Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 34
58 eeei HaaMavóM .œ auoAauiaiHa
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
aiGAjanuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ
h
Grandavegi
vel tekið í
Gautaborg
Leikritið Grandavegur 7 var frumsýnt í
Stadsteatern, Borgarleikhúsi Gautaborgar,
föstudaginn 12. nóvember sl., undir stjórn
Kjartans Ragnarssonar. Höfundurinn,,
Vigdís Grímsdóttir, var viðstödd, en fyrir
leikgerðinni byggðri á samnefndri sögu
standa Kjartan og Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir. Kristín Bjarnadóttir fylgdist
með gangi mála.
SÆNSKA þýðingin á
Grandavegi 7 er eftir Inge
Knutsson, en tónlistin eft-
ir Pétur Grétarsson. Leik-
mynd og búningar eru eftir Axel
Johannesson og þegar fréttaritari
hitti hann í upphafi æfingatímabils-
ins sagði hann grunnhugmynd
uppsetningarinnar vera þá sömu
og þeir félagar unnu fyrir Þjóðleik-
húsið á sínum tíma. „En sviðið er
annað og leikaramir aðrir og það
kallar að sjálfsögðu á breytta út-
færslu,“ sagði Axel, sem kvaðst
einnig hér leitast við að ná fram
þeirri hjárænu sem einkennir heim
Fríðu.
Ung og nýtútskrifuð leikkona að
nafni Mellika Melaní fer með hlut-
verk Fríðu, og það leyndi sér ekki,
áhorfendur voru ánægðir með
frammistöðu hennar og annarra
leikara. í leikarahópnum er Marika
Lagercrantz í hlutverki Völu móð-
ur Fríðu, þekktasta nafnið, alþjóð-
lega kunn fyrir leik sinn í kvik-
myndum, m.a. Viderbergmyndinni
Lust och fegring stor. Aðspurð
segir hún það hafa verið frábæra
reynslu að vinna með Kjartani sem
leikstjóra, hann sé auðmjúkur, þol-
inmóður og ákveðinn í senn.
„Kjartan er nú þekktur í Svíþjóð
fyrir uppfærslur sínar á leikritum
Tjékóvs," segir Marika, „og þegar
hann bað mig að vera með hafði ég
lesið allar bækur Vigdísar sem til
em á sænsku nema Grandaveg 7.
Svo ég fékk góða ástæðu til að
kynna mér þá sögu. Hreint ekki
létt verkefni á sviði. Til að byrja
með vomm við kolrugluð, gláptum
tvístígandi hvert á annað og spurð-
um: Ert þú dáinn núna? Það var
erfitt að skilja og krefjandi að ná
fram þeim skýra samleik sem er
nauðsynlegur fyrir svo flókið verk.
En Kjartan gaf sig ekki, heldur
krafðist þess að við þyrðum að
dvelja í sársaukanum, lifandi eða
„dauð“, til að ná fram þeirri sam-
eiginlegu gleði sem úr honum
sprettur. Svo sýningin óx og óx. Nú
gæti ég vel hugsað mér að vinna
aftur með Kjartani.
Og mig er farið að langa til ís-
lands. Þangað vil ég koma... Við
eigum eftir að sakna þeirra mikið
Kjartans og Axels.“
Blaðadómar um Grandaveginn
LISTIR
Grandavegur 7 í uppfærslu Borgarleikhúss Gautaborgar.
sem birst hafa um og eftir helgina
era í heild mjög jákvæðir, þrátt
fyrir að Johan Franzon, sem skrif-
ar í Göteborgs-Posten, eigi bágt
með að finna byr undir vængi sýn-
ingarinnar. Hann skellir skuldinni
á texta sem hann heimfærir annars
vegar upp á töfraraunsæi og hins
vegar anda nýaldarstefnu, sem
reynast honum kuldalegar gárur,
en bæði leikarar og leikstjóri fá
engu að síður heilmikið hrós. Gagn-
rýnandi Dagens Nyheter, Mikael
Löfgren, velur aftur á móti að
skoða verkið með hliðsjón af femin-
ískum formerkjum og finnur þann-
ig sjónarhól með frábæru útsýni.
Hjá honum rífur Vigdís gat á þjóð-
lega goðsögn feðraveldisins um Isl-
and sem heimkynni karlmennsku
og kraftaskálda, goðsögn sem
breiðir yfír stéttaskiptingu og
fleira. En höfundurinn manar hins
vegar fram aðra íslenska goðsögn
sem feminískan valkost, sam-
kvæmt Löfgren, og þannig verður
Fríða einskonar „póst-punk-spá-
kona“ með sinni félagslegu færni
og skyggnigáfu.
„Underhállande och elegant"
hljóðar íyrirsögnin og áhersla sýn-
ingarinnar liggur - í túlkun Löf-
grens - annars vegar á sambandi
Fríðu og föður hennar, glæsilega
leiknum af Lars Varinger, og hins-
vegar á Islandssögu eftirstríðsár-
anna eins og hún lýsir sér í örlög-
um fjölskyldunnar. Og „sem
stundum vekur bæði hugsun og til-
finningar í senn“, skrifar Löfgren í
lokin.
Ganrýnandi blaðsins Arbetet,
Karin Gustafsson, gefur sér einnig
greiðan aðgang að sýningunni, en
frá öðram sjónarhóli. Hún túlkar
hana iyi-st og fremst á tilvistarieg-
um grandvelli, notar forsendur
þeirrar tilvistarstefnu sem túlkar
manneskjuna sem sögu, sem fæðist
inn í sögu annarra og er nærver-
andi með sögur sínar samanlagðar,
hvert augnablik sem breytir þeim
um leið.
Fyrirsögn er Ást í auga óttans
(Kárlek mitt i radslan) og hveija
einustu setningu má lesa sem lág-
vær en ákveðin meðmæli með sýn-
ingunni.
„Þetta er sálfræðilega þétt verk
þar sem fortíð og nútíð leika saman
innra með Fríðu. Það gerir miklar
kröfur til leikstjórnar, leikaravinnu
og sviðsmyndar. Þess vegna er
ánægjulegt að sjá hve lipur upp-
færsla Borgarleikhússins reynist.
/.../ Auk þess snertir þetta leikrit.
Það sýnir hispurslaust hvernig ást
getur brotist fram í óttanum miðj-
um..."
Tvö verk Vigdísar samtímis
í Svíþjóð
Það er ekki aðeins í Gautaborg
að leikrit byggt á sögu eftir Vigdísi
Grímsdóttur fær góðar undirtektir.
Sýning litla kjallaraleikhússins Gi-
ljotin í Stokkhólmi á Ég heiti ís-
björg ég er ljón (leikgerð Hávars
Sigurjónssonar), sem framsýnt var
15. október síðastliðinn, hlaut
margvíslegt lof gagnrýnenda, en
leikstjóri þeirrar sýningar er Kia
Berglund. Sýningar eru áætlaðar
til 28. nóvember næstkomandi.
Sýningar á Grandavegi 7, í Borg-
arleikhúsi Gautaborgar, munu hins
vegar áætlaðar fram í janúar 2000.
Blásið til
framtíðar
TÓIVLIST
S a I u r i n n
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Einleiks- og kammerverk eftir Ra-
be, Kraft, Stockhausen, Eirík Örn
Pálsson, Hindemjth, Takemitsu og
Blacher. Eiríkur Ö. Pálsson, tromp-
et; Sigurður Þorbergsson, básúna;
Judith Þorbergsson, píanó; Ásgeir
H. Steingrímsson, trompet; Einar
St. Jónsson, flygilhorn; Pétur Grét-
arsson, slagverk. Sunnudaginn 21.
nóvember kl. 20:30.
CAPUT stóð fyrir tónleikum í
Tónlistarhúsi Kópavogs á sunnu-
dagskvöldið var, þar sem sívaln-
ingsmembranófónamir trompet og
básúna voru í forgrunni. Hljóðfærin
era skyldari en halda mætti, því
sleðakerfið var einnig til fyrir
trompet á síðmiðöldum, þó að hafi
lifað af ventlabyltingu 19. aldar á
básúnu. Einhverra hluta vegna
virðast stærstu meðlimir hverrar
hljóðfærafjölskyldu bera með sér
flest fomeinkenni, en í tilfelli básún-
unnar verður að viðurkenna, að
lausn miðaldamanna hafi í senn ver-
ið einföld og snjöll. I uppundir 400
ár var básúnan eini lúðurinn sem
gat leikið krómatíska tóna á grunn-
tónsviði - og m.a.s. áður en þeir
komust í notkun.
BASTA eftir Folke Rabe fyrir
básúnu án undirleiks undirstrikaði
þennan möguleika - meðal fjölda
annarra úr hrifabúri básúnunnar - í
afburðasnjöllum leik Sigurðs Þor-
bergssonar. Verkið var samið fyrir
sænska snillinginn og vélhljóðs-
manninn Christian Lindberg og
myndaði frábæran inngang í stutt-
um en meitluðum frásagnarmáta,
þar sem stakir hvellir botntónar
skáru á undangengnar röksemda-
færslur með tilvísun í titil: „og hana-
nú.“ í Encounters eftir William
Kraft fengu menn að heyra plast-
ískan samleik trompets í höndum
Eiríks Amar Pálssonar og allstórr-
ar slagverkssamstæðu í meðfórum
Péturs Grétarssonar, þar sem
stundum var svo að batteristanum
saumað að minnti á Sesar forðum
við skyndiáhlaup Belga, þar sem
foringinn varð að gera femt í senn.
Pétur leysti þessar fjölþrautir, að
litríkri slagverkskadenzu með-
taldri, af stakri greiðvikni.
Karlheinz Stockhausen var
ábyrgur fyrir einleiksverkinu In
Freundschaft, sem hann er sagður
hafa skrifað fyrir 13 mismunandi
hljóðfæri. Básúnuútgáfan sem Sig-
urður flutti hér, er frá 1982 og bar
að hyggju undirritaðs flest þau
Morgunblaðið/Sverrir
I umfjölluninni segir m.a. aö nafnið Caput fari senn að hljóma eins og
löggiltur gæðastimpill. Hér eru Eiríkur Ö. Pálsson, Sigurður Þor-
bergsson, og Judith Þorbergsson á æfingu fyrir tónleikana.
merki pappírshyggju og þaulskipu-
lags sem honum þykir ósjaldan loða
við þennan nafntogaða framúrstefn-
uframkvöðul, en megna samt sem
áður ekki að koma í veg fyrir langd-
rægni - þrátt fyrir glampagóðan og
hnitmiðaðan flutning. Það var
stundum eins og að Stokki kariinn
ætlaði aldrei að ljúka sér af.
Eftir annan sólista kvöldsins var
síðan flutt Línuspil fyrir 3 trompet,
sem Eiríkur Öm samdi 1986. Verk-
ið var borið uppi af hugvitssamri
raddfærslu og skemmtilegri rytm-
ík, er nálgaðist tökkötu í fyrsta
hluta, vann úr tvítóna bamagælu-
frumi í miðju sem leiddi hugann að
alfeðmri forsjárhyggju nútímans í
tvítóna tákngervi sjúkrabílasíbylju,
en klykkti út með glaðværri hoss-
andi í „Pomposo con brio“; allt í vel-
upplögðum og smellandi samtaka
leik þeirra Eiríks og Asgeirs H.
Steingrímssonar á trompeta og
Einars St. Jónssonar, sem ég sá
ekki betur en að héldi á flygilhomi.
Eftir hlé tóku hjónin Judith og
Sigurður Þorbergsson fyrir hina sí-
gildu Básúnusónötu Pauls Hindem-
iths frá 1941. Verkið gerir einnig
verulegar kröfur til píanóleikarans,
eins og strax kom fram af hráslaga-
legri hraðpunkteraðri óeirð I. þátt-
ar, sem Judith leysti snöfurlega af
hendi, þó að básúnan ætti til að yfir-
keyra slaghörpuna, enda eitt af ör-
fáum einleikshljóðfæram sem fer
létt með það. Eftir hinn syngjandi
Allegretto-þátt mátti heyra „kvik-
mynda“tónlist Hindemiths í III.
þætti (Swashbuckler’s Song), þar
sem Errol Flynn sveif yfir skógar-
liminu á grænum sokkabuxum við
skemmtilega krossrytma milli bás-
únu og píanós, og í lokaþætti upp-
hófst svipuð „túmúltísk" punkterað
hrynjandi og í inngangsþættinum.
Kraftmikið verk og samtaka leikið,
þrátt fyrir nokkra krafteklu Bösen-
dorfarans.
Eiríkur Öm lék þessu næst einn
og óstuddur Paths fyrh- einleiks-
trompet eftir stærsta nafn Japana í
framsæknum stfl, Tora Takemitsu.
í verkinu er sífellt skipt á milli opins
lúðurs og dempaðs („con sordino"), g
svo að laglínunni virtist ýmist beint "
að hlustanda eða hugsuð innra með
sér. Þetta fallega íhugula verk var
eins og röð af hækum um sömu
grannhugsun, þar sem skáldið
skiptist á framsögn og hvísli, og
leikurinn var að sama skapi skáld-
legur og ljóðrænn.
Á léttustu strengi kvöldsins var
slegið í lokin, þar sem Eiríkur, Sig- fe
urður og Judith léku sjöþætt Di- '
vertimento fyrir trompet, básúnu s
og píanó frá 1946 eftir Berlínar- P
búann Boris Blacher. Verkið var
lauflétt og áhyggjulaust, og engu
líkara en að höfundur hafi dansað á
brunarústum stórborgar líkt og
Neró. Allir samsetningarmöguleik-
ar hljóðfæranna vora nýttir, þó að
píanóið fengi eitt þátttakenda að
leika sóló (í IV.) í blúsuðum stíl við
sérkennilegan tvíradda þrábassa í j|
vinstri hönd. „Bátssöngm’" básún-
unnar gól gælinn við bára í II. ■
þætti, og endað var á iðandi fimm- P
skiptum takti í gáskafullum loka-
þættinum.
I heild var vel og fagmennskulega
að þessum tónleikum staðið, og náð-
ist skemmtilegt jafnvægi milli ól-
íkra efnisþátta. Úrvalið af nýrri
lúðrakammertónlist var furðufjöl-
breytt og spilamennskan réttum
megin gæðahryggjar, svo vægt sé
til orða tekið. Enda fer nafnið eitt -
Caput - hvað úr hverju að hljóma ij
eins og löggiltur gæðastimpill.
Ríkarður Örn Pálsson