Morgunblaðið - 03.02.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsvarsmenn ASÍ áttu fund með rrkisstjórninni í gær
Atriði yfirfarin án skuld-
bindinga um niðurstöður
Morgunblaðið/Porkell
FRÁ fundi rikisstjórnarinnar með forsvarsmönnum Alþýðusambands íslands í stjómarráðinu í gær.
Á FUNDI fulltrúa rfldsstjómaiinnar
með forsvarsmönnum Alþýðusam-
bands Islands í gær lýsti ríkisstjórn-
in sig reiðubúna til að taka þátt í sam-
starfi við að fara yfir ýmis atriði er
lúta að skattamálum, barnabótum og
fleiru án þess að skuldbinda sig að
nokkru leyti varðandi hugsanlega út-
komu.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
sagði að á fundinum hefði ASÍ kynnt
ríkisstjóminni sjónarmið sín varð-
andi ýmsa þætti sem snéru að skatta-
málum, barnabótum, atvinnuleysis-
bótum og öðra slíku. Niðurstaðan
hefði orðið sú að ríkisstjómin hefði
lýst sig reiðubúna til að taka þátt í
samstarfi við að fara yfir þessi atriði
án þess að skuldbinda sig að nokkra
leyti varðandi hugsanlega útkomu.
Þeir yrðu að sjá hvemig kjarasamn-
ingum og viðræðum miðaði.
„Það vora við síðustu kjarasamn-
inga árið 1997 gerðar miklar breyt-
ingar til þess að stuðla að því að
kjarasamningar næðust, sem kost-
uðu okkur sex milljarða á ári, og var
þýðingarmikið. Nú höfum við hins
vegar setið undir gagnrýni íyrir það
að þær miklu skattabreytingar hafi
verið efnahagslegt óráð, eins og ein-
hver snillingurinn kallaði það. Að
vísu hefðu ekki orðið neinir kjara-
samningar ef við hefðum ekki gert
það, sem hefði nú verið efnahagslega
ennþá meira óráð að mínu viti. Á hinn
bóginn era aðstæður í þjóðfélaginu
öðra vísi núna. Það er svona ákveðin
þensla sem ríkir nú og kannski er
ekki þægilegasta aðstaðan til þess að
lækka skatta,“ sagði Davíð.
Hann sagði að það hefði komið
skýrt fram af hálfu ríkisstjómarinn-
ar að ekki yrði breytt skattalögum að
vori til nema til þess væri sérstök
knýjandi ástæða. Skattalegar breyt-
ingar væra athugaðar og ákveðnar í
tengslum við gerð fjárlaga að hausti
til, þannig að það þyrftu að koma ein-
hverjar mjög ríkar ástæður, t.a.m. að
það gæti hjálpað til við að ljúka
kjarasamningum, til þess að ríkið
færi að blanda sér eitthvað í þetta.
Hefðbundið að fá
ekki endanleg svör
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagði að á fundinum hefði komið fram
að ríkisstjómin ætlaði að skoða málið
og meta hvað væri hægt að gera.
„Það er svo sem hefðbundið að fá
ekki svör, ekki hin endanlegu svör
hjá ríkisstjómum fyrr en farið er að
sjá fyrir endann á samningsgerð, en
ráðherrunum var gerð grein f'yrir því
að það væra mjög háværar raddir í
okkar röðum um að það væri vandséð
hvernig væri hægt að ganga frá
kjarasamningsgerð öðra vísi en það
lægi fyrir einhver breyting á skatt-
kerfinu sem tryggði það að lágtekju-
fólk og bamafólk sæti svona nokkum
veginn við sama borð hvað varðar
breytingar í skattkerfinu. Þá eram
við að tala um breytingar á skattleys-
ismörkum, tekjuskerðingarnar í
bamabótakerfi, bætur Atvinnuleys-
istryggingasjóðs og elli- og örorku-
bætur. Það er svo sem allt undir,“
sagði Grétar.
Á fundinum lagði ASI tvær spurn-
ingar fyrir ríkisstjórnina. Annars
vegar þess efnis hvort rfldsstjómin
væri reiðubúin að hefja vinnu með
ASI sem hefði það að markmiði að
tryggja að umsamdar launahækkan-
ir skili sér jafnt til hinna Iægst laun-
uðu og þeirra sem hafi hærri tekjur
og jafnt til bamafólks og barnlausra
með sömu tekjur. Hins vegar var
spurt hvort ríkisstjómin væri tilbúin
til að vinna með ASÍ að því að finna
raunhæfar leiðir til að rétta kjör at-
vinnulausra, elli- og örorkulífeyris-
þega, til að rétta stöðu leigjenda,
bæta réttarstöðu foreldra og full-
gilda ILO-samþykkt nr. 158 um rétt-
indi launafólks vegna uppsagna, en
það myndi stórbæta réttarstöðu
launafólks á almennum vinnumark-
aði.
Ennfremur kom fram að áherslur
ASÍ væru að skattleysismörk hækk-
uðu í takt við lágmarks umsamda
launaþróun og sama gilti einnig um
tekjuskerðingarmörk barnabóta.
Einnig að dregið verði úr tekjuteng-
ingu bamabóta og að atvinnuleysis-
bætur og elli- og örorkulífeyrir
hækki.
