Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Laugavegssamtökin safna undirskriftum til að mótmæla hækkun stöðumælagjalds Kristrún Pétursdóttir, eigandi Fagurkerans: Ekki rétt að fjármagna ný bflastæði með peningum úr Bflastæðasjóði. Sverrir Bergmann, eigandi Herrahússins Adam. Vonast til þess að borgaryfírvöld endurskoði ákvörðun sína. Ruth Einarsdóttir, verslunarstjóri hjá Evu Galleríi, sagði hækkun stöðumælagjalds alltof mikla. V erslunarmenn óánægðir Laugavegur Morgunblaðið/Ásdís Sissa Eðvarsdóttir, starfsmaður í skóversluninni Kron, sagðist vera hlynnt hækkun stöðumælagjalds. ÓÁNÆGJA virðist vera á meðal margra verslunar- manna á Laugaveginum vegna samþykktar borgar- ráðs um að hækka stöðu- mælagjöld um 200%, eða úr 50 krónum í 150 og hafa Laugavegssamtökin þegar hafið undirskriftarsöfnun til að mótmæla hækkuninni. Sverrir Bergmann, eigandi Herrahússins Adam á Laugavegi, sagði að með þessu væri í raun verið að beina viðskiptum frá mið- bænum. „Ég veit ekki hvað borgar- yfirvöld eru eiginlega að hugsa, kannski vilja þau bara reka fyrirtækin úr miðbæn- um og upp í Kringlu eða Kópavog," sagði Sverrir. „Ég ætla bara að vona að þau beri skynsemi til þess að endur- skoða þessa ákvörðun.“ Að sögn Sverris hafa við- skiptavinir þegar kvartað út- af þessu og sagði hann að með þessu væri verið að mis- muna verslunareigendum á höfuðborgarsvæðinu, því sumstaðar, t.d. í Skeifunni, þyrftu viðskiptavinir ekki að borga neitt fyrir bílastæði. „Það hefði kannski verið í lagi að hækka þetta gjald eitthvað, kannski um svona 20 til 30%, en 200% hækkun er alveg út úr kortinu." Fælir viðskiptavinina frá miðbænum Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri hefur sagt að megintilgangur hækkun- arinnar sé að skapa hreyf- ingu á stæðunum, þannig að fleiri komist að og fólk leggi ekki bflunum sínum þar allan daginn. Sverrir sagði að vissulega væri þetta punktur hjá borg- arstjóra, en samt sem áður væri þessi mikla hækkun allt- of róttæk aðferð. Þær Ruth Einarsdóttir, verslunarstjóri hjá Evu Gal- leríi og Kristrún Pétursdótt- ir, eigandi Fagurkerans, voru báðar sammála Sverri um að hækkun stöðumælagjaldsins væri alltof mikil, en þær sögðust einnig vera óánægð- ar með hækkun stöðumæla- sekta upp í 1.500 krónur. „Ég er mjög óhress með þessa breytingu og finnst þetta alltof mikil hækkun," sagði Kristrún. „Ég hefði helst viljað hafa þetta óbreytt, því það er ekki spurning að þetta kemur til með að fæla viðskiptavinina frá Laugaveginum." Ruth sagðist hafa áhyggj- ur af því hvaða áhrif þetta ætti eftir að hafa á verslun í miðbænum. „Mér finnst þetta í raun al- veg svívirðilegt," sagði Ruth. „Ég er hrædd um að fólk komi til með að hunsa mið- bæinn og ég er viss um að þetta mun ekki hafa góð áhrif á okkar kúnnahóp. Ég viðurkenni það alveg að það eru of fá bflastæði í mið- bænum og fólk kvartar yfir því, en það þyrfti að leysa þessi mál öðruvísi en með því að hækka stöðumælagjald upp í 150 krónur. Ég er hins- vegar ekki sammála því að það sé lítil hreyfing á bílum hér, að minnsta kosti verð ég ekki vör við það að bílar standi hér fyrir framan versl- unina í mjög langan tíma í senn.“ Kristrún var sammála Ruth um að leysa þyrfti bíla- stæðavandann á annan hátt og sagðist hún vera á móti því að ný bílastæði yrðu fjár- mögnuð með peningum úr Bflastæðasjóði. Sissa Eðvarðsdóttir, starfsmaður í skóversluninni Kron, sagðist vera hlynnt hækkunum stöðumælagjalds og stöðumælasekta. „Mér finnst þetta bara sjálfsagt mál - vantar ekki alltaf pening í Bflastæða- sjóð?“ sagði Sissa. „Þessi gjöld eru svona há erlendis og mér finnst alveg sjálfsagt að þau séu það líka hér. Ein- hvers staðar frá verða pen- ingarnir að koma, og eru öku- menn ekki hvort eð er að menga fyrir okkur andrúms- loftið?“ Sissa sagðist ekki eiga von á því að hækkunin myndi bitna á verslun í miðbænum. „Fólk hættir ekkert að versla í miðbænum útaf þessu. Hérna er allt önnur stemmning en í Kringlunni og fólk lætur t.d. veðrið ekki hafa áhrif á sig.“ u 3 JI i Tónleikaröð í Bessastaðahreppi Bessastaðahreppur TÓNLISTARSKÓLI Bessa- staðahrepps heldur tónleik- aröð á vormisseri og verða tónleikar haldnir á laug- ardag. Fiðlunemamir Anna Margrét Ingólfsdóttir, Sigr- ún Bjarglind Ingólfsdóttir, Sigríður Mjöll Björnsdóttir, Ragna Björk Bragadóttir og Guðrún Eydís Jónsdóttir hafa undanfarið verið að æfa undir stjórn Guðmundar Kristmundssonar verk eftir Elias Davíðsson en tónleik- arnir á laugardag verða helgaðir verkum hans. Átak gegn villiköttum ólögmætt Reykjavík Dýravemdunarfélag Reykja- vikur telur að átak það sem Reykjavíkurborg stendur fyr- ir til að fækka flækingsköttum styðjist ekki við lög og sé gróft brot á lögum um dýravernd. í bréfi sem Sigríður Ás- geirsdóttir, formaður félags- ins, hefur sent Helga Péturs- syni, formanni heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur, er skorað á nefndina að fresta átakinu þar til hlýnar í veðri. „Nú er kaldasti tími ársins og hitinn er langt undir frost- marki og auk þess allhvasst. Enda þótt kettir hafi feld er hann afar misjafnlega þéttur og að áliti dýralækna mun fyr- irhuguð innilokun í búrunum verða mikil þolraun íyrir kett- ina,“ segir í bréfinu. Ennfremur segir að flæk- ings- og villikettir muni sára- fáir í borginni og ljóst að átak- inu sé beint gegn jafnt heimilisköttum sem öðram. „Engar skráningar hafa verið gerðar vegna þessara svoköll- uðu „sífelldu kvartana", sem átakið er réttlætt með, og engar upplýsingar eru til um það, hveijir eru að kvarta né hvers vegna. Þessar ástæður eru því órukstuddar með öllu og eru hæpnar lagalegar for- sendur fyrir hinni stórfelldu kattaveiði, sem fyrirhuguð er nú á kaldasta tíma ársins," segir í bréfinu. „Merktir kettir tilheyra ákveðnum aðila og eru lög- veraduð eign hans samkvæmt ákvæðum eignarréttarins og stjómarskrárinnar. Enga heimild er að finna í lögum um það að egna megi fýrir merkta ketti til að veiða þá í búr og halda þeim fyrir lögmætum eigendum þar til þeir greiða lausnargjald. Má búast við að slíkar þvingunargreiðslur kunni að verða túlkaðar sem brot á ákveðnum ákvæðum al- mennra hegningarlaga og skapa bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg," segir í bréfi Sigríðar Ásgeirsdóttur, lögmanns og formanns Dýra- verndunarfélags Reykjavík- ur. Vilja gistihús á Varmár- svæði Mosfellsbær MOSFELLSBÆ hafa borist tvær umsóknir um byggingu gistihúsa á Varmársvæðinu. Umsóknirnar eru til skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum í bænum en gera þarf breyt- ingar á aðalskipulagi bæjar- ins verði þær samþykktar. Annars vegar sækir Hesta- miðstöðin Hindisvík um leyfi til að byggja smáhýsi í tengsl- um við hestamiðstöð og hins vegar vill Vilhjálmur Walters- son reisa mótel. Bæjarráð hefur vísað um- sóknunum til skipulagsnefnd- ar en um þær hefur einnig verið fjallað í íþrótta- og tómstundanefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd bæjarins og hafa undirtektir þar verið jákvæðar. Að sögn Tryggva Jónsson- ar bæjarverkfræðings nefna báðir umsækjendur Varmár- svæðið, sem æskilega stað- setningu. Núgildandi skipu- lag gerir ráð fyrir íþrótta- og útivistarsvæði þar. M.a. er tjaldstæði inni á svæðinu, sem áformað hefur verið að flytja til innan þess. Tryggvi sagði að í raun væru hugmyndir umsækj- enda ekki ýkja fastmótaðar eins og þær hefðu borist bæj- aryfirvöldum. Tæknideild og skipulags- nefnd bæjarins hafa málið nú til skoðunar í samráði við skipulagshöfunda og Land- mótunar, sem vann umhverf- isskipulag Varmársvæðisins. Meðal annars sem verið er að kanna í sambandi við skipulag svæðisins er tenging þess við hringtorg við Álafossveg, að sögn Tryggva. Bæklingar fyrir foreldra erlendra leikskólabarna Reykjavík LEIKSKÓLAR Reykjavfkur hafa gefíð út upplýsinga- bæklinga á sex tungumálum til að miðla upplýsingum til foreldra þeirra Qölmörgu barna af erlendum uppruna sem eru í leikskólum borgar- innar. Á þriðja hundrað börn af erlcndum uppruna, sem tala 39 mismunandi tungumál, eru á leikskólum borgar- innar. Að sögn Kolbrúnar Vigfús- dóttur leikskólaráðgjafa hafa foreldrar barnanna hingað til ekki haft aðgang að upplýsingum um íslenska leikskóla á öðru máli en ís- lensku. Með bæklingunum, sem nú hafa verið gefnir út á ensku, albönsku, pólsku, spænsku, taflensku og vietn- ömsku er ætlað að veita al- mennar og hagnýtar upp- lýsingar til foreldra. Kolbrún sagði að með bæklingunum vildu Leikskól- ar Reykjavíkur mæta erlend- um foreldrum á sama hátt og íslenskum foreldrum „þann- ig að þeir fái innsýn í hvað leikskóli er“. Hún sagði að í bæklingun- um væri áréttað mikilvægi þess fyrir börnin að læra ís- lensku, aðlagast íslensku samfélagi og kynnast ís- lenskum börnum jafnframt því sem þau þurfi að læra móðurmál sitt. Kolbrún sagði að hættan væri sú að börn frá tvítyngd- um heimilum næðu ekki góðu valdi á neinu tungumáli. Fyr- ir öllu sé talið í fræðum um tvítyngi að böm nái fullu valdi á einu tungumáli. Á grundvelli þeirrar þekkingar læri þau íslensku. Mikilvægt sé að mæður barnanna tali við börnin eigið tungumál en ekki hrafl í íslensku. „Við leggjum áherslu á það við alla foreldra að barnið kunni það mál sem foreldrarnir kunna best,“ sagði Kolbrún. Tvftyngd börn, eða börn af erlendu foreldri, hafa for- gang að leikskólum frá tveggja og hálfs árs aldri og fá sérkennslu í íslensku þeg- ar þörf krefúr. I bæklingunum era veittar almennar upplýsingar um mikilvægi leikskóladvalar fýrir böm af erlendum upp- runa. Einnig hagnýtar upp- lýsingar til foreldra um að- lögun baras í leikskóla, dvalarsamning, for- eldrasamvinnu og stoðþjón- ustu fyrir börn með sérþarfir o.fl. Kolbrún segir útgáfu bæklinganna mikilvægt fyrsta skref til að ná til for- eldra en ekki séu uppi áform um útgáfu á fleiri tungumál- um i bili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.