Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
21. öldin Menntun, umhverfísmál, mannréttindi, friður og heilbrigðismál voru áherslumálin á alþjóðlegri
ráðstefnu ungs fólks, 14 til 18 ára, á Hawaii, sem tveir íslenskir framhaldsskólanemar sóttu. 750 ung-
menni voru sammála um að aukin menntun væri höfuðatriði, hún sé t.d. leið til að minnka líkur á stríði.
Viðhorf
æskunnar til
framtíðar
• Er friður markmið eða afleiðing
uppfylltra markmiða?
• Er friður forsenda þess að bæta-
heilsu- og menntakerfí?
Melkorka (2.t.v.) og Snorri (l.t.h) með vinum á Hawaii
Víðhorf æskunnar til fram-
tíðarinnar voru þunga-
miðja tveggja meirihátt-
ar ráðstefna eða þinga í
október. Nýlega var sagt frá
Heimsþingi æskunnar í Morgun-
blaðinu í grein sem hófst með
þessu orðum: „Friður er eina von
jarðarbúa í viðleitni sinni til að
lifa, og menntun einstaklinga og
þjóða forsenda sáttar, segir í yfír-
lýsingu ungmenna um hug þeirra
til 21. aldarinnar. Barnaþing
Sameinuðu þjóðanna í París, eða
heimsþing æskunnar, var haldið í
fyrsta sinn 21.-27. október síðast-
liðinn og unnu 350 fulltrúar 175
þjóða yfírlýsingu, manifestó, sem
flutt var á þrítugustu aðalráð-
stefnu UNESCO og verður lögð
fyrir allsherjarþing SÞ næsta
sumar." (9.11. ’99).
Annað þing bama hófst í Hon-
ululu á Hawaii á meðan hitt í Pa-
rís stóð og var það í níu daga.
Melkorka Ólafsdóttir og Snorri
Sigurðsson, nemendur í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, fóru
þangað fyrir Islands hönd (Mbl.
19.11. ’99) og birtist frásögn
þeirra hér.
Ef frásögn þeirra er borin
saman við frásögn Þórunnar
Helgu Þórðardóttur úr Alftamýr-
arskóla og Janet Maríu Sewell úr
Hvassaleitisskóla, sem voru full-
trúar íslands á Heimsþingi æsk-
unnar í París, kemur í ljós að
börn hvaðanæva úr heiminum em
skólar/námskeið
I nudd
■ www.nudd.is
tölvur
■ NÁMSKEIÐ
Starfsmenntun:
Skrifstofutækni, 415 st
Rekstrar- og bókhaldstækni, 125 st
Tölvunám grunnur, 80 st
Tölvunám framhald, 40 st
C++ forritun, 50 st
Visual Basic fonitun, 50 st
Námskeið:
Windows 98
Word grunnur og framhald
Excel grunnur og framhald
Access gmnnur og framhald
PowerPoint
QuarkXPress
Unglinganám í Windows
Unglinganám í forritun
Intemet grunnur
Intemet vefsíðugerð
Hagstætt verð og afar veglegar kennslu-
bækur fylgja með námskeiðum.
Skráning í síma 561 6699 eða
netfangi: tolvuskoli@tolvuskoli.is
Veffang: www.tolvuskoli.is.
Tolvuskóli Reykjavíkur
tSiSai ■ Borgartúni 28, sími 5616699
sammála um hvernig heim þau
vilji byggja á næstu öld. Þau
treysta á gildi menntunar og að
friður og sæmandi kjör manns og
náttúm verði keppikefli næstu
kynslóðar.
Hverju skal breyta?
Melkorka og Snorri segja nú
frá: „Það var hitabeltissólarlag
yfir eldfjallaeyjum sem tók á móti
tveimur ferðalúnum krökkum frá
íslandi að laugardagskveldi 23.
október síðastliðnum. Loksins var
áfangastaðnum náð; Honululu,
Hawaii.
Okkur hafði verið boðið að taka
þátt í Ráðstefnu ungs fólks um
árþúsundamót, eða Millenium:
Young Peoplés Congress, sem
haldin var á vegum Peace Child
International. Umræðuefnin
skyldu vera hugmyndir ungs
fólks um áherslur og lausnir á
vandamálum heimsins á nýju ár-
þúsundi. Meðferðis höfðum við
svokallaða framkvæmdaáætlun
(Action Plan), hugmyndir okkar
um eitthvað sem við vildum
breyta og bæta í okkar eigin sam-
félagi. Þar sem málefni virkjana á
hálendinu eru nú í brennidepli á
Islandi ákváðum við að hafa það
sem okkar markmið að auka hlut-
fall ungs fólks í þeirri umræðu.
Fyrstu tvo dagana á Hawaii
hvíldum við okkur og kynntumst
eyjunni og þeim fjölskyldum sem
höfðu tekið okkur að sér. Rölt um
hvítar strendur og vöngum velt
um pálmatré og fugla sem við
höfðum áður aðeins séð í búrum.
Hawaii brosti við okkur.“
Ungt fólk
og hálendið
„Fljótlega kynntumst við jafn-
öldrum okkar frá fjarlægum lönd-
um. Fjöldi krakkanna og land-
anna sem við þekktum ekki
áðurjókst stöðugt.
A mánudegi hófust skipulagðir
fundir ráðstefnunnar og um
kvöldið var „opnunargala". Hvern
dag þessarar viku hittust 750
krakkar og ræddu málin, ýmist
skipt í hópa eftir heimsálfum eða
í blandaða hópa krakka víðs veg-
ar að. Markmiðið var að koma sér
saman um nokkur áherslumál,
eða forgangsmál, eitthvað sem
okkur fannst að helst þyrfti að
breyta eða vinna að. Slík áhersl-
umál átti að velja fyrir hverja
heimsálfu og síðan fyrir heiminn í
heild.
I upphafi fórum við Islending-
amir á Evrópufund þar sem full-
trúar hvers lands kynntu sig, sín
áherslumál og sína framkvæmda-
áætlun. Þá þegar myndaðist sam-
starf meðal ýmissa hópa. t.a.m.
tóku fulltrúar hins gríska hluta
Kýpur annars vegar og hins tyrk-
neska hins vegar sig saman um að
reyna að bæta samskipti þessara
striðandi hópa á Kýpur. Við okk-
ur Islendingana ræddi norskur
strákur, áhugasamur um sam-
starf og hjálp hvað varðar okkar
baráttumál; samtök ungs fólks
um verndun hálendis Islands.
Eftir því sem á vikuna leið
urðu umræður heitari og ekki
voru allir á sama máli um hvað
skyldi leggja áherslu á enda um
ólík þjóðfélög að ræða og marg-
víslega hagsmuni. Meðal þess
sem rætt var innan Evrópu var
hvort Evrópusambandið væri
lausn vandamála Evrópuþjóða
eða hvort áhrif þess gætu orðið
slæm og hvort eyðing vopna
nægði til að binda enda á stríð.“
Menntun
og friður
„Flestir voru sammála um að
menntun væri þarft áherslumál.
Aukin menntun hefði jákvæð
áhrif á öll önnur mál sem nefnd
voru, þ.á m. mannréttindi, heilsu,
takmörkun fólksfjölgunar og um-
hverfismál. Annað sem mikið var
rætt um var gildi friðar og þá
einkum í því sambandi hvort frið-
ur ætti að teljast með áherslumál-
um eða hvort friður væri heiti yfir
það sem kæmi þegar kröfum um
mannréttindi, umhverfisvernd,
gott heilsukerfi o.s.frv. væri full-
nægt. Ætti að líta á frið sem
markmið eða afleiðingu uppfylltra
markmiða? Komist var að þeirri
niðurstöðu að oftast væri um ein-
hverskonar hringferli að ræða en
viðhorf væru ólík í ólíkum þjóðfél-
ögum. Hjá stríðshrjáðri þjóð er
friður forsenda þess að hægt sé
að bæta heilsukerfið eða mennt-
un. Menntun er aftur á móti leið
til að minnka líkur á að stríð
brjótist út.“
Helstu
áherslumál
„Áherslumál heimsálfanna,
hverrar fyrir sig, reyndust nokk-
uð ólík og einkenndust af
ástandinu sem hjá þjóðum þeirra
ríkir.
Það er ekki nóg að telja upp
vandamálin, finna verður lausn á
þeim. Margar góðar hugmyndir
um lausnir voru nefndar. Ollum
var ljóst að Róm var ekki reist á
einum degi. Margt þarf að bæta,
en margar hendur vinna létt verk.
Við erum komandi kynslóð með
aukna möguleika í samskiptum og
nýjar og ferskar hugmyndir.
Varla er hægt að leysa öll
vandamál heimsins með einni ráð-
stefnu. Þó að heiminum sem slík-
um hefði ekki verið breytt þá
breyttist sýn okkar á heiminn. A
ráðstefnunni kynntumst við per-
sónulega jafnöldrum okkar hvað-
anæva að úr heiminum sem gáfu
okkur raunverulegar hugmyndir
um ástand heimsins. Eftir stönd-
um við ríkari af reynslu og áhuga
á bættum heimi á nýju árþúsundi.
Áherslumál heimsins eru:
Menntun, umhverfismál, mann-
réttindi, friður og heilbrigðismál."
A að meta
sjálfstæði?
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar: Neils Egelund, Patrik Scheinin,
Lars Monsen, Evert Vedung og Börkur Hansen.
NORRÆN ráðstefna um mat í
skólastarfi var haldin á Hótel Sögu
11. - 12. nóvember. Nálægt 200
manns sóttu ráðstefnuna frá öllum
Norðurlöndum. Ráðstefnan var
fjármögnuð af Norrænu ráðherra-
nefndinni.
A ráðstefnunni voru haldnir
fimm fyrirlestrar, þar sem meðal
annars voru reifaðar spurningar
eins og: „Hvers vegna mat í skóla-
starfi?“ „Hvað ber að meta-
?“„Hvemig er hægt og hvernig á að
framkvæma mat á skólastarfi?“
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar
eru allir vel þekktir á þessu sviði,
þeir Evert Vedung prófessor frá
háskólanum í Uppsölum, Börkur
Hanson dósent við Kennaraháskóla
íslands, Lars Monsen lektorvið há-
skólann í Lillehammer, Patrik
Scheinin prófessor við Háskólann í
Helsingfors og Niels Egelund pró-
fessor við Kennaraháskóla Dan-
merkur. Síðan voru í 19 málstofum
rædd þau málefni sem efst eru á
baugi í löndunum á sviði mats í
skólastarfi.
Margrét Harðardóttir deildar-
„Hvers vegna mat á
skólastarfí?“ „Hvað ber
að meta?“ „Hvernig er
hægt og hvernig á að
framkvæma mat á
skólastarfi?“ Sigrún
Oddsdóttir heyrði svör-
in á norrænni ráðstefnu
um mat á skólastarfí.
stjóri í menntamálaráðuneytinu og
Sigrún Jónsdóttir deildarsérfræð-
ingur, eiga sæti í norrænum mats-
hópi, en Islendingar hafa for-
mennsku í norrænu samstarfi árið
1999 og hafa lagt mikla áherslu á
þemað: Mat í skólastarfi.
Markmiðið með ráðstefnunni
sagði Margrét Harðardóttir meðal
annars vera að leiða saman ýmsa
hópa sem koma að skólamálum, s.s.
fræðimenn, skólafólk og fólk í sveit-
arstjórnum og skapa umræðuvett-
vang um þetta brýna málefni.
Aðspurð sagði Margrét ljóst að
Norðmenn væru komnir lengst í
mati á skólastarfi en Island styst. A
þessu sviði er hins vegar mikil þró-
un og margt að gerjast á Norður-
löndum, sagði Sigrún.
Margrét benti á að samfélagið
gerði kröfur um að niðurstöður
innra og ytra mats væru gerðar op-
inberar og aðgengilegar. Samfélag-
ið vill vita hvað við erum að gera í
skólanum. Sigrún taldi þetta eðli-
lega þróun og í takt við aukið upp-
lýsingaflæði í samfélaginu. Breyt-
ingar í miðlun upplýsinga og
opnara samfélag.
Þær bentu á að Lars Monsen
lektor við háskólann í Lillehammer
í Noregi hefði í fyrirlestri sínum
rætt um hversu ótrúlega langt ferli
liggur að baki sjálfsmati í skólun-
um, hversu allur stuðningur við
skólana er mikilvægur í sjálfsmati
en brýnast væri þó að hvetja kenn-
ara og skólastjórnendur til að nálg-
ast verkefnið með opnum huga.
Sjálfsmat er aðferð til að bæta
skólastarf, á því væri enginn vafi.
Kjristrún Isaksdóttir fundar-
stjóri ráðstefnunnar sagði mat á
skólastarfi vera viðfangsefni sem
öll vestræn ríki hafa lagt mikla
áherslu undanfarin ár og markmið-
in væru svipuð. Á ráðstefnunni kom
fram mikilvægi þess að jafnframt
því að mæla þekkingu og færni
þurfi einnig að meta mannlegu
þættina, s.s. persónulega eigin-
leika, frumkvæði, sjálfstæði og
sjálfstraust. Nú er m.a. unnið að
þróun aðferða í alþjóðlegu sam-
starfi til að meta þessa þætti. „Við
þurfum að meta mannauðinn,“
sagði Kristrún.