Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Að lifa
fyrir
dauðann
MYNDLIST
Lislasafnið
á Akureyri
MÁLVERK OG
HÖGGMYNDIR
ÝMSIR
Sýningin er opin 14 til 18
og stendur til 5. desember.
SAMRUNI manns og náttúru
er viðfangsefnið í sýningu sem
Hjálmar Sveinsson, heimspek-
ingur og útvarpsmaður, hefur
sett upp fyrir Listasafnið á Ak-
ureyri. Þar má sjá verk eftir ell-
efu íslenska listamenn, allt frá
Þórarni B. Þorlákssyni til Hara-
Idar Jónssonar. Tengsl manns og
náttúru hafa eðlilega verið áleitið
viðfangsefni í íslenskri list, hvort
heldur er í bókmenntum, myndl-
ist eða tónlist. Stundum felst
sköpun listamannsins í því að
endurgera eða túlka sjálfa nátt-
úruna og temja hana þannig við
strigann eða ljóðlínuna, gera
hana meðfærilega og eyða ógn-
inni sem af henni stafar með því
að binda hana í form. En flestir
þeir listamenn sem fengist hafa
við íslenska náttúru hafa líka
fundið og túlkað hina myrku þörf
fyrir að renna saman við náttúr-
una, að glata sínu einstaklings-
eðli og verða sem eitt með yfir-
þyrmandi umhverfinu. Þessa
löngun tengir Hjálmar við dauð-
hvötina sem Sigmund Freud
ræddi og taldi eitt virkasta aflið í
sálarlífi okkar, löngunina til að
hætta að vera það sem við erum,
til að kasta af okkur þeirri byrði
sem meðvitund okkar leggur á
okkur og hætta einfaldlega að
vera til.
Mannskepnan er vitundarvera
og stendur andspænis náttúr-
unni, ekki með henni. Og maður-
inn er ekki aðeins meðvitaður
um náttúruna heldur einnig um
sjálfan sig og aðra menn, ólíkt til
dæmis steinum sem hvorki vita
af sér sjálfum né hinum steinun-
um í grjóthrúgunni. Þessari
sjálfvitund fylgja ýmsir van-
kantar, eilíf spum og efi, til-
hneiging til að móta allt í eigin
mynd, breyta náttúrunni og setja
mark sitt á hana, og til að ýmist
reyna að nálgast aðra menn eða
kúga þá til hlýðni. Undir allri
þessari mótsagnakenndu skiln-
ings- og athafnaþrá býr svo vitn-
eskjan um dauðann og þá lausn
sem hann býður. Hve mikið sem
lífið leggur á okkur getum við
alltaf bundið á það enda, gengið í
hafið eða í jökulinn og orðið eins
og steinninn, meðvitundarlaus og
dauð innan um aðra dauða hluti.
I myndlistinni birtist vitundin
um samband dauða og náttúm
gjaman í sammna fólks og
landslags og þeim þætti gerir
Hjálmar skil með því að sýna
myndir eftir Jóhann Briem þar
sem verur leysast upp í litríku
landslagi. En dauðahvötin á sér
líka fínlegri birtingarform í með-
vitund listamannsins um þögn-
ina, dauðakyrrðina þar sem nátt-
úran er ein með sér og lætur sér
fátt finnast um nærveru manns-
ins.
Sýning Hjálmars í Listasafn-
inu á Akureyri í djörf, sérstak-
lega nú þegar flestir virðast að-
eins vilja sjá hið jákvæða og
lifandi í náttúrunni. Verkin em
öll afbragðsgóð, enda eftir suma
af færustu listamönnum aldar-
innar, og óhætt er að segja að
sýningin sitji afar vel á veggjum
safnsins sem sumir hafa verið
málaðir í dökkum lit sem sam-
ræmist vel boðskap sýningarinn-
ar. Með þessari samsetningu vill
Hjálmar minna á þá hlið náttúr-
unnar sem sjaldan verður vart í
náttúruverndar- og ferða-
mennskuumræðu samtímans, að
náttúran er dauð og skeytingar-
laus um tilvist okkar, en einmitt
fyrir það óendanlega heillandi.
