Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 33
Ahugaleikhdpur úr byggðum Vestur-Islendinga í Bandarrkjunum hér á landi
Sýnir leikrit um
íslenska landnema
ÁHUGALEIKHÓPUR úr byggð-
um Vestur-Islendinga í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum sýnir
leikritið In the Wake of the Storm,
eða I kjölfar stormsins, í þrígang
hér á landi í vikunni. Verður
fyrsta sýningin í Freyvangi í Eyja-
fírði á miðvikudag, sú næsta á
Bifröst á Sauðárkróki á fímmtu-
dag og lokasýningin verður í
Tjarnarbíói í Reykjavík á sunnu-
dag.
Verkið er samið og flutt á
ensku. Höfundurinn, Lauga Geir,
var af íslenskum ættum og starf-
aði lengst af sem kennari. Var hún
náskyld íslenska alþýðuskáldinu
Káinn sem kallaður hefur verið
höfuðskáld fslendinga í Norður-
Dakóta.
Leikritið gerist í nóvember árið
1886 á slóðum íslenskra landnema
í Mountain og lýsir lífi og kjörum
íslensku bændanna sem fluttust
vestur um haf á síðustu áratugum
19. aldar. Talið er að hér sé á ferð
eitt af fyrstu Ieikverkum konu af
íslenskum ættum, en foreldrar
Laugu Geir voru báðir fæddir á
íslandi.
f leikhópnum og fylgdarliði eru
þijátíu manns frá Mountain-
héraðinu í Norður-Dakóta en leik-
förin mun vera sú fyrsta frá
Morgunblaðið/
Leikhópurinn og fylgdarlið sótti forseta fslands, Ólaf Ragnar Gríms-
son, heim á Bessastaði í gær. Með þeim í för er Rosemary Myrdal
vararíkisstjóri en hún er næst æðsti yflrmaður Norður-Dakóta.
byggðum fslendinga vestanhafs til
Islands. Kemur hópurinn hingað
fyrir hvatningu forseta Islands, en
Bandalag íslenskra leikfélaga,
Norræna félagið, Þjóðræknisfé-
lagið, Samvinnuferðir-Landsýn og
Bændasamtökin styðja hann til
fararinnar.
Tónleikar í
kapellu
Háskólans
KAMMERKÓR Háskólans, Vox
academica, heldur tónleika í kap-
ellu Háskólans í kvöld, þriðjudag-
skvöld, kl. 20.30.
Kórinn flytur m.a. lög eftir
Johannes Brahms, Orlando di Las-
so, Egil Gunnarsson og Hróðmar
Sigurbjörnsson, auk nokkurra jóla-
laga í útsetningum þekktra tón-
skálda. Stjórnandi Vox academica
er Egill
Gunnarsson.
Verð aðgöngumiða er 700 kr. en
500 kr. fyrir handhafa stúdenta-
skírteina
---♦ ♦ ♦
Lesið úr fjórum
bókum á
Súfistanum
Á SÚFISTANUM, bókakaffi í
verslun Máls og menningar á
Laugavegi, verður lesið úr fjórum
nýjum bókum í kvöld, þriðjudag-
skvöld, kl. 20.
Isak Harðarson les úr bók sinni
Mannveiðihandbókin. Elísabet
Jökulsdóttir les úr bók sinni Lauf-
ey og Þórður Helgason les úr bók
sinni Einn fyrir alla. Þá les Hjalti
Rögnvaldsson leikari úr bók
Hrafns Jökulssonar, Miklu meira
en mest.
TOIVLIST
iVorræna liúsitf
KAMMERTÓNLEIKAR
Kawal-kvartettinn ásamt Þóru
Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara
fluttu þýska og franska flaututónl-
ist. Sunnudag kl. 14.
KAWAL-kvartettinn hélt sína
fyrstu tónleika með nýju nafni, - og
fyrstu opinberu tónléika sína í
Reykjavík í Norræna húsinu á
sunnudaginn. Kvartettinn er skip-
aður fjórum flautuleikurum, Birni
Davíð Rristjánssyni, Kristrúnu H.
Bjömsdóttur, Petreu Óskarsdóttur
og Mariu Cederborg. Öll starfa þau
við kennslu, en hafa æft saman í þrjú
ár og komið fram á tónleikum sem
flautukvartett og með öðrum hljóð-
færaleikurum. Píanóleikari kvar-
tettsins í tveimur verkum á tónleik-
unum var Þóra Fríða
Sæmundsdóttir.
Efnisskrá tónleikanna var stutt
og laggóð; þýsk verk frá 18. og 19.
