Morgunblaðið - 03.02.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.02.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag eldri borgara mótmælir bágum kjörum veikra aldraðra og fækkun sjúkrarýma Segja tekjur margra ellilauna- þega nálgast fátækramörk STJÓRN Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið mótmælir kröftuglega fækkun sjúkrarýma á hjúkrunar-, geð- og handlækningadeildum sem fram kemur í fjárhagsáætlun stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir ár- ið 2000, þar sem stór hluti fólks á biðlistum sé eldra fólk. Bent er á að kannanir Landlæknisembættisins hafi leitt í ljós að síðastliðin fjögur ár hafi að staðaldri verið um 7.000 manns á biðlistum og að sjúklingar bíði sumir í 6 til 12 mánuði eftir að- gerð, þrátt fyrir verulegar þjáning- ar á biðtímanum. Einnig er bent á að 200 aldraðir bíði eftir hjúkrunarplássi á Reykja- víkursvæðinu en að mati Pálma V. Jónssonar, forstöðulæknis öldrun- arsviðs á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, séu 30 til 40% þeirra of veikir til að bíða heima. Ný viðmiðunarmörk við inn- lagnir og útskriftir sjúklinga Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og formaður Félags eldri borgara, segir að sífellt erfið- ara sé að koma veiku fólki að á sjúkrahúsum en áður og að fólk sé einnig útskrifað fyrr, enda hafi end- urinnlagnir aukist. Hann segir lækna hafa orðið að sníða sér ný og þrengri viðmiðunarmörk varðandi innlagnir og útskriftir af sjúkrahús- um og að þau mörk þurfi að sníða eftir ramma fjáriaga. í yfirlitsgrein í breska læknaritinu British Medical Journal komi fram að legu- tími sjúklinga á íslenskum sérdeild- um sé styttri en á bandarískum sér- deildum og telur Ólafur það áhyggjuefni. Hann segir ljóst að meira fjármagn þurfi í heilbrigðis- kerfið og segir þá staðreynd, að sí- fellt sé krafist aukinnar hagræðing- ar á sjúkrastofnunum, sýna að stjómvöld setji afkastamarkmið sem ekki séu í takt við raunveru- leikann. Ólafur segir ástandið alvarlegt og að skortur á sjúkrarýmum valdi því að margt fársjúkt fólk fái ekki vist- un, þess séu jafnvel dæmi að fólk sé útskrifað samdægurs eftir sjálfs- morðstilraun. 84% eftirlaunaþega eru í þremur tekjulægstu hópunum af tíu Ólafur Ólafsson hefur tekið sam- an skýrslu um kjör og aðstæður ör- yrkja og veikra meðal aldraðra, sem byggist meðal annars á upp- lýsingum úr rannsóknarniðurstöð- um Félagsvísindastofnunar Háskól- ans og könnunar heilbrigðis- ráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að um 72% eftirlauna- þega séu í tveimur lægstu tekju- hópunum, miðað við dreifingu tekna eftir tíunduhlutum, en 84% í þrem- ur lægstu. Einnig kemur fram að á árunum 1995 til 1998 hafi fjölskyldutekjur allra hjóna og sambúðarfólks hækk- að um rúm 30%, en tekjur sömu hópa meðal ellilaunaþega hækkað um rúm 15,5%. Þannig hafi meðal- fjölskyldutekjur ellilaunaþega verið 61% af meðalfjölskyldutekjum allra, á aldrinum 18 til 80 ára, árið 1995 og 1998 hafði það hlutfall lækkað í 54%, sem nálgast fátækramörk, en þau miðast við hlutfallið 50%. Öfugþröun sem hlýtur að koma í bakið á okkur síðar Einnig kemur fram að tæp 30% fólks á aldrinum 65 til 80 ára flokk- ist sem veikir og að sá hópur hafi marktækt lægri fjölskyldutekjur en þeir frísku, en meðaltekjur þeirra eru 70.000 krónur. Meðal þeirra veiku búa 74% í eigin íbúð, en 90% þeirra frísku. Tæplega 10% þeirra frísku hafa fjárhagsáhyggjur en um 25% þeirra veiku. Ólafur bendir á að hagur veikra aldraðra sé svipaður og hagur ör- yrkja og segir hag þeirra, félags- og efnahagslega, ekki hafa batnað á síðustu árum þrátt fyrir stórkost- legar framfarir hjá öðrum hópum. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, seg- ir ekki hægt að fallast á áframhald- andi niðurskurð til heilbrigðiskerf- isins né almannatryggingakerfisins og að óviðunandi sé að dragast sí- fellt aftur úr grannþjóðunum í þess- um málum. Hann segir niðurskurð til þessara málaflokka vera öfug- þróun sem hljóti að koma í bakið á okkur síðar. Bæjarstjórn Grindavíkur ályktar um fyrirhugaðar breytingar á löggæslu í bænum Skorar á sýslumaim að hverfa frá breytingum Sýslumaðurinn í Keflavík segir að breytingarnar muni efla löggæsluna í öllu lögregluumdæminu FYRIRHUGAÐUR flutningur lögreglunn- ar í Grindavík til Keflavíkur 1. mars. nk. hefur valdið talsverðri ónægju meðal íbúa í Grindavík, sem telja þá ráðstöfim afturför í þjónustu og skapi óör- yggi á staðnum. Bæj- arstjórn Grindavíkur samþykkti ályktun á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi samhljóða, þar sem skorað er á sýslumann að hverfa frá fyrirhuguðum breytingum á löggæsl- unni í bænum. „Bæjarstjórn Grindavíkur er sammála um mikilvægi þess að lög- Hallgrímur Bogason herra, ríkislögreglu- stjóra, sýslumanns og þingmanna kjördæm- isins við að tryggja sjálfstæði Lögreglunn- ar í Grindavík með sér- stökum fjárveitingum. Bætt löggæsla í um- dæminu með vakt allan sólarhringinn Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, segist geta tekið undir þau markmið sem bæj- arstjórn Grindavíkur vilji ná fram í löggæslu á staðnum, en að sér- stök fjárveiting sé ekki inni í myndinni. Það sé sérstakur liður í fjárlögum sem ætlaður sé gæsla sé tryggð í bæjarfélaginu. Oflug löggæsla er ásamt heilsu- gæslu og félagsþjónustu meðal grunnþarfa í mannlegu samfélagi. Bæjarstjórn bendir á nauðsyn þess að komið verði á fót öflugu teymi löggæslu, heilsugæslu og sálgæslu til viðbragða ef slæm mannleg áföll verða. Bæjarstjóm telur þær tillögur sem Sýslumaðurinn í Kefiavík hefur kynnt til breytinga á skipan lög- reglu á Suðurnesjum séu ekki til þess fallnar að framangreind markmið náist. Bæjarstjórn skorar á Sýslumann- inn í Keflavík að hverfa frá fyrir- huguðum breytingum." Þá samþykkti bæjarstjórn að óska eftir liðsinni dómsmálaráð- fyrir löggæslu í öllu umdæminu og síðan sé það starf sýslumanns að vinna úr þeirri fjárveitingu sem embættið fái. Hann segir tilganginn með breytingunum vera að ná fram bestu mögulegu þjónustu miðað við fjárlög og að löggæsla í Grindavík muni aukast við þessar breytingar. Breytingarnar felast í því að lög- gæslan á Suðurnesjum verður sam- einuð og lögregluliðið í Grindavík því flutt í varðstofuna í Keflavík. Þqss í stað verður löggæslu í Grindavík og nágrenni sinnt með lögreglubfl á sólarhringsvakt. Að sögn Jóns verður það lagt sérstak- lega fyrir varðstjórana að þessi bfll verði að jafnaði að störfum í Grinda- vík, þó að hann verði látinn sinna stærri útköllum með öðrum bflum á svæðinu. Aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Grindavík mun starfa þar áfram sem forvarnarfulltrúi og verður á vakt á daginn í lögreglu- stöðinni, sem verður áfram bæki- stöð fyrir lögreglumenn umdæmis- ins. Jón segir að það hafi aldrei verið ætlunin að leggja niður stöð- ina. „Ég hef enga trú á öðru en að þessar breytingar verði til bóta og við teljum að með þessu getum við haldið okkur innan fjárlaga og sinnt löggæslu í umdæminu á besta mögulegan máta.“ Ofugþróun í stóru byggðarlagi Hallgrímur Bogason, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segist vera æfur vegna þessara fyrirhuguðu breytinga sem kynntar voru bæjar- ráði sl. mánudag. Hann segir að baráttan fyrir því að halda lög- reglunni í Grindavík hafi staðið yfir í mörg ár og að nú sé sú þrauta- ganga að taka enda með algerum ósigri. „Við þekkjum þessa göngu, það er búið að ganga hana með fleiri sveitarfélögum. Þetta var gert í Sandgerði fyrir þó nokkrum árum. Þar var byrjað á sama hátt og hér með því að færa lögreglumennina til Keflavíkur, síðan seldu þeir lög- reglustöðina og þar er engin stöð í dag.“ Hallgrímur segist ekki hafa trú á því að einn lögreglubíll á vakt komi í stað lögregluliðsins í Grindavík. „Það þarf ekkert að segja okkur, Morgunblaðið/Jim Smart Húsnæði lögreglunnar í Grindavík við Víkurbraut. sem verið er að reyna að telja okkur trú um núna, að það verði stöðugt lögreglubíll á vaktinni í Grindavík. Það er bara fyrirsláttur. Og ég veit það, að ef við spriklum nóg verður bfllinn kannski hér með annan fót- inn, eins og við segjum, næstu vikur og mánuði. En svo verður það búið.“ íbúar Grindavíkur 2.300 talsins Þeir íbúar Grindavíkur sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við töldu að flutningur á lögreglunni til Keflavíkur væri veruleg skerðing á þjónustu og höfðu áhyggjur af fjarlægðinni milli bæjanna. Akstur- inn tæki um 20 mínútur þegar færð- in væri góð, en gæti hæglega tekið- helmingi lengri tíma þegar færðin væri slæm. Einnig fannst fólki þetta skapa mikið óöryggi og væri í raun öfug- þróun í svo stóru byggðarlagi, en í dag búa tæplega 2.300 manns í Grindavík. íþrótta- og æskulýðs- nefnd Grindavíkurbæjar sendi í gær frá sér ályktun þar sem ákvörðun um að færa vaktir lög- reglunnar til Keflavíkur er mót- mælt. Nefndin telur að forvarnar- starfi lögreglunnar verði kastað á glæ með þessum breytingum og hljóti að flokkast undir mikla tíma- skekkju. „Það að vinna forvarnarstarf verður ekki unnið með akstri í gegnum bæjarfélagið eins og stefnt er að. Við sem bæjarbúar og for- eldrar glímum við vaxandi vímu- efnavanda eins og önnur samfélög í þessu landi. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við að þessi ákvörð- un standi,“ segir í ályktun nefndar- innar. Sýslumaður segir að starf for- varnarfulltrúa muni ekki leggjast niður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn muni sinna áfram sínu starfi sem forvarnarfulltrúi í Grindavík, og að stefnt sé að því að auka forvarnar- starfið frekar en hitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.