HÖGGMYNDIR
STEFÁNJÓNSSON
Stefán Jónsson er ungur lista-
maður, menntaður á Islandi, í
Danmörku og í Bandaríkjunum,
og hefur sýnt víða um heim á
undanförnum árum. Sýning hans
í Listasafninu á Akureyri er und-
arleg en áhugaverð endursköpun
á þekktum þemum úr listasög-
unni. Stefán tekur fræg máiverk
eftir þekkta meistara og sviðset-
ur þau á borði í umhverfi sem
hann smíðar úr krossvið og raðar
svo „legóköllum" inn í til að
standa fyrir fólkið í málverkinu.
Myndirnar sem hann velur sér
sýna dramatíska atburði og eru
til dæmis um ákveðna upphafn-
ingartilhneigingu í málaralist-
inni, tilraun til að dramatísera
atburði og gera þátttakendur í
þeim goðumlíka. Að þessari til-
hneigingu gerir Stefán góðlát-
legt, grín enda eru legókallamir
alltaf skælbrosandi, sama hve
hátíðlegir atburðirnir eru.
Sýning Stefáns er fyrst og
fremst húmorísk en kastar líka
fram mörgum spurningum og
vandamálum sem varða menn-
ingu okkar, menningararf og
merkingarheim. Endurgerð
meistaraverkin eru í aðra rönd-
ina dæmigerð pastiche-verk,
samsuða hins gamla sem talin er
eitt höfuðeinkenni listar á tíma
póstmódernismans. En á hinn
bóginn gengur Stefán lengra en
algengt er með því að forðast þá
augljósu kaldhæðni sem nútíma-
maðurinn hlýtur að finna til þeg-
ar hann skoðar hetjulist íyrri al-
da. Verk Stefáns eru einlæg
endurgerð í þau efni sem hand-
hæg eru í samtímanum og ná því
að tjá flókið samband okkar við
fortíðina og listina sjálfa, sam-
band sem sem er alltaf margrætt
og sveiflast milli aðdáunar og
fyrirlitningar, fordildar og gríns.
Jón Proppé
Ævintýri al-
þingismanna
GÓÐGERÐARFÉLAGIÐ Stoð og
styrkur efna til útgáfufagnaðar í
Vinabæ, Skipholti 33 (áður Tóna-
bíó) í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 17
vegna bókanna A lífsins leið II og
Ævintýri alþingismanna.
Þar verða alþingismenn, en
þrettán þeirra segja frá ævintýrum
sínum, og höfundar bókarinnar, A
lífsins leið, en þeir eru 26 talsins,
þ.á m. menntamálaráðherra og
borgarstjóri.
Nýjar bækur
• LÍMMYNDABÓKIN með ís-
lenskum og enskum orðum.
I fréttatilkynningu segir að
barnið taki þátt í atburðum daglegs
lífs: Fer í útilegu, verslar í kjörbúð-
inni og leikfangabúðinni, er á bað-
ströndinni, heimsækir fjölskyld-
ugarðinn, sirkusinn og dýra-
garðinn.
I bókinni er mikill fjöldi lím-
mynda sem setja skal á sinn rétta
stað. Útgefandi er Setberg. Bókin
er 32 bls., prentuð á Spáni. Verð:
750 kr.
• The Rewriting of Njdls Saga.
Translation, Politics and Icelandic
Sagas er nýtt fræðirit eftir Jón
Karl Helgason sem byggt er á
doktorsritgerð höfundar frá
Massachusetts-
háskóla í Am-
herst í Banda-
ríkjunum.
I ritinu er fjaE-
að um sex þýð-
ingar og útgáfur
Njáls sögu sem
út komu í Bret-
landi, Dan-
mörku, Noregi,
Bandaríkjunum
og á íslandi á
árabilinu 1861 til 1945, segir í kynn-
ingu. Sýnt er fram á hvernig þessar
endurritanir mótast af hugmyndum
útgefenda og þýðenda um eigin
menningu og uppruna, stjómmála-
skoðunum þeirra og ólíku fagur-
fræðilegu mati. Meðal þeirra sem
við sögu koma eru breskir íslan-
dsferðalangar, norskir mál- og
sagnfræðingar, danskir and-
spymumenn, norður- og suður-
evrópskir innflytjendur í Banda-
ríkjunum, íslenskir þingmenn og
Halldór Laxness.
The Rewriting of Njáls saga
kemur út í ritröðinni Topics in
Translation sem rítstýrt er afSus-
an Bassnett ogEdwin Gentzler. Út-
gefandi er bókaforlagið Multilingu-
a 1 Matters í Clevedon íBretlandi.
Jón Karl
Helgason
íímiU íí íru
ájjyjjiii)/ jUJiijöJJ .
iJymh