öld: lítið Konsertino eftir Johann
Melchior Molter, Konsert eftir Tele-
mann og tveir þættir úr kvartett eft-
ir Anton Bernard Fúrstenau og svo
frönsk verk frá okkar öld: Allegro
scherzando úr flautukvartett eftir
Jean Michel Damase, Sumardagur í
sveitinni eftir Eug'ene Bozza, og Di-
vertissiment eftir Paul Bonneau.
Það er svolítið eins og að segja hálfa
söguna að leika brot úr verkum, og
sérkennilegt í meira lagi á alvöm
tónleikum. Ekki var það lengd tón-
leikanna sem kom í veg fyrir að tvö
verk voru leikin aðeins að hluta til,
því þeir vora innan við klukkustund-
Spila-
gleði
ar langir. Ekki virtist það heldur
vera æfinga- eða kunnáttuleysi flytj-
endanna sem réð þessu, því það kom
á daginn að Kawal-kvartettinn er
hörkugóður, flinkur og músíkalskur
hópur, sem hefur unnið viðfangsefni
sín af natni og alúð. Þess vegna hefði
maður vel getað hugsað sér að sitja
ögn lengur og heyra söguna alla í
þeim tveim verkum sem um ræðir.
En hvað um það.
Það hefur ekki verið auðvelt að
hefja tónleikana á hröðum og gáska-
fullum konsertþætti Molters, sem
krefst hárfínnrar rytmískrar ná-
kvæmni og snerpu. Þetta gerði
Kawal-kvartettinn þó, með fulltingi
píanóleikarans, Þóra Fríðu Sæ-
mundsdóttur. Flutningurinn var
„brilliant" og meiri háttar líflegur.
Konsert Telemanns, agaður og fág-
aður, var ljómandi vel spilaður. Al-
legro-þátturinn einkenndist af fúga-
tó-innkomum flautnanna hver á
fætur annarri, og var eltingarleikur-
inn sérdeilis músíkalskur og ryt-
mískur í flutningi Kawal. Stutt, ljóð-
rænt Grave var fallega spilað, og
lokaþátturinn sömuleiðis. Róman-
tískir kvartettþættir Fúrstenaus,
Adagio espressivo og Allegro con
fuoco, vora allt öðra visi músík, róm-
antísk, krómatísk og „heit“. Kawal
svipti sér léttilega úr barrokkham
yfir í hárómantík, og spilaði fanta-
vel. Svekkelsi að heyra ekki niðurlag
þessa þokkafulla verks.
Seinni hluti tónleikanna var helg-
aður franski-i flautumúsík frá okkar
öld, og hófst með þætti úr kvartett
eftir flaututónskáldið Jean Michel
Damase. Þetta tíu ára gamla Allegro
schei’zando, krefjandi og þrælerfitt í
öram taktskiptum, var glæsilega
flutt, og sérstalega líflega. Annað af
kunnum blásaratónskáldum Frakka
á öldinni, Eug'ene Bozza, átti
stærsta verkið á efnisskránni, fjög-
urra þátta svítu, Sumardag í sveit-
inni. Mikið var það notalegt í nepj-
unni að heyra í heitu, suðrænu
sumri. I fyrsta þættinum, Sveita-
kyrrð, ægði saman gaukum og göl-
um í friðsælli hjarðljóðsstemmn-
ingu. í öðrum þættinum, Við
fljótsbakkann, var ekki um að ræða
neinn hjalandi bunulæk, heldur
býsna voldugt fljót sem fossaði um
flúðir og steina. I þriðja þættinum,
Söng skógarins, komu söngfuglamir
aftur til sögunnar, og lokaþátturinn
var Hringdans, - og hljómaði ekki
ólíkt hinum fjöraga kolo-dansi frá
löndum Balkanskaga. Fallegur leik-
ur Kawal-kvartettsins gæddi verkið
lífi og lit, og snotur sumarmynd
Bozzas var reglulega indæl. Loka-
verkið var Divertissement fyrir fjór-
ar flautur og píanó eftir Paul Bonn-
eau. Dægileg gleðimúsík Bonneaus
var leikin með viðeigandi yndis-
þokka. Troðfullur salur Norræna
hússins hljómaði vel og lengi af
klappi fyrir þessum ágætu tónlistar-
mönnum, og aukalagið var ekki það
sísta, mai’s eftir Hans Christian
Lumbye í frábærri útsetningu. Og
enn sýndi Kawal-kvartettinn af sér
það sem einkenndi allan leik hans á
ánægjulegum tónleikum: músíkalit-
et, líf og spilagleði.