Nýtt réttindakerfl foreldra
Þá kom fram að tvö atriði era enn
til skoðunar hjá ASÍ og kunni að
verða tekin upp gagnvart stjómvöld-
um síðar, en þar er annars vegar um
að ræða vinnu við nýtt réttindakerfi
foreldra, þ.e. fæðingar- og foreldra-
orlof, og hins vegar að fjárhagslegur
stuðningur vegna húsaleigu sé sam-
bærilegur og fjárhagslegur stuðning-
ur við eigin húsnæði.
Dómur í Hér-
aðsdómi Norð-
urlands eystra
Óku tví-
veg-is ölv-
uð á kyrr-
stæða bfla
LIÐLEGA fertug kona hefur
í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmd til að
greiða 90 þúsund krónur í
sekt til ríkissjóðs auk þess að
vera svipt ökurétti í þrjú ár.
Sýslumaðurinn á Akureyri
höfðaði mál á hendur konunni
og manni á fertugsaldri í lok
nóvember á liðnu ári fyrh
umferðarlagabrot, með því að
hafa ekið undir áhrifum
áfengis og óvarlega frá veit-
ingahúsinu Setrinu við
Sunnuhlíð og að húsi í Gilja-
hverfi.
Ekki tókst betur
til hjá karlinum
Konan ók bifreiðinni þessa
leið en þegar hún ætlaði að
leggja bílnum í stæði ók hún
á bíl sem þar var. Karlmaður-
inn tók þá við akstrinum og
ætlaði að leggja í stæðið en
ekki vildi betur til en svo að
hann ók á aðra kyrrstæða bif-
reið á stæðinu. Konan tók við
að nýju og tókst henni að lok-
um að leggja bifreiðinni í
stæðið.
Karlmaðurinn lauk sínum
hluta málsins með greiðslu
sektar að upphæð 60 þúsund
krónur og jni að sæta svipt-
ingu ökuréttar í eitt ár.
Taldist brot konunnar
nægilega sannað að mati
dómsins. Hún hafði verið
svipt ökurétti í janúar 1998 til
eins árs og gætti ítrekunar-
áhrifa þeirrar sektargerðar
enn er umrætt atvik átti sér
stað og því var hún svipt öku-
rétti í þrjú ár.
Gæsluvarðhald
tveggja manna
framlengt
TVEIR sakborningar í nýja e-
töflumálinu, sem setið hafa í
gæsluvarðhaldi um nokkurra
vikna skeið vegna rannsóknar
málsins, voru í gær úrskurðaðir
í Héraðsdómi Reykjavíkur í
áframhaldandi gæsluvarðhald til
15. febrúar. Gæsluvarðhald
þeirra rann út í gær og var
krafa lögreglunnar um áfram-
haldandi gæslu samþykkt af
dómara.
Einum manni um tvítugt, sem
handtekinn var ásamt fleirum í
fyrrakvöld, var sleppt úr haldi í
gær að loknum yfirheyrslum
eftir að hafa verið í haldi lög-
reglunnar í fyrrinótt.
Á annan tug manna
handtekinn
Lögreglan hefur handtekið á
annan tug manna vegna rann-
sóknar málsins og sitja nú fimm
menn í gæsluvarðhaldi í þágu
rannsóknarinnar.
Rekstur ferju milli V estmannaeyja og lands
Utboðsgögn verða
kynnt
GERT er ráð fyrir að útboðsgögn
vegna ferjureksturs milli Þorláks-
hafnar og Vestmannaeyja verði
kynnt í febrúar eða mars á þessu ári
og mun heimamönnum þá gefast
kostur á að koma með athugasemdir
við þau. Lokahönd verður væntan-
lega lögð á útboðsgögn í maí og fer út-
boðið fram í framhaldi af því, að því er
fram kom í máli Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra á Alþingi í gær.
Það var Isólfur Gylfi Pálmason,
þingmaður Framsóknarflokksins,
a næstu
sem gerði rekstur Herjólfs í Vest-
mannaeyjum að umtalsefni í íyrir-
spumatíma á Alþingi í gær. Lýsti
hann þar óánægju Vestmanneyinga
með útboðsáformin og sagði um
stefnubreytingu að ræða hjá iflds-
stjórninni.
Sturla harmaði í svari sínu að
stjómarþingmaður gerði tilraun til að
gera útboðsstefnu ríkisstjómarinnar
tortryggilega og benti m.a. á að útboð
ferjureksturs á vegum ríkisins væri
skylda skv. reglum EES-svæðisins.
vikum
Sagði ráðherra reynsluna auk þess al-
mennt þá að útboð yrðu til að lækka
kostnað. Jafnframt væri hins vegar
stefnt að því að þjónusta yrði sú
sama, ef ekki meiri.
Sturla sagði að útboðsferlið yrði
nokkuð langt, sökum þess að stjórn-
völd þurfa að bjóða reksturinn út á
EES-svæðinu, en að gera mætti ráð
fyrir að samningar á grandvelli út-
boða um rekstur Vestmannaeyjaferju
yrðu gerðh á haustdögum árið 2000
með upphaf gildistíma 1. janúar 2001.
öð í dag
Morgunblaðsins
Sérblab um viðskipti/atvinnulíf
Með Morgunblaðinu
í dag er dreift tima-
ritinu 24-7.
Útgefandi:
Alltaf ehf.
Ábyrgðarmaður:
Snorri Jónsson.
4simm
ÍÞRÓntR
Rlkharður fetar í
fótspor afa síns/Bl
FH tyllti sér í efsta sæti
1. deildar kvenna /B2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is