Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að lifa fyrir dauðann MYNDLIST Lislasafnið á Akureyri MÁLVERK OG HÖGGMYNDIR ÝMSIR Sýningin er opin 14 til 18 og stendur til 5. desember. SAMRUNI manns og náttúru er viðfangsefnið í sýningu sem Hjálmar Sveinsson, heimspek- ingur og útvarpsmaður, hefur sett upp fyrir Listasafnið á Ak- ureyri. Þar má sjá verk eftir ell- efu íslenska listamenn, allt frá Þórarni B. Þorlákssyni til Hara- Idar Jónssonar. Tengsl manns og náttúru hafa eðlilega verið áleitið viðfangsefni í íslenskri list, hvort heldur er í bókmenntum, myndl- ist eða tónlist. Stundum felst sköpun listamannsins í því að endurgera eða túlka sjálfa nátt- úruna og temja hana þannig við strigann eða ljóðlínuna, gera hana meðfærilega og eyða ógn- inni sem af henni stafar með því að binda hana í form. En flestir þeir listamenn sem fengist hafa við íslenska náttúru hafa líka fundið og túlkað hina myrku þörf fyrir að renna saman við náttúr- una, að glata sínu einstaklings- eðli og verða sem eitt með yfir- þyrmandi umhverfinu. Þessa löngun tengir Hjálmar við dauð- hvötina sem Sigmund Freud ræddi og taldi eitt virkasta aflið í sálarlífi okkar, löngunina til að hætta að vera það sem við erum, til að kasta af okkur þeirri byrði sem meðvitund okkar leggur á okkur og hætta einfaldlega að vera til. Mannskepnan er vitundarvera og stendur andspænis náttúr- unni, ekki með henni. Og maður- inn er ekki aðeins meðvitaður um náttúruna heldur einnig um sjálfan sig og aðra menn, ólíkt til dæmis steinum sem hvorki vita af sér sjálfum né hinum steinun- um í grjóthrúgunni. Þessari sjálfvitund fylgja ýmsir van- kantar, eilíf spum og efi, til- hneiging til að móta allt í eigin mynd, breyta náttúrunni og setja mark sitt á hana, og til að ýmist reyna að nálgast aðra menn eða kúga þá til hlýðni. Undir allri þessari mótsagnakenndu skiln- ings- og athafnaþrá býr svo vitn- eskjan um dauðann og þá lausn sem hann býður. Hve mikið sem lífið leggur á okkur getum við alltaf bundið á það enda, gengið í hafið eða í jökulinn og orðið eins og steinninn, meðvitundarlaus og dauð innan um aðra dauða hluti. I myndlistinni birtist vitundin um samband dauða og náttúm gjaman í sammna fólks og landslags og þeim þætti gerir Hjálmar skil með því að sýna myndir eftir Jóhann Briem þar sem verur leysast upp í litríku landslagi. En dauðahvötin á sér líka fínlegri birtingarform í með- vitund listamannsins um þögn- ina, dauðakyrrðina þar sem nátt- úran er ein með sér og lætur sér fátt finnast um nærveru manns- ins. Sýning Hjálmars í Listasafn- inu á Akureyri í djörf, sérstak- lega nú þegar flestir virðast að- eins vilja sjá hið jákvæða og lifandi í náttúrunni. Verkin em öll afbragðsgóð, enda eftir suma af færustu listamönnum aldar- innar, og óhætt er að segja að sýningin sitji afar vel á veggjum safnsins sem sumir hafa verið málaðir í dökkum lit sem sam- ræmist vel boðskap sýningarinn- ar. Með þessari samsetningu vill Hjálmar minna á þá hlið náttúr- unnar sem sjaldan verður vart í náttúruverndar- og ferða- mennskuumræðu samtímans, að náttúran er dauð og skeytingar- laus um tilvist okkar, en einmitt fyrir það óendanlega heillandi. HÖGGMYNDIR STEFÁNJÓNSSON Stefán Jónsson er ungur lista- maður, menntaður á Islandi, í Danmörku og í Bandaríkjunum, og hefur sýnt víða um heim á undanförnum árum. Sýning hans