Bergþóra Jónsdóttir
Sálumessa fyrir
sálumessu
TOIVLIST
Langholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Liszt: Sálumessa fyrir karlakór, 4
einsöngvara, orgel, lúðrakvintett
og pákur. Karlakórinn Stefnir; Jón-
as Guðmundsson (Tl), Gísli Magn-
ússon (T2), Eiríkur Hreinn Helga-
son (Bar.), Stefán Jónsson (B); Jón
Stefánsson, orgel; Ingibjörg,
Þórunn og Hjördis Lárusdætur,
trompet; Guðrún Rútsdóttir,
ugi Jónsson, básúnur;
Baldur Rafnsson, pákur.
Laugardaginn 20. nóvember kl. 17.
REQUIEM eða Sálumessa
Franz Liszts fyrir karlakór og 4
karleinsöngvara er ekki meðal
þekktari kórverka píanósnillings-
ins. Undirritaður hafði a.m.k. ekki
heyrt hana áður, og gæti verkið í
sjálfu sér vel hafa verið frumflutt
hér á landi, þegar Stefnir söng það
fyrst í hitteðfyrra. Skv. tónleika-
skrá er það samið 1867 eða 1871-
78, þegar Liszt hafði dvalið um hríð
í Rómaborg og hlotið lægri vígslu
kaþólsku kirkjunnar. Einnig kom
fram, að messan væri sjaldan flutt,
ekki vegna þess að tónlistin sé ekki
góð, „heldur mun nær lagi að hún
sé svo erfíð og vandasöm í flutn-
ingi, að fáir leggja til atlögu við
hana“.
Öllu má nafn gefa, enda flest af-
stætt þegar á botninn er hvolft. Þó
að klukkutíma langt verk sé að vísu
fáheyrt fyrir karlakóra hér á landi,
er sjaldan teygja sig út fyrir 3-5
mínútur í senn, era slík lengdar-
gildi blönduðum kórum aftur á
móti ekki óframandi. Þannig að
hvað úthaldskröfur einar varðar,
mætti vel telja Stefni til tekna að
ráðast til atlögu við þetta - alla
vega í tímalengd talið - mikla verk,
þó að í fremur hægferðugum flutn-
ingi kórsins gæti hugsanlega hafa
lengzt um allt að fjórðung.
Hitt er auðvitað merkilegra, að
íslenzkur karlakór skuli yfírhöfuð
sinna sígildri fagurtónmennt, með-
an flestallir sams konar söngklúbb-
ar þessa lands láta eins og ekkert
sé til í henni veröld nema Island
ögrum skorið og Aftur kemur vor í
dal. Hefði heiður Stefnismanna að
þessu sinni getað orðið jafnvel enn
meiri, hefði verið frumflutt annað
sígilt verk eftir segjum Grieg, Si-
belius, Schubert eða Brahms, í stað
þess að láta nægja að tvíhampa
lárviðnum.
Liszt var maður nýjunga í for-
msköpun, og þeim sem ókunnugur
er stærri verkum hans, eins og
t.a.m. undirrituðum, því örðugt að
meta þau að verðleikum, hvað þá
að geta gert upp á milli þeirra. Með
þeim fyrirvara sló það mann samt
ekki við fyrstu heyrn að Sálumess-
an væri neitt meistaraverk.
Tempóheiti voru ekki gefin upp í
tónleikaskrá, svo um það er óm-
ögulegt að segja, hvort hið tiltölu-
lega einslita hraðaval stjórnandans
hafi verið í samræmi við fyrirmæli
höfundar, en í heild verkuðu flest
tempó alltjent of hæg. Það segir þó
ekki allt, því að með fjaðurmagn-
aðri túlkun geta jafnvel lúshægir
þættir öðlazt spennu og dulúð, svo
að hlustandinn nær ekki að sligast
af tímans þunga nið.
Þetta var kannski um leið helzti
gallinn við héramrædda túlkun, að
alla þessa spennu og mystík vant-
aði, einkum í veikum söng, hvort
sem stafaði af skorti á fókus, stuðn-
ingi, hálfslappri tónstöðu og tO-
hneigingu til að renna sér upp í
innkomutóna, eða einhverju öðru.
Kórinn hljómaði einfaldlega ekki,
þegar komið var niður fyrir forte,
þó að sterkari staðir kæmu oftast
betur út, og allt upp í glæsilega.
Einsöngurinn var sýnu skaplegri
og víða tilkomumikill í kvartett-
samsöng, þó að sólóframlög væru
ójafnari. Orgelhlutverk Jóns Stef-
ánssonar var ekki mjög krefjandi,
en vel leikið og raddvalið. Lúðra-
kvintettinn og pákuleikarinn stóðu
sig sömuleiðis með ágætum á þeim
tveim eða þrem stöðum sem þeim
var ætlað að leggja smávegis til
málanna; í heild merkilega lítið í
jafnlöngu verki, og eitt af því sem
ljáði því undarlegan hálfkaraðan
svip, þrátt fyrir áhugaverða staði
innan um, sem tæplega ber ein-
kenni tónsmíðar af fyrstu gráðu.
Án þess að þekkja sögu verksins
nánar, þætti manni því sennilegt,
að Sálumessan hafi snemma verið
lögð til hliðar - hugsanlega með
endurskoðun í huga sem aldrei
varð úr - og þannig dáið drottni
sínum.
Ríkarður O. Pálsson
Heimskur
og
heimskari
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
TORRENTE: HEIMSK-
ASTIARMUR LAGANNA
★ ★ Vi
Leikstjóri: Santiago Segura. Hand-
rit: Santiago Segura. Aðalhlutverk:
Santiago Segura, Javier, Camara,
Neus Asensi, Tony Leblac. Spánn
1998.
HIN öfgafulla spænska gaman-
mynd Torrente, um samnefndan
lögi’eglumann, gerir jafnmikið út á
brandara um kynþáttahatur og
kvenfyrirlitningu og myndir Jim
Carreys gera út á prampubrandara.
Torrente er sköpunarverk spænska
grínistans Santiago Segura sem fer
með titilhlutverkið, skrifar handritið
og leikstýrir myndinni. Hefur hon-
um tekist að búa til persónu sem er í
hæsta máta fyrirlitleg, sálarlaust
kvikindi sem níðist á náunganum, en
er svo yfirgengileg að við hlæjum að
henni líka.
Torrente er feitur og sveittur og
skítugur fasisti, karlremba og kyn-
þáttahatari. Hann níðist á föður sín-
um sem bundinn er við hjólastól og
ræðst á vegfarendur og rænir af
þeim innkaupapokum. Hann drekk-
ur eins og svín og hefur yndi af því
þegar hann verður vitni að ofbeldi á
götum úti. Hann er svo ótrúlegur að
það er ekki hægt annað en að hlæja
að honum; Segura setur sér hvergi
nein mörk þegar hann lýsir honum
fyrir okkur.
Þanmg er að fyrir helbera tilvilj-
un kemst Torrente að vafasömum
sendingum í kínverskt veitingahús
og fær vin sinn með sér að rannsaka
málið. Hann ætti ekki þennan vin
nema vegna þess að sá er glóralaus
hálfviti sem á einstaklega kyn-
þokkafulla frænku og er Torrente
ráðinn í því frá fyrstu stundu að
komast í bólið hennar (sem reynist
auðvelt því í ljós kemur að stúlkan er
hin mesta glyðra). Sendingamar í
veitingahúsið koma Torrente í ægi-
legan bobba því allt í einu þarf hann
að eiga við kínversku mafíuna og
hefur ekki á neinn að stóla nema
sjálfan sig og bjálfann.
Úr þessu hefur Segura gert
merkilega fyndna gamanmynd sem
hefur eiginlega þau einu lýti að of-
beldið er jafn öfgakennt og brandar-
amir; það era atriði í myndinni sem
Tarantino gæti verið stoltur af en
maður sér alls ekki tilganginn með
þeim í léttmeti eins og þessu.
Markmiðið er að hafa að háði og
spotti alla vei’stu eiginleika mannsk-
epnunnar en fyrir einhver furðuleg-
heit er skítahrúgan Torrente svo
sannur og bamalegur í mannfyrir-
litningu sinm að hann verður næst-
um því heillandi.
Arnaldur Indriðason
♦ ♦ ♦
Kvöldvaka í
Skólabæ
FÉLAG um átjándu aldar fræði
heldur kvöldvöku í Skólabæ í kvöld,
þriðjudagskvöld, kl. 20.30.
Örn Hrafnkelsson sagnfræðing-
ur, flytur fyrirlestur sem hann
nefnir Magnús Stephensen og
Ræður Hjálmars á Bjargi. Örn
vinnur nú að nýrri útgáfu á bókinni
og er hún væntanleg innan
skamms, segir í fréttatilkynningu.
Guðrún Ingólfsdóttir bókmenn-
tafræðingur segir frá nýrri bók,
Vitjun sína vakta ber, safn greina
eftir Jón Ólafsson úr Grannavík,
sem út kemur á næstunn.
Nokkrir þátttakendur í 10. al-
þjóðaráðstefnunni um Upplýsing-
una, sem haldin var í Dyflinni í
sumar, segir frá straumum og
stefnum á þinginu.