Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 37
3K4AjfWUOflOl MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 37 MENNTUN Fléttað saman máli, menningu og mannlífí Morgunblaðið/Jim Smart Oddný G. Sverrisdóttir dósent og Alma Möller verslunarmaður, sem tók þátt í námskeiðinu í janúar síðastliðnum. Hraðnámskeið í þýsku verður haldið 1 Freiburg í Þýska- landi í janúar á næsta ári. Sveinn Guðjónsson ræddi við kennara og nemenda um málið. „Á námskeiðinu er bryddað upp á ýmsum nýjungum og áhersla lögð á að flétta þýskunámið saman við þýska menningu og mannlíf í Frei- burg,“ sagði Oddný G. Sverrisdótt- ir, dósent í þýsku við Háskóla ís- lands, en hún ásamt Danfríði Skarphéðinsdóttur og Stefan Pflaum, deildarstjóra í Sprachen- kolleg í Freiburg, hafa umsjón með hraðnámskeiði í þýsku sem haldið verður í Freiburg í Þýskalandi dag- ana 23. janúar til 3. febrúar á næsta ári. Námskeið með sama sniði var haldið í Feiburg í janúar á þessu ári og fóru þá 22 þátttakendur héðan frá íslandi til Þýskalands og dvöldu þar í tíu daga. Að sögn Oddnýjar þótti námskeiðið takast með mikl- um ágætum og almenn ánægja meðal þátttakenda með fram- kvæmd og tilhögun námskeiðsins. Undir það tekur Alma Möller, sem var í þessum hópi: „Bæði hafði ég mikið gagn af þessu námskeiði og auk þess var þetta sérlega skemmtilegt enda frábær hópur þarna saman kominn,“ sagði Alma. „Þátttakendur voru úr hinum ýmsu atvinnugreinum og sviðum þjóðlífsins," bætti Oddný við. „Þarna var fólk sem þarf atvinnu sinnar vegna að tala þýsku, fólk í viðskiptum og ferðamálaþjónustu og aðrir sem vildu bara dusta rykið af gömlu skólaþýskunni sinni,“ sagði hún. „Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi undirstöðukun- náttu í þýsku og megináhersla lögð á talmál, en jafnframt gefst þátt- takendum kostur á að kynnast þýskri menningu og mannlífi. Menn sitja ekki bara og læra málf- ræði frá morgni til kvölds heldur upplifa þeir Þýskaland samhliða þýskunáminu." Oddný sagði að hugmyndin með námskeiðinu hefði frá upphafi mið- ast við að gera það skemmtilegt samhliða gagnseminni. „Ef menn hafa ekki gaman af námi verður yf- irleitt lítið gagn af því,“ sagði hún. „Um leið og áhuginn vaknar er kveiktur neisti sem getur orðið að stóru báli og sú var einmitt hug- myndin með þessu námskeiði. Að gera það skemmtilegt." Alma sagði að þátttakendur hefðu til dæmis haft mikla ánægju af því að fara í gönguferðir um Svartaskóg og allt- af hefði Stefan Pflaum deildarstjóri í Sprachenkolleg verið með í för þannig að menn hefðu í raun verið í þýskutímum á meðan á gönguferð- unum stóð. Skemmtilegur andi Alma Möller kvaðst hafa tekið þátt í námskeiðinu í janúar síðast- liðnum vegna atvinnu sinnar. „Eg Námsadstoð í stærdfrædi ^ Upplýsingar í síma 551 5592 Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. er verslunarstjóri í stórri kvenfata- verslun og þarf að fara að minnsta kosti tvisvar á ári til Þýskalands í innkaupaferðir. Mér fannst því nauðsynlegt að dusta rykið af þýsk- unni minni og helst að bæta ein- hverju við og það að fara á þetta námskeið í Þýskalandi virkaði afar hvetjandi á mig og varð raunar til þess að ég hélt áfram þýskunáminu eftir að ég kom heim,“ sagði Alma. „Þetta var mjög skemmtilegur tími,“ sagði hún ennfremur. „Við vorum í kennslu frá klukkan hálf níu á morgnana og fram yfir há- degi. Þá tóku við fræðslu-, menn- ingar- og skemmtiferðir og stund- um vorum við að langt fram eftir kvöldi. Við fórum meðal annars í lestarferð til Strassborgar og skoð- uðum höfuðstöðvar Evrópuráðsins og eins fórum við til Basel og víðar. Allan tímann var talað við okkur á þýsku og okkur var uppálagt að tala þýsku hvert við annað, sem við gerðum í flestum tilvikum. Svindl- uðum kannski einstaka sinnum þegar mikið lá við. Oddný og Dan- fríður töluðu oftast við okkur á þýsku og við áttum að svara á þýsku. Ef okkur rak í vörðurnar þá leiðréttu þær okkur og kenndu okk- ur rétta orðið. Svo þegar frá leið var það orðið einskonar sport hjá okkur að tala bara saman á þýsku, sem að vísu var stundum dálítið ís- lenskuskotin. Lestarferðirnar not- uðum við gjarnan til að beygja sagnir og það myndaðist ansi snið- ugur og skemmtilegur andi í þess- um hópi,“ sagði Alma Möller og bætti því við að hún hefði undir lok- in verið farin að dreyma á þýsku. Tilhögun námskeiðsins Oddný sagði að tilhögun nám- skeiðsins væri í stuttu máli sú að flogið verður héðan til Frankfurt og þaðan ekið með rútu til Frei- burg. Þar verður gist á nýju Dor- int-hóteli sem er í hjarta borgar- innar, en kennslan er í nýjum húsakynnum Sprachenkolleg við Kappler Strasse og er námskeiðið haldið í samvinnu við þá stofnun og kennarar eru þaðan. Fjöldi kennslustunda er um það bil 65 stundir auk annarra dag- skrárliða sem meðal annars felast í því að kynnast ákveðnum störfum, félagsstarfsemi og íbúum í Frei- burg og Svartaskógi. Námskeiðs- gjaldið er um 125 þúsund krónur auk flugvallarskatts og er innifalið flug, rúta, kort í almenningsfarar- tæki í Freiburg og nágrenni, gist- ing á tveggja manna herbergi og morgunverðarhlaðborð, kennsla, kennslugögn og dagskrárliðir sem eru hluti af námskeiðinu. Ennfrem- ur kvöldverður fyrsta kvöldið og lokahóf. Oddný gat þess að lokum að haldinn verður kynningarfundur um námskeiðið á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla ís- lands í kvöld, þriðjudaginn 23. nó- vember. Ný sending af samkvæmis- drögtum og síðum kjólum. Ennfremur buxna- og pils- dragtir við öll tækifæri. umiarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál ANNAÐ útboð verkefnisstyrkja í áætlun ESB um upplýsingatæknis- amfélagið var formlega opnað 1. október á heimasíðu IST-áætlunar- innar, www.cordis.lu/ist. Aðal- áhersla þessa útboðs er á aðgerðir á tíu afmörkuð- um sviðum sem eru: Stjómun flutningatækni; Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti; Margmiðlun- arútgáfukerfi; Einstaklingsbundin kennsla og þjálfun; Fjöltyngd tungutækni, stafrænt efni og þjón- usta; Hugbúnaðarkerfiseiningar; Opin háþróuð viðmót/skil; Aðgengi að og tilraunir með nauðsynlega tækni og innviði; Tilraunir með skjákerfi, örkerfi og örtölvutækni; Uttektir/mat á hálfleiðarabúnaði sem er að komast á framleiðslustig. Skilafrestur umsókna er 17. janúar nk. Nánari upplýsingar um þetta má fá hjá Rannsóknarráði Islands s.562 1320 zÍ-I 1 - Kvik- I mynda- og sjónvarpsáætlun Evrópusamband- sins. MEDIA II áætluninni er ætl- að að efla evrópskan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað með stuðningi við: menntun fagfólks, undirbúning mynda og margmiðlunarverka, þróun framleiðslufyrirtækja og dreifingu myndverka. I flestum til- fellum er þessi stuðningur í formi vaxtalausra og skilyrtra lána en í sumum tilfellum er einnig um styrki að ræða. Næsti skilafrestur til undirbúnings margmiðlunar- verkefna og kvik-, heimildar- og teiknimynda er 1. desember nk. Umsóknargögn, nánari upplýs- ingar og skráning á útsendingar- lista fréttabréfs fást á skrifstofu MEDIA-upplýsingaþjónustunnar, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, s. 562 6366, fax. 561 7171, netfang. mediadesk@centr- um.is, vefsíða: www.centrum.is/ mediadesk Full búð af nýjum vörum OpiO: mán.-fim. föstudaga laugardaga sunnudaga 10-18 10-19 10-18 13-17 Kjólar toppar pils jakkar peysur buxur 'Oí R ❖ y k | a v ík Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555 Léltur og meðfærilegur GSM posi með imibyggðum prentara Les allar tegundir greiðslukorta °point sem notuð eru á íslandi. Hiíðasmára 10 [ Er með lesara fyrir sími 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort. Fax 544 5061 ^ Hraðvirkur hljóðlátur prentari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.