í Listasafninu á Akureyri er und- arleg en áhugaverð endursköpun á þekktum þemum úr listasög- unni. Stefán tekur fræg máiverk eftir þekkta meistara og sviðset- ur þau á borði í umhverfi sem hann smíðar úr krossvið og raðar svo „legóköllum" inn í til að standa fyrir fólkið í málverkinu. Myndirnar sem hann velur sér sýna dramatíska atburði og eru til dæmis um ákveðna upphafn- ingartilhneigingu í málaralist- inni, tilraun til að dramatísera atburði og gera þátttakendur í þeim goðumlíka. Að þessari til- hneigingu gerir Stefán góðlát- legt, grín enda eru legókallamir alltaf skælbrosandi, sama hve hátíðlegir atburðirnir eru. Sýning Stefáns er fyrst og fremst húmorísk en kastar líka fram mörgum spurningum og vandamálum sem varða menn- ingu okkar, menningararf og merkingarheim. Endurgerð meistaraverkin eru í aðra rönd- ina dæmigerð pastiche-verk, samsuða hins gamla sem talin er eitt höfuðeinkenni listar á tíma póstmódernismans. En á hinn bóginn gengur Stefán lengra en algengt er með því að forðast þá augljósu kaldhæðni sem nútíma- maðurinn hlýtur að finna til þeg- ar hann skoðar hetjulist íyrri al- da. Verk Stefáns eru einlæg endurgerð í þau efni sem hand- hæg eru í samtímanum og ná því að tjá flókið samband okkar við fortíðina og listina sjálfa, sam- band sem sem er alltaf margrætt og sveiflast milli aðdáunar og fyrirlitningar, fordildar og gríns. Jón Proppé Ævintýri al- þingismanna GÓÐGERÐARFÉLAGIÐ Stoð og styrkur efna til útgáfufagnaðar í Vinabæ, Skipholti 33 (áður Tóna- bíó) í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 17 vegna bókanna A lífsins leið II og Ævintýri alþingismanna. Þar verða alþingismenn, en þrettán þeirra segja frá ævintýrum sínum, og höfundar bókarinnar, A lífsins leið, en þeir eru 26 talsins, þ.á m. menntamálaráðherra og borgarstjóri. Nýjar bækur • LÍMMYNDABÓKIN með ís- lenskum og enskum orðum. I fréttatilkynningu segir að barnið taki þátt í atburðum daglegs lífs: Fer í útilegu, verslar í kjörbúð- inni og leikfangabúðinni, er á bað- ströndinni, heimsækir fjölskyld- ugarðinn, sirkusinn og dýra- garðinn. I bókinni er mikill fjöldi lím- mynda sem setja skal á sinn rétta stað. Útgefandi er Setberg. Bókin er 32 bls., prentuð á Spáni. Verð: 750 kr. • The Rewriting of Njdls Saga. Translation, Politics and Icelandic Sagas er nýtt fræðirit eftir Jón Karl Helgason sem byggt er á doktorsritgerð höfundar frá Massachusetts- háskóla í Am- herst í Banda- ríkjunum. I ritinu er fjaE- að um sex þýð- ingar og útgáfur Njáls sögu sem út komu í Bret- landi, Dan- mörku, Noregi, Bandaríkjunum og á íslandi á árabilinu 1861 til 1945, segir í kynn- ingu. Sýnt er fram á hvernig þessar endurritanir mótast af hugmyndum útgefenda og þýðenda um eigin menningu og uppruna, stjómmála- skoðunum þeirra og ólíku fagur- fræðilegu mati. Meðal þeirra sem við sögu koma eru breskir íslan- dsferðalangar, norskir mál- og sagnfræðingar, danskir and- spymumenn, norður- og suður- evrópskir innflytjendur í Banda- ríkjunum, íslenskir þingmenn og Halldór Laxness. The Rewriting of Njáls saga kemur út í ritröðinni Topics in Translation sem rítstýrt er afSus- an Bassnett ogEdwin Gentzler. Út- gefandi er bókaforlagið Multilingu- a 1 Matters í Clevedon íBretlandi. Jón Karl Helgason íímiU íí íru ájjyjjiii)/ jUJiijöJJ . iJymh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.