Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 22

Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ A\»fjÓVj^ cíSknir benda mjog TÍ fosft-r*"8"” að Omega naUð- þáttur í góðn ei s -giUkami * mVeear allt frá fósturstigi) eigi Samviskuviðbit / Gottfyrir hjartað s/ Gottfyrir heilann / Gott ábrauðið / Inniheldur Omega-3 Vertu í sátt við samviskuna. Plús3 er fituskert viðbit með smjörbragði sem inniheldur hinar eftirsóttu Omega-3 fitusýrur sem fást að öðrum kosti helst úr sjávarfangi og lýsi. 4 W-. WVJW.ðStU: NEYTENDUR Ný gerð bankakorta, örgjörvakort, á markað 8 ára börn með debetkort Á NÆSTU mánuðum er áætlað að setja í umferð nýja gerð bankakorta sem ýmist hafa verið nefnd klinkkort eða smartkort og hafa að geyma örgjörva sem eykur notkunarmögu- leika greiðslukorta veru- lega. Fulltrúar bankastofnana eru almennt sammála um að þróunin verði sú að smám saman muni reiðufé verða óþarft og fræðilegur möguleiki sé að gera ísland að þjóðfélagi þar sem ekk- ert reiðufé sé í umferð, heldur muni allar greiðslur eiga sér stað á rafrænan hátt. Nú þegar geta börn allt niður í 8 ára aldur opnað debetkortareikninga, sem eru þó háðir ýmsum tak- mörkunum. Debetkort þeirra gilda einungis í hrað- banka og aðra banka, til út- tektar á reiðufé, en ekki er hægt að nota þau til greiðslu fyrir vörur í verslunum eða fyrir hvers konar þjónustu. Til þess að stofna reikning, þarf barnið skriflegt sam- þykki forráðamanns. Smartkortin eins konar rafbudda Fyrir stuttu hleypti Sparisjóður Kópavogs í samstaríi við Þinghóls- skóla í Kópavogi af stokkunum til- raun með notkun svokallaðra smart- korta meðal unglinga á aldrinum 12-16 ára. Smartkortin eru hefð- bundin debetkort sem hafa að auki að geyma örgjörva sem gerir það að verkum að kortið sjálft virkar eins og lítil tölva, hefur minni þar sem hægt er að geyma upplýsingar sem skapa mikla möguleika í notkun kortsins. Eins og stendur er Sparisjóður Kópavogs eini bankinn sem hefur hafið tilraun með notkun kortanna en samkvæmt upplýsingum frá öðr- um bankastofnunum er áætlað að aðrir bankar taki upp örgjörvakort í febrúar og mars og skipti þá smám saman út hefðbundnum debetkort- um fyrir debetkort sem jafnframt innihalda örgjörva. Smartkortin sem nemendur Þing- hólsskóla nota, virka sem nokkurs konar matarmiðar í skólanum eins og stendur. Foreldrar geta hlaðið tiltekinni peningaupphæð inn á kortin og þurfa nemendurnir því ekki að vera með lausafé í skólanum, að sögn Hildar Grétarsdóttur, markaðsstjóra hjá Sparisjóði Kópa- vogs. Einnig geta nemendur sjálfir millifært af startreikningi yfir á smartkortin. „Smartkortið er eins konar raf- budda, inni á örgjörvanum eru geymdar krónur, sem notandi korts- ins getur síðan ráðstafað. I þessu til- felli geta nemendur eingöngu notað kortið í skólanum, það er því gjald- miðill þeirra í Þingholtsskóla,“ segir Hildur. Hún bendir á að örgjörvakortin séu ekki reikningstengd. Á bak við þau sé ekki bankareikningur sem fært er út af við hverja færslu, held- ur er hlaðið inn á örgjörva kortsins ákveðinni upphæð, sem sérstakur örgjörvalesari tekur út af, án þess að tengjast banka símleiðis og milli- færa á milli reikninga. Mælt er með því að forráðamenn millifæri ákveðna upphæð reglulega á kortið, hlaði kortið með vissri upp- hæð með reglulegu millibili. Þurfa ekki reiðufé með í skólann Hún segir að helsti kosturinn við þessi nýju örgjörvakort, sé að krakkar þurfi nú ekki að hafa á sér reiðufé í skólanum. „Þau munu geta greitt fyrir mat í skólamötuneytinu, notað kortið í félagsmiðstöðinni, í skólaferðalög og fleira sem tengist skólanum.“ Hún bendir á að alltaf komi annað slagið upp vandamál með reiðufé bama í skólum. Þau týni peningum, þeim sé stolið eða börn hreinlega þvinguð til að láta þá af hendi. Með tilkomu smartkortanna sé þetta vandamál úr sögunni, því á kortun- um sé bæði mynd og undirskrift og því sé ómögulegt fyrir annan en eig- anda kortsins að nýta innstæðu þess. Ennfremur segir hún að þegar eingöngu sé um rafræn viðskipti að ræða, sé mun auðveldara að halda utan um fjármál viðkomandi stofn- unar eða þjónustuaðila. Aðspurð segir hún ekki óeðlilegt að lagðar séu inn á reikning barn- anna 500-1.000 kr. á viku. Þó sé ekki komin nægileg reynsla á notkun kortanna, einungis séu liðnar tvær vikur síðan tilrauninni var ýtt úr vör. Allir nemendur skólans með smartkort Allir nemendur í 7.-10. bekk Þing- hólsskóla hafa smartkort til umráða. Ekki þótti koma til greina að ráðast í þetta verkefni nema hver og einn nemandi skólans tæki þátt. Þegar Hildur er innt eftir viðbrögðum for- eldra, segir hún þau í flestum tilfell- um jákvæð. „Um leið og lá fyrir hvernig tilraunin yrði innt af hendi, var farið í skólann og hún kynnt fyr- ir foreldrum. Það hefur hins vegar tekið tíma að þróa verkefnið og því liðu nokkrir mánuðir frá því að það var kynnt og þangað til því var hrint af stað. í framtíðinni munu smart- kortin bjóða upp á ýmsa aðra mögu- leika en greiðslumiðlun, s.s. aðgang að skápum og aðgangsstýringu í tölvur skólans þar sem hægt væri að tryggja það að nemendur hefðu að- eins ákveðinn tíma til ráðstöfunar í tölvunni eða ákveðinn aðgang t.d. að Netinu. Einnig er hægt gefa nem- endum vildarpunkta fyrir ákveðna hegðun eða árangur í námi og vild- arpunktarnir gætu t.d. verið í formi sundferða," segir hún að lokum. Sumir foreldrar eru mótfallnir notkun kortanna, því þeim finnst þetta óþarflega mikil stýring á fjár- útlátumbarna sinna. Hjá íslandsbanka og Búnaðar- banka, líkt og hjá SPRON, geta krakkar fengið debetkort um 12 ára aldur. Kortin gilda þó ekki í verslun- um, heldur einungis til úttektar á reiðufé í hraðbönkum og bönkum og við hverja úttekt er hringt inn til að athuga stöðu á reikningi, til þess að koma í veg fyrir að úttektin sé hærri en upphæðin sem er inni á reikning- num. Landsbankinn býður hins vegar 8 ára viðskiptavinum sínum debet- kort, en um þau gilda sömu tak- mörk, einungis er hægt að taka út reiðufé með þeim í hraðbanka og í bönkum. Nokkrar tetegundir fjarlægðar af markaði Þarf leyfí til að selja náttúrulyf EINHVER brögð eru að því að verslanir og jafnvel póstverslanir selji te sem er ekki te í þeim skilningi að það er hvorki grænt né svart te heldur er um að ræða t.d. öflug hægðate og te sem innihalda jurtir sem hafa læknisfræðilega virkni og sem eru náttúrulyf. Starfsfólk Lyfjaeftirlits ríkisins gerði nýlega markaðskönnun og skoðaði úrval í nokkrum fyrirtækj- um sem selja jurtate. Guðrún S. Eyj- ólfsdóttir, forstöðumaður Lyfjaeftir- lits ríkisins, segir að án tilskilinna leyfa megi ekki selja ýmsar te- tegundir sem eru á markaðnum. Sem dæmi tekur hún te sem inni- heldur jurtir eins og garðabrúðu og jónsmessurunna. „Hvort tveggja er almennt flokkað sem náttúrulyf inn- an Evrópusambandsins og til að geta selt te með þessum jurtum þarf við- komandi að hafa sérstakt markað- sleyfi og uppfylla lágmarksskilyrði svo sem um merkingar vörunnar. Guðrún segir að í sumum tilfellum hafi merkingum verið ábótavant. „Meðal þeirra tegunda sem við höfum kannað undanfama daga er t.d. öflugt hægðate, Þegar að er gáð kemur hvergi fram hvað umrætt te inniheldur sem er að okkar- mati al- varlegt mál. Þegar við könnuðum þetta nánar kom í Ijós að teið inni- heldur t.d. sennablöð og belgi sem er þekkt hægðalyf sem verkar örvandi á þarmana og veldur niðurgangi." Þegar Guðrún er spurð hvaða reglur gildi um merkingar á teteg- undum sem þessum segir hún að þetta séu náttúrulyf . „Þá eru strangar reglur sem gilda um merk- ingar, upplýsingar um hver jurtin er, hvernig nota eigi hana og fleira. “ Guðrún segir að ef fólk sem þarf að nota blóðþynningarlyf drekkur te sem inniheldur jónsmessurunna geti það lent í verulegum vanda þar sem Morgunblaðið/Árni Sæberg milliverkun sé milli jónsmessurunna og blóðþynningarlyfja. „Það gefur augaleið að það þurfa að fylgja mjög ítarlegar upplýsingar um innihaldið og vara við þeirri hættu sem getur stafað af notkuninni." Er búið að taka einhverjar teteg- undir af markaði? „Það er þegar búið að taka ein- hverjar tegundir af markaði og á næstu dögum verður haft samband við fleiri seljendur.“ Þegar Guðrún er innt eftir því hvaða tetegundir hafi verið og verði fjarlægðar af markaði segir hún að á þessu stigi sé ekki hægt að veita þær upplýsingar. i I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.