Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fjórir frammámenn í Framsóknarflokknum á opnum fundi á Hótel Borgarnesi
Osammála um hvort réttur
til framleiðslu verði söluvara
Byggða- og atvinnumál bar
helst á góma í Borgarnesi.
Um sjötíu manns mættu á
fundinn, mörgum fannst of
dökk mynd dregin upp af
málefnum landsbyggðarinn-
ar meðal almennings og
hvöttu til þess að á hana yrði
litið jákvæðari augum.
Ingibjörg
Pálmadóttir
Páll
Pétursson
_ Guðni
Ágústsson
Kristinn H.
Gunnarsson
myndi í upphafi samningsins kaupa
upp rétt af mönnum sem vildu hætta
í greininni. „Að því búnu munum við
reyna að þróa sauðfjárræktina inn í
gæðastýrða framleiðslu." Sagði
hann að við þá gæðastýringu yrði
m.a. horft til landnota, einstaklings-
merkinga, áburðarnoktunar, upp-
skeru og fóðrunar á búfénaði.
„Þannig að þetta er sú leið sem við
horfum til,“ sagði hann og hélt
áfram: „Ég legg ekki út í það að
berjast fyrir því að aðilar í fátækustu
stétti á Islandi, verði að fara þá leið
að kaupa hver annan út. Ég hef
áhyggur af því í mjólkurframleiðsl-
unni að sex hundruð milljónir á ári
fari í það hjá hverri ungri kynslóð
sem ætlar að starfa við þá atvinnu-
grein að kaupa hvert annað út. Það
eru miklir peningar." Þess vegna
kvaðst hann frekar horfa til kerfis
sem væri gæðastýrt. Kvaðst hann
ekki vilja að ríkisstjórnin færi þá leið
að gera peninga ríkisins að söluvöru.
„Því auðvitað eru menn fyrst og
femst að kaupa sér ávísun sem ríkið
er að greiða og svo er ljóst að ýmsir
dómar bæði í sjávarútvegi og fleiri
sem takmarka athafnafrelsi manna
ganga á þann veg að það sé erfitt að
verja svona kerfi.“
ÞRÍR Framsóknarráðherrar, Ingi-
björg Pálmadóttir, Páll Pétursson
og Guðni Agústsson, héldu fram-
söguerindi á fundi framsóknar-
manna á Hótel Borgarnesi á mánu-
dagskvöld auk Kristins H.
Gunnarssonar, þingmanns og for-
manns stjórnar Byggðastofnunar.
Um sjötíu manns sóttu fundinn og
var þróunin í byggðamálum greini-
lega ofarlega í hugum fundarmanna.
Þá kom fram á fundinum að Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra og
Páli Pétursson félagsmálaráðherra
væru ósammála um það hvort réttur
sauðfjárbænda til framleiðslu ætti
að vera söluvara eða ekki. Var Páll
því meðmæltur en það sama er ekki
hægt að segja um Guðna eins og síð-
ar verður rakið.
I máli einstakra fundarmanna
kom þó fram að of dökk mynd væri
dregin upp af þessum málaflokki
meðal almennings og hvöttu þeir til
þess að menn litu jákvæðari augum
á landsbyggðina. Þar væri þrátt fyr-
ir allt afar gott að búa. Kristinn H.
Gunnarsson, nýskipaður formaður
stjórnai' Byggðastofnunar, tók undir
þessa gagnrýni og sagði að þegar
byggðamál bæri á góma yrðu menn
gjarnan daprir og vonlausir. Hann
sagðist þó hafa fundið fyrir breyt-
ingum á þessu viðhorfi meðal al-
mennings að undanförnu og taldi að
menn væru í auknum mæli að öðlast
trú á því að hægt væri að snúa vörn í
sókn. Tók hann stjórnmálamenn
sem dæmi: „Æ fleiri stjórnmála-
menn eru að átta sig á því að hægt er
að gera ýmsa hluti til að snúa þróun-
inni við,“ sagði hann. Kristinn
greindi því næst frá áætlun ríkis-
stjómarinnar um að lækka fast-
eignaskatta, þ.e. breyta gildandi lög-
um í þá átt að menn greiði einungis
fasteignaskatta af fasteignamati
íbúðar eða atvinnuhúsnæðis en ekki
uppreiknuðu verðmæti eins og það
væri ef viðkomandi eign væri stað-
sett í Reykjavík. „Þetta er mjög
þung aðgerð og er áætlað að hún
kosti nokkuð á annan milljarð króna
þegar hún verður komin til fram-
kvæmda. Það þýðir að skattar á fólk
á landsbyggðinni lækka um þessa
fjárhæð," sagði hann og bætti því við
að stefnt væri að því að leggja fram
frumvarp til þessara lagabreytinga á
haustþingi og afgreiða þau á Alþingi
fyrir áramót. „Gangi þetta eftir er
um að ræða lífskjarajöfnuð fyrir
íbúa landsbyggðarinnar."
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra hóf reyndar umræðumar
og lagði hún í erindi sínu m.a.
áherslu á velferðarmálin og mikil-
vægi þeirra í málflutningi framsókn-
armanna. Sagði hún m.a. að velferð-
armálin væra mikilvægustu kjara-
mál okkar allra. „Það er mikilvægast
þegar á heildina er litið að allir hafi
jafnan aðgang að velferðarkerfinu
án tillitis til launa eða hvað er í vas-
anum,“ sagði hún. „Og þetta höfum
við lagt áherslu á á þessu kjörtíma-
bili með því að halda þjónustugjöld-
um niðri og bjóða upp á þjónustu til
að mynda í heilbrigðismálum sem er
ein sú allra besta sem gerist í veröld-
inni. Ef þið lítið á þjónustugjöld í dag
og þjónustugjöld fyrir fimm áram þá
sjáiði að það hefur orðið raunlækkun
á þeim.“ Og áfram hélt ráðherra:
„Við heyrum það gjarnan að það sé
alltaf bullandi niðurskurður í heil-
brigðisþjónustunni en við verðum að
líta á það að við erum sífellt að bæta
við þjónustuna og bæta við miklum
fjármunum. Bara á fjárlögum þessa
árs bættum við sjö milljörðum til
heilbrigðis- og tryggingamála."
Þinglýst mörk verði virt
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra sagði m.a. í framsögu sinni að
núverandi ríkisstjórn og sú sem á
undan henni hefði setið hefðu talið
mikilvægt að koma „hálendinu á
hreint", eins og hann orðaði það.
Niðurstaða þeirrar vinnu hefði verið
sú að ríkisins væri það land sem eng-
inn sannarlega ætti og að mörk
sveitarfélaganna yrðu stækkuð inn
til jökla. „Það sem mér finnst hins
vegar gagnrýnivert, og hef gagnrýnt
í ríkisstjórn, er að kröfugerðarhópur
fjármálaráðuneytisins, sem sest yfir
það að setja línuna, gengur þvert á
þinglýst eignarmörk bænda og fer
ekki að eins og löggjafinn kveður á
um. Ég trúi því samt svo, að þegar úr
verður skorið og óbyggðanefnd sest
yfir kröfugerð bændanna annars
vegar og kröfugerð ríkisvaldsins
hins vegar, að þá muni þinglýstum
mörkum verða fylgt.“
Guðni kom einnig inn á fleiri mál-
efni landbúnaðarráðuneytisins, þar
á meðal gerð hins nýja sauðfjár-
samnings, sem koma á í stað gildandi
samnings er rennur út á þessu ári.
Guðni sagði að líklega yrði niður-
staða þeirrar vinnu m.a. sú að ríkið
Óvíst með meiri peninga
í sauðfjársamning
I umræðunum á eftir framsögu
þingmannanna sagði Páll Pétursson
félagsmálaráðheiTa m.a. aðspurður
að hann gæti ekki svarað því hvort
pólitískur vilji væri til þess að setja
meiri peninga í sauðfjársamninginn.
„Ég held það sé ekki fullrætt," sagði
hann. „Ég held hins vegar að það sé
allt önnur aðstaða núna hjá ríkis-
sjóði til þess að setja peninga í
sauðafjársamninginn heldur en var
árið 1995 vegna þess að afkoma rík-
issjóðs hefur batnað.“
Þá kom fram í umræðunum að
Páll væri ekki sammála Guðna um
verslun sauðfjárbænda innbyrðis.
Hann vildi m.ö.o. að rétturinn til
framleiðslu yrði söluvara.
„Ég er alveg sannfærður um það
að ástandið í mjólkurframleiðslunni
væri ekki vitund betra ef kúabænd-
um hefði verið meinað að versla með
greiðslumark innbyrðis," sagði
hann.
I umræðunum kom m.a. fram hve
mikla áherslu fundarmenn lögðu á
að hægt væri að stunda framhalds-
nám í sinni heimabyggð. Vonir voru
greinilega bundnar við landbúnaðar-
háskólann á Hvanneyri en nokkrir
kvörtuðu yfir því að geta ekki tengst
Netinu vegna þess að svokallaðar
ISDN-tengingar næðu ekki inn á
alla bæi. Kristinn benti m.a. á í þessu
sambandi, að gert væri ráð fýrir
ISDN-tengingu inn á hvert heimili í
nýju fjarskiptalögunum. Þá voru
þingmennirnir spurður út í aðild að
Evrópusambandinu og kváðust
Guðni, Kristinn og Páll þeirrar skoð-
unar að aðild íslands að ESB kæmi
ekki til greina.
Deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofu Islands
Heildsöluvísitala
gæti orðið góð viðbót
MJÖG áhugavert væri að taka sam-
an heildsöluvísitölu, að sögn Rós-
mundar Guðnasonar, deildarstjóra
vísitöludeildar Hagstofu íslands, en
stofnunin hefur ekki til þess mann-
afla og fjármagn.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, segir í grein, sem birtist í
Morgunblaðinu í gæi', að íslendingar
séu eftirbátar annarra þjóða í um-
ræðum um rætur verðbólgu, meðal
annars vegna þess að á Islandi sé
eingöngu tekin saman neysluvísitala,
en ekki heildsöluvísitala, sem notuð
sé til að meta rætur verðhækkana,
og bætir við: „Ef umræða um verð-
bólguna og rætur hennar á að færast
yfir á vitrænan grunn verðum við að
fá vísitölu af þessari gerð í notkun
hér á landi eins fljótt og auðið er.“
Rósmundur sagði að það hefði í
langan tíma verið efst á óskalista
vísitöludeildar Hagstofunnar að
hefja útreikning heildsöluvísitölu.
Rósmundur kvaðst þó ekki átta
sig á því hvernig neysluvísitala eigi
að gefa ranga mynd af uppruna verð-
bólgu eins og Jón Ásgeir héldi fram
og það væri of mikil einföldun að
segja að heildsöluvísitalan vísaði
veginn að rótum verðbólgunnar.
„Menn hafa verið að velta fyrir sér
hvernig á því standi að innflutnings-
vörur hafi hækkað umfram það, sem
er annars staðar,“ sagði hann.
„Heildsöluvísitala svarar ekki þeirri
spurningu. Hún svarar hins vegar
spurningum um hvernig verðlagið á
heildsöluliðnum þróast og það yrði
góð viðbót við það, sem fyrir er.“
Hann sagði einnig að það væri hugs-
anlega rétt hjá Jóni Ásgeiri að yrði
farið að reikna út heildsöluvísitölu
fengjust fyrr vísbendingar um verð-
bólguþróun, en með neysluvísitölu.
Rósmundur kvaðst vera fylgjandi
því að reikna út heildsöluvísitöluna
fengi hann til þess mannafla og ann-
að sem þyrfti. Hann gat ekki sagt
hvert umfang þeirrar viðbótar þyrfti
að vera, en benti á að vísitöludeildin
væri rekin með lágmarksmannafla,
sem þyrfti að sinna sífellt fleiri verk-
efnum og væri örugglega hvergi að
finna meiri framleiðni í þessu starfi:
„Ég hugsa að þetta myndi þýða
verulega breytingu hjá okkur.“
Rósmundur sagði að það væri að
auki gott fyrir Hagstofuna að úti í
þjóðfélaginu væri verið að biðja um
upplýsingar, sem ekki væru veittar,
og það hlyti að ýta á að sú þjónusta
yi'ði veitt.