Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 57
MINNINGAR
Genginn er góður maður.
Blessuð sé minning hans.
Hanna Unnsteinsdóttir.
Eggert Steinþórsson læknir er
genginn á fund feðra sinna, þeirra
Gautlandamanna, er settu drjúgan
svip á þjóðlíf íslendinga á sínum
tíma. Hann fæddist og ólst upp í
Mývatnssveit og bar ávallt hlýjan
hug til æskustöðva sinna, ekld síður
en móðurbróðir hans, Sigurður
skáld á Amarvatni.
Eggert gekk menntaveginn eins
og sagt er, gerðist læknir og naut
virðingar og trúnaðar í sinni stétt.
Eggert var skarpgreindur, yfir-
vegaður jafnvægismaður, hafði
skemmtilega samræðuhæfileika og
var mikill húmoristi. Hann gat ver-
ið snyrtilega hæðinn, einkum ef
menn töldu sig meiri en efni stóðu
til.
Eggert var mjög vinsæll í sínu
starfi og mörgum kom hann til
góðrar heilsu eftir mikii veikindi.
Mörgum stundum varði hann til
lestrar, átti mikið og gott bókasafn,
enda fróður um margt. Hann var
útivistarmaður, hafði yndi af lax- og
silungsveiðum og stundaði þær í
frítímum sínum.
Eggert átti góða og samhenta
fjölskyldu. Kona hans var Gerður
Jónasdóttir Jónssonar frá Hriflu,
þess fræga manns og konu hans
Guðrúnar Stefánsdóttur. Gerður er
vitur kona og væn og hún gerði allt
sem í hennar valdi stóð til þess að
gera líðan manns síns sem bærileg-
asta í veikindum hans. Þar er og
hlutur Guðrúnar, dóttur þeirra,
ómældur.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst þessum góða manni og
votta fjölskyldu hans mikla samúð
mína.
Jón Benediktsson, Höfnum.
Handrit afmælis- og minningargreina skuiu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem við-
hengi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfílega línulengd - eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
+ Fannar Bjarki
Ólafsson fæddist
6. janúar 1993.
Hann andaðist á
Barnaspítaia
Hringsins aðfaran-
ótt miðvikudagsins
3. nóvember. Utför
Fannars Bjarka fór
fram frá Digranes-
kirkju miðvikudag-
inn 10. nóvember sl.
Elsku drengurinn
okkar afa og ömmu.
Héma sit ég við eld-
húsborðið með mynd
af þér og kertaljós. A myndinni ert
þú orðinn fjögurra ára, stór og fal-
legur drengur með þitt þykka og
fallega rauða hár og löngu augn-
hárin þín sem stundum varð að
greiða í sundur. Þau hafðir þú frá
mömmu þinni en rauða hárið frá
pabba þínum. Já, þarna á myndinni
ert þú fjögurra ára, en ári áður, þá
svo heilbrigður og kátur þriggja
ára snáði, fótboltastrákur, bfla-
deflukarl og mikið gefinn fyrir tón-
list.
En hvað gerðist, jú, þú varst á
leikskólanum og ein fóstran tók eft-
ir því þar sem þið bömin stóðuð og
sunguð að þú varst eitthvað ein-
kennilegur, gekk hún þá til þín en
um leið feUur þú í gólfið. Þetta
reyndist flogakast, þau áttu eftir að
verða fleiri og ganga mjög nærri
þér. Niðurstaða rannsókna leiddi í
ljós að þú værir haldinn ólæknandi
sjúkdómi. Við tók erfið bið í ein-
lægri von um að við þyrftum ekki
að missa þig, elsku drengurinn okk-
ar.
Ekkert í veröldinni var yndis-
legra en þegar þú komst í heiminn,
frískur lítill rauðkoUur, fyrsta og
eina bamabarn ömmu og afa í
Gullsmáranum. Heimsóknimar
yndislegar og þegar afi og amma
fengu að passa drenginn sinn var
sungið og dansað meðan hægt var,
seinna var áfram lesið og sungið,
tónUst var líf þitt og yndi. Spólum-
ar vora skoðaðar, í mestu upp-
áhaldi var Palli póstur og þú hafðir
mikið dálæti á Dodda-
bókunum og mest var
gaman þegar amma
breytti röddinni eftir
sögupersónum.
Við áttum líka góðar
stundir austur í bú-
stað, t.d. að busla í
„stóra baðinu hans
afa“. Margar góðar
minningar rifjast upp,
en veikindin fóra að
taka sinn toU og smám
saman dró úr hæfileik-
anum til að tjá sig og
hreyfa.
Foreldrar þínir
lögðu hart að sér fyrir litlu hetjuna
sína, mamma þín varð að hætta að
vinna og varði öllum stundum með
þér og sá tU þess að lífsgæðin væra
sem mest við þessar erfiðu aðstæð-
ur, klæddi þig upp í falleg fót og fór
út að ganga með þig meðan heilsan
leyfði. Pabbi þinn kom upp á spítala
beint eftir vinnu á daginn og þar
vora þau fram yfir miðnætti þar tU
drengurinn þeirra var sofnaður og
margar nætur vöktu þau yfir þér.
Sjúkdómsstríðið tók fjögur erfið ár,
en jafnframt dýrmæt ár okkur sem
fengum að vera með þér.
Samhentari foreldra var ekki
hægt að hugsa sér í umönnun og
ást tfl drengsins síns. Það vora oft
þungbærar stundir, en aldrei gefist
upp. Eitt af góðverkum læknisins
þíns var að koma foreldram þínum í
samband við foreldra drengs sem
látist hafði úr sama sjúkdómi. Það
samband er foreldranum mikill
styrkur.
Starfsfólki á deild 12-E þökkum
við alla þá umhyggju og hlýhug
sem þau sýndu Fannari Bjarka og
fólkinu hans. Guð blessi þau og öll
þeirra verk. Jafnframt viljum við
þakka starfsfólki Lyngáss og Evu
systur Örnu fyrir þeirra stuðning.
Nú er komið að leiðarlokum, við
kveðjum þig með sáram söknuði og
trega, elsku litli drengurinn okkar.
Guð almáttugur taki á móti þér og
varðveiti þig, að eilífu.
Amma og afi
f Guilstnáranum.
FANNAR BJARKI
ÓLAFSSON
+
Hjartans litla dóttir okkar, systir og bama-
barn,
KRISTÍN ÞÓRDÍS SIGTRYGGSDÓTTIR,
Ástúni, 14,
Kópavogi,
lést á vökudeild Bamaspítala Hringsins fimmtu-
daginn 18. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. nóvember
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Bamaspítala Hringsins.
Katrín Helga Reynisdóttir, Sigtryggur Harðarson,
Kristján Páll Rafnsson,
Kristinn Reynir Kristinsson, Pálína Ágústa Jónsdóttir,
Hörður Halldórsson, Þórdís Sigtryggsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and-
lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓHANNESARJÓNSSONAR,
Hóli,
Höfðahverfi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks
Grenilundar.
Árni Jóhannesson, Sigríður Stefánsdóttir,
Sigríður Jóhannesdóttir, Haraldur Haraldsson,
Jón V. Jóhannesson, Guðný Kristinsdóttir,
Sveinn Jóhannesson,
Halldór Jóhannesson,
Þórsteinn Jóhannesson, Rósa Jóakimsdóttir,
Anna Jóhannesdóttir, Þórólfur Þorsteinsson,
Tómas Jóhannesson, Bergdís Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ást-
kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÞÓRHALLU FRIÐRIKSDÓTTUR,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík,
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss
Suðurnesja.
Harpa Þorvaldsdóttir, Birgir Guðnason,
Ása Ásmundsdóttir, Sigurður G. Eiríksson,
Árni Ásmundsson, Margrét Ágústsdóttir,
börn og barnabörn.
ATVINNU AUGLÝSINGAR
ORKUSTOFN U N
GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYK]AV(K
Yfirverkefnisstjóri
Rannsóknasviðs
Starf yfirverkefnisstjóra Rannsóknasviðs Orku-
stofnunar er laust til umsóknar með umsóknar-
fresti til 6. desember 1999.
Starfið felur m.a. í sér yfirumsjón með verkefn-
um Rannsóknasviðs, framgangi þeirra og ráð-
stöfun manna í verkefni, skipulagningu, verk-
efnaöflunar, gerð tilboða og verksamninga
og sérfræðivinnu og ráðgjöf í jarðhitamálum.
Nánari lýsing á starfinu ásamt upplýsingum
um hæfniskröfur og fleira fást í afgreiðslu
Orkustofnunareða á heimasíðu hennar, slóðin
er: http:/AA/ww.os.is/ros/auglysing.html.
Orkumálastjóri.
Kennarar
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
Sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfari óskast til starfa. Um er að ræða
a.m.k. 50% stöðu með möguleika á að taka
fólk í göngudeildarþjálfun. Á Grund er gott
og þægilegt vinnuumhverfi meðfullkominni
aðstöðu til sjúkraþjálfunar.
Allar nánari upplýsingar veita Fríða eða Ágústa
í síma 552 6222.
Hei þú, já þú!
Vantar þig vinnu?
Alþjóðlegt fyrirtæki opnað á íslandi.
Hlutastörf 1.000—2.000 þús. dollarar á mánuði.
Fullt starf 2.000—4.000 dollarar á mánuði.
Upplýsingar gefur Sigríður í síma 699 0900.
Global Refund
á íslandi hf.
Bókari
Global Refund á íslandi hf. óskar eftir að
ráða bókara í hlutastarf. Um er að ræða fram-
tíðarstarf. Fyrirtækið er hluti af alþjóðlegri
keðju, sem sérhæfir sig í endurgreiðslu á VSK
til ferðamanna. Global Refund var stofnað á
íslandi árið 1996 og er í örum vexti. Um er að
ræða lítinn og notalegan vinnustað með mjög
fjölbreyttu og skemmtilegu vinnuumhverfi.
Starfssvið
★ Færsla á bókhaldi.
★ Skjalavistun.
★ Almenn skrifstofustörf.
★ Símsvörun og móttaka.
Hæfniskröfur
★ Reynsla af bókhaldi.
★ Töívukunnátta, Word og Excel.
★ Mjög gott vald á talaðri og ritaðri ensku.
★ Hæfni í mannlegum samskiptum.
— íþróttakennarar
Kennara vantar í Grenivíkurskóla frá næstu
áramótum til að kenna íþróttir og bóklegar
greinar.
Nánari upplýsingar gefur Björn Ingólfsson
skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131.
Aldamót án aukakílóa
Ný öflug vara. Alma missti 11 kg á 9
vikum. Síðasta sending seldist upp.
Persónuleg ráðgjöf og stuðningur.
Upplýsingur veitir Lovísa í síma 868 1327.
Umsókn, ásamt mynd, þarf að berast Global
Refund fyrir mánudaginn 29. nóvember nk.,
merkt: „Bókari".
Global Refund
á íslandi hf„
Kaplahrauni 15,
GLOBAL REFUND" 220 Hafnarfirði.