju með verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn. í rökstuðningi dómnefndar segir: „ Matthías hefur iðkað íslenskt mál á öllum sviðum og hann hefur auðgað það, ekki síst með Ijóðum sínum. Þar birtist okkur í bestu myndfegurð málsins, blœbrigði, sveigjanleiki og þanþol. Matthíasi lœtur vel sá galdur Ijóðsins að birta lesandanum nýja sýn, opna luktar dyr og auka tilfinninga - og þekkingarforða lesandans. “ í dag kemur út hjá Vöku-Helgafelli ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen og nefnist hún Ættjarðarljóð á atómöld. Ljóðin fjalla um landið í sinni margbreytilegu mynd og er hér á ferð djúphugull skáldskapur sem enginn ljóðaunnandi ætti að láta ffamhjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.