Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 80

Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HASKOIABIO # * HASKOLABIO Sýnd kl. 5 oq 7 íslenskt tal. James Bond er mættur í sinni stærstu mynd hingað til! Pierce Brosnan, Robert Carlyle, Sophie Marcueau og Denise Richards fara á kostum og hasaratriðin slá öllu við. Algjörlega ómissandi mynd. .Snilld" HK Fókus www.samfilm.is Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri óskar Mörtu Nordal og Baldri Trausta Hreinssyni til hamingju með góðan leik í Bláa herberginu. Bláa herbergið frumsýnt AFÖSTUDAGSKVÖLD var leikritið Bláa herbergið frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. I öllum tiu hlut- verkunum eru Baldur Trausti Hreinsson og Marta Nordal, og það er María Sigurðardóttir sem leik- ífltýrir þeim. Bláa herbergið er eftir breska leikritaskáldið David Hare og bygg- ir hann það á þýska leikritinu Reig- en, en einnig hefur þekkt frönsk kvikmynd, La Ronde frá 1950, verið gerð eftir sama verki. I því er fjallað um samskipti kynjanna og er mörg- um ólíkum spurningum kastað fram; hvað dregur fólk hvort að öðru og hveiju fólk sækist eftir með kynlífi. Hvað er gott siðferði í kynlífi? Eftir sýninguna ríkti mikil gleði í Borgarleikhúsinu enda flestir sam- mála um að Marta og Baldur Trausti hafi staðið sig með prýði í erfiðu við- fangsefni. Gestum og starfsmönnum lcikhússins voru boðin dýrindis veisluföng og undir lék sveitin Leynifélagið nokkra notalega cjjass- standarda. María Sigurðardóttir lcikstjóri og Helga I. Stefánsdóttir húningahönn- uður voru ánægðar með frumsýninguna. Kristm Johannesdottir og Sigurður Pálsson osku leikkonunm til hamingju. Nýjasta tískan í Kínaklæðum KÍNVERJAR eru nú óðum að taka upp vestræna siði og til merkis um það eru þeir dug- legir að halda tískusýningar og er þar síst fornfálegri klæðnaður á boð- stólum en á sýningum í Evrópu eða vestanhafs. Núna stendur yfir sex daga tískuvika í höfuðborginni Pek- ing og auk þess að sýna fjölbreytnina í kínverskri fatahönnun er meiningin að kjósa besta hönnuðinn í hópnum. Þessar þrjár eru í skrautlegra lagi og ekki ólíklegt að fatnaður- inn sé hugsaður fyrir einhver há- stemmd tilefni. Kannski kín- verskar konur klæðist einhverju svipuðuá gamlárskvöld? Glæsilegar kínverskar fyrirsætur gefa vestrænum sprundum ekkert eftir. Tískuvika í Kína ■HMIWWBlilBIIIH Kröftug mótmæli spilltu ekki fyrir STÚLKAN sem sigraði í feg- urðarsamkeppninni ungfri heimur siðastliðinn laugar- dag er tvítug, frá Indlandi, og heitir Yukta Mookhey. Ungfrú ísl- and, Katrúi Rós Baldursdóttir, var meðal keppenda cn alls tóku stúlk- ur frá 93 löndum þátt í keppninni sem haldin var í London í ár. Mikil mótmæli höfðu átt sér stað vegna keppninnar í London og mótmæl- endur söfnuðust saman fyrir utan samkomuhúsið þar sem keppnin var haldin og líktu henni við gripasýningu. En hin indverksa Yukta lét það ekki á sig fá. „Allt frá því ég var lítil stelpa hefur mig dreymt um að vera metin að verð- leikum vegna skoðana minna, hugsjóna og persónuleika," sagði hún í viðtali eftir keppnina. Fegurðarsamkeppnir hafa alla tíð verið umdeildar og var þess gætt í ár að andstæðingar hennar Reuters Yukta Mookhey frá Indlandi sigraði í keppninni Ungfrú heimur en ungfrú Suður Afríka, Sonia Raciti (t.v.) og ungfrú Venesúela, Martina Thorogood urðu í 2.-3. sæt.i. gætu ekki notað þau rök að aðcins karlmcnn dæmdu stúlkurnar og var helmingur dómaranna konur. Stúlkurnar komu heldur ckki fram á baðfötum á sviðinu í ár hcldur fóru þær ásamt kvik- myndatökuliði til Möltu þar sem fjörlegt strandaatriði var tekið upp og sýnt á skjá í keppninni sjálfri. Ekki geta þó allir fallist á það að persónuleiki og innri fegurð skipti eins miklu máli og aðstand- endur keppninnar vilja halda fram heldur sé sakleysislegt jóm- frúarútlit það sem skipti máli um valið á sigurvegara. Hvað sem öllum inótmælum og vangaveltum Iíður var kvöldið hið glæsilegasta og er talið að um einn milljarður manna hafi fylgst með keppninni í sjónvarpi um all- an heim. Ungfrú Bandaríkin varð ekki sigursæl en í viðtali kom hún fram með eftirminnilega fullyrð- ingu sem mun síst verða til þess að keppnin verði talin snúast um út- geislun, greind og iimri fegurð. Var stúlkan spurð að því hver væri heista áskorun sem hún hefði staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og eftir stutta umhugsun svaraði hún: „Að reyna að komast að því hver ég